Morgunblaðið - 17.03.1999, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 17.03.1999, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 33 AFSÖGN FRAMKVÆMDASTJÓRNAR ESB Reuters JACQUES Santer var umkringdur fréttamönnum er hann kom til fundar framkvæmdastjórnar ESB í fyrrakvöld. fyrstu ESB Ljóst er að nokkrar þjóðir munu reyna að fá fulltrúa sína skipaða að nýju og hefur breska stjórnin þegar lýst því yfir að hún muni tefla fram þeim Leon Brittan og Neil Kinnock, enda hafi stöif þeirra ekki verið gagnrýnd. Engar iíkur eru aftur á móti taldar á að Santer muni áfram gegna for- setastarfinu og var haft eftir tals- manni Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í gær að mikilvægt væri að „pólitískur þungaviktarmaður" yrði skipaður í embættið. Er leitin þegar hafin að næsta forseta og hafa nöfn þeirra Felipe Gonzalez, fyrrum forsætisráðherra Spánar, og Romano Prodi, fyi-rum forsætisráðherra Ital- íu, verið nefnd í því sambandi. Kristi- legir demókratar í Þýskalandi tóku hins vegar sérstaklega fram að Helmut Kohl, fyrrum kanslari, myndi ekki gefa kost á sér í embættið. Santer var hins vegar vígreifur á blaðamannafundi er hann hélt í gær. Sagði hann skýrsluna afbaka stað- reyndir og að enginn grundvöllur væri fyrir þeirri niðurstöðu er skýrsluhöfundar kæmust að. Sjálfui' sagðist hann vera „hvítari en allt hvítt“ og að hann myndi sitja áfram þar til að arftaki hans yrði skipaður. Hans-Ulrich Klose, formaður utan- ríkismálanefndar þýska þingsins, sagði líklegt að Þjóðverjar myndu skipta út fulltrúum sínum, þeim Mon- iku Wulf-Mathies og Martin Bangemann, til að endurspegla þau umskipti er orðið hefðu í þýskum stjórnmálum með sigri Schröders á Kohl. Þá sagði Klose að Gonzalez væri afbragðs frambjóðandi í emb- ætti forseta framkvæmdastjórnar- innar. Gonzalez hefur ekki tjáð sig sjálfur um þessar vangaveltur en heimildarmaður er stendur honum næni sagði að hann hefði líklega ekki áhuga á þessari vegtyllu. Anita Gradin, fulltrúi Svía í fram- kvæmdastjórninni, sagðist í gær taka á sig hluta ábyrgðarinanr. Gradin, sem fer með dómsmál og baráttu gegn spillingu innan framkvæmda- stjórnarinnar, sagði að allir, þar með talin hún sjálf, yi'ðu að axla hluta ábyrgðarinnar. „Um leið er hins veg- ar ákveðin kaldhæðni fólgin í því að við erum fyrsta framkvæmdastjórnin sem reyndi að koma málum í betra horf en jafnframt fyr-sta fram- kvæmdastjórnin sem verður að víkja,“ sagði hún í samtali við sænska sjónvarpið. Hún sagði það undarlegt að ekkert væri minnst á það í skýrsl- unni, sem gert hefði verið til að bæta ástand mála. „Þetta er eins og að snúa við stóni gufuskipi," sagði Grad- in, en Göran Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar hefur sagt að Svíai' muni ekki sækjast eftir endurkjöri Gradin. Cresson iðrast einskis Gagmýnin hefur ekki síst beinst að Edith Cresson, er fer með vísindamál í framkvæmdastjórninni, en hún hef- ur verið sökuð um að hafa úthlutað arðbærum verkefnum til vinar síns. „Kannski var ég svolítið kærulaus,“ sagði Cresson í samtali við frönsku sjónvarpsstöðina Fmnce 2 í gær en bætti við að hún teldi enga þörf á að hreinsa mannorð sitt. Karel van Miert, er fer með sam- keppnismál, sagði skýi-sluna ósann- gjarna þótt