Morgunblaðið - 17.03.1999, Síða 17

Morgunblaðið - 17.03.1999, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 17 LANDIÐ Morgunblaðið/Finnur Pétursson STARFSFOLK Vöruafgreiðslunnar ehf. framan við nýju bílana. Vöruafgreiðslan ehf. á Patreksfírði 10 ára Patreksfirði - Vöruafgi-eiðslan ehf. á Patreksfirði hélt upp á 10 ára af- mæli sitt laugardaginn 6. mars en fyrirtækið var stofnað 1. mars 1989. Einnig var fagnað komu tveggja nýrra flutningabíla sem dótturfyi’ir- tæki Vöruafgreiðslunnar, Nanna ehf., hefur fest kaup á. Bílamir era frá Volvo af FH 12 gerð og eru 10 hjóla með 460 ha vél- um. Að sögn Steingríms Þórarins- sonar, eins af bílstjórum fyrirtækis- ins sem ók öðrum bílnum fyrstu ferðina vestur á Patreksfjörð, eru bílamir mjög þægilegir og vel búið að ökumanni. Einnig er aflið mikið og kemur það sér vel þegar farið er yfir fjallvegi á leiðinni. Með kaupunum á bílunum eykst flutningsgeta fyrirtækisins umtals- vert og er það von eigenda og starfsfólks að hægt verði að bjóða upp á meiri og betri þjónustu við viðskiptavini. Báðir bílarnir eru með búnaði til kælingar eða frystingar eftir því sem við á en stór hluti af flutningum írá Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal er fiskur og fiskafurðir sem þarf á kælingu/fi'ystingu að halda. í stað nýju bílanna verða seldir tveir eldri bílar fyrirtækisins og að þeim seldum verða fimm bílar í notkun. I haust er leið stofnaði Vöruafgreiðslan ehf. ásamt fleiri fyrirtækjum víðsvegar að af landinu vörumóttöku og afgreiðslu í Reykjavík sem heitir Aðalflutningar og er staðsett við Héðinsgötu 2. Ásamt flutningaþjónustu er Vöruafgreiðslan með umboð fyrir ýmsa þjónustuaðila, s.s. Olís, End- urvinnsluna (dósir og glei’flöskur), Eimskip, Skeljung og Hafnarbakka. Þá hefur um nokkura ára skeið ver- ið hlaðið á þurrduftsslökkritæki hjá fyrirtækinu. Ný hár- greiðslustofa á Egilsstöðum Egilsstöðum - Álfheiður Alfreðs- dóttir hefur nýlega opnað Hár- greiðslustofu Álfheiðar á Egils- stöðum. Stofan er til húsa að Stekkjartröð 13b. Álfheiður býð- ur viðskiptavinum upp á alla al- menna hársnyrtiþjónustu, s.s. klippingu, permanent, litun og strípur. Auk þess setur hún göt í eyru. Álfheiður notar Montage hársnyrtivörur. Stofan er opin alla virka daga og er opnunar- tími einnig sveigjanlegur ef svo ber undir, þannig að viðskipta- vinir geta fengið tíma bæði á kvöldin og um helgar ef það Morgunblaðið/Anna Ingólfs ÁLFHEIÐUR Álfreðsdóttir eig- andi Hárgreiðslustofu Álfheiðar. hentar þeim betur. Álfheiður rak áður stofu í 17 ár í Stonewall í Manitoba í Kanada. Morgunblaðið/Karl LINDA Osk Sigurðardóttir, svæðisfulltrúi Rauða kross Islands á Vest- urlandi og sunnanverðum Vestfjörðum. Nýtt húsnæði Svæðis- skrifstofu Rauða krossins á Vesturlandi Morgunblaðið/Garðar Páll KRAKKARNIR sýndu foreldrum sínum og aðstandendum uppskeru mikilla æfinga fyrir árshátiðina. / Ymis skemmtiatriði á árshátíð Héraðs- fréttablað í áskrift Grund - Liðið er eitt ár frá því fyrsta tölublað Skessuhorns kom út. Skessuhorn er viku- blað á Vesturlandi og er eina fréttablaðið sem nær yfir allt Vesturlandskjördæmi. Á því eina ári sem liðið er hefur það náð að skapa sér sess meðal öflugustu héraðsfréttablaða