Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 17 LANDIÐ Morgunblaðið/Finnur Pétursson STARFSFOLK Vöruafgreiðslunnar ehf. framan við nýju bílana. Vöruafgreiðslan ehf. á Patreksfírði 10 ára Patreksfirði - Vöruafgi-eiðslan ehf. á Patreksfirði hélt upp á 10 ára af- mæli sitt laugardaginn 6. mars en fyrirtækið var stofnað 1. mars 1989. Einnig var fagnað komu tveggja nýrra flutningabíla sem dótturfyi’ir- tæki Vöruafgreiðslunnar, Nanna ehf., hefur fest kaup á. Bílamir era frá Volvo af FH 12 gerð og eru 10 hjóla með 460 ha vél- um. Að sögn Steingríms Þórarins- sonar, eins af bílstjórum fyrirtækis- ins sem ók öðrum bílnum fyrstu ferðina vestur á Patreksfjörð, eru bílamir mjög þægilegir og vel búið að ökumanni. Einnig er aflið mikið og kemur það sér vel þegar farið er yfir fjallvegi á leiðinni. Með kaupunum á bílunum eykst flutningsgeta fyrirtækisins umtals- vert og er það von eigenda og starfsfólks að hægt verði að bjóða upp á meiri og betri þjónustu við viðskiptavini. Báðir bílarnir eru með búnaði til kælingar eða frystingar eftir því sem við á en stór hluti af flutningum írá Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal er fiskur og fiskafurðir sem þarf á kælingu/fi'ystingu að halda. í stað nýju bílanna verða seldir tveir eldri bílar fyrirtækisins og að þeim seldum verða fimm bílar í notkun. I haust er leið stofnaði Vöruafgreiðslan ehf. ásamt fleiri fyrirtækjum víðsvegar að af landinu vörumóttöku og afgreiðslu í Reykjavík sem heitir Aðalflutningar og er staðsett við Héðinsgötu 2. Ásamt flutningaþjónustu er Vöruafgreiðslan með umboð fyrir ýmsa þjónustuaðila, s.s. Olís, End- urvinnsluna (dósir og glei’flöskur), Eimskip, Skeljung og Hafnarbakka. Þá hefur um nokkura ára skeið ver- ið hlaðið á þurrduftsslökkritæki hjá fyrirtækinu. Ný hár- greiðslustofa á Egilsstöðum Egilsstöðum - Álfheiður Alfreðs- dóttir hefur nýlega opnað Hár- greiðslustofu Álfheiðar á Egils- stöðum. Stofan er til húsa að Stekkjartröð 13b. Álfheiður býð- ur viðskiptavinum upp á alla al- menna hársnyrtiþjónustu, s.s. klippingu, permanent, litun og strípur. Auk þess setur hún göt í eyru. Álfheiður notar Montage hársnyrtivörur. Stofan er opin alla virka daga og er opnunar- tími einnig sveigjanlegur ef svo ber undir, þannig að viðskipta- vinir geta fengið tíma bæði á kvöldin og um helgar ef það Morgunblaðið/Anna Ingólfs ÁLFHEIÐUR Álfreðsdóttir eig- andi Hárgreiðslustofu Álfheiðar. hentar þeim betur. Álfheiður rak áður stofu í 17 ár í Stonewall í Manitoba í Kanada. Morgunblaðið/Karl LINDA Osk Sigurðardóttir, svæðisfulltrúi Rauða kross Islands á Vest- urlandi og sunnanverðum Vestfjörðum. Nýtt húsnæði Svæðis- skrifstofu Rauða krossins á Vesturlandi Morgunblaðið/Garðar Páll KRAKKARNIR sýndu foreldrum sínum og aðstandendum uppskeru mikilla æfinga fyrir árshátiðina. / Ymis skemmtiatriði á árshátíð Héraðs- fréttablað í áskrift Grund - Liðið er eitt ár frá því fyrsta tölublað Skessuhorns kom út. Skessuhorn er viku- blað á Vesturlandi og er eina fréttablaðið sem nær yfir allt Vesturlandskjördæmi. Á því eina ári sem liðið er hefur það náð að skapa sér sess meðal öflugustu héraðsfréttablaða landsins. Fram til þessa hefur