sjálfur hefði hann ekki verið gagnrýndur í henni. „Þeir láta eins og allt hafi farið úrskeiðis hér ... ekki er fjallað um deildirnar sem starfa vel né heldur hefur verið haft samband við fulltrúa í framkvæmda- stjórninni. Það er því óréttlátt að halda því fram að hér hafi allt verið farið úr böndunum,“ sagði hann við belgísku útvarpsstöðina VRT. Viktor Klima, kanslari Austurríkis, sagðist enga ástæðu sjá til að víkja Franz Fischler, fulltrúa Austurríkis, úr framkvæmdastjórninni en sagði ekki hvort Fischler yrði frambjóð- ' andi á ný. „Það leikur enginn vafi á því að skipa verður nýja fram- kvæmdastjórn þar sem nýtt fólk mun gegna lykilembættum. Það á þó ekki við um alla ... og persónulega dreg ég ekki heiðarleika Fischlers í efa,“ sagði Klima. Meira „egó“ en „evró“ Flest evi-ópsk dagblöð er fjölluðu um afsögn framkvæmdastjórnarinn- ar í gær fögnuðu því að þetta skref hefði verið tekið. Franska blaðið Li- beration sagði að aðrir kostir hefðu ekki komið til gi-eina og að með þessu hefði lýðræði innan ESB verið vakið upp með harkalegum hætti. Gagn- íýndi blaðið Cresson harðlega og sagði hana vera meira „egó“ en „evró“. Aðalfyrirsögn blaðsins á for- síðu var „Cresson sökkvir fram- kvæmdastjórninni“. Breska blaðið Daily Mail bar Cresson saman við búrbóna-konunga Frakklands og minnti á að um þá hafði verið sagt að þeir hefðu ekkert lært og engu gleymt. Blaðið sagði franska fulltrúann „snilling í klúðri og að baka sér óvinsældir“. Annað breskt dagblað, The Independent sagði Evrópusambandið vera „stofn- analega spillt“. - Afsögn framkvæmdastjórnarinnar var einnig forsíðuefni bandarískra stórblaða og sagði í frétt Washington Post að framkvæmdastjórnin hefði gegnt mikilvægu hlutverki í þeirri viðleitni ESB að verða keppinautur Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Fulltrúar hennar hefðu hins vegar neyðst til að segja af sér þar sem þeir hefðu látið „útbreidda spillingu og óstjórn" viðgangast um árabil. AFSÖGN allrar fram- kvæmdastjórnar ESB markar miður frækileg endalok pólitísks ferils Jacques Santers, sem hafði á tímabili gert sér vonir um að hljóta stuðning til að fara fyrir þessari lykilstofnun sambandsins eitt fimm ára skipunar- tímabil til viðbótar. Fullyrða má að hann geti að töluverðu leyti sjálfum sér um kennt að svona skyldi fara vegna þess hve illa honum fórst úr hendi að fást við þær ásakanir um misferli og valdhroka sem voru tekn- ar að hrannast upp á hendur fram- kvæmdastjórninni þegar líða tók á síðastliðið ár. Hinn að margi-a mati frekar lit- lausi Lúxemborgari var þegar árið 1994, þegar hann hlaut útnefningu leiðtoga ESB-ríkjanna í stöðu for- seta framkvæmdastjórnarinnar, ekki sá sem flestir leiðtogarnh- hefðu helzt viljað sjá taka við stöðunni af Jacques Delors, sem naut geysimik- illa áhrifa þann áratug sem hann gegndi henni. Þáverandi forsætisráðhen'a Bret- lands, John Major, tók ekki í mál að samþykkja þann mann í stöðuna sem a.m.k. Helmut Kohl kaus helzt, það er Jean-Luc Dehaene, forsætisráð- herra Belgíu. Bretunum þótti Dehaene of „sambandsríkissinnað- an“, þ.e. standa fyrir stefnu sem mið- aði að nánari samruna Evrópu en þá- verandi ráðamönnum í Lundúnum þótti góðu hófi gegna. I júlí 1994 hlaut það lið sem valizt