Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA í DAG
Þjóðkirkja
Rúmlega 246 þúsund einstaklingar, 89,4%
þjóðarinnar, vóru í þjóðkirkjunni við upphaf
líðandi árs. Stefán Friðbjarnarson segir að sá
veruleiki færi okkur heim sanninn um að
kirkja okkar sé þjóðkirkja í raun og sann.
VELMKAJVDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Boð til barna-
kennara
GUNNAR Finnsson,
barnakennari og skák-
áhugamaður, sýndi mér
þann óvænta heiður að
gera persónu mína að um-
talsefni í Velvakanda hinn
17. febrúar. Tilefnið? Jú,
Skákfélag Grandrokk sigr-
aði í 4. deild Skáksam-
bands Islands og barna-
kennarinn þóttist greina
áfengislykt af nokkrum
keppenda félagsins. Jafn-
framt upplýsti Gunnar
Finnsson að sjálfur hefði
hann ævinlega teflt blá-
edrú með lélegum árangri,
svo notuð séu hans eigin
orð. Nú er það ekki ætlan
mín að hvetja barna-
kennarann til stórfelldrar
áfengisdrykkju, en hugs-
anlega gæti svo sem
einsog einn bjór róað taug-
ar hans og aukið ímyndun-
araflið yfir reitunum 64.
Ég er hinsvegar þeirrar
skoðunar að iþróttir og
áfengi eigi ekki samleið í
opinberri keppni, enda
hefur aganefnd Skákfélags
Grandrokk þetta grafal-
varlega mál til umfjöllun-
ar. Að öðru leyti vil ég
þakka Gunnaii fyrir tU-
skrifíð og býð hann hér
með velkominn á
Grandrokk. Þar er til húsa
eina skákfélag landsins
þar sem menn geta teflt
alla daga. Ég vona innilega
að Gunnar taki boði mínu
og verði fyrir góðum áhrif-
um.
Hrafn Jökulsson,
forseti Skákfélags
Grandrokk.
Þakkir
ÉG braut gleraugun mín
nýlega en hafði ekki efni á
nýjum svo ég fór með
gömul gler sem ég átti í
verslunina „Sjáðu“. Þar
gátu þeir lagað glerið tU og
sett í nýjar spangir og
kostaði þetta mun minna
en hefði ég þurft að kaupa
ný. Finnst mér þetta ein-
stök þjónusta og þjón-
ustulipurð.
Þakkir
MIG langar að koma á
framfæri þakklæti til
starfsfólks Miðgarðs fyrir
alla þá hjálp og stuðning
sem ég og börnin mín hafa
fengið í veikindum mínum.
Hjartans þakkh', þið eruð
tU fyrirmyndar.
Margrét Kristinsen.
Ekki sammála
ÉG las greinina „Endur-
nýjuð kjarnorkustríðsógn
Rússa“ eftir Tryggva V.
Líndal en hún birtist í
Morgunblaðinu fimmtu-
daginn 18. mars. Ég er
honum ekki sammála, það
mætti líta tU vesturs líka,
þeir eru ekki alheilagir þar
heldur. Það er ekld allt
vont í austri og gott í
vestri. En í þessum málum
þarf jafnvægi. En aftur á
móti getui' 2000 vandinn
orðið vandamál því að
tæknin er ekki svo full-
komin hjá Rússum. Og svo
hef ég eina spurningu: Það
var gefíð út að það ætti að
koma einhver rússneskur
hershöfðingi hér á Kefla-
víkurflugvöll tU stai'fa með
varnarliðinu. Hvað líður
þvi?
Laufey E. Sólveigardóttir.
Tapað/fundið
Lyklakippa í óskilum
LYKLAKIPPA með 6
lyklum á fannst í Vættar-
borgum. Upplýsingar í
síma 586 2080.
Svört Gap dúnúlpa
týndist
SVÖRT dúnúlpa, Gap,
týndist á leiksvæði að
Flúðaseli 78-94 fyrir 3 vik-
um. Þeir sem kannast við
að hafa séð úlpuna hafi
samband í síma 557 3409.
