Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ BENEDIKT SVEINSSON, NÝKJÖRINN STJÓRNARFORMAÐUR EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS Vinn hvergi, en kem víða við Benedikt Sveinsson var fyrir rúmri viku kjörinn stjórnarformaður í Eimskipa- félagi Islands. Fyrir gegndi hann sama embætti, m.a. í Sjóvá-AImennum, SR-mjöli og Marel og segist raunar sitja í stjórnum tuga fyrirtækja. Skapti Hallgrímsson spjallaði við Benedikt, sem lengi hefur verið mjög þekktur í íslensku viðskiptalífí, en þó sama og ekkert verið í sviðsljósinu. BENEDIKT er af hinni kunnu Engeyjarætt. Sonur Sveins Benedikts- sonar framkvæmda- stjóra og Helgu Ingi- mundardóttur, eiginkonu hans, og því bróðursonur Bjarna Benedikts- sonar, forsætisráðherra; af svip- brigðum Benedikts má á stundum greinilega merkja skyidleikann við Bjarna heitinn og í tali og töktum þykir blaðamanni hann líka minna einstaka sinnum á frænda sinn og jafnaldra, Halldór Blöndal ráðherra. Benedikt, sem varð sextugur í fyrra, er kvæntur Guðríði Jónsdótt- ur og eiga þau þrjá syni; elstur er Sveinn, sem er tölvunarfræðingur, Jón er rafmagnsverkfræðingur og Bjami lögfræðingur. Jón og Bjarni eru kvæntir og barnabörnin eru fimm. Foreldrar Guðríðar konu Bene- dikts voru Jón Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna á sínum tíma og kona hans Hólmfríður Sigurlína Björns- dóttir, ættuð úr Fljótum. Faðir Benedikts var einn þriggja bræðra; hinir voru Bjarni, sem fyrr er nefndur, og Pétur, bankastjóri og alþingismaður. „Systur þeirra voru fjórar, Kristjana, Ragnhildur og tví- burasysturnar Ólöf og Guðrún og er Ólöf ein á lífi af þeim systkinum. Móðir mín var ein af átta systkinum. Par af eru þrjár systur á lífi.“ Benedikt er fæddur og uppalinn í Reykjavík og gekk að sögn venju- lega menntabraut. „Ég var í Gagn- fræðaskóla Austurbæjar og síðan Menntaskólanum í Reykjavík við Lækjargötu og varð stúdent þaðan 1958. Svo fór ég í Lagadeild Háskól- ans og lauk embættisprófi 1964. Eft- ir það var ég eitt ár við nám í við- skiptafræði í Bandaríkjunum; í há- skólanum í Minneapolis í Minnesota." Síldarsöltun Sveinn faðir Benedikts var um þriggja áratuga skeið stjórnarfor- maður Síldarverksmiðja ríkisins og drengurinn - síðar stjórnarformað- ur SR-mjöls - kynntist snemma síldarvinnslu. „Ég vann á sumrin, eins og tíðkaðist hjá ungum mönn- um þegar ég var að alast upp. Ég vann mest á síldarplönum á Raufar- höfn, var þar ein sjö sumur eða hluta úr sumri, og svo var ég tvö sumur á Seyðisfirði, líka við síldar- söltun. Eftir að ég lauk námi fór ég hins vegar fijótlega út í lögfræði- störf, fyrst í félagi við Benedikt heit- inn Blöndal frænda minn og síðan sjálfstætt og rak lögfræðiskrifstofu og skipasölu árum saman. Ég byrj- aði í skipasölu um 1968 og var við- riðinn það eitthvað framyfir 1980 auk þess að stunda blönduð lög- fræðistörf, mest tengd viðskiptum." A öndverðum níunda áratugnum snéri Benedikt sér að viðskiptalífinu með öðrum hætti; hóf stjómunar- störf í ýmsum fyrirtækjum auk þess sem „ég fór að eyða meiri tíma í sveitarstjórnarmál í Garðabæ. Ég var kosinn þar aðalmaður í bæjar- stjórnina 1986, var fljótlega kjörinn formaður bæjarráðs og var oddviti meirihlutans í Garðabæ í tíu ár.