Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÁSKÓLIFYRIR HAPPDRÆTTISFÉ VIÐSIOFTIA3VINNULÍF Á SUNNUDEGI ►Ragnar Ingimarsson, forstjóri Happdrættis Háskóla íslands, fæddist í Reykjavík 10. september 1934, réttum sex mánuðum eftir að fyrst var dregið í happdrættinu. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1954 og nam verkfræði við University of St. Andrews í Skotlandi. Þaðan lá leið hans til Bandaríkjanna, þar sem hann lauk doktorsprófí í verkfræði frá University of Michigan árið 1964. Við heimkomuna hóf hann störf hjá Reiknistofnun Háskólans, þar sem hann stjórnaði fyrstu tölvu háskólans ásamt fleirum. Jafnframt vann hann hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins til 1970. Þá varð hann dósent við Háskólann og prófessor þar 1973. Fyrir 9 árum tók hann við sem forstjóri happdrættisins. Ragnar kvæntist árið 1960 Halldóru Margréti Bjarnadóttur deildarstjóra og eiga þau fjögur börn, Örnu skrifstofumann, Ingimar veðurfræðing, Bjarna tölvunarfræðing og Ivar háskólanema. Ragnar hefur einkar gaman af smíðum og var reyndar á samningi sem nemi í trésmíði áður en hann hóf háskólanám. í frístundum hefur hann gert upp nokkra ameríska bfla og nefnir sérstaklega Rambler ‘64 og Bronco ‘74, sem hann segir nú betri en nýja. eftir Ragnhildí Sverrisdóttur Í'DAG fer fyrsti dráttur fram í peningahappdrætti á íslandi. Margsinnis áður hefur verið -ráðgert að stofna happdrætti ér á landi, en .aldrei orðið úr fyrr n nú. Happdrætti þetta er til orðið Vegna góðs málefnis. Arðinum skal yerja til að reisa háskóla fyrir á ís- jandi. Hver, sem tekur þátt í happ- . flrætti þessu, vinnur því um leið að feóðu málefni. Til þess er ætlast, að Í'æntanleg háskólabygging verði andi og þjóð til sóma. Hún verður ■eist jafnskjótt og unnt verður. Því irari sem sala happdrættismiða á Islandi verður, því fyrr rís háskól- nn og gnæfir yfir þennan bæ.“ Svo mæltist Alexander Jóhann- ;ssyni háskólarelítor á sviðinu í ðnó 10. mars 1934, þegar dregið 'ar í Happdrætti Háskólans í fyrsta skipti. Samlívæmt frásögn Morgunblaðsins var salurinn þétt- skipaður fólki, gangurinn líka og út úr dyrum. „Mátti af því marka, hversu mikinn áhuga fólk hafði fyr- ir því, sem þarna átti fram að fara,“ segir í frétt blaðsins. Mikil eftirspurn frá upphafi Undirbúningur að Happdrætti Háskóla Islands hafði staðið mán- uðum saman, eftir að háskólamönn- um tókst að sannfæra ríkisvaldið um að rétt væri að Háskólinn fengi að sitja að fyrsta peningahapp- drætti þjóðarinnar. Þetta var þó ekld í fyrsta sldpti sem haldið var lotterí fyrir Háskólann, því árið 1894 hélt „Hið íslenzka lcvenn- fjelag" lotterí, þar sem hver miði kostaði 25 aura og vinningarnir /oru „Gipsmynd af gyðjunni Ið- mni, kvennsöðull, nýr, með ensku agi og 6 silfur-matskeiðar.“ Eftirspurn eftir happdrættismið- ím Háskólans varð strax mikil og imfang starfseminnar jókst hröð- nn skrefum. 65 árum síðár rekur Háskóli íslands enn happdríœið, feem er sjálfstæð stofnun í eigu Há- skólans, en að vísu er ekki lengur (iregið á sviðinu í Iðnó og gömlu þromlurnar með pappírsmiðum eru jír sögunni. Um miðjan áttúnda jiratuginn var drátturinn tölvu- væddur, enda hætti þá starfsemi þýsk verksmiðja, sem hafði séð happdrættinu fyrir 60 þúsund núm- éruðum pappírsmiðum vegna út- drátta. Það var nær óvinnandi veg- þr að fara í gegnum 60.000 miða hrúgu og ganga úr skugga um að miðarnir væru í raun svo margir og allar tölur á þeim væru réttar, þótt aldrei hafi verið talin ástæða til að vefengja nákvæmni Þjóðverjanna. Nú er dregið með því að velta teng- ingastokki og lesa af teningunum runu talna, 48 tölustafi í allt. Tölva happdrættisins er mötuð á þessari talnarunu og hún notar hana til að búa til vinningaskrá, með misháum vinningum. Ekki þarf að skeika nema einni tölu í 48 talna rununni til að vinningaskráin breytist. Möguleikar á misjöfnum vinninga- skrám eru 10 í 48. veldi. Þegar dregið er í happdrættinu fylgist happdrættisráð með, en það er sérstök eftirlitsnefnd dómsmála- ráðuneytisins. Þá á hver sem er rétt á að fylgjast með og ávallt nýta ein- hverjir sér það og koma í húsnæði happdrættisins í Tjarnargötu 4. Di’egið er 10. hvers mánaðar, nema hann beri upp á laugardag, sem nú til dags er frídagur flestra, sunnudag, sem telst frídagur allra og mánudag, því það þyldr ekld réttlátt gagnvart þeim sem gleymdu að endurnýja fyrir helg- ina. Annar útdráttur er svo tveimur vikum síðar, en þá er dregið úr „Heita pottinum“. Sú uþphæð leggst við næsta pott, ef hann geng- ur ekki út, nema í desember, þá er dregið til þrautar. Að auki er dreg- ið sérstaklega einu sinni í mánuði um 10 vinninga, hver að upphæð 1 milljón og þá áðeins dregið úr seld- um miðum. Vinningshlutfall Happ- drættis Háskóíans er 70%. 