Morgunblaðið - 17.03.1999, Page 26

Morgunblaðið - 17.03.1999, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Með vaxlit á veggi SPRING GREEN af sýningu ívars Valgarðssonar í Ingólfsstræti 8. MYJNTDLIST Ingðlfsstræti 8 VAXLITAMYNDIR ÍVAR VALGARÐSSON Sýningin er opin frá 14-18 frá fimmtudegi til sunnudags og lýkur 21. mars. MARGIR þeirra íslensku lista- manna sem stunduðu nám undir lok áttunda áratugarins tileink- uðu sér þá naumhyggjulist grund- vallaða í konseptlist sem um þær mundir var að ryðja sér til rúms í Evrópu, en fáir jafnrækilega og Ivar Valgarðsson. List af þessu tagi er nú ekki lengur nýstárleg heldur er orðin viðurkennd og akademísk, jafnvel svo að yngri listamenn hafa löngu hafið upp- reisn gegn henni, en hún hefur líka þróað af sér ýmsa nýja anga pg nýjar leiðir í framsetningu. A Islandi hefur þessi list, eins og öll önnur sem hingað hefur borist er- lendis frá, fengið á sig ljóðrænni blæ en annars staðar tíðkast - af einhverjum óútskýranlegum ástæðum þróast jafnvel ópersónu- legustu naumhyggjustílbrögð upp í ljóðrænu í höndum Islendinga. Naumhyggjulist grundvölluð í konseptlist á sér flóknar rætur og jafnvel má segja að hún marki samruna flestra þeirra tilhneig- inga sem hæst hafa risið í lista- sögu aldarinnar og margt af þessu má greina í verkum Ivars. Hann nýtir gjarnan fundna eða fjöldaframleidda hluti eins og Duehamp hafði frumkvæði að strax á öðrum áratug aldarinnar. Þá nýtir hann gjarnan hversdags- legan eða „ómerkilegan" efnivið líkt og tíðkaðist í arte povera á Italíu á sjöunda áratugnum. Verk hans bera sterkan keim af knöpp- um formalisma sem rekja má allt aftur til de Stijl og Bauhaus-skól- ans en náði kannskj. hápunkti í verkum minimalista fyrir um þrjátíu árum og loks má yfirleitt finna í þeim einhverja merkingar- lega nýbreytni, útúrsnúning eða húmor eins og einkennandi er fyr- ir konsept- eða hugmyndalist. Ættfærsla af þessu tagi segir auðvitað aldrei söguna alia um verk listamanns og gerir lítið meira en að setja hann í eitthvert óljóst samhengi við það sem aðrir hafa gert og eru að gera. Hins veg- ar er slíkt réttlætanlegt þar sem sýning Ivars í Ingólfsstræti 8 er annars vegar því þar sést óvenju- vel hvernig hægt er að vefa þessa ólíku þræði saman í eina sterka og einfalda heild. Stærstu verkin á sýningunni eru unnin beint á veggi sýningarsalarins með Crayola- vaxlitum, þeim sömu og börnum hafa verið fengnir til að lita með um áratuga skeið. Þessir hvers- dagslegu litir eru fátæklegur grundvöllur að málverkum og er hætt við að hefðbundnari málurum þætti þetta hálfgert guðlast, næst- um eins og að ætla að búa til mál- verk með bírópenna. (Reyndar hefur að minnsta kosti einn ís- lenskur listamaður gert tilraunir með bírópennamálverk og var næstum rekinn úr skóla fyrir upp- átækið.) Myndirnar sem Ivar mál- ar á veggina eru einfaldir ferning- ar, hver í einum lit, en þar endur- speglast formalisminn og naum- hyggjan sem áður var nefnd og sést reyndar líka í nafngiftum myndanna sem fylgja nöfnum lit- anna eins og þau eru skráð af framleiðandanum í litakassanum: „Spring Green“, „Sky Blue“, og svo framvegis. Loks gefur