Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kröfur um bið- laun staðfestar HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þriggja fyrrverandi starfs- manna Aburðarverksmiðju ríkisins um að ríkið greiði þeim biðlaun. Höfðuðu þeir mál á hendur ríkinu og kröfðust biðlauna eftir að störf þeirra vora lögð niður hjá Aburð- arverksmiðju rfldsins er fyi-irtækið var gert að hlutafélagi í júlí 1994. Mennimir þrír era Hákon Björnsson, fyrrum forstjóri Áburð- arverksmiðju ríkisins, Páll A. Höskuldsson efnaverkfræðingur og Teitur Gunnarsson framleiðslu- stjóri. Ríkissjóður var í Héraðs- dómi Reykjavíkur dæmdur til að greiða Hákoni rúmar 2,2 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum, Páli tæpar 1,3 milljónir auk dráttar- vaxta og Teiti um 1,6 milljónir og dráttarvexti. Ríkissjóður áfrýjaði málinu eftir dóma héraðsdóms í maí 1998. Hæstiréttur staðfesti þessa dóma héraðsdóms en tveir dómar- ar af fimm skiluðu séráliti. Meiri- hluti dómsins, Pétur Kr. Hafstein, Garðar Gíslason og Guðrún Er- lendsdóttir, taldi að störfín hjá Áburðai-verksmiðjunni hf. hafí ekki verið sambærileg stöðunum sem lagðar voru niður. Minnihlutinn, Garðar Gíslason og Hrafn Braga- son, taldi að ráðningarkjör í störf- um þremenninganna eftir breyt- ingu fyrirtækisins í hlutafélög hafi verið svo sambærileg að ekki væra efni til biðlauna og vildu sýkna rík- ið af kröfum um biðlaunin. Morgunblaðið/Jón Svavarsson HLUTI þeirra starfsmanna sem létu af störfum hjá SHR í fyrra ásamt Jóhannesi Pálmasyni framkvæmdastjóra. Starfsmenn kvaddir SÁ siður hefur tíðkast árlega hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur að lialda hóf fyrir þá starfsmenn fyrirtækisins sem látið hafa af störfum fyrir aldurs sakir árið áður. Þetta hóf var haldið fyrir skömmu fyrir þá starfsmenn sem létu af störfum árið 1998, en þeir voru 40 talsins. M BERGÞÓR Karlsson fær viðurkenningarskjal og rós eftir 52 ára stai'f hjá borginni. Suðurlandskj ör dæmi Listi sjálfstæðis- manna ákveðinn LISTI Sjálfstæðisflokksins í Suð- urlandskjördæmi fyrir alþingis- kosningarnar í vor hefur verið samþykktur á kjördæmisþingi, sem haldið var á Hellu. Listinn er þannig skipaður: 1. Árni Johnsen, alþingismaður, Vestmannaeyjum. 2. Drífa Hjartardóttir bóndi, Keldum, Rangárvöllum. 3. Kjartan Olafsson framkvæmda- stjóri, Ölfusi. 4. Ólafur Björnsson lögfræðingur, Selfossi. 5. Óli Rúnar Ástþórsson fram- kvæmdastjóri, Selfossi. 6. Kjartan Björnsson hárskeri, Selfossi. 7. Kristín S. Þórarinsdóttir hjúkr unarfræðingur, Þorlákshöfn. 8. Þórunn Drífa Oddsdóttir hús móðir, Steingrímsstöð, Árnes sýslu. 9. Jón Hólm Stefánsson bóndi, Gljúfri, Árnessýslu 10. Víglundur Kristjánsson hleðslumeistari, Hellu. 11. Helga Þorbegsdóttir hjúkrun- arfræðingur, Vík. 12. Þorsteinn Pálsson ráðherra, Reykjavík. Á kjördæmisþinginu voru Þor- steini Pálssyni þökkuð farsæl störf í þágu flokksins í kjördæm- inu s.l. 16 ár. Vestfjarðakjördæmi VG tilkynnir U-LISTI Vinstrihreyfingar gi-æns framboðs í Vestfjarðakjör- dæmi vegna Alþingiskosninga vor- ið 1999 hefur verið birtur. Listann skipa: 1. Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaforseti ASV, Suðureyri. 