Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Háskóli Islands stofnar miðstöð um fjarkennslu og landsbyggðartengsl Fleiri háskólaútibú stofnuð Morgunblaðið/Kristinn HÁSKÓLAREKTOR flytur ávarp á ráðstefnu um búsetu á íslandi. INNAN skamms verður stofnuð innan Háskóla Islands miðstöð um fjarkennslu og landsbyggðartengsl sem meðal annars á að vinna að því að stofna fleiri útibú frá skóianum utan Reykjavíkur og efla þau sem fyrir eru á landsbyggðinni. Þetta kom fram í opnunarávarpi Páls Skúlasonar á ráðstefnu Háskól- ans um búsetu á Islandi sem hófst í gær. Rannsóknarútibú á vegum Há- skólans eru nú meðal annars starf- rækt í Vestmannaeyjum og Sand- gerði og stefnt er að stofnun rann- sóknarstofu í jarðskjálftafræði á Selfossi. „Meginverkefni miðstöðvarinnar verður að flnna áhugaverð verkefni sem geta byggst á samvinnu heima- manna og fræðimanna," segir Páll. Páll segir að verið sé að mynda stjórn fyrir miðstöðina og hann ger- ir ráð fyrir að hún taki til starfa í næsta mánuði. Miðstöðin mun einnig vinna að samstarfsverkefni Háskóla íslands, Kennaraháskóla íslands og Háskól- ans á Akureyri um fjarnám. Bjarki Jóhannesson, forstöðumað- ur þróunarsviðs Byggðastofnunar, sagði að verið væri að kanna á veg- um stofnunarinnar kostnað sem hlýst af byggðaröskun. Litið yrði til flutningskostnaðar einstaklinga, tapaðra fjárfestinga í byggðinni sem þeir flytja frá og einnig til þess hvað kostar að byggja upp þjónustu fyrir þá þar sem þeir setjast að. Gestur Olafsson spurði Bjarka hvort hann teldi áætlun ríkisstjórn- arinnar um 10% aukningu íbúa- fjölda landsbyggðarinnar á fyrsta áratug nýrrar aldar raunhæfa og hver kostnaður af henni yrði. Bjarki sagðist ekki treysta sér til þess að segja til um hvort markmið- ið væri raunhæft. Hann benti á að breytingar gerðust mjög hratt í samfélaginu um þessar mundir og því gæti vel farið svo að þær aðstæð- ur sköpuðust að áætlunin næðist. Snjólfur Ólafsson prófessor bar upp þá spurningu hvort hugtakið jafnvægi í byggðum landsins hefði einhverja merkingu. Hann sagðist sjálfur telja að svo væri ekki. Bjarki sagði að með breytingum í atvinnu- háttum drægi úr merkingu hugtaks- ins í efnahagslegu tilliti. Menn væru ekki bundnir búsetunni við vinnu á sama hátt og áður, til dæmis vegna möguleika í fjarvinnslu. Tomas Hanell frá NORDREGIO, Byggðaþróunarmiðstöð Norður- landa í Stokkhólmi, sagði að hugtak- ið jafnvægi hefði enn gildi í byggða- málum. Hann sagði að ójafnvægi fæli í sér sóun á ýmsum fjárfesting- um, til dæmis í húsum, atvinnutækj- um og opinberri þjónustu sem byggð hefði verið upp. Hanell sagði frá því að á Norðurlöndum hefðu fólksflutningar til höfuðborganna aukist töluvert á síðastliðnum tveim- ur árum. Trausti Valsson skipulagsfræð- ingur sagði í erindi sínu að með starfl Byggðastofnunar væri verið að reyna að viðhalda byggðamynstri sem hefði skapast á þeim tímum þegar bátaútgerð var ráðandi og hestar voru helstu samgöngutækin. Verið væri að vinna gegn eðlilegum búsetubreytingum og lítil von væri til þess að það tækist. Ritstj órnarfu 1 ltrúi Stúdentablaðsins hættir vegna efnistaka í umfjöliun ritstjóra „Okleift að gegna hlutverki mínu“ MARGRÉT Einarsdóttir, fyrrver- andi fulltrúi Vöku, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta, sem sæti átti í ritstjórn Stúdentablaðsins, hefur sagt sig úr ritstjórninni í kjölfar út- komu síðasta tölublaðs Stúdenta- blaðsins vegna efnistaka í umfjöllun ritstjóra blaðsins, Ernu Kaaber, um menntamálaráðherra og Lánasjóð íslenskra námsmanna. „Ég er fulltrúi þess hóps í blaðinu sem krefst þess að Stúdentablaðið sé frjálst