Morgunblaðið - 17.03.1999, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 17.03.1999, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Með vaxlit á veggi SPRING GREEN af sýningu ívars Valgarðssonar í Ingólfsstræti 8. MYJNTDLIST Ingðlfsstræti 8 VAXLITAMYNDIR ÍVAR VALGARÐSSON Sýningin er opin frá 14-18 frá fimmtudegi til sunnudags og lýkur 21. mars. MARGIR þeirra íslensku lista- manna sem stunduðu nám undir lok áttunda áratugarins tileink- uðu sér þá naumhyggjulist grund- vallaða í konseptlist sem um þær mundir var að ryðja sér til rúms í Evrópu, en fáir jafnrækilega og Ivar Valgarðsson. List af þessu tagi er nú ekki lengur nýstárleg heldur er orðin viðurkennd og akademísk, jafnvel svo að yngri listamenn hafa löngu hafið upp- reisn gegn henni, en hún hefur líka þróað af sér ýmsa nýja anga pg nýjar leiðir í framsetningu. A Islandi hefur þessi list, eins og öll önnur sem hingað hefur borist er- lendis frá, fengið á sig ljóðrænni blæ en annars staðar tíðkast - af einhverjum óútskýranlegum ástæðum þróast jafnvel ópersónu- legustu naumhyggjustílbrögð upp í ljóðrænu í höndum Islendinga. Naumhyggjulist grundvölluð í konseptlist á sér flóknar rætur og jafnvel má segja að hún marki samruna flestra þeirra tilhneig- inga sem hæst hafa risið í lista- sögu aldarinnar og margt af þessu má greina í verkum Ivars. Hann nýtir gjarnan fundna eða fjöldaframleidda hluti eins og Duehamp hafði frumkvæði að strax á öðrum áratug aldarinnar. Þá nýtir hann gjarnan hversdags- legan eða „ómerkilegan" efnivið líkt og tíðkaðist í arte povera á Italíu á sjöunda áratugnum. Verk hans bera sterkan keim af knöpp- um formalisma sem rekja má allt aftur til de Stijl og Bauhaus-skól- ans en náði kannskj. hápunkti í verkum minimalista fyrir um þrjátíu árum og loks má yfirleitt finna í þeim einhverja merkingar- lega nýbreytni, útúrsnúning eða húmor eins og einkennandi er fyr- ir konsept- eða hugmyndalist. Ættfærsla af þessu tagi segir auðvitað aldrei söguna alia um verk listamanns og gerir lítið meira en að setja hann í eitthvert óljóst samhengi við það sem aðrir hafa gert og eru að gera. Hins veg- ar er slíkt réttlætanlegt þar sem sýning Ivars í Ingólfsstræti 8 er annars vegar því þar sést óvenju- vel hvernig hægt er að vefa þessa ólíku þræði saman í eina sterka og einfalda heild. Stærstu verkin á sýningunni eru unnin beint á veggi sýningarsalarins með Crayola- vaxlitum, þeim sömu og börnum hafa verið fengnir til að lita með um áratuga skeið. Þessir hvers- dagslegu litir eru fátæklegur grundvöllur að málverkum og er hætt við að hefðbundnari málurum þætti þetta hálfgert guðlast, næst- um eins og að ætla að búa til mál- verk með bírópenna. (Reyndar hefur að minnsta kosti einn ís- lenskur listamaður gert tilraunir með bírópennamálverk og var næstum rekinn úr skóla fyrir upp- átækið.) Myndirnar sem Ivar mál- ar á veggina eru einfaldir ferning- ar, hver í einum lit, en þar endur- speglast formalisminn og naum- hyggjan sem áður var nefnd og sést reyndar líka í nafngiftum myndanna sem fylgja nöfnum lit- anna eins og þau eru skráð af framleiðandanum í litakassanum: „Spring Green“, „Sky Blue“, og svo