Dýrahald
Fréttir frá Kattholti
ÞAÐ eru óvenjumargir
kettir sem dvelja nú í
Kattholti. Margir hafa ver-
ið veiddir af starfsmanni
meindýravarna. Þetta eru
allt góðir heimiliskettir.
Fólk sem hefur tapað kött-
um sínum eða þeir sem
íhuga að taka að sér kött
hafi samband við Kattholt.
Svartur hundur
týndur í Breiðholti
SVARTUR, bústinn hund-
ur með hvítan blett á
bringu og brúna hálsól
týndist í Þingaseli 4 sl. mið-
vikudagskvöld. Þeir sem
hafa orðið hans varir hafi
samband í síma 557 9096.
SKAK
llinsjón Miirgeir
l’élursson
STAÐAN kom upp í ís-
landsflugsdeildinni. Seinni
hluti hennar var háður á
Akureyri íyrr í þessum
mánuði. Helgi Ólafsson,
Helli, hafði hvítt og átti leik
gegn Jóni Viktori Gunanrs-
syni, Taflfélagi Reykjavíkur.
24. Bxd8!! (Afar lagleg
drottningarfórn sem byggir
á svikamyUustefi!) 24. -
Rxf4 25. He8 - Ka7 26. a5 -
Bd4 27. Bc7!
(Smíði svikamyll-
unnar er lokið. Ali-
ir menn svarts
sem standa á
svörtum reitum
eru í uppnámi) 27.
- Bxf2+ 28. Kfl -
Dxb2 29. Bb8+ -
Ka8 30. Bxd6+ -
Ka7 31. Bb8+ og
svartur gafst upp,
þvi hann tapar
fyrst riddaranum
á f4 með skák og
síðan biskupnum á
Í2, með máti í kjöl-
farið.
áif
SIGURÐUR.
Ég vil skilnaö.
Víkveiji skrifar...
í OKKAR heimshluta, þar sem
trúfrelsi ríkir, er skipan kirkju-
mála með ýmsum hætti. Víða eru
starfandi þjóðkirkjur, sums staðar
tengdar ríkisvaldinu, svo sem á
Norðurlöndum. Aðrar hafa fullt
sjálfstæði í innri málum þótt ríkis-
valdið veiti þeim stuðning, eins og
t.d. í Þýzkalandi. I Bandaríkjunum
er á hinn bóginn ekki þjóðkirkja,
en trúarlíf þar er samt sem áður
fjölbreytt og mikið.
Kirkjur Norður-
landa eiga það m.ö.o.
sameiginlegt að vera
í senn þjóðkirkjur
og ríkiskirkjur.
Þjóðkirkjur í þeirri
merkingu orðsins að
þær eru „breiðar
kirkjur og opnar“ -
og axla skyldur við
landsmenn aUa,
bæði sem heUd og
einstakhnga. Ríkis-
kirkjur að því leyti
að náin tengsl eru
milli kirlyu og ríkis.
Tengsl kirkju og
ríkis hér á landi ná í vissum skiln-
ingi tU þess tíma er kristni var lög-
tekin á Alþingi við Öxará árið eitt
þúsund, þegar Þorgeir Ljósvetn-
ingagoði kvað á um að ,Jandsmenn
hafi aUir ein lög og einn sið“ og „að
allir menn skyldu kristnir vera og
skím taka“. Tengsl ríkis og kirkju
vóru formlega staðfest í stjómar-
skrá okkar frá árinu 1874. Og aftur
í stjómarskrá lýðveldisins íslands
frá árinu 1944. Þar er kveðið á um
að hin evangelíska lúterska kirkja
skuli vera þjóðkirkja á Islandi og
ríkisvaldið að því leyti styrkja hana
og vemda.
Séra Gunnar Kristjánsson
komst svo að orði um þetta efni í
grein í Morgunblaðinu í nóvember
1994:
,jVð baki hugmyndinni um ríkis-
kirkju er ekki aðeins hugsun um
að tiyggja kirkjunni öryggi og
starfsfrið, heldur býr þar einnig að
baki ákveðin hugsun um kristið
þjóðríki, þar sem kirkjunni er falið
að standa vörð um ýmis grundvall-
aratriði þjóðfélagsins.“
Mikil umræða hefur farið fram
hér á landi síðustu áratugi um
samband ríkis og kirkju, einkum í
þá vera að auka og efla sjálfstæði
kirkjunnar. Það hefur nú verið
gert. Ymsar breytingar hafa verið
gerðar á stjómskipan íslenzku
þjóðkirkjunnar og sambandi henn-
ar við ríkisvaldið, er styrkja sjálf-
stæði hennar á starfs- og stjómun-
arsviði, þótt enn sé haldið þeim
tengslum miUi ríkis og kirkju, sem
sjálf stjórnarskráin kveður á um.
