Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 11 Morgunblaðið/Kristinn það hafí verið vöruhús með virðis- auka. Vörur komu inn í húsið, í þessu tilviki alls kyns bílapartar, stuðarar, mælaborð, vatnskassar og þess hátt- ar og ýmis konar rafhlutir í bíla. Pessu var komið í geymslu þai'na en þegar átti að afhenda vöruna áttu stuðararnir að vera samsettir og búið að tengja í þá ljósin, slöngur áttu að vera komnar utan á vatnskassana og þar fram eftir götunum. Einu sinni voru þetta bara vöruhús en nú kalla þeir þetta virðisaukandi vöiuhús. Fyrirtækið sem á vöruhúsið tekur ekki bara að sér að geyma vöruna heldur að vinna hana aðeins áfram. Þetta voru gríðarleg húsakynni, ég held að þarna hafi farið í gegn hlutir í nokkur hundruð bíla á dag.“ Er þetta ef til vill eitthvað sem þú sérð fyrir þér hjá ykkur? „Ég er ekki að segja að við förum í þetta, heldur að flutningastarfsem- in erlendis er orðin svo gríðarlega fjölbreytt að við gætum kannski fundið einhver arðbær svið fyrir okkur að vera með í.“ Eimskip siglir bæði til meginlands Evrópu, Bretlands og Bandaríkjanna. Benedikt segir vaxt- armöguleika sjálfsagt beggja megin Atlantsála, „en Eimskip hefur fært meira út kvíarnar í Evrópu en Bandaríkjunum. Það svæði er nær okkur og umsvifm meiri.“ Hann kvaðst telja meiri líkur á að umsvif fyrirtækisins ykjust í Evrópu en vestanhafs. Heldurðu að samkeppni í flutn- ingum til og frá landinu eigi eftir að aukast enn meira frá því sem hún er í dag? „Ég held að áfram verði sam- keppni, hún minnkar að minnsta kosti ekki. Frekar held ég að hún aukist eða verði svipuð. Island er auðvitað ekki stórt land þannig að ekki er pláss fyrir mjög marga og í dag eru það aðallega tvö félög sem sjá um áætlunarsiglingarnar, Eim- skip og Samskip." Hver heldurðu að þróunin verði á Ameríkuleiðinni? „Það er svolítið erfítt að segja. Það hefur áhrif á þróunina þar með hverjum hætti flutningarnir fyrir Varnarliðið eru. Þó að þeir séu ekki stór þáttur miðað við heildarumsvif Eimskips þá skipta þeir máli á þess- ari leið og það er verið að bjóða það út núna eftir að dómstólar í Banda- ríkjunum kváðu upp úr með það að síðasta útboð hafi verið ólögmætt." Attu von á því að starfsemi Burðaráss eigi eftir að breytast eitt- hvað? „Ég vonast til þess að fjárfesting- ar Burðaráss gangi vel. Burðarás er fjárfestingararmur Eimskipafélags- ins og það eru þó nokkuð mörg ár síðan Eimskip færði hlutabréf sín í Flugleiðum og fleiri félögum í þetta sérstaka félag. Burðarási hefur vax- ið mjög fískur um hrygg; fjárfest- ingarnar hafa yfirleitt heppnast mjög vel og skilað félaginu góðum arði og mikilli verðmætaaukningu. Það má segja að Burðarás sé fjár- festingarsjóður sem leitar stöðugt tækifæra á markaðnum eins og margir aðrir fjárfestingasjóðir gera í dag. Víða eru efnileg fyrirtæki sem gæti verið skynsamlegt að fjárfesta í; fyrirtæki sem gætu skilað góðum arði og eflt atvinnulífið í landinu.“ Marel ánægjulegt dæmi Benedikt tekur Marel sem dæmi en Burðarás er stærsti hluthafinn í því fyrirtæki og „kjölfestufjárfestir," eins og hann orðar það. „Burðarás studdi til dæmis við bakið á Marel þegar þurfti að auka hlutafé þar mikið fyrir tveimur ár- um þegar keypt var fyrirtæki í Dan- mörku. Það hefur verið mjög ánægjulegt fyrir þá sem hafa fjárfest í Marel, að sjá hve fyrirtækið hefur vaxið; Mar- el er eitt þessara nútímafyrirtækja sem hafa skapað vel launaða atvinnu fyrir fjölda manna og gerir það von- andi í framtíðinni.