“ Bendikt hætti í bæjarstjóminni í fyrra; gaf ekki kost á sér við kosn- ingar þá. „Ég hafði mjög mikla ánægju af að starfa á þessu sviði en hætti vegna þess að mér fannst að hleypa ætti öðrum að. Mér finnst menn ekki eiga að vera of lengi í þessu; það þarf að vera endurnýjun, sérstaklega þar sem sami flokkurinn hefur ráðið í áratugi, og þar þarf endurnýjunin að koma innan frá. Menn mega ekki beita þrásetu. Ég eignaðist marga góða félaga og vini þarna og þó ég sé hættur fylgist ég dálítið með - en maður verður að gæta sín að vera ekki mjög afskipta- samur!“ Snúum okkur að Eimskipafélag- inu. Hversu mikið hlutafé stendur á bak við stjórnarsetu þína þar? „Hlutur Sjóvár-Almennra, þar sem ég er stjómarformaður, er um tólf og hálft prósent. En það getur verið að ég eigi einhverja stuðnings- menn aðra en þá í Sjóvá-Almennum; þegar ég varð stjórnarformaður var ég kjörinn samhljóða í stjórninni og ekki annað að sjá en ágæt samstaða væri um það að ég yrði formaður. Ég get ekki sagt að það séu bara at- kvæði á bak við mig sem ég er full- trúi fyrir; ég er fulltrúi fleiri en bara Sjóvár-Almennra.“ Sjóva-Almennar era stærsti hlut- hafinn í Eimskipafélaginu og hafa verið um nokkurra ára skeið. „Sjóvá [Almennar] og Eimskip hafa lengi átt samleið; nánast frá því félögin voru stofnuð, 1914 og 1918, og oft sátu sömu menn í stjórnum félaganna. Sjóvá átti hlut í Eimskip, reyndar lítinn hlut, en svo höfðu mál þróast þannig upp úr 1980 að tengsl- in milli félaganna höfðu minnkað, enginn úr stjórn Sjóvár var í stjórn Eimskips og við, sem stýrðum Sjó- vátryggingafélagi íslands, sem þá var, töldum rétt að styrkja þessi tengsl. Þegar ríkið vildi selja hluta- bréf sín í félaginu, 1985 þegar Al- bert Guðmundsson var fjármálaráð- herra, gerðum við boð í bréfin og keyptum þau - á verði sem þá þótti mjög hátt.“ Ríkið seldi 4,5% hlut í Eimskipa- félaginu, þar með átti Sjóvátrygg- ingafélag íslands 6% hlutafjár í fé- laginu og varð stærsti hluthafinn og Benedikt kom inn í stjórn félagsins 1986. „Sjóvá [nú Sjóvá-Almennar] hefur svo smám saman aukið hlutafé sitt í Eimskip síðan. Við höfum keypt ýmsa hluti - okkar hafa oft verið boðnir hlutir til sölu, við höfum yfir- leitt ekki verið að falast eftir þeim.“ Hvernig kom það til að Sjóvá keypti bréf ríkissjóðs á sínum tíma? „Það var auglýst að bréfin væru til sölu. Reyndar voru gerðar tvær tUraunir til að selja þau, en hætt var við sölu í fyrra skiptið. Ár leið á milli. Þá var enginn áhugi fyrir þess- um bréfum enda hafði verið sett mjög hátt verð á þau; þau voru boð- in á tíföldu gengi en bréf í félaginu höfðu verið að ganga kaupum og söl- um á nafnvirði eða þar um bU.“ Benedikt segir að þegar Sjóvá keypti bréfin af ríkissjóði hafi verið allt aðrir tímar en í dag. „Þessi miklu hlutabréfaviðskipti voru ekki byrjuð þá; verðbréfamarkaðurinn var mjög óþroskaður. En þannig fór að við náðum samkomulagi við Al- bert [Guðmundsson, fjármálaráð- herra] um kaup og verðið var hátt; mig minnir að það hafi verið nífalt eða tífalt nafnverð. En greiðsluskil- málar voru reyndar þannig að við greiddum bréfin á nokkrum árum og á þessum verðbólgutímum þýddi það í raun afslátt. Kaupin urðu því hagstæðari þegar upp var staðið en verðið gaf til kynna. Segja má að verðbólgan hafi þynnt verðið út. En það var ekki gott að meta þetta þá; við tókum áhættu með því að kaupa bréfin á svona háu verði. Á þessum áram áttu menn erfitt með að verð- leggja svona félög. Það var lítil reynsla fyrir því hvers virði félög eða hlutabréf væra.