Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 56
.56 MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Forvitnilegar bækur Forvitnilegar bækur 'w m Authorol VaVaVaom! JOI Lansing var vinsæl á sjötta áratugnum. Skjaldböku- stelpur „Bombshells: Glamour Girls of a Lifetime" eftir Steve Sullivan. 173 bls. St. Martinls Press, New York, árið 1998. Eymundsson. 2.495 krónur. „ÉG virðist bara ljóshærður lítill hnoðri - en í raun hef ég hjarta, sál og tilfinningar," sagði ein hinna barmmiklu stjarna löngu liðinna tíma. Dáðar af karlmönnum, hataðar af kynsystrum sínum. Ör- lög þeirra voni að vera stimplaðar kyntákn. Ofurkvenlega vaxnar, djarfar og lostafullar, en líka lif- andi verar. Lífið var ævintýri líkast. Aður en frægðin kallaði var ein þeirra skólastúlka í Blackpool, önnur vann við að gróðursetja sellerí. Við tóku gerviaugnhár og loðfeld- ir. Málin (48-24-36) höfðu sitt að segja fyrir daga sílíkonunnar og þær vora eftirlæti ljósmyndara. Pær brostu léttklæddar a myndum sem þættu penar í dag. Jafnvel í netasokkabuxum og leik- fimisbol, þótt fótunum færi reynd- ar fækkandi með tímanum. Sumar ragluðust á sjálfrí sér og Marilyn Monroe, og Cynthia Harlow (Russ Meyer gyðja) hélt lífi í hermönn- um í Víetnam. Þær voru kyn- bombur að því komnar að springa. Þetta er Óðurinn til bombunn- ai'. Bókin er virðingai’vottur við horfinn heim. Stúlkumar era ynd- islegar. Þú lest og þig langar að dansa og syngja eins og þær og vera sæt í bíkíní. Lífið verður svo fallegt og munúðarfullt og hvers- dagsleikinn hverfur. Þú verður líka stjarna. En stjörnuglansinn fer stundum af þegar fegurðin er meiri bölvun en blessun. Sumar þeirra sviptu sig lífi. Hvers virði er fegurðin þá? Og lesturinn minnir mann á að dæma engan, hvorki þann feita né mjóa. Allir eru fallegir á sinn hátt. Skjaldbakan væri ekki falleg ef hún væri bara skjöldurinn. Það sem er fyrir innan skelina gefur fegurðinni gildi. Hjartað, sálin og tilfinningamar. Silja Björk Baldursdóttir Mannskepn- an hefur ekkert breyst Extraordinary Popular Delusions and the Madness of Crowds. Bókin kom fyrst út 1841, endurútgefin Ijós- prentuð 1932. 725 síður, 15,95 dalir. í GÖMLU ensku orðatiltæki segir að ekkert sé svo fjarstæðu- kennt að það geti ekki verið satt og víst er að ekkert er svo fjarstæðu- kennt að ekki sé hægt að finna fólk sem til er í að trúa á það, hvort sem það er spádómar, draugar, grasa- lækningar, keðjubréf eða skjót- fenginn gróði á hlutabréfamarkaði. Fólk trúir því sem það vill trúa án tillits til rökhugsunar og almennrar skynsemi. Það var að minnsta kosti sannfæring höfundar bókarinnar Extraordinary Popular Delusions and the Madness of Crowds sem skrifaði langa bók í von um að mætti verða til viðvöranar. I formála að bókinni segir Mackay að henni sé ekki ætlað að vera tæmandi upptalning á hindur- vitnum, hjátrú og almennu æði því sem heltekið hefur hópa, fjöldann eða jafnvel heilar þjóðir; til þess þurfi miklu meira en eina bók þó löng sé, ekki myndu duga 500 bindi nema réít til að gefa nasasjón. í bók Mackays er víða komið við, sagt frá krossferðunum í löngu máli, nornaveiðum, draugagangi, lóðabraski, túlípanaverslun, gull- gerðarmönnum, áhrifum stjórn- málaþróunar á hártísku, og svo má telja. Ymislegt sem hann dregur fram