Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 25 Reuters Tekur á taugarnar KVIkVnMMK Laugarásbfó VERY BAD THINGS ★★ Leikstjórn og handrit: Peter Berg. Aðaihlutverk: Christian Slater, Ca- meron Diaz, Jon Favreau, Leland Or- ser, Jeremy Piven, Daniel Stern og Jeanne Tripplehorn. Polygrain 1998. KYLE ætlar að giftast elskunni sinni og eins og örlög flestra manna í þeirri aðstöðu bjóða neyðist hann til að fara í steggjapartí með vinum sín- um. Fimm að tölu halda þeir til Las Vegas, og á hótelherberginu sjúga þeir upp í nefið haug af kókaíni, drekka tunnur af áfengi og fá af- skaplega fallega konu til sín til að dansa. Hér hefjast vandræðin og á þeim verður enginn endir. Alls eng- inn. Ef ég yrði neydd til að sjá þessa kvikmynd aftur myndi ég taka nokkrar róandi áður. Titillinn er vægast sagt daufur miðað við inni- hald myndarinnar. Hún er vissulega spennandi á köflum, en hún er sér- staklega með eindæmum áreitin og uppfull af óþolandi persónum, svo maður situr viðþolslaus í sætinu og íhugar á tímabili að ganga út. Peter Berg leggur áhei’slu á kald- hæðni og biksvartan húmor í þessaii mynd, sem felst að vissu leyti í afskap- legri vanlíðan persónanna og henni tekst honum vel að skila til áhorfenda. Hins vegar koma inn á milli atriði með mun farsakenndari húmor sem passar illa inn í það svala andrúmsloft sem hann vill skapa með húmor, kvik- myndatökustíl og tónlist. Hann er alls ekki einlægui’ í því sem hann er að gera, heldur má segja að hann sé að „rembast“ og kemur því upp um sig að lokum. Lokaatriðið skýtur heldm- langt yfír markið og er vægast sagt ósmekklegt. Og boðskapur myndar- innar er að manni hefnist fyrh’ það að nota eiturlyf og vera vondur við annað fólk; einfaldai-i og saklausari en hann vill láta líta út íyrir. Myndin er hins vegar skylduáhorf fyrir fólk í giftingarhugleiðingum. Gott væri fyrir hjónaleysin að bregða sér á bíó áður en undirbúningur hefst og áður en öll gæsa- og steggjateiti era haldin. Af þessari mynd má margt nytsamlegt læra í þeim mál- um. Hildur Loftsdóttir Frelsis- gyðjan á ferðalagi STARFSMENN þjóðarlista- safnsins japanska í Tókýó lyfta meistaraverki franska málar- ans Eugenes Delacroix „Frelsis- gyðjan fer fyrir fólkinu“, eða „La Liberte guidant le Peuple", varlega upp í því skyni að koma málverkinu fræga fyrir. Sýning á verkum Delacroix hefur vakið mikla athygli í Japan en mál- verkið af frelsisgyðjunni var eitt þeirra sem Louvre-safnið í París lánaði japanska þjóðar- listasafninu sérstaklega í tilefni sýningarinnar. Greiddu frönsk stjórnvöld jafnframt fyrir flutn- ing verksins. Kvikmyndasýn- ing í Goethe- Zentrum GOETHE-Zentrum, Lindargötu 46, sýnir þýsku kvikmyndina „Der Papagei" frá árinu 1992 á morgun, fímmtudag kl. 20.30. Myndin segir frá atvinnulausum leikara sem fær það nýstárlega „hlutverk“ að leiða lista hægri öfga- flokks í kosningum í Bæjaralandi. Með æsingaræðum af alómerkileg- asta toga og vegna ýmissa hneyksl- ismála verður leikarinn brátt þekkt- ur „stjórnmálamaður". Að lokum vilja hinir raunverulegu flokks- broddar losa sig við hann. Leikstjóri þessarar háðsádeilu á uppgang öfgaflokka til hægri í upp- hafí tíunda áratugarins er Ralf Hiittner en í aðalhlutverkum eru m.a. Harald Juhnke og Veronica Ferres. Myndin er með enskum texta og aðgangur er ókeypis. Skólatónleikar í Egilsstaða- kirkju TÓNLISTARSKÓLI Austur-Hér- aðs heldur tónleika í Egilsstaða- kirkju í kvöld, miðvikudag kl. 20.30. Söngvarar og hjóðfæraleikarar flytja íslensk og erlend lög. Fyrstu vortónleikar skólans á skólaárinu verða í Egilsstaðakirkju laugardag- inn 27. mars og þar munu ungir hljóðfæraleikarar leika. Gabríela Frið- riksdóttir sýnir í Slunkaríki NÚ stendur yfír sýning á verkum Gabríelu Friðriksdóttur verður í Slunkaríki á Isafirði. Gabríela sýndi verk sín fyrir stuttu í sýningasal Sævars Karls í Reykjavík. Sýningin er opin til 21. mars, fimmtudaga til sunnudags kl. 14—18. TAL FRELSI kortl fylgir með hverri keyptri tölvu. islandia internet Fujitsu T-Bird 333 • 333 MHz AMD K-6 3 D örgjörvi • 32 MB SDRAM vinnsiuminni • 4,3 GB harður diskur • 32 X hraða geisladrif • 8MB ATI Rage II skjákort • Hlóðkort • 60 W hátalarar • 3 mán. frítt hjá Islandia • Windows 98 • Word 97 • Works 4,5 (töflureiknir, o.fl.) • Alfræði diskur i. 85.900. Fujitsu T-Bird 366 • 366 MHz Celeron örgjörvi • BX móðurborð • 64 MB SDRAM vinnsluminni • 6,4 GB harður diskur • 5XDVD hraða geisladrif • 8MB ATI Rage II skjákort með TV útgangi • Hljóðkort • 60 W hátalarar • 3 mán. frítt hjá Islandia • Windows 98 • Word 97 • Works 4,5 (töflureiknir, o.fl.) • Alfræði diskur I. Smáratorgi Fujitsu T-Bird 400 • 400 MHz Celeron örgjörvi • BX móðurborð • 64 MB SDRAM vinnsluminni • 10 GB harður diskur • 5XDVD hraða geisladrif • 8MB ATI Rage II skjákort með TV útgangi • Hljóðkort • 60 W hátalarar • 3 mán. frítt hjá Islandia • Windows 98 • Word 97 • Works 4,5 (töflureiknir, o.fl.) • Alfræði diskur I. HAGKAUP Mejra úrval - betri kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.