“ í sljórn tuga félaga Manstu í stjórnum hvaða félaga þú situr í dag? „Ég get ekki þulið það upp svona óundirbúið,“ segir Benedikt og fær ekki varist brosi. Hlær raunar og bætir við: „Ég sit í býsna mörgum félögum og eftir að ég er orðinn stjórnarformaður í Eimskipafélag- inu fylgir því stjórnarseta í mörgum dótturfyrirtækjum, bæði hér heima og erlendis. Þetta eru því einhverjir tugir félaga, en það er nú ekki eins merkilegt og það kann að hljóma því sum þeirra hafa nú ekki mikið um- fang.“ En í hverjum ertu stjórnarfor- maður? „Ef við tökum þau félög sem eru mest áberandi þá hef ég verið stjórnarformaður í Sjóvá-Almenn- „Burðarás hefur fjár- fest talsvert í sjávar- útveginum á síðustu árum og hefur góða reynslu af því. Félag- ið hefur áhuga á að vera með í sjávarút- veginum ... ég vona að Burðarás taki áfram þátt í þeirri þróun sem þar er.“ um í tuttugu ár nú í vor, stjórnarfor- maður í SR-mjöli í fimm ár og í Marel í sex ár. Þetta eru þekktustu félögin sem ég hef haft afskipti af sem stjórnarformaður. Svo 'eru dótt- urfyrirtæki hér og þar sem skipta ekki eins miklu máli. En dótturfyrir- tæki Eimskipafélagsins era býsna mörg og það öflugasta er Burðarás, sem er fjárfestingararmur félagsins - ég hef verið í stjórninni þar en tek við af Indriða Pálssyni sem stjórnar- formaður, eins og í erlendu dóttur- fyrirtækjunum, sem sum hver hafa heilmikið umfang.“ Það bætist sem sagt mikið við hjá þér, sjálfkrafa, við það að verða stjórnarformaður Eimskips. „Já, stjórnarformennskunni í Eimskip fylgir það að fylgjast með dótturfélögunum og sú leið hefur verið valin að stjórnarformaður í Eimskip er jafnframt stjórnarfor- maður í flestum þeim dótturfélögum sem mestu máli skipta." Muntu ef til vill draga þig út úr stjórnum einhverra fyrirtækja eftir að hafa tekið við formennsku stjórn- ar í Eimskip? „Já, ég hef hugsað mér það. Það hefur staðið til nokkurn tíma að ég taki að mér þetta verkefni og ég gerði mér grein fyrir því að ég þyrfti að létta af mér ýmsum öðram störf- um. Ég hætti til dæmis í bæjar- stjórninni í fyrra og þar losnaði heil- mikill tími, sem passaði ágætlega við þau áform að ég færi í Eimskip. Þá er ég þegar hættur stjórnarfor- mennsku í Kögun þar sem ég hafði verið formaður í nokkur ár og það er í bígerð að draga frekar í land hér og þar,“ sagði Benedikt en vildi ekki nefna nein nöfn að svo stöddu. Breytir það miklu fyrír þig að verða stjórnarformaður Eimskips? „Já, það er auðvitað miklu meira starf og meiri ábyrgð að vera stjórn- arformaður Eimskips en stjórnar- maður. Ég finn fyrir því að mjög aukin ábyrgð er lögð á mig með því að ég taki að mér stjórnarfor- mennsku og ég þarf að gefa því miklu meiri tíma heldur en ég þurfti að gera sem stjórnarmaður. Það er tvennt ólíkt.“ Stjórnendur eru sífellt að reyna að rýna fram í tímann; hvernig sérð þú framtíð Eimskips fyrir þér? „Eimskip er auðvitað eitt helsta félagið hér í viðskiptalífinu og búið að vera það mjög lengi; kjölfesta í viðskiptalífinu og ég sé fyrir mér að félagið verði það áfram og muni ekk- ert slá af í því efni. Við reynum að efla félagið og færa út kvíarnar, menn eru kappsfullir og vilja standa sig eins og er gjarnan í félögum. Ég held það sé ekkert einsdæmi fyrir Eimskipafélagið. Félagið er með gríðarlega góðan mannafla til að takast á við verkefni, bæði á flutn- ingasviðinu, sem það hefur verið á, og líka í fjárfestingum." Stundum hefur verið haft á orði að Eimskip hafi illað þolað