Morgunblaðið - 17.03.1999, Side 21

Morgunblaðið - 17.03.1999, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 21 Gott hillukerfi tryggir hámarks nýtingu á plássi hvort sem er i bílskúr eða vörugeymslu. Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi sem henta þínum þörfum. Mjög gott verö! Lyftitæki og trillur færðu einnig hjá okkur. Lagerlausnir eru okkar sérgrein MECALUX - gæði fýrir gott verð _ UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN rgshipt gler og umDjarQir ðafleins jóðum eingöngu nýjustu gerðlr og tískuhönnun. Sjóumst ó réttum stuð í Skeifunni 15 GLERAUGNAVERSLUN HAGKAUP Meira úrval - betri kaup Tilræði í JOZO Leutar, aðstoðarinnanrík- isráðherra í n'kjasambandi Króatíumanna og múslima í Bosníu-Hersegóvínu, særðist alvarlega þegar sprengja sprakk í bifreið, sem hann var farþegi í, Reuters Sarajevo í miðborg Sarajevo í gær. A myndinni sést hvar lögreglu- menn standa vörð um vettvang tilræðisins, en það er sagt til marks um vaxandi spennu í Bosníu-Hersegóvínu. Brezkar verzlanakeðjur bregðast við háværum kröfum SUNDABORG t • SlMI 568-3300 En það eru ekki bara verzlana- keðjur, sem hafa hætt að leggja nafn sitt við vörur með erfða- breyttu innihaldi. Skyndibitastað- irnir hafa bætzt í hópinn og sam- kvæmt Financial Times banna nú Pizza Express, Domino’s Pizza og Wimpy-hamborgarakeðjan vörur með erfðabreyttu innihaldi á mat- seðlum sínum. Fleiri koma á eftir; Burger King og Kentucky Fried Chicken eru að fikra sig yfir og for- ráðamenn McDonalds, stærstu hamborgarakeðju ekki aðeins Bret- lands heldur heimsins alls, íhuga slíkt hið sama. Þeir hafa hins vegar bent á, að illmögulegt sé að sann- reyna hvort efni eins og sojaolía og lesitin séu af erfðabættum uppruna eða ekki. Bandaríkjamenn kvarta yfir þróuninni í Evrópu Bandaríkjamenn, sem eru komn- ir einna lengst í framleiðslu erfða- breyttra matvæla, kvarta nú að sögn Financial Times yfir því, að útflutningur til Evrópu sé erfiður, ýmist vegna þess að alls kyns mis- vísandi reglugerðir séu í gangi eða þá að þær vanti alveg. Þá dragi rík- isstjórnir nú lappirnar við að koma málunum á hreint og stafi sá seina- gangur fyrst og fremst af ótta al- mennings, sem misvísandi fréttir séu búnar að rugla gjörsamlega í ríminu og hræða. Brezka ríkisstjórnin er einmitt nú með í smíðum reglur um rækt- un, innflutning og merkingar á erfðabreyttum matvælum. Brezkir vísindamenn tala hins vegar með og á móti erfðabreyttum matvælum. Margir þeirra telja ótta almennings ástæðulausan og saka fjölmiðla um að hafa gert úlfalda úr mýflugu og valdið skelfingu fólks. Og tekur margur stjórnmálamaðurinn undir það. Aðrir segja fyllstu ástæðu til þess að fara varlega. En hvort sem menn eru með eða á móti, virðast þeir sammála um að of hratt hafi verið farið í hlutina og því vanti rannsóknir til að skéra úr um, hvort framleiðslan er fólki skaðleg eða ekki. Nú hefur nefnd vísindamanna verið falið að fara of- an í saumana á rannsóknum Arpad Pusztai og fyrir þrýsting frá ríkis- stjórninni bak við tjöldin og um- fram allt vegna ótta almennings og viðbragða verzlana og veitinga- staða í kjölfar hans virðist nú stefna í að brezkir framleiðendur haldi að sér höndum með almenna markaðssetningu meðan málin eru rannsökuð. Arpad Pusztai sagði í sjónvarps- viðtali, þegar hann var spurður um brottreksturinn, að það væri gam- alkunnugt ráð að hengja boðbera slæmra tíðinda. En hann hefur alla vega náð eyrum almennings, sem vill ekki taka neina áhættu og lætur sig ekki, þótt úr Downingstræti sé því lekið, að Tony Blair forsætis- ráðherra telji erfðabreytt matvæli hættulaus. Erfðabreytt græn- meti undir smásjánni London. Morg^inblaðið. FRÉTTIR berast nú af því að brezk fyrirtæki, sem framleiða erfðabreytt grænmeti, geti hugsað sér að undirgangast kvóta og strangt opinbert eftirlit með fram- leiðslunni í allt að tvö ár, meðan rannsóknir fara fram á því, hvort neyzla erfðabreytts grænmetis er hættuleg eða ekki. Þeh', sem lengst vilja ganga, segja þriggja ára frest- un á almennri markaðssetningu þessara vara lágmark, en aðrir telja styttri tíma geta dugað ef öt- ullega verði unnið að rannsóknum. Hver verzlanakeðjan eftir aðra út- hýsir nú vörum með erfðabreyttu innihaldi úr búðarhillunum, nú síð- ast sagði The Daily Teiegraph frá því, að Marks & Speneer. hefði bannað slíkar vörur í sínum verzl- unum. En segja má, að síðasti hvirfilbyl- urinn hér hafi átt upptök sín í því, þegar Arpad Pusztai, sem starfaði að rannsóknum fyrir ríkisstjórnina, skýrði í ágúst sl. frá þeim niður- stöðum sínum, að neyzla erfða- breyttra kartaflna með lesitíni hefði valdið líffæraskaða og heila- minnkun í tilraunarottum. Pusztai var umsvifalaust rekinn, en um- mæli hans hleyptu nýju blóði í um- ræðuna um erfðabreytt matvæli og ótti almennings fór vaxandi. Skyndibitastaðir úthýsa erfða- breyttum matvælum I byrjun þessa mánaðar tilkynnti stórverzlanakeðjan ASDA að hún myndi ekki lengur bjóða undir eig- in merki vörur með erfðabreyttu innihaldi og hefði falið þeim, sem sjá henni fyrir vörunum að skipta aðeins við framleiðendur sem nota ekki erfðabreytt efni í matvælin. Þessa afstöðu hafði Iceland-verzl- anakeðjan tekið áður og nú er þess að vænta að fleiri fylgi í kjölfarið. Það eru einkum vörur með erfða- breyttan maís og soja, sem verzl- anakeðjurnai' hafa beint spjótum sínum að. Og nú stendur slagurinn um það, hvort framleiðendur eigi að merkja vörur sínar þannig, að neyt- endur geti séð, hvort í þeim séu erfðabreytt efni eða ekki. Almenn- ingur vill merkingar til þess að vera öruggur, þar sem erfðabreyttum vörum hefur ekki verið úthýst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.