Nálægt níu af hverjum tíu ís-
lendingum, sem nú lifa, era í ís-
lenzku þjóðkirkjunni, nánar tUtek-
ið 246.012 einstaklingar, að því er
fram kom í frétt frá
Hagstofu Islands 10.
janúar síðastliðinn.
Þessar tölur tala
sínu máli og færa
okkur heim sanninn
um að kirkja okkar
er í raun og sann
þjóðkirkja. Þrátt
fyrir það heyrast
endrum og eins
hjáróma raddir sem
mæla gegn þjóð-
kirkjunni. Við því er
ekkert að segja. En
hollt er okkur í
þessu sambandi að
hafa í huga það sem
Sigurbjöm Einarsson biskup sagði
í predikun í Þingvallakirkju sunnu-
daginn 2. ágúst í fyrra, en þar tal-
aði hann tU okkar á nánast sömu
slóðum og Þorgefr Ljósvetninga-
goði talaði til þjóðarinnar fyrir
bráðum þúsund áram:
„Þeir ábyrgir menn sem era að
tala um að þjóðkirkjan eigi ekki
rétt á sér lengur mættu hugleiða
hvort það sé óeðlUegt með tiUiti tU
almannaheilla, að hið opinbera
reyni að stuðla að heUbrigðu trúar-
lífí, því heUbrigt trúarlíf er
sterkasta vömin gegn sjúklegum
fyrirbæram, sóttheitu einsýni,
griUum og sjónhverfingum. Það
þurfa þeir að athuga sem móta
menntakerfi þjóðarinnar. Og allir,
sem vilja þjóðinni vel. Og það þarf
þjóðin að sjá og reyna, að Jesús
Kristur lifir í þeim, sem játa hann,
að hans hógværa, mUda, sterka
kærleiks- og sannleiksvald er ríkur
veruleiki í tílbeiðslu og þjónustu
kirkjunnar hans. Og hann hefur
engum bragðizt, hann getur aldrei
bragðizt, hann er vegurinn, sann-
leikurinn og lífíð. Það mun reynast
satt hverjum þeim sem tekur það
gUt. Satt um tíma og eilífið."
Höfundur er fyrrverandi blaða-
maður við Morgunblaðið.
ALÞINGISMENN hafa gaman
af því að tala, sumir hverjir.
Svavar Gestsson er horfinn af þingi,
en fram kom í samtali við hann hér í
blaðinu fyrir viku að hann hefði tal-
að samtals úr ræðustóli alþingis í
tæpar fimm heilar vinnuvikur - 198
klukkustundir, og ræður hans væru
2.541.
Nú hefur komið í Ijós að Svavar
fékk ekki réttar upplýsingar fékk
frá ræðudeild Alþingis og hefur tal-
að miklu lengur. I bréfi sem Svavari
hefur borist frá deildinni, og hann
sendi Morgunblaðinu til upplýsing-
ar segir: „Okkur urðu á dálítil mis-
tök um daginn þegar við tókum
saman ræðutíma þinn hér á Alþingi.
í gagnasafni í tölvunni eru ræðum-
ar tímamældar allt aftur til ársins
1992. Þannig að frá árinu 1992 hef-
ur þú talað í ræðustóli í 198 klst. En
það eru aðeins sjö þing. Þannig að
þú getur hugsanlega nálgast heild-
arræðutímann með þri að yfirfæra
tíma síðustu sjö þinga á heildina.“
Samkvæmt þessu hefur Svavar
því líklega talað hátt í 600 klukku-
stundir, eða nálægt fimmtán vinnu-
vikum, sem miðað við 40 vinnu-
stundir á viku!