2. Gunnar Sigurðsson, vélsmiður, Bolungaraík. 3. Eva Sigurbjörnsdóttir, hótel- stjóri, Gjögi-i. 4. Eiríkur Órn Norðdahl, nemi, Isafirði. framboðslista 5. Indriði Aðalsteinsson, bóndi, Hólmavík. 6. Halldóra Játvarðardóttir, bóndi; Króksfjarðarnesi. 7. Már Ólafsson, útgerðarmaður, Hólmavík. 8. Anton Torfi Bergsson, bóndi, Þingeyri. 9. Gísli Skarphéðinsson, skip- stjóri, Isafirði. 10. Þórunn Magnúsdóttir, sagnfræðingur, Tálknafirði. Hjúkrunarfræðingar efna til málþings FRÆÐSLU- og menntamála- nefnd Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga stendur fyrir málþingi um stuðning við hjúkr- unarfræðinga í starfi 23. mars kl. 13-19 á Hótel Sögu. Vilborg Ingólfsdóttir, yfir- hjúkrunarfræðingur við land- læknisembættið, setur málþing- ið. Margrét Blöndal, hjúkrunar- fræðingur á Slysa- og bráða- móttöku SHR, ræðir um hlut- tekningarþreytu. Rósa Krist- jánsdóttir, djákni og hjúkrunar- fræðingur á Lsp; ræðir um hjúkrunarfræðinginn í nútíma hátækniheilbrigðiskerfi. Vil- borg G. Guðnadóttir hjúkrunar- fræðingur ræðir um mikilvægi handleiðslu fyrir hjúkrunar- fræðinga. Þátttöku þarf að tilkynna á skrifstofu F élags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Flugfélag íslands vegna banns samkeppnisyfírvalda við fjölgun ferða til Egilsstaða Málinu skotíð tíl áfrýj unarnefndar FLUGFÉLAG íslands hefur ákveðið að bera undir áfiýjunar- nefnd samkeppnismála ákvörðun samkeppnisráðs um að banna félag- inu að fjölga daglegum ferðum sín- um til Egilsstaða. Jón Karl Ólafsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að félagið mundi auk þess óska skýringa frá hendi Samkeppnisstofnunar á ákveðnum þáttum í niðurstöðum stofnunarinnar. Hann sagði að fyrirtækinu væri nauðsynlegt að fá endanlegt svar við því hvaða reglur giltu á þessum markaði. „Ætla menn að stunda op- inbera framleiðslustýringu eða ekki? Við viljum fá skýra niður- stöðu og skýr svör við því. Við get- um stýrt tvennu í okkar rekstri; verði á fargjöldum og sætafram- boði og ef framboðið á að ráðast af ákvörðun ríkisins þá höfum við ekki áhrif á neitt nema verðið. Það heitir ekki frjáls samkeppni heldur ríkis- rekið framleiðslueftirlit. Hvort er verra opinbert verðlagseftirlit eða opinbert framleiðslueftirlit?" Flugfélag íslands hefur flogið þrisvar á dag austur til Egilsstaða yfir háannatímann að sumarlagi og Jón Karl sagði að að baki ákvörð- unar félagsins um að hefja flug til Egilsstaða um miðjan dag, til við- bótar við kvöldflug og morgunflug, byggi áætlun um að lengja háanna- tíma í ferðaþjónustu eystra. Félag- ið hefði gert samninga í þessu skyni við bílaieigur og fleiri fyrii’tæki á Austurlandi og stundað markaðs- setningu innanlands og erlendis. Með ákvörðun Samkeppnisráðs sé unnið gegn uppbyggingu í ferða- þjónustu eystra. Vegna samrunaskilyrða sam- keppnisýfirvalda fyrir samruna innanlandsdeildar Flugleiða og Flugfélags Norðurlands þarf Flug- félag Islands að láta samkeppnisyf- irvöld vita um ætlaða breytingu á tíðni áætlanaferða með mánaðar- fyrirvara og leita samþykkis við þeim áformum. Jón Karl átaldi vinnubrögð Samkeppnisstofnunar í