á sér samsvörun á okkar tím- um, til að mynda svipar Suðurhaf- sæðinu í Englandi á átjándu öld mjög til gríðarlegra fjárfestinga í Netfyrirtækjum vestur í Banda- í-íkjunum. Meðal almenningshluta- félaga sem stofnuð voru í því æði var „hlutafélag um gríðarlega hag- kvæm viðskipti sem enginn veit hver eru“, eins og það hét. Mackay tekur einnig fyrir ýmsa hjátrá og hindurvitni og gefur frat í annað eins bull og stjörnuspeki, lófalestur og spádóma almennt. Um spádóma Nostradamusar segir hann að þeir séu svo almennt orð- aðir að allir eigi þeir eflaust eftir að rætast; þegar einhver spáir því að hvað sem er muni gerast hljóti hann að hafa rétt fyrir sér. Meira að segja segullækningar, segularm- bönd, sem seinni tíma dárar reyni að styðja vísindalegum rökum, fá til tevatnsins hjá Mackay. Hið mikla rit Charles Mackay sem hér er sagt frá er heilsubót öll- um þeim sem örvænt hafa yfir sí- auknum áhuga og aukinni trú á yf- irskilvitlega hluti, smáskammta- lækningar og skjótfengin gróða. Þeir sem glatað hafa trúnni á mannkynið taka þá trú aftur eftir að hafa lesið bókina, enda sannar hún að mannskepnan hefur ekkert breyst. Árni Matthíasson ÆVISAGA JACKIE CHAN Hetjan sem vinnur þá sigra sem máli skipta -CBAftLES, MACKAY, LLD. I ÆVISOGU Jackie Chan, Eg er Jackie Chan: Líf mitt í hasar segir að ástæðan fyrir vel- gengni Chan sé einföld. „Því meira sem ég hræði vini mina og fjölskyldu þeim mun ánægð- ari verða aðdáendur mínir. Þeir koma í kvikmyndahúsin hungraðir eftir hetju sem get- ur hlegið framan í heiminn og grínast frammi fyrir dauðan- um. Einhver sem getur sýnt fram á að það eina sem þarf að hræðast í þessum heimi er hræðslan sjálf,“ segir Jackie Chan í formála bókar sinnar. Chan hefur átt sér tryggan aðdáendahóp í Bandaríkjunum og kvikmyndir frá Hong Kong hafa smám saman verið að koinast í almennar sýningar og er það að stóru leyti fyrir til- stuðlan mynda Chan. Ævisaga Jackie Chan kom út í Banda- (' í íkjunum á sama tíma og nýjasta mynd hans, Rush Hour, var sýnd. I ævi- sögunni er kvikmyndaferli Chan gerð góð skil auk þess að kvik- myndaheiminum í Hong Kong er lýst af næmi þess sem þekkir þar alla innviði. Einok- un Shaw Brothers-fyrirtækisins og síðar uppgangur Golden Harvest-fyrirtækisins er lýst vel og hinn stutti en merki fer- ill bardagastjörnunnar Bruce Lee er tíundaður. Yngri sljörn- ur kvikmyndaheims Hong Kong fá einnig sína umfjöllun, þeir John Woo, Tsui Hark, Samo Hung, Ringo Lam, Michelle Yeoli, Anita Mui og Maggie Cheung. Aftast í bók- inni em listar yfir tíu bestu áhættuatriði Chan, bestu bar- dagana, verstu meiðslin og kvikmyndaskrá kappans. Krúnurakaður í stífri þjálfun Jackie Chan fæddist 7. april 1954 og var sonur Charles og Lee-lee Chan, sem bæði voni flóttamenn frá Kina. Faðir hans var frá fyrirmannafjöl- skyldu í Shandong-héraði í Norður-Kína og hann byrjaði snemma að æfa soninn í bar- dagalistinni kung fu. Chan var lítt gefinn fyrir bóknám og lenti iðulega í slagsmálum við skólafélaga sína. Hann fór í óp- eruleiklistarskóla í Kowloon og dvaldi þar í tíu ár. Nýir nemendur í skólanum voru krúnurakaðir og settir í stífa þjálfun. Tólf klukkustund- ir daglega fóru þeir í likams- þjálfun, bardagalist, söngþjálf- un og fæðið var af skornum skammti. Ef nemendurnir