XXX
MARGAR skemmtilegar sögur
eru til af alþingismönnum og
sumar hafa meira að segja komið út
á bók. Víkverji heyrði eina skondna
á dögunum, af manni sem sat í níu
ár á þingi og tók aðeins einu sinni til
máls, skv. sögunni. Sagði þá: „Viljið
þið gjöra svo vel að loka gluggan-
um!“ Ef til vill lygasaga, en góð
engu að síður!
XXX
MENNINGIN hefur ekki alls
staðar mikið aðdráttarafl.
Ættingi Víkverja sagði honum ótrú-
lega sögu af menningarkvöldi sem
hann var viðstaddur í Borgarholts-
skóla í Grafarvogi fyrr í mánuðin-
um.
Nemendur þessa framhaldsskóla
eru rúmlega 500 og bjuggust þeir
sem skipulögðu dagskrána við tölu-
verðri þátttöku og höfðu meðal ann-
ars til sölu vöfflur, sem áttu að
nægja 200 manns. Eitt þekktasta
skáld Islands í dag, Einar Már Guð-
mundsson, sem hlotið hefur bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs,
las upp úr bók sinni Englar al-
heimsins - sem hann hlaut einmitt
umrædd verðlaun fyrir - auk þess
sem hann flutti eigin Ijóð, ungskáld-
ið Andri Snær las einnig frumsamin
ljóð og söngvarinn Ain Jónsson
skemmti.
Vonir aðstandenda dagskrárinn-
ar rættust hins vegar ekki því að-
eins mættu fimm nemendur. Þetta
er ekki prentvilla; fimm nemendur
mættu. Þar af vora fjórir fatlaðir -
þrír úr sjö manna bekk og einn úr
níu manna bekk - og því einn nem-
andi að auki!
I salnum vora, meðan dagskráin
stóð yfir, milli 30 og 40 manns; nem-
endurnir og nokkrir aðstandendur
þeirra, starfsmenn og Ustamennimir.
Hinir bjartsýnu aðstandendur
menningarkvöldsins voru orðlausir.
xxx
IERLENDRI bók sem Víkverji
hefur í fórum sínum, og birti
raunar ofurlítið úr fyi'ir skemmstu,
eru ýmis fleyg ummæli úr íþrótta-
sögunni. Meðal annars er að finna
eitt og annað um fjölmiðla, t.d.
þetta, sem haft er eftir enska knatt-
spyrnuþjálfaranum Malcolm Alli-
son: „Ymsir í knattspyrnuheiminum
hafa ekki mikinn tíma fyrir fjöl-
miðlamenn; segja þá viðvaninga. Ég
segi við þá á móti; Nói var viðvan-
ingur eða það voru sérfræðingar
sem byggðu Titanic!"
XXX
MEIRA úr bókinni góðu: Jack
Taylor er einn frægasti knatt-
spyrnudómari Englendinga síðustu
áratugi. Nokkuð er síðan hann
lagði flautuna á hilluna frægu, en
Taylor þessi dæmdi m.a. úrslitaleik
HM 1974, þegar Vestur-Þjóðverjar
sigruðu Hollendinga 2:1 í í
Múnchen. Hann varð þá fyrstur til
að dæma vítaspyrnu í úrslitaleik
HM, og gerði það raunar tvisvar í
leiknum.
Taylor rak lengi verslun. Eftir-
farandi var haft eftir honum: „Það
var þegar gamlar konur, sem komu
í búðina til mín, fóru að tala um
sópara [e. sweeper, aftasti varnar-
maður] og að skapa svæði á vellin-
um, að ég áttaði mig á því hve mikil
áhrif sjónvarpið hefur.“
KVDLL»nM..,AV
KOMVOGS^
TÖLVUNÁMSKEIÐ
• Internetið og tölvupóstur
8 kennslustundir
• Word og Windows fyrir byrjendur
20 kennslustundír
KÖRFUGERÐ
• Eplakarfa
10 kennslustundir
• Melónukarfa - Brauðbakki
10 kennslustundir
Innritun í símum 564 1507
og 564 1527 kl. 18.00-21.00
Siglufjarðarkirkja,
teikning Arnfinna
Björnsdóttir, Abbý.