Ivar sýningunni allri nýja og „konsept- legri“ vídd með því að tileinka sýn- inguna bömum „og þvi sem ég á sameiginlegt með þeim“, eins og hann segir í sýningarskrá. Sýning Ivars í Ingólfsstræti er ekki beinlínis sláandi eða áhrifa- mikil. Þvert á móti er hún hógvær, hlutlaus og næstum hversdagslega einföld. En einmitt þess vegna kveikir hún sterk hugrenninga- tengsl og verður að teljast gott framlag frá hendi listamannsins. Jón Proppé SýiiingTim lýkur Hafnarborg NORRÆNNI samsýningu, sýn- ingu sjö norrænna listamanna sem kalla sig Non art group, lýkur mánudaginn 22. mars. Listamennirnir, sem eiga verk á sýningunni, eru: Helene Stigel arkitekt frá Danmörku sýnir skúlptúrverk; Peraxel Persson frá Svíþjóð sýnir ljós- myndir, Pia Mesterton Graae frá Danmörku og Heikki Maki- Tuuri frá Finnlandi sýna mál- verk; Magdalena Margrét Kjartansdóttir sýnir grafíkverk; Lars Munthe frá Danmörku er grafíklistamaður og Seppo J. Tanninen frá Finnlandi sýnir geómetrísk verk. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18. Þrennir gítartónleik- ar á N-Aust- urlandi GITARLEIKARINN Kristinn H. Arnason heldur þrenna tónleika á N-Austurlandi. Fyrstu tónleikarn- ir verða á vegum tónlistarfélags Raufarhafnar í Raufarhafnar- kirkju í dag, miðvikudag kl. 20.30. Á morgun, fimmtudag, í safnahús- inu á Húsavík kl. 20.30, á vegum Tónlistarskóla Húsavíkur. Jafn- framt heldur Kristinn námskeið í skólanum. Þriðju tónleikarnir verða í listasafninu í Listagili á Akureyri laugardaginn 20. mars kl. 16 og verður einnig námskeið við tónlistarskólann. Á efnisskrá tónleikanna verða m.a. verk eftir Bach, Jón Ásgeirs- son og Albeniz. Að loknu burtfárarprófí árið 1983 stundaði Kristinn framhalds- nám í London, New York og Alicante á Spáni. Árið 1987 var hann valinn úr hópi hundruð um- sækjenda til að taka þátt í síðasta námskeiði Andrés Segovia. Krist- inn hefur haldið tónleika, m.a. á Ítalíu, Bretlandi og Bandríkjun- um. Komið fram sem einleikari KRISTINN H. Árnason gítarleikari. með Kammersveit Reykjavíkur og haldið tónleika á vegum Styrktar- félags Islensku óperunnar. Þijár geislaplötur hafa komið út með leik Kristins og hlaut plata hans _ með verkum eftir Sor og Ponce Is- lensku tónlistarverðlaunin sem klassísk plata ársins 1996. THOR Vilhjálmsson rithöfundur, Einar Sigurðsson Landsbókavörð- ur og Ragnar Borg, fyrrverandi aðalræðismaður Itahu á íslandi. Itölsk bókagjöf til Landsbókasafns LANDSBÓKASAFNI íslands, Há- skólabókasafni, barst nýlega bóka- gjöf frá Italíu. Bækurnar, 23 talsins, fjalla um fornleifarannsóknir á San Severino svæðinu og í Róm, um fyr- irboða eldsumbrota og jarðskjálfta og um tvö listasöfn. Gefandinn er dr. Vittorio Marchitto, félagi í Lions- klúbbnum í San Severo á Italíu. Dr. Marchitto fól Thor Vilhjálms- syni rithöfundi og Ragnari Borg, fyiTverandi aðalræðismanni Ítalíu á Islandi og félagi í Lionsklúbbnum Baldri, að afhenda bækurnar. Af- hendingin fór fram í janúar sl. er Björn Bjarnason menntamálaráð- herra undirritaði menningarsátt- mála milli Italíu og Islands. 30 ára reynsla Sólvarnargler Eldvarnargler

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.