sam- keppni og drepið frá sér hina og þessa keppinauta gegnum árin. „Félagið hefur auðvitað verið í samkeppni og hefur staðið sig vel í henni; stundum hafa menn kveinkað sér undan því en þannig er nú við- skiptalífið, það er samkeppni og stefnt er að aukinni samkeppni. Það hefur ekki verið neitt markmið Eim- skipafélagsins að fækka samkeppnis- aðilum, það er bara þannig í viðskipt- um að sumum gengur vel og öðrum miður. Menn verða að taka réttar ákvarðanir til þess að blómstra og Eimskip hefur verið ákaflega farsælt gegnum árin. En það hafa auðvitað komið misjafnir tímar; það hefur ekki alltaf gengið svona vel eins og síðustu árin. Félagið hefur oft átt við harðvítuga samkeppni að etja og þurft að mæta henni og mun mæta samkeppni í framtíðinni - ég sé ekki annað en það verði áfram eins og það hefur verið.“ Hafa keppinautar ef til vill kvcinkað sér um of að þínu mati gegnum tíðina? „Ég veit ekki hvað skal segja. Ég vil svo sem ekki vera að gera mikið úr því, en bæði hér og erlendis gengur skipafélögum upp og ofan. Það er ekki bara hér heima sem hef- ur verið misjafn gangur hjá keppi- nautum Eimskipafélagsins. Ef við lítum út í heim þá hefur þar víða gengið mjög upp og ofan. Það þarf ekki að líta lengra en til Færeyja og Noregs; þar hafa til dæmis verið miklar sveiflur og miklar breytingar hjá fyrirtækjum." Gríðarlegir möguleikar erlendis Hvernig heldurðu að flutninga- starfsemi félagsins muni þróast á næstu árum? Telurðu að uppbygging muni jafnvel enn aukast erlendis? „Ég á von á því að við reynum að þróa flutningastarfsemina áfram, bæði hér heima og erlendis. En markaðurinn hér heima er takmark- aður; hann er ekkert að stækka, þannig að vaxtarmöguleikarnir eru ekki svo miklir hér. En úti í heimi er auðvitað gríðarlega stór markaður sem menn hafa verið að reyna að fikra sig inná, með svolítið misjöfnum árangri. Til dæmis hefur ekki gengið vel að starfa í Eystrasaltslöndunum og Rússlandi. Það var keypt skipafé- lag, Marjas Linia, fyrir nokkram ár- um: Eimskip ætlaði að þreifa fyrir sér þar á nýjum mörkuðum en það er verið að draga í land og verður hætt í vor. Eimskip hverfur kannski ekki alveg af þessum vettvangi en verður ekki með sjálfstætt skipafélag." Benedikt segir Marjas Linia hafa siglt frá Bretlandi, Hollandi og Dan- mörku til Eystrasaltsríkjanna og St. Pétursborgar í Rússlandi. „Menn vora að vonast til þess að gömlu Sov- étríkin og þessi svæði færa að ná sér og þarna yrðu efnahagsframfarir og auknir flutningar, en reyndin hefur orðið á hinn veginn; þetta er allt á heljarþröm. Við ætlum því ekki að halda áfram þessum taprekstri, en hvað seinna verður er ekki hægt að segja. Menn verða að meta ástandið á hverjum tíma.“ Ekki bara siglingar Þú talar um mikla vaxtarmögu- leika erlendis. Hvaða svæði eru mest spennandi að þínu mati og hvað kæmi þá helst til greina? „ísland er svo lítið miðað við er- lendan markað. En Eimskip er ekki bara í siglingum, það er í flutninga- starfsemi almennt og hefur verið að færa út kvíamar bæði hér heima og erlendis í flutningastarfsemi, til dæmis akstri með vörar, vörudreif- ingu og Eimskip rekur einnig vöra- hús erlendis. Þar era gríðarlegir möguleikar og mikil þróun. Við vor- um nýlega á ferðinni í Hollandi og Belgíu og komum þar í vörahús, sem er mjög sérstakt; það er ekki bara vörageymsluhús heldur má segja að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.