Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 25
Reuters
Tekur á taugarnar
KVIkVnMMK
Laugarásbfó
VERY BAD THINGS
★★
Leikstjórn og handrit: Peter Berg.
Aðaihlutverk: Christian Slater, Ca-
meron Diaz, Jon Favreau, Leland Or-
ser, Jeremy Piven, Daniel Stern og
Jeanne Tripplehorn. Polygrain 1998.
KYLE ætlar að giftast elskunni
sinni og eins og örlög flestra manna í
þeirri aðstöðu bjóða neyðist hann til
að fara í steggjapartí með vinum sín-
um. Fimm að tölu halda þeir til Las
Vegas, og á hótelherberginu sjúga
þeir upp í nefið haug af kókaíni,
drekka tunnur af áfengi og fá af-
skaplega fallega konu til sín til að
dansa. Hér hefjast vandræðin og á
þeim verður enginn endir. Alls eng-
inn.
Ef ég yrði neydd til að sjá þessa
kvikmynd aftur myndi ég taka
nokkrar róandi áður. Titillinn er
vægast sagt daufur miðað við inni-
hald myndarinnar. Hún er vissulega
spennandi á köflum, en hún er sér-
staklega með eindæmum áreitin og
uppfull af óþolandi persónum, svo
maður situr viðþolslaus í sætinu og
íhugar á tímabili að ganga út.
Peter Berg leggur áhei’slu á kald-
hæðni og biksvartan húmor í þessaii
mynd, sem felst að vissu leyti í afskap-
legri vanlíðan persónanna og henni
tekst honum vel að skila til áhorfenda.
Hins vegar koma inn á milli atriði með
mun farsakenndari húmor sem passar
illa inn í það svala andrúmsloft sem
hann vill skapa með húmor, kvik-
myndatökustíl og tónlist. Hann er alls
ekki einlægui’ í því sem hann er að
gera, heldur má segja að hann sé að
„rembast“ og kemur því upp um sig
að lokum. Lokaatriðið skýtur heldm-
langt yfír markið og er vægast sagt
ósmekklegt. Og boðskapur myndar-
innar er að manni hefnist fyrh’ það að
nota eiturlyf og vera vondur við annað
fólk; einfaldai-i og saklausari en hann
vill láta líta út íyrir.
Myndin er hins vegar skylduáhorf
fyrir fólk í giftingarhugleiðingum.
Gott væri fyrir hjónaleysin að bregða
sér á bíó áður en undirbúningur hefst
og áður en öll gæsa- og steggjateiti
era haldin. Af þessari mynd má
margt nytsamlegt læra í þeim mál-
um.
Hildur Loftsdóttir
Frelsis-
gyðjan á
ferðalagi
STARFSMENN þjóðarlista-
safnsins japanska í Tókýó lyfta
meistaraverki franska málar-
ans Eugenes Delacroix „Frelsis-
gyðjan fer fyrir fólkinu“, eða
„La Liberte guidant le Peuple",
varlega upp í því skyni að koma
málverkinu fræga fyrir. Sýning
á verkum Delacroix hefur vakið
mikla athygli í Japan en mál-
verkið af frelsisgyðjunni var
eitt þeirra sem Louvre-safnið í
París lánaði japanska þjóðar-
listasafninu sérstaklega í tilefni
sýningarinnar. Greiddu frönsk
stjórnvöld jafnframt fyrir flutn-
ing verksins.
Kvikmyndasýn-
ing í Goethe-
Zentrum
GOETHE-Zentrum, Lindargötu 46,
sýnir þýsku kvikmyndina „Der
Papagei" frá árinu 1992 á morgun,
fímmtudag kl. 20.30.
Myndin segir frá atvinnulausum
leikara sem fær það nýstárlega
„hlutverk“ að leiða lista hægri öfga-
flokks í kosningum í Bæjaralandi.
Með æsingaræðum af alómerkileg-
asta toga og vegna ýmissa hneyksl-
ismála verður leikarinn brátt þekkt-
ur „stjórnmálamaður". Að lokum
vilja hinir raunverulegu flokks-
broddar losa sig við hann.
Leikstjóri þessarar háðsádeilu á
uppgang öfgaflokka til hægri í upp-
hafí tíunda áratugarins er Ralf
Hiittner en í aðalhlutverkum eru
m.a. Harald Juhnke og Veronica
Ferres. Myndin er með enskum
texta og aðgangur er ókeypis.
Skólatónleikar
í Egilsstaða-
kirkju
TÓNLISTARSKÓLI Austur-Hér-
aðs heldur tónleika í Egilsstaða-
kirkju í kvöld, miðvikudag kl. 20.30.
Söngvarar og hjóðfæraleikarar
flytja íslensk og erlend lög. Fyrstu
vortónleikar skólans á skólaárinu
verða í Egilsstaðakirkju laugardag-
inn 27. mars og þar munu ungir
hljóðfæraleikarar leika.
Gabríela Frið-
riksdóttir sýnir í
Slunkaríki
NÚ stendur yfír sýning á verkum
Gabríelu Friðriksdóttur verður í
Slunkaríki á Isafirði.
Gabríela sýndi verk sín fyrir
stuttu í sýningasal Sævars Karls í
Reykjavík.
Sýningin er opin til 21. mars,
fimmtudaga til sunnudags kl. 14—18.
TAL FRELSI kortl
fylgir með
hverri keyptri tölvu.
islandia
internet
Fujitsu T-Bird 333
• 333 MHz AMD K-6 3 D örgjörvi
• 32 MB SDRAM vinnsiuminni
• 4,3 GB harður diskur
• 32 X hraða geisladrif
• 8MB ATI Rage II skjákort
• Hlóðkort
• 60 W hátalarar
• 3 mán. frítt hjá Islandia
• Windows 98
• Word 97
• Works 4,5 (töflureiknir, o.fl.)
• Alfræði diskur i.
85.900.
Fujitsu T-Bird 366
• 366 MHz Celeron örgjörvi
• BX móðurborð
• 64 MB SDRAM vinnsluminni
• 6,4 GB harður diskur
• 5XDVD hraða geisladrif
• 8MB ATI Rage II skjákort
með TV útgangi
• Hljóðkort
• 60 W hátalarar
• 3 mán. frítt hjá Islandia
• Windows 98
• Word 97
• Works 4,5 (töflureiknir, o.fl.)
• Alfræði diskur I.
Smáratorgi
Fujitsu T-Bird 400
• 400 MHz Celeron örgjörvi
• BX móðurborð
• 64 MB SDRAM vinnsluminni
• 10 GB harður diskur
• 5XDVD hraða geisladrif
• 8MB ATI Rage II skjákort
með TV útgangi
• Hljóðkort
• 60 W hátalarar
• 3 mán. frítt hjá Islandia
• Windows 98
• Word 97
• Works 4,5 (töflureiknir, o.fl.)
• Alfræði diskur I.
HAGKAUP
Mejra úrval - betri kaup