og óháð, en ekki áróðurs- rit fyrir Röskvu eða vinstrifylking- una í landinu, sem blaðið hefur því miður fengið orð á sig fyrir að vera,“ segir Margrét. Margrét segir að ritstjóra sé ekki skylt að bera neitt undir ritstjórn, enda sé ákvæði þess efnis skráð í reglugerð um starfsemi Stúdenta- blaðsins. „Þegar ég lendi í þeirri stöðu að efni, sem vitað er að ég muni gera athugasemdir við, er haldið leyndu fyrir mér og þegar ég krefst svara Voru klappaðir upp níu sinnum HÚSFYLLIR var í Grafar- vogskirkju á föstudag á tón- leikum Karlakórsins Heimis og Alftagerðisbræðra, en þeir eru nú á tónleikaferð um landið. Tónleikarnir drógust nokkuð á langinn, því tónlist- armennirnir voru klappaðir upp níu sinnum. Tónleika- gestir risu svo úr sætum í lokin þegar kórinn söng Skín við sólu Skagafjörður. Alftagerðisbræður voru að vonum ánægðir með viðtök- urnar og sögðu að það væri gaman að heimsækja „flótta- mannabúðimar fyrir sunnan" og vísuðu þar til brottflutn- ings fólks af landsbyggðinni. og mér sagt að ritstjóra sé ekki skylt að bera neitt undir ritstjórn er verið að gera mér ókleift að gegna hlutverki mínu og þá sé ég mér þann kost vænstan að segja af mér.“ Höfði menntamálaráðherra skeytt á hundsbúk Umfjöllunin sem hefur vakið þessa miklu óánægju og ólgu meðal stúdenta að sögn Margrétar er í nýjasta tölublaði Stúdentablaðsins undir fyrirsögninni „Varðhundar við Háskóla Islands“. Hafa þar verið gerðar myndir af Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra, þar sem höfði hans er skeytt á hundsbúk og stillt upp við aðaldyr Háskólans. Á forsíðu blaðsins er ennfremur skopmynd af mennta- málaráðherra þar sem hann sting- ur dúsu að sveltandi nemum undir fyrirsögninni „Kosningadúsa - bet- ur má ef duga skal“. Ritstjóri Stúdentablaðsins, Erna Kaaber, segir að forsíða blaðsins komi alþingiskosningunum í vor ekkert við, nema að því leyti að ráð- herra ákveður að hækka námslánin nú, þegar forsendur hafí verið til að gera það fyrr. „Blaðið er gefið út fyrir stúdenta sem hagsmunahóp og kemur lands- málapólitík ekki við að þessu leyti. Mér finnst þau viðbrögð Margrétar að segja sig úr ritnefnd fullharkaleg. Vegna tals um að óánægja ríki meðal stúdenta má segja að það ríki mikil óánægja meðal þeirra stúdenta sem tilheyra Sjálfstæðisflokknum og taka þann hóp nær sér en þann hags- munahóp sem þeir tilheyra innan Háskólans sem stúdentar." Að sögn Margrétar gengur gagn- í-ýnin í blaðinu út á það af hverju menntamálaráðherra hafi ekki hækkað námslánin fyrr. „Það er okkar hlutverk að benda á það og eins erum við að berjast fyi'ir meiri hækkunum en mér fínnst ósmekklegt hvernig farið er að því að benda á þessa hluti. Blaðið er litað af því að alþingiskosningar eru í nánd og ekki laust við að það hafí hvarflað að mönnum að Röskva sé að launa Samfylkingunni fyrir aðstoð sem hún veitti Röskvu fyrir síðustu Stúdentaráðskosningar.“ Morgunblaðið/Ásdís Landakotsskóli rís FRAMKVÆMDIR við nýbyggingu Landakotsskóla við Hávallagötu ganga samkvæmt áætlun. Ráð- gert er að framkvæmdum ljúki í sumar og kennsla hefjist í nýja húsinu næsta haust. Nýja kennslu- húsið er viðbót við eldri skólann og verða í því nokkrar kennslu- stofur. Skólastjóri Landakots- skóla er séra Hjalti Þorkelsson. Björn Bjarnason um Þjóðminjasafn Kann að þurfa að endurskoða reglu- gerðarákvæði BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra segir, í tilefni fréttar í Morg- unblaðinu í gær, laugardag, um óánægju innan Starfsmannafélags Þjóðminjasafns vegna ráðningar- mála, að það kunni að vera nauðsyn- legt að endurskoða reglugerðar- ákvæði um rannsóknarstöðu