Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 2 7 Fjör í fílabeins- turninum MYNDLIST Anddyri Ilallgrfmskirkju MÁLVERK KRISTJÁN DAVÍÐSSON Til 15. apríl. MERKILEG þjóð við íslending- ar. Hvarvetna komum við list upp á veggi, jafnvel í guðshúsunum ef ekki vill betur. Ekki er mér full- kunnugt hvenær anddyri Hall- grímskirkju var fyrst notað sem sýningarsalur, en eflaust er styttra síðan það gerðist en mig grunar. Var það ef til vill höklasýningin góða sem markaði þau tímamót? Eitt er víst að þessi stærsta og hæsta kirkja landsins hefur smám saman veríð að breytast í eina alls- herjar listamiðstöð með leikverk- um, tónleikum og hvers kyns list- sýningum. Það ber vott um kraft- mikla starfsemi Listvinafélags Hallgrímskirkju, en félagið nýtur þess að kirkjan dregur til sín ís- lenskan almenning og erlenda ferðamenn sem eitt helsta, mest áberandi og best staðsetta minnis- merki borgarinnar. Þegar ég segi „best staðsetta" á ég við þá fullyrðingu í praktískum skilningi, ekki listrænum, því þó ég hafí víða farið hef ég aldrei rekist á verr staðsett guðshús ef tekið er mið af hlutföllum byggingar og umhverfís. Reykjavík - verst skipulagða og dreifbýlislegasta höfuðborg Norðurlandanna, þrátt fyrir sérstæða fegurð Tjarnar- svæðisins - verður því miður enn molbúalegri í skjóli kirkjunnar á Skólavörðuholtinu. Hvað Guðjón heitinn Samúelsson var að hugsa þegar hann reiknaði út hlutföll ferlíkisins er nú ómögulegt að vita en víst er að hann var ekki með hugann við Babelsturninn né tákn- rænan boðskap þeirrar ágætu dæmisögu. Svo virðist sem krafturinn í List- vinafélagi Hallgrímskirkju sé eins konar ómeðvitað svar við kynjafull- um og illskiljanlegum hlutfóllum byggingarinnar; að með ríkulegu innra starfi hugsi þessi ágæti fé- lagsskapur sér að vega megi upp á móti vandræðalegum skakka ytra byrðisins. Og vissulega tekst manni að gleyma stund og stað frammi fyrir tveim veglegum mál- verkum Kristjáns Davíðssonar sem hanga rismikil framan við inngang- inn í kirkjuskipið. Svo merkilegt sem það kann að virðast þá eru þessi verk Kristjáns - nafnlaus, jafnstór, en frá ólíkum tíma - líkt og sniðin íyrir anddyrið. Þótt þau séu fullkomlega veraldleg öðlast þau aukinn kraft fyrir til- stuðlan umhverfísins. Það minnir okkur á þá merkilegu staðreynd að fegursta kirkjulist 20. aldarinnar eru verk þeirra sem ekki létu trúna flækjast alltof mikið iyrir sér. Pönt- uð kirkjulist okkar tíma, að viðbætt- um trúarlegum funa listamannsins, verður oftar en ekki ávísun á undar- legasta pijál og hrófatildur. Það er af sem áður var þegar ís- lenskar kirkjur voru þögull vitnis- burður um látlaust samræmi og einfaldleik. Það þarf ekki annað en bera stórbrotið snið Þingeyra- kirkju í Húnaþingi - utan og innan - saman við jafnvægisleysið á Skólavörðuholtinu og allir mega sjá að smekkur okkar hefur ekki batnað með bættum hag. Sú ein- lægni og alúð sem helgar nærfellt hverja íslenska sveitakirkju á sér MÁLVERK án titils eftir Kristján Davíðsson í anddyri Hallgrímskirkju. Einsöngs- tónleikar á Hvols- velli GUÐRÍÐUR Júlíusdóttir sópran- söngkona heldur einsöngstónleika í sal Tónlistarskóla Rangæinga á Hvolsvelli, fímmtudaginn 