stóðu sig ekki að mati kennar- anna var spanskreyrinn ekki langt undan. „Ópei-uleikarar þurfa að geta farið í splitt og spíkat og ef maður komst ekki alla leið var manni ýtt, af afli niður þar til maður hélt að fæturnir myndu brotna. Það var alveg sama hversu hátt maður öskr- aði eða grét. Maður var þving- aður niður þar til það tókst,“ segir Chan. Þrátt fyrir að fæstir myndu hafa góðar minningar frá slík- um kennsluaðferðum tekur Ch- an veru sinni í skólanum með ró. Hann segist hafa hatað æf- ingarnar á sinum tíma því þær hafi verið pyndingum líkastar. En án þeirra væri hann ekki staddur þar sem hann er í dag og vegna þess segist hann ætíð bera virðingu fyrir sínum gamla læriföður, Yu Jim-yuen. Þegar náminu lauk fékk Ch- an ekki starf við óperur svo hann hóf að vinna sem áhættu- Ieikari í kvikmyndum, sem var algengt hjá mönnum í sömu stöðu. Hann varð fljótlega þekktur sem maðurinn sem þorði að gera það sem aðrir létu sig ekki dreyma um. Vinsældir á heimaslóðum Snemma á áttunda áratugn- um varð Bruce Lee vinsælasti leikarinn í Hong Kong. Chan fékk hlutverk í mynd hans Fist ofFury og hefur ekkert nema gott að segja um Lee. „An hans hefði ég aldrei orðið sá sem ég er í dag. Bince Lee vakti athygli á bardagalist- inni.“ Eftir að Bruce Lee lést minnkaði áhugi á bardagakvik- myndum í Hong Kong. Chan fluttist með Ijölskyldu sinni til Astralíu og þar tók hann upp fornafnið Jackie. Þegar honum barst tilboð um að leika aðal- hlutverkið í endurgerð Fist of Fuiy fór hann aftur til Hong Kong. Hins vegar var hætt við gerð myndarinnar stuttu eftir að hann kom til Hong Kong. Ekki var þó ferðin farin til einskis því Chan komst í kynni við unga leikstjóra sem vildu koma honum á framfæri. í myndinni Half a Loaf of Kung Fu (1978) sést örla á þeim gam- ansama hasarstíl sem átti eftir að einkenna verk Chan. Mynd- in hlaut þó ekki náð fyrir aug- um framleiðandans og var ekki sýnd fyrr en Chan var orðinn frægur. Chan var sendur til óháðs kvikmyndafyr- irtækis, Sea- sonal Films, og það var þar sem stjarna hans fór að rísa. Fyrsta mynd Chan hjá nýju fyrirtæki var Snake in Eagle’s Shadow sem malaði gull í Hong Kong. Onnur mynd hans, Drunken Master, skaut honum síðan endanlega upp á hinn asíska stjörnuhiminn. Eftir nokkra hríð ákvað Chan að reyna gæfu sína í Bandaríkjun- um. Fyrsta tilraunin var vonlaus. Chan talaði varla stakt orð í ensku og fékk engin hlutverk við liæfi (sbr. Cannonball Run I og II) og stíf leikstjórn þar- lendra átti enga samleið með líkamlegum og Iéttleikandi stfl Chan. Fyrsta myndin þar sem hann lék aðalhlutverkið, The Big Brawl, kolféll og því snéri Chan aftur til Hong Kong, þar sem segja má að ferill hans sem stórsljörnu hafí hafist. „I flestum hasarmyndum kemur enginn höggi á hetjuna sem tapar aldrei bardaga og fær sjaldnast skeinu eftir átök- in. I mínum myndum er ég bar- inn út í eitt. Það er ekki vegna þess að ég vilji vera sá sem alltaf tapar lieldur vegna þess að lífíð er svona. Þú tapar, og tapar, og tapar og síðan ef þú ert heppinn finnurðu leið til að vinna að lokum. Lífið snýst ekki um að vinna hvern bardaga. Það snýst um það að vinna þá sigra sem máli skipta.“ EXTRAORDINARY POPUIAR DELUSIONS AND THE MADNESS OF CROWDS ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.