við safnið sem kennd er við dr. Kristján Eldjárn, til að taka af öll tvímæli í þeim efnum. Þá hafí ekki farið eitt orð um málið milli sín og þjóðminja- varðar. Eins og fram kom í fréttinni hef- ur stjórn Starfsmannafélags Þjóð- minjasafnsins óskað eftir skýring- um menntamálaráðherra og Þjóð- minjaráðs á vinnubrögðum við ráðningu í umrædda rannsóknar- stöðu, en stjórnin telur að verið sé að útiloka starfsmenn safnsins frá því að fá stöðuna. „Hann [þjóðminjavörður] hefur sent mér bréf þar sem hann mælir með Adolf Friðrikssyni í rannsókn- arstöðu tengda nafni dr. Kristjáns Eldjárns,“ segir Björn. „Að því er varðar rétt starfsmanna Þjóðminja- safns til að gegna þessari stöðu hef- ur mér borist fyrirspurn um það í bréfi frá fulltrúum starfsmanna. Svar mitt við bréfinu var fullbúið í ráðuneytinu á föstudag. Þar kemur fram að menntamálaráðuneytið hafi ekki tekið afstöðu til þessa máls og um stöðuna gildi ákvæði í reglu- gerð. Gunnar Jóhann Birgisson segir réttilega í Morgunblaðinu í gær að ég hafi ekki mótað þá opinberu stefnu að starfsmenn safnsins séu útilokaðir frá þessari stöðu. Nauðsynlegt kann að vera að end- urskoða reglugerðarákvæði um rannsóknarstöðuna til að taka af öll tvímæli í þessu efni. Rök hníga að því að ætlunin hafi verið að breikka þann hóp vísindamanna sem sinna rannsóknum á þessu sviði en ekki flytja starfsmenn í Þjóðminjasafni úr einni stöðu í aðra. Þeir sinna margir mikilvægum rannsóknum eins og gefur að skilja. Þá hafa þeir rétt til rannsóknarleyfa. Þá sýnir þessi sér- kennilega uppákoma að huga þarf að reglum um stöðuna til að tryggja að allir séu sáttir við málsmeðferðina,“ segir menntamálaráðherra. Vinn hvergi, en kem víða við ► Benedikt Sveinsson, nýkjörinn stjórnai'formaður Eimskips, í við- tali. /10 Landlæknir fólksins ► Sigurður Guðmundsson land- læknir í viðtali. /24 Skylda mín að benda á lausnir í Evrópumálum ► Halldór Ásgrímsson segir í við- tali nánast útilokað að Framsókn- arflokkurinn fari í ríkisstjórn með 13% fylgi. /28 Háskóli fyrir happdrættisfé ► í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Ragnar Ingimarsson, forstjóra Happ- drættis Háskóla íslands. /30 ► l-24 Ég er byltingamaður ► Lech Walesa er goðsögn í lif- anda lífi, og í viðtali við Morgun- blaðið ræðir hann um ástandið í Póllandi, inngöngu þess í NATO, baráttu Samstöðu og fjölmargt fleira. /1&12-16 Hálf milljón barna á götunni ►Talið er að í Rússlandi séu nú um 500 þús. heimilislaus börn. /4 Kúvent á miðjum aldri ► Matvöruverslun hefur verið ær og kýr hjónanna Ernu Eiríksdótt- ur og Braga Kristjánssonar en nú ætla þau að selja mjólkina beint úr kúnum í stað þess að selja hana yfir búðarborðið. /10 c \Jferdalog ► l-4 íslensk menning fyrir ferðamenn ► í undirbúningi er stofnun sam- taka um íslenskan menningararf sem auðlind í ferðaþjónustu. /2 Kaupstefna með per- sónulegu yfirbragði ► Líf og fjör á fyi-sta mai-kaðs- torgi Samtaka ferðaþjónustunnar. /4 ÍOs/L>4R ► l-4 Sem streitulaus akstur úr setustofunni ►Síðasti dagur alþjóða bílasýn- ingarinnar í Genf. /2 Reynsluakstur ► Hagstæður Lanos en ekki spennandi útlits. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ►l-24 Markar evran endalok krónunnar? ►Samtök ferðaþjónustunnar ræddu málin á morgunverðar- fundi. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir V2/4/8/bak Leiðari 32 Helgispjall 32 Reykjavíkurbréf 32 Viðhorf 36 Minningar 38 Myndasögur 48 Bréf til blaðsins 48 ídag 50 Brids 50 Stjörnuspá 50 Skák 50 Fólk í fréttum 54 Utv/sjónv. 52,62 Dagbók/veður 63 Mannl.str. 20b Dægurtónl. 22b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.