Morgunblaðið - 17.03.1999, Side 19

Morgunblaðið - 17.03.1999, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 19 VIÐSKIPTI s Býður Grandi hf. of lágt verð fyrir hlutabréf í Arnesi hf.? „ Tilboðsgengið langt fyrir neðan raunverulegt verðmæti“ STJÓRN Granda hf. býður of lágt verð fyrir hlutabréf í Arnesi hf. í Þor- lákshöfn að mati tveggja hluthafa Ar- ness. Grandi býðst tii að kaupa öll hlutabréf í fýrirtækinu á genginu 1,3 en þeir telja að raunvirði bréfanna sé mun meira eða á bilinu 2,00 til 2,74. Fyrir skömmu bauðst stjórn Granda hf. til að kaupa öll hlutabréf í Árnesi hf. í Þorlákshöfn og hefur stjórn Arness mælt með því við hlut- hafa félagsins að þeir gangi að til- boðinu. Grandi á nú þegar rúmlega 50% hlutafjár í Árnesi og miðast til- boðið við að hlutabréf annarra eig- enda verði keypt á genginu 1,3. Árnes er ekki á Verðbréfaþingi Is- lands eða hlutabréfamai'kaði en Brynjólfur Bjamason, forstjóri Granda, sagði í Morgunblaðinu 27. febrúar sl. að í tilboðinu til hluthaf- anna hefði verið stuðst við þær reglur sem þai- væru til. Sagði hann einnig að samtals yi'ði að ræða um 300 millj- óna króna greiðslu fyrir bréfin. Miklar vanmetnar eignir Brynjólfur Ómarsson og Haukur Þór Hauksson, viðskiptafræðingar og smáir hluthafai- í Árnesi, segja að við fyrstu sýn kunni tilboð Granda að teljast eðlilegt en þegar betur sé að gáð komi í ljós að tilboðsgengi fyrir- tækisins sé langt fyrir neðan raun- verulegt verðmæti. „Þótt rekstur Árness hafi gengið illa að undan- förnu og bókfært eigið fé þess sé upp urið, ber að athuga að mjög miklar eignir felast í kvóta þess. Þessar eignh- liggja utan efnahagsreiknings sökum reikningsskilareglna um að úthlutaður kvóti sé ekki skráður til eignar. Eigið fé er því í raun vanmet- ið í ársreikningi um vel á annan milljarð ki-óna.“ Rekstur Árness hefur gengið illa á undanfórnum árum og á félagið nú um 900 milljóna króna uppsafnað skattalegt tap að sögn Brynjólfs og Hauks. „í árslok 1997 var Grandi hf. langstærsti hluthafi í Árnesi með 27,7% hlutafjár og að undanförnu hefur hann aukið verulega hlut sinn í því. Það sem Grandi hyggst fyrir með því að kaupa öll hlutabréf í Ár- nesi er að eignast mjög verðmætan kvóta fyrirtækisins en ekki síður að nýta sér skattalegt tap þess. Til að geta nýtt sér tapið þarf Grandi þó að ná a.m.k. 90% hlutafjár í Árnesi." Um helmingnr kvótaverðmætisins í þorski Þeir segja að kaup Granda á hluta- bréfum í Amesi snúist ekki um það að eignast hlut í óbreyttum rekstri fé- lagsins. „í fréttaflutningi af kauptil- boðinu hefur Grandi lagt áherslu á að nú sé lægð í þeim fiskistofnum, sem afkoma Amess byggist á, þ.e. flat- fiski. Staðreyndin er hins vegar súað um helmingur af kvótaverðmæti Ár- ness liggur í þorski og þorskveiðar eru frekar á uppleið. I þessu ljósi er athyglisvert að rifja upp orð sem Árni Vilhjálmsson, einn stærsti hluthafi Granda og stjómarformaður, lét falla á aðal- fundi Granda í apríl í fyrra. I um- fjöllun um hlutdeildarfélög sagði