“ Stundum hafa verið viðraðar skoðanir þess efnis að Burðarás eigi of stóran hlut í Flugleiðum. Sérðu fyrír þér einhverjar breyt- ingar á eignaraðild ykkar að fyrir- tækinu? „Mér er ekki kunnugt um að nein- ar breytingar séu fyrirhugaðar á þvi. Burðarás minnkaði aðeins hlut sinn í Flugleiðum á síðasta ári en nú standa ekki til neinar breytingar. Það má segja að Burðarás sé líka kjölfestu- fjárfestir í Flugleiðum og leiði það fé- lag; Hörður Sigurgestsson [forstjóri Eimskips] er stjómarformaður og hefur mikla reynslu og þekkingu á því sviði. Flugleiðir er eitt af megin- félögum á íslandi og er rekið með miklum myndarbrag. En félagið á í harðvítugri samkeppni erlendis og hefur ekki tekist að ná mjög góðri fjárhagsafkomu; seinni hluta ársins 1998 gekk hins vegar mjög vel, og vonir standa til þess að árið í ár geti orðið gott. En samkeppnin er mjög mikil, þannig að það er vissara að vera ekki of bjartsýnn." Hyggst Burðarás halda áfram að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækj- um? „Burðarás hefur fjárfest talsvert í sjávarútveginum á síðustu árum og hefur góða reynslu af því. Félagið hefur áhuga á að vera með í sjávar- útveginum, hann er aðalatvinnu- grein landsmanna og ég vona að Burðarás taki áfram þátt í þeirri þróun sem þar er.“ Telurðu sjávarútveginn góðan fjárfestingarkost? „Já, hann hefur reynst Burðarási ágætis fjárfestingarkostur. Það hef- ur gengið vel í sjávarútvegi á síð- ustu árum og vonandi verður svo áfram því ef sjávarútveginum vegn- ar ekki vel á Islandi þá mun lands- mönnum ekki vegna vel. Það fer saman. Þetta er aðalatvinnuvegur þjóðarinnar og verður það um ófyr- irsjáanlega framtíð. Aðrar greinar eru auðvitað að eflast og Burðarás vill gjarnan taka þátt í að efla aðrar atvinnugreinar. Til dæmis ferða- þjónustuna, sem félagið gerir með þátttöku í Flugleiðum, og tækni- greinar líka - í gegnum í Marel og með þátttöku í öðrum fyrirtækjum, tölvufyrirtækjum og fleirum." Telurðu jafnvel líkur á að Burðarás fari í frekari mæli út í þátttöku í hátækniiðnaðinum? „Það eru vaxtarmöguleikar þar og framsækin félög leita alltaf eftir vexti og góðum arði.“ Ferðaþjónustan er oft nefnd þeg- ar rætt er um vaxtarmöguleika. Sérðu fyrír þér að þið gerið eitthvað frekar á þeim vettvangi? „Ég sit í býsna mörgum félögum og eftir að ég er orðinn stjórnarformaður í Eimskipafélaginu fylgir því stjórnar- seta í mörgum dótt- urfyrirtækjum, bæði hér heima og erlend- is. Þetta eru því ein- hverjir tugir félaga." „Flugleiðir er ekki bara flugfélag. Fyrii-tækið er í ferðaþjónustu í víð- um skilningi, meðal annars hótel- rekstri, og ég geri ráð fyrir því að Burðarás muni hafa mest afskipti af ferðaþjónustu í gegnum Flugleiðir." Snúum okkur að flutningastarf- semi Eimskipafélagsins aftur. Er af- koman af henni viðunandi að þínu mati? ,Afkoman af flutningastarfsem- inni var nú ekkert sérstök á síðasta ári. Það hefur verið mikil samkeppni og menn munu reyna að bæta af- komuna með því að gera reksturinn hagkvæmari. Það er vinna sem er í gangi alla daga.