framvegis. Loks gefur Ivar sýningunni allri nýja og „konsept- legri“ vídd með því að tileinka sýn- inguna bömum „og þvi sem ég á sameiginlegt með þeim“, eins og hann segir í sýningarskrá. Sýning Ivars í Ingólfsstræti er ekki beinlínis sláandi eða áhrifa- mikil. Þvert á móti er hún hógvær, hlutlaus og næstum hversdagslega einföld. En einmitt þess vegna kveikir hún sterk hugrenninga- tengsl og verður að teljast gott framlag frá hendi listamannsins. Jón Proppé SýiiingTim lýkur Hafnarborg NORRÆNNI samsýningu, sýn- ingu sjö norrænna listamanna sem kalla sig Non art group, lýkur mánudaginn 22. mars. Listamennirnir, sem eiga verk á sýningunni, eru: Helene Stigel arkitekt frá Danmörku sýnir skúlptúrverk; Peraxel Persson frá Svíþjóð sýnir ljós- myndir, Pia Mesterton Graae frá Danmörku og Heikki Maki- Tuuri frá Finnlandi sýna mál- verk; Magdalena Margrét Kjartansdóttir sýnir grafíkverk; Lars Munthe frá Danmörku er grafíklistamaður og Seppo J. Tanninen frá Finnlandi sýnir geómetrísk verk. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18. Þrennir gítartónleik- ar á N-Aust- urlandi GITARLEIKARINN Kristinn H. Arnason heldur þrenna tónleika á N-Austurlandi. Fyrstu tónleikarn- ir verða á vegum tónlistarfélags Raufarhafnar í Raufarhafnar- kirkju í dag, miðvikudag kl. 20.30. Á morgun, fimmtudag, í safnahús- inu á Húsavík kl. 20.30, á vegum Tónlistarskóla Húsavíkur. Jafn- framt heldur Kristinn námskeið í skólanum. Þriðju tónleikarnir verða í listasafninu í Listagili á Akureyri laugardaginn 20. mars kl. 16 og verður einnig námskeið við tónlistarskólann. Á efnisskrá tónleikanna verða m.a. verk eftir Bach, Jón Ásgeirs- son og Albeniz. Að loknu burtfárarprófí árið 1983 stundaði Kristinn framhalds- nám í London, New York og Alicante á Spáni. Árið 1987 var hann valinn úr hópi hundruð um- sækjenda til að taka þátt í síðasta námskeiði Andrés Segovia. Krist- inn hefur haldið tónleika, m.a. á Ítalíu, Bretlandi og Bandríkjun- um. Komið fram sem einleikari KRISTINN H. Árnason gítarleikari. með Kammersveit Reykjavíkur og haldið tónleika á vegum Styrktar- félags Islensku óperunnar. Þijár geislaplötur hafa komið út með leik Kristins og hlaut plata hans _ með verkum eftir Sor og Ponce Is- lensku tónlistarverðlaunin sem klassísk plata ársins 1996. THOR Vilhjálmsson rithöfundur, Einar Sigurðsson Landsbókavörð- ur og Ragnar Borg, fyrrverandi aðalræðismaður Itahu á íslandi. Itölsk bókagjöf til Landsbókasafns LANDSBÓKASAFNI íslands, Há- skólabókasafni, barst nýlega bóka- gjöf frá Italíu. Bækurnar, 23 talsins, fjalla um fornleifarannsóknir á San Severino svæðinu og í Róm, um fyr- irboða eldsumbrota og jarðskjálfta og um tvö listasöfn. Gefandinn er dr. Vittorio Marchitto, félagi í Lions- klúbbnum í San Severo á Italíu. Dr. Marchitto fól Thor Vilhjálms- syni rithöfundi og Ragnari Borg, fyiTverandi aðalræðismanni Ítalíu á Islandi og félagi í Lionsklúbbnum Baldri, að afhenda bækurnar. Af- hendingin fór fram í janúar sl. er Björn Bjarnason menntamálaráð- herra undirritaði menningarsátt- mála milli Italíu og Islands. 30 ára reynsla Sólvarnargler Eldvarnargler
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.