hafði í framkvæmdastjórn Santers staðfestingu í embætti með atkvæða- gi-eiðslu í Evrópuþinginu, þar sem aðeins 22 atkvæða meirihluti náðist fyrir staðfestingunni. Fulltrúar á þinginu vora þá 626. Framkvæmda- stjórn Santers, sem tók formlega við í janúar 1995, þótti frá upphafi frek- ar veik, en henni tókst engu að síður að koma umtalsverðu í verk. Til afrekaskrár hennar má meðal annars telja hina vel heppnuðu stofn- un Efnahags- og myntbandalagsins (EMU) um áramótin síðustu, sem gekk eins snurðulaust fyi-ir sig og raun bar vitni ekki sízt vegna góðs undirbúnings af hálfu framkvæmda- stjórnarinnar. Hún hefur líka stýrt aðildarviðræðum við fimm íýrrver- Ástandið verður nýtt til upp- stokkunar á stjórnkerfi ESB Það óvissuástand sem skapazt hefur við af- sögn allrar framkvæmdastjórnar ESB mun vafalaust verða nýtt til þess að hrinda í framkvæmd endurbótum á hlutverki fram- kvæmdastjórnarinnar 1 stjórnkerfí ESB. Auðunn Arnórsson segir Evrópuþingið tvímælalaust munu auka áhrif sín í því ferli. andi austantjaldsríki og Kýpur, sem hófust í marz í fyrra, og fleira mætti tína til af stórum verkefnum sem ekki er hægt að segja annað en að hún hafi unnið vel af hendi. En það er jafnframt einstakt, að ein framkvæmdastjórn skuli fá á sig atkvæðagreiðslu um vantraust tvisvar á skipunartímabilinu. Harka- lega var deilt á hana í kúariðumálinu svokallaða, þar sem framkvæmda- stjórninni var gefið að sök að hafa árum saman gert sem minnst úr þeirri hættu sem heilsu almennings stafaði af kúariðusýktu nautakjöti, í því skyni að vernda hagsmuni kjöt- framleiðenda innan sambandsins. Vantrauststillaga sem borin var upp vegna þessa árið 1997 hlaut ekki stuðning nema 118 Evrópuþing- manna. Öllu nær skall hurð hæluin þegar spillingarásakanirnar leiddu til þess að tvær vantrauststillögur voru bornar upp í Evrópunþinginu í janúar síðastliðnum. Sú sem fyi'st kom fram og efnt var til af stærsta þingflokknum, jafnaðarmönnum, var dregin til baka þegar Santer féllst á kröfur þingmanna, þar á meðal um að óháð rannsóknarnefnd færi í saumana á ásökununum. Hátt í helmingur viðstaddra þingmanna, 232, studdu þá tillöguna sem atkvæði vora greidd um, en 293 lýstu þá stuðningi við Santer með því að fella tillöguna. Evrópuþingmenn ánægðir A Evrópuþinginu var fréttinni af afsögn framkvæmdastjórnarinnar vel tekið í gær. Jafnframt kom fram sú krafa, að þetta ski-ef verði nýtt til þess að koma samstarfi helztu stofn- ana ESB á nýjan grundvöll. „Þetta er tækifæri til nýrrar byrjunar og fyrir nýja pólitíska menningu og lýð- ræðislega ábyrgð í framkvæmda- stjórn ESB,“ sagði Wilfried Mar- tens, þingflokksformaður kristilegi'a demókrata á Evrópuþinginu. Hann krafðist þess að sem allra fyrst yrði kallaður saman sérstakur leiðtoga- fundur þar sem menn kæmu sér saman um skipun nýrrar fram- kvæmdastjórnar. Allnokkrir Evrópuþingmenn létu svo um mælt, að hægt væri að líta á afsögn framkvæmdastjórnarinnar sem kreppu í stjórnkerfi ESB sem ætti að nýta sem tækifæri til endur- bóta á því. Johannes Voggenhuber, einn talsmanna Evrópuþingflokks græningja, sagði „gífurlegan lýðræð- ishalla“ hafa einkennt framkvæmda- stjórnina til þessa, og venjur stjórn- sýslunnar væru með þeim hætti að þær verkuðu sem „segull