“ Engar töfralausnir Er hægt að ná betrí árangri? „Það er alltaf hægt að ná betri ár- angri ef menn leggja sig fram við það. Tækniframfarir og ýmsir þættir eru þess eðlis að ekkert verður við það ráðið en við annað er hægt að ráða og við reynum að takast á við þá hluti. Ég held að almennt séð hafi fyrirtækið verið mjög vel rekið, en í flestum atvinnurekstri má finna nýj- ar leiðir til að gera hlutina enn betur og auka hagkvæmni. Og Eimskip hefur verið mjög framariega í þvl; auðvitað hefur orðið algjör bylting í flutningamálum; skipin, allur búnað- ur, vörugeymslur; þetta er með allt öðrum hætti en fyrir tiltölulega fáum árum. Það hefur verið gert gríðarlegt átak í þessu öllu saman. Gámavæð- ingin var til dæmis gríðarlegt mál.“ Má eiga von á einhverjum sér- stökum nýjum áherslum hjá þér, sem stjórnarformanni Eimskipafé- lagsins? „Ég tók nú bara við í síðustu viku!“ segir Benedikt og brosir. „Ég tek við þroskuðu fyrirtæki þannig að ég er ekki að breyta því. Það mun halda áfram að þróast og ég mun reyna að hafa góð áhrif á það eftir því sem ég kann. En ég á ekki von á að ég sé með neinar töfralausnir sem breyti hag fyrirtækisins skyndi- lega.“ Mig langar að forvitnast aðeins um sjálfan þig. Þú hefur tengst mjög mörgum fyrirtækjum og allt hlýtur það að taka gífuríegan tíma. Hvernig kemstu yfir þetta allt? „Stjórnarstörf eru ekki heils dags vinna á hverjum stað þannig að með því að skipuleggja sig svolítið þá hefur mér tekist að halda utan um þetta. Að minnsta kosti var mér falið þetta nýja verkefni og ég verð að reyna að skipuleggja mig til að geta sinnt því vel. En vissulega kallar þetta- á skipulagningu. Það er mjög erfitt að taka svona að sér ef maður væri í fullu stai’fi einhvers staðar, en ég er það bara ekki; ég vinn hvergi, en ég kem víða við.“ Það er langt síðan þú hefur verið í „venjulegri“ vinnu, ekki satt? „Jú, það má segja að síðan ég rak lögfræðistofuna mína hafi ég ekki verið í venjulegu starfi frá níu til fimm. Ég hef lítið sinnt lögfræði- störfum síðan um miðjan síðasta áratug. Ég fór að draga mjög úr því upp úr 1980, þegar ég fór í bæj- arpólitíkina í Garðbæ og meira út í stjórnarstörf." En hefur svona upptekinn maður einhver áhugamál önnur en vinn- una? Grúskarðu í einhverju öðru? „Ég hef átt heima í Garðabæ síðan 1966. Strákamir mínir voru allir í [Ungmennafélaginu] Stjömunni þeg- ar þeir vora yngri og það leiddi til þess að ég fór að hafa ýmis afskipti af því félagi og hjálpa til við að byggja það upp. Það var ekki eins mikil starfsemi í því þá og er núna en ég hef reynt að leggja félaginu lið gegn- um tíðina. Ég hafði mikinn áhuga á því og hef haft af því mikla ánægju líka. Ég á marga góða vini í Stjöm- unni og í kringum félagið. Það má segja að svolítið púður hafi farið í það og svolítill frítími. En frítímanum eyði ég annars að mestu leyti með fjölskyldunni. Ég hef gaman af því að veiða á sumrin og svo er ég farinn að fikta svolítið við golf. Ég kynntist því fyrir mörgum áram en held ég hafi ekki snert kylfumar í nálægt 30 ár, fyrr en ég fór að prófa það aftur fyrir tveimur eða þremur áram.“ Golfíð er mikill tímaþjófur, þannig að það hlýtur að kosta talsverða skipulagningu að bæta því við alla vinnuna. „Það fer í það mikill tími og ég held því fram að menn verði að hafa fjölskylduna með í því. Það gengur ekki fyrir þá sem eru uppteknir að vera einir að grúska í því. Ég og konan mín höfum einmitt reynt að fara saman í gotfið.“ Hugsarðu ef til vill um trygging- ar og flutninga þegar þú ert að pútta? „Nei. Ég reyni að sinna aðeins golf- inu meðan ég er í því. Reyni að láta annað ekki trafla mig; hluti sem era ekki jafnmikilvægir - þá stundina!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.