landsins. Fram til þessa hefur blaðinu verið dreift endur- gjaldslaust til allra heimila og fyrirtækja á Vesturlandi, og auk þess á Kjalarnesi, í Kjós og Reykhólahrepp. Frá og með 18. febráar sl. er blaðið selt í áskiáft og lausa- sölu. Nýverið opnaði Skessu- horn fréttavef á Netinu. Vefur- inn er hannaður af Vefsmiðj- unni Andakíll. Slóðin er www.skessuhorn.is Nú starfa hjá Skessuhorni 13 manns í mismunandi starfs- hlutfalli, og er blaðið unnið á mörgum stöðum, víðs vegar um kjördæmið. Ritstjórnarskrif- stofan er á Lundi II, Lundar- reykjadal í Borgarfirði, en að- alskrifstofan er í Borgarnesi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Gísli Einarsson. I upphafi áskriftartímabils er blaðið prentað í 4.000 eintökum og kemur út á fimmtudögum. Áskriftargjald er 800 kr. á mánuði. Aðsendar greinar á Netinu <D mbl.is _ALLTAf= e/7TOVM£> rJÝTT Grindavík - Það er alltaf mikil tilhlökkun hjá krökkum þegar þau sýna foreldruin sínum og öðrum afrakstur æfinga sinna. Nú var það árshátíð Grunnskóla Grindavíkur í 1.-4. bekk sem olli titringi. Eins og undanfarin ár verður að tvískipta þessum hópi vegna þess gríðarlega íjölda sem mætir á sýningar krakkanna. Undantekningarlaust mætir annað foreldri og mjög algengt er að báðir foreldrar komi með barni sínu. Þá færist í vöxt að af- ar og ömmur mæti til að líta á ungana. Það er orðin hefð fyrir því að foreldrar allra barnanna mæti með köku því að lokinni leiksýn- ingu er boðið í kaffi og með því. Þessi dagur er alltaf skennntileg- ur og greinilegt að það leynast framtíðarleikarar í hópnum. Meðal þess sem boðið var uppá á árshátíð grunnskólans að þessu sinni var atriði úr Grease, söng- ur, tónlistaratriði, dansatriði, Fóstbræðraatriði og meira að segja sáust auglýsingar úr sjón- varpsmarkaðnum. Grundarfjörður - Svæðisskrifstofa Rauða krossins fyi-ir Vesturland og suðurhluta Vestfjarða hefur fengið nýtt aðsetur. Skrifstofan er í fríu húsnæði hjá Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði. Þessi breyting varð þegar Linda Ósk Sigurðardótt- ir í Grundarfirði varð svæðisfulltrúi fyrir þessa landshluta. Helstu verkefni svæðisski-ifstof- unnar eru stuðningur og aðstoð við einstakar deildir umdæmisins. Felst hún m.a. í því að styðja við ný . verkefni og miðla uppiýsingum milli deilda og fylgja eftir skipulagi neyð- arvarna. Svæðisskrifstofan heldur námskeið, þar á meðal fjármála- námskeið fyrir deildirnar og flokk- stjóranámskeið. Þá annast skrif- stofan kynningarmál og er með Rauða kross-fræðslu á svæðinu. Eitt hlutverk svæðisfulltrúa er að mæta á aðalfundi deilda. Helstu verkefni deilda á stöðunum er nám- skeiðahald fyrir barnfóstrur, skyndihjálp, slysavarnir barna, starfslokanámskeið fyrir eldri borg- ara og svo auðvitað sjúkraflutning- arnir og fatamóttaka sem stendur allt árið. Stuðningur við upp- byggingu í Gambíu Eitt aðal samstarfsverkefni deildanna á Vesturlandi og sunnan- verðum Vestfjörðum er stuðningur við uppbyggingu Rauða kross deilda í Gambíu og hefur það staðið í þrjú ár. Linda Ósk er í hálfu starfi og er ánægð yfir því hversu breiður hópur karla og kvenna starfar og er í Rauða krossinum í þessu um- dæmi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.