hann að þótt staða Árness væri orðin tæp á almennan mælikvarða, væri Morgunblaðið/Ásdís BRYNJÓLFUR Ómarsson (t.v .) og Haukur Þór Hauksson, viðskipta- fræðingar og hluthafar í Árnesi hf., telja að tilboð Granda hf. í hluta- bréf í Árnesi sé langt fyrir neðan raunvirði. Verðmæti Árness hf. Samkvæmt útreikningum Brynjólfs Ómarssonar og Hauks Þórs Haukssonar Dæmi 1 Dæmi 2 Verðmæti kvóta umfram bókfært verð 1.195 1.195 Eigið fé miðað við áætlað 100 millj. kr. tap 1998 -58 -58 Skattur af söluhagnaði kvóta -359 -359 Verðmæti skattalegs taps 0 290 Verðmæti Árness hf. Milljónir króna 779 1.069 Nafnverð hlutafjár 390 390 Gengi 2,00 2,74 ýmislegt áhugavert við fyrirtækið. Nefndi hann annars vegar samsetn- ingu og verðmæti aflaheimilda og hins vegar ójafnað skattalegt tap að fjárhæð 870 milljónir króna. Ef sýnt þætti að best yrði að hætta rekstri Árness, yrði að gera það með því að sameina það öðra fyrirtæki til þess að tapfrádrátturinn nýttist. Ásamt því að eiga stóran hlut í Granda og gegna stjórnarformennsku þar, situr Arni einnig í stjórn Árness, og kem- ur því vart á óvart að hann hvetji hluthafa Árness til að ganga að um- ræddu tilboði." Hvert er raunverulegt verðmæti? En hvert er þá raunveralegt verð- mæti hlutabréfanna í Ámesi? Brynjólfur og Haukur segja að til- boð Granda sé lægra en allir eðlileg- ir útreikningar sýni. „í versta falli ætti gengi bréfanna að vera 2,00 [sjá dæmi 1 á skýringarmynd]. Þá er miðað við að Grandi nái ekki 90% eignarhlut og að Ámes verði rekið áfram á núlli og nái því aldrei að nýta skattalegt tap félagsins. Raun- hæfara er að reikna upplausnarvirði félagsins eða verðmæti þess miðað við að Grandi nái 90% eignarhlut og geti þar með skv. nýjum skattaregl- um nýtt skattalegt tap Árness. Mið- að við þessar forsendur ætti gengi bréfanna að vera 2,74 [dæmi 2]. Mið- að við þessi tvö dæmi er Grandi að bjóða 254 milljónir fyrir 50% hlut í Árnesi en verðmæti hlutarins er í raun á bilinu 390 til 534.“ Þeir segja að af þessu megi ljóst vera að það gengi sem Grandi bjóði hluthöfum, þ.e. 1,3, sé langt fyrir neð- an raunveralegt verðmæti bréfanna. „Ekki má gleyma því að Grandi á nú þegar yfir helming hlutafjár í félaginu og getur því vart unað við óbreytt ástand í rekstrinum. Niðurstaða okk- ar er því sú að það sé allra hagur, Granda sem og annarra hluthafa, að kaupin fari fram, en á gengi sem er nær ofangreindum útreikningum,“ segja Brynjólfur og Haukur Þór. „A EG AÐ TRUA ÞVI AÐ ÍSLENDINGURINN SÉ BÚINN AÐ SKRIFA UNDIR OG FARINN HEIM?“ Á Saga Business Class bjóðast tíðar áætlunarferðir og dýrmætur sveigjanleiki. Þannig má stytta viðskiptaferðir til útlanda, auka aíköst starfsmanna, nýta tímann betur og draga úr ferðakostnaði. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi Vefur Flugleiða á Intemetiuu: www.icelandair.is • Nctfang íyrir almennar uppiýsingar: info@icelandair.is Jlarðurí samningum, sá íslcnski, llann skildi eftirgjöfhanda pcr."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.