á svindl og spillingu“, sem slyppi undan hvers konar eftirliti. Arangur hinnar óháðu spillingarrannsóknarnefndar væri fyi-st og fremst að hafa varpað ljósi á þessa „skuggahlið" framkvæmda- stjómarinnar. Að mati Voggenhubers bera stóru flokkarnir á Evrópuþinginu, kristi- legir demókratar og jafnaðarmenn, ennfremur hluta ábyrgðarinnar á því hvernig komið er, þar sem þeir hefðu í fyi-stu reynt að verja þá meðlimi framkvæmdastjórnarinnar, sem upp- runnir era hvor í sinni þessara póli- tísku fylkinga. Þá hefðu ríkisstjórnir aðildarlandanna einnig kallað þetta ófremdarástand yfir sambandið með því að skipa viljandi veika fram- kvæmdastjórn, sem ekki væri þess megnug að standa að neinu ráði uppi í hárinu á ráðherraráðinu. Rökrétt skref Mörgum fréttaskýrendum, sem kynnt hafa sér skýrsluna örlagaríku og fylgzt hafa með ferlinu sem leiddi til þess ástands sem nú hefur skap- azt, virðist afsögnin vera það eina rétta sem Santer-stjórnin gat gert í stöðunni. Hinn óvænt hvassi tónn í niðurstöðum skýrslunnar gagnvart framkvæmdastjórninni í heild, ekki aðeins gegn einstökum meðlimum hennar, átti sinn þátt í því, en í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að sú grandvallarregla hefur ávallt gilt um ákvarðanir fram- kvæmdastjórnarinnar, að þær tekur hún sem heild og ber ábyrgð á þeim sameiginlega. Þetta er gert til að styrkja stöðu framkvæmdastjórnar- innar í valdatafli ESB-stofnananna, sérstaklega gagnvart ytri þiýstingi, svo sem frá heimalöndum hvers ein- staks fulltrúa í framkvæmdastjórn- inni. Með þetta í huga er rökrétt að framkvæmdastjórnin segi öll af sér en ekki einstaka meðlimir hennar - a.m.k. fyi-st sá fulltrúi er mest var gefið að sök (Edith Cresson) var ekki tilbúinn að segja af sér af sjálfsdáð- um. Gera má ráð fyrir að í kjölfar ■- þessa komi upp háværar kröfur um að í næstu framkvæmdastjórn veljist einstaklingar sem hafi sterkan póli- tískan bakgrann, þ.e. eru menn sem eru til þess fallnir að geta myndað sterka liðsheild undir ákveðinni og ábyrgri forystu forsetans, hver sem hann verður. Lykilatriði verður að starfshættir framkvæmdastjórnar- innar verði framvegis með þeim hætti, að viðlíka mál og nú hafa orðið til að fella stjórnina verði útilokuð með virku eftirliti og með því að Evr- ópuþingið eigi auvðveldara með að draga meðlimi hennar til ábyrgðar fyrir gerðir sínar. Búast má við að Evrópuþinginu takist að nýta sér þá stöðu sem upp er komin til að styrkja stöðu sína gagnvart framkvæmda- stjórninni og stjórnsýslulegt sam- bandið milli þessara stofnana verði framvegis meira í líkingu við það sem tíðkast milli þjóðþinganna og ríkisstjórna. Þetta mun væntanlega ennfremur ýta undir þá þróun, að forseti fram- kvæmdastjórnarinnar fái aukin völd, m.a. til að hafa áhrif á hvaða menn veljast með honum í liðið. í Amster- dam-sáttmála ESB, sem gert er ráð fyrir að gangi í gildi í vor eða snemmsumars er þegar búið að gera ráð fyrir slíkri styrkingu á stöðu for- ’ seta framkvæmdastjórnarinnar. Þá má loks gera ráð fyrir, að nýjar siðareglur sem gilda eiga um með- limi og starfsmenn framkvæmda- stjórnarinnar fái aukið vægi og vinnu verði flýtt við að fullgera þær og hrinda þeim í framkvæmd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.