18. mars kl. 21. A efnisskrá eru óperuaríur auk íslenskra og erlendra laga. Guðríður er bóndi í Raftholi í Holta- og Landsveit og eru tón- leikarnir liður í 8. stigs prófí henn- ar, en hún hefur stundað söngnám við skólann hjá Jóni Sigurbjöms- syni óperusöngvara. Hún hélt tón- leika í tilefni af 40 ára afmæli skól- ans og sögn einsöng með Sinfóníu- hljómsveit Islands þegar hljóm- sveitin heiðraði skólann með heim- sókn í tilefni afmælisins. Hún hef- ur einnig sungið einsöng með kvennakórnum Ljósbrá. Undirleikari hennar á píanó er Agnes Löve skólastjóri Tónlistar- skólans. ekki viðreisnarvon á mölinni. Það er því algjör óþarfí fyrir lands- byggðarmenn að bregða búi sé það einbert fyrir stór-reykvíska smekkvísi. Slíkt er bara að kaupa köttinn í sekknum. Til að sporna við því kirkjulega eymdarprjáli sem herjar á guðshús höfuðborgarsvæðisins þarf einfald- lega meira af vandaðri list á borð við málverk Kristjáns í anddyri Hallgrímskirkju. Kirkjulist þarf ekki að vera trúarleg enda er slíkt aukaatriði. Einlægni hennar og einurð þarf hins vegar að vera ein- dregin og yfír allan vafa hafín. Þeir eru ekki margir þeir íslensku lista- menn sem starfa undir þess háttar formerkjum. Því ætti yfirvöldum kirkjumála að vera í lófa lagið að leita þá uppi og fá þá í lið með sér til að hreinsa guðshúsin af allri smekkleysunni. Halldór Björn Runólfsson 21 milljón til atvinnuleikhópa MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ hefur, að fengnum tillögum frá framkvæmdastjórn Leiklistar- ráðs, úthlutað framlögum til at- vinnuleikhópa: Flugfélagið Loftur 3 millj. kr. starfsstyhkur til eins árs. Leikfé- lag íslands 2 millj. kr. starfs- styrkur til eins árs. Möguleikhús- ið 2 millj. kr. starfsstyrkur til eins árs. Kaffileikhúsið 1 millj. kr. starfsstyrkur til eins árs. Dans- leikhús með ekka 1 millj. kr. til uppsetningar á verki um einelti. Leikfélagið Annað svið 1 millj. kr. til uppsetningar á leikverkinu Sölku Völku. Leikfélagið Fljúg- andi fískar 1 millj. kr. til uppsetn- ingai- á leikverkinu Medeu. Brúðuleikhúsið Tíu fingur 750 þús. kr. til uppsetningar á leik- verkinu Ketils saga flatnefs. Leik- hópurinn Á senunni 750 þús. kr. til uppsetningar á leikverkinu Hinn fullkomni jafningi. Nótt og dagur 500 þús. kr. til undirbún- ings á leikverkinu Kryddlegin hjörtu. Alls bárust umsóknir frá 39 að- ilum til rúmlega 70 verkefna. Til úthlutunar var samtals 21 millj. kr. Þar af runnu 8 millj. kr. til Hafnarfjarðarleikhússins Her- móðs og Háðvarar vegna tveggja ára starfssamnings við leikhúsið. I úthlutunarnefnd Leiklistar- ráðs sátu Hlín Gunnarsdóttir, Gísli Alfreðsson og María Krist- jánsdóttir. 'ppörvantU a££an mn I morgunsárið virðast verkefni dagsins stundum óyfirstíganleg. Þá er freistandi að snúa sér á hina hliðina og kúra áfram. En þess gefst ekki alltaf kostur og þá eins gott að byrja daginn vel. Zinger-tein frá CelestiaP J Seasonings eru upplögð fyrir þá sem vilja góðan skammt af orku. jQM Þau fást í ýmsum Ijúffengum bragðtegundum og auka einbeitingu þína og afköst. Zinger-tein eru því ekki bara á morgnana, Wf f heldur allan daginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.