þessu máli, þar sem viðbrögð henn- ar bárust þremur dögum áður en ætlað var að fjölga ferðum. Hann sagði að þótt málinu yrði skotið lengra væri ljóst að úrslit í því fengjust ekki í tæka tíð, þannig að Samkeppnisstofnun hefði drepið þessar áætlanir félagsins með vinnubrögðum sínum. Fái þetta staðist virðist búið að lögákveða að veita eigi Austfirðingum verri sam- göngur en Vestmannaeyingum. Markaðirnir tveir séu álíka stórir þótt sætaframboð sé mun meira til Vestmannaeyja en Egilsstaða. Samrunaskilyrði frá 1997 og ákvæði samkeppnislaga Afskipti samkeppnisyfirvalda af tíðni ferða Flugfélags íslands til Egilsstaða byggist annars vegar á skilyrðum, sem samkeppnisráð setti fyiár samrana innanlands- deildar Flugleiða og Flugfélags Norðurlands í Flugfélag Islands snemma árs 1997 og hins vegar á ákvæðum 17. greinar samkeppn- islaga, að því er Guðmundur Sig- urðsson, forstöðumaður samkeppn- issviðs hjá Samkeppnisstofnun, segir. Guðmundur segir að spurningin um ferðatíðni til Egilsstaða reyni fyrst og fremst á samrunaskilyrðin. í þeim var lagt bann við því að Flugfélag Islands breytti tíðni og fjölda áætlunarferða ef tilgangurinn væri að hamla samkeppni frá nú- verandi eða tilvonandi keppinautum félagsins. Tíðni ferða skyldi í þrjú ár takmarkast af þeim sumar- og vetraráætlunum, sem voru í gildi við samrunann. Ennfremur var fé- laginu meinað til 1. júlí 2000 að laga brottfarartíma áætlanaferða sinna að áætlunarferðum keppinauta. I 17. grein samkeppnislaga segir að Samkeppnisráð geti gi'ipið til að- gerða gegn samningum, skilmálum, athöfnum og aðstæðum sem hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Hin skaðlegu áhrif geti m.a. falist í að fyrirtæki nái, viðhaldi eða styrki markaðsráðandi stöðu sína á þeim markaði sem um ræðir eða óhag- kvæmri nýtingu framleiðsluþátta, t.d. vegna þess að valkostum við- skiptavina fækkar, framleiðsla og sala verður dýrari og keppinautar útilokast frá markaðnum. íhlutun getur samkvæmt grein- inni falið í sér bann, fyrirmæli eða heimild með ákveðnu skilyi'ði. M.a. getur samkeppnisráð gripið til ákvörðunar um verð og viðskipta- kjör einstakra fyrirtækja eða fyrir- tækjahópa, enda verði að mati sam- keppnisráðs ekki með öðru móti komið í veg fyrir skaðleg áhrif á samkeppni í viðkomandi grein. Hliðsjón af líkum málum í Evrópu Guðmundur Sigurðsson sagði að við ákvörðun sína hefðu samkeppn- isyfirvöld haft hliðsjón af ekki ósambærilegum málum, sem upp hafa komið í Evrópu, t.d. ýmsum skilyrðum sem samruna British Aii-ways og United voru sett, og öðrum dæmum þar sem takmark- anir hafi verið settar á brottfarar- tíma til þess að koma í veg fyrir að ráðandi aðili á markaði takmarkaði möguleika keppinauta. Eftir að samkeppnisyfirvöld birtu skilyrði sín fyrir samþykki við samruna innanlandsdeildar Flugleiða og Flugfélags Norður- lands í Flugfélagi íslands, fengu Flugleiðir skilyrðum varðandi tak- mörkun á stjórnarsetu í Flugfélagi íslands hnekkt með dómi Hæsta- réttar en skilyrðin varðandi tak- markanir á ferðatíðni í þrjú ár voru á þeim tíma ekki borin undir dóm- stóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.