blaðinu verið dreift endur- gjaldslaust til allra heimila og fyrirtækja á Vesturlandi, og auk þess á Kjalarnesi, í Kjós og Reykhólahrepp. Frá og með 18. febráar sl. er blaðið selt í áskiáft og lausa- sölu. Nýverið opnaði Skessu- horn fréttavef á Netinu. Vefur- inn er hannaður af Vefsmiðj- unni Andakíll. Slóðin er www.skessuhorn.is Nú starfa hjá Skessuhorni 13 manns í mismunandi starfs- hlutfalli, og er blaðið unnið á mörgum stöðum, víðs vegar um kjördæmið. Ritstjórnarskrif- stofan er á Lundi II, Lundar- reykjadal í Borgarfirði, en að- alskrifstofan er í Borgarnesi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Gísli Einarsson. I upphafi áskriftartímabils er blaðið prentað í 4.000 eintökum og kemur út á fimmtudögum. Áskriftargjald er 800 kr. á mánuði. Aðsendar greinar á Netinu <D mbl.is _ALLTAf= e/7TOVM£> rJÝTT Grindavík - Það er alltaf mikil tilhlökkun hjá krökkum þegar þau sýna foreldruin sínum og öðrum afrakstur æfinga sinna. Nú var það árshátíð Grunnskóla Grindavíkur í 1.-4. bekk sem olli titringi. Eins og undanfarin ár verður að tvískipta þessum hópi vegna þess gríðarlega íjölda sem mætir á sýningar krakkanna. Undantekningarlaust mætir annað foreldri og mjög algengt er að báðir foreldrar komi með barni sínu. Þá færist í vöxt að af- ar og ömmur mæti til að líta á ungana. Það er orðin hefð fyrir því að foreldrar allra barnanna mæti með köku því að lokinni leiksýn- ingu er boðið í kaffi og með því. Þessi dagur er alltaf skennntileg- ur og greinilegt að það leynast framtíðarleikarar í hópnum. Meðal þess sem boðið var uppá á árshátíð grunnskólans að þessu sinni var atriði úr Grease, söng- ur, tónlistaratriði, dansatriði, Fóstbræðraatriði og meira að segja sáust auglýsingar úr sjón- varpsmarkaðnum. Grundarfjörður - Svæðisskrifstofa Rauða krossins fyi-ir Vesturland og suðurhluta Vestfjarða hefur fengið nýtt aðsetur. Skrifstofan er í fríu húsnæði hjá Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði. Þessi breyting varð þegar Linda Ósk Sigurðardótt- ir í Grundarfirði varð svæðisfulltrúi fyrir þessa landshluta. Helstu verkefni svæðisski-ifstof- unnar eru stuðningur og aðstoð við einstakar deildir umdæmisins. Felst hún m.a. í því að styðja við ný . verkefni og miðla uppiýsingum milli deilda og fylgja eftir skipulagi neyð- arvarna. Svæðisskrifstofan heldur námskeið, þar á meðal fjármála- námskeið fyrir deildirnar og flokk- stjóranámskeið. Þá annast skrif- stofan kynningarmál og er með Rauða kross-fræðslu á svæðinu. Eitt hlutverk svæðisfulltrúa er að mæta á aðalfundi deilda. Helstu verkefni deilda á stöðunum er nám- skeiðahald fyrir barnfóstrur, skyndihjálp, slysavarnir barna, starfslokanámskeið fyrir eldri borg- ara og svo auðvitað sjúkraflutning- arnir og fatamóttaka sem stendur allt árið. Stuðningur við upp- byggingu í Gambíu Eitt aðal samstarfsverkefni deildanna á Vesturlandi og sunnan- verðum Vestfjörðum er stuðningur við uppbyggingu Rauða kross deilda í Gambíu og hefur það staðið í þrjú ár. Linda Ósk er í hálfu starfi og er ánægð yfir því hversu breiður hópur karla og kvenna starfar og er í Rauða krossinum í þessu um- dæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.