300 milljónir á ári ,AUar riýbyggingar Háskólans hafa verið reistar fyrir ágóða af happdrættinu, viðhald ; þeirra er kostað af happdrættinu og megnið að tækjakaupum háskólans sömu- leiðis,“ segir Ragnar Ingimarssori forstjöri. „Á síðustu tuttugu árum hefur happdrættið lagt Háskólan- um til 300 milljónir króna á ári að v , Morgunblaðiö/Arni bæberg „MER líkar ágætlega að hafa sem flesta viðskiptavini, sem allir spila hóflega," segir Ragnar Ingimarsson, forstjóri Happdrættis Háskóla fslands. meðaltali, eða um 6 milljarða á þessum tveihiur áratugum. Núna er verið að reisa Náttúrufræðahús í Vatnsmýrinni, sem mun hýsa nátt- úrufræðideildir Háskólans, líffræði og jarðfræði, og Norrænu eldfjalla- stöðina. I byrjun næsta árs verður lokið Við frágang hússins að utan og Norræna eldfjallastöðin verður fyrst til að flytja inn, en húsið verð- • ur að fullu tilbúið eftir 2-3 ár. Þetta \ verður mjög fallegt hús og í ‘ skemmtilegu umhverfi. Háskólinn á enn nokkrar byggingarlóðir í , Vatnsmýrinni, enda gaf Reykjavík- urborg skólanum stórt land þar á 50 ára afmæli háskólans 1961.“ Ágóðinn af happdrættinu, sem hefur komið Háskólanum svo vel, hefur stundum freistað stjórnmála- Hvert rennur ágóðinn? ÁGÖÐI af Happdrætti • Húsnæði Iláskóla íslands hefur in.a. Náttúrufræðistofnunár við runnið til byggingar eða Hlemmtorg kaupa á eftirfarandi: • Framlag í Stúdentaheimilið • Aðalbygging Háskólans • Framlag til Hjónagarða • Iþróttahús Háskólans • Hús við Aragötu fyrir • Ámagarður enskukennslu • Lögberg • Hús við BjarkargötU fyrir • Raunvísindastofnun viðskiptadeild Háskólans • Tölvuver og tölvunet í • Verkfræði- og Þjóðarbókhlöðu raunvísindahús I, II og III • Stækkun Haga • Oddi • Kennsluaðstaða í • Læknagarður Háskólabíói • Tæknigarður • Náttúmfræðahús manna. „Við höfum stundum þurft að beita okkur gegn stjórnmála- mönnum, sem vilja gjarnan fá að ráða yfir þessum peningum. Happ- drættið var látið leggja fram fé til Þjóðarbókhlöðunnar, þrátt fyrir að sérstakur skattur hefði verið lagður á þjóðina til að koma því húsi upp. Sá skattur rann líka alltaf að stærstum hluta annað. Ég er ekki viss um að þetta happdrætti væri betur rekið ef það væri almennt rík- ishappdrætti. Styrkur okkar felst meðal annars í, að fólk getur séð hvert peningamir renna. Þeir fara allir til uppbyggingar Háskólans." Happdrættið greiðir að vísu 20% ágöðahlut til ríkisins, fyrh' einka- leyfið til peningahappdrættis. ,jVið höfum oft kvartáð undan þessu háa leyfisgjaldi, en það er þó huggun harmi gegn að þaff fé rennur allt til rannsóknarstarfa, þar á meðal til rannsóknarstofnana atvinriuveg- anna, en ekki í einhveija óskil- greinda hít.“ Yngra fólk farið að kaupa happdrættismiða Happdrættið rekur flokkahapþ- drætti, sem Ragnar segir reyiidar merkilegt að hafi .staðist tímans tönn. „Við höfum breytt því aðéins í tímans rás, en í grundvallaratriðum er það eins og í upphafi," segir hanri. „Við bættum að vísu svoköll- uðum trompmiðum, sem geta gefið fimmfalda vinninga, við árið 1975. Það er ekki hægt að finna mörg dæmi um sambærileg happdrætti sem hafa lifað fram á þennan dag. I Noregi gáfust menn upp á flokka- happdrætti fyrir nokkrum árum, en danska ríkishappdrættið hefur að vísu haldið velli. Fyrir fáum áram seldust meira að segja allir miðarn- ir í því upp. Hjá okkur var blóma- skeiðið tvímælalaust frá 1975 til 1986, en við stöndum enn vel að vígi.“ Ragnar segir að þrátt fyrir hækk- un á miðaverði HHI á þessu ári hafi salan ekki dregist saman. „Sumir sem voru með marga miða hafa fækkað þeim en maður hefur komið í manns stað. Mér líkar ágætlega að hafa sem flesta viðskiptavini, sem allir spila hóflega. Við höfum einnig orðið varir við þá ánægjulegu þróun, að yngra fólk er farið að kaupa happdrættismiða meira en áður. Eldra fólk hefur alltaf verið sterkur bakhjarl okkar, en nú er vaxandi hópur ungs fólks sem kaupir sér miða. Kannski stafar það að hluta af því, að þetta er háskólagengið fólk sem vill leggja sitt af mörkum. Ungt fólk tekur því líka fegins hendi að hægt er að innheimta miðaverðið á greiðslukoi'tareikningum, svo það þarf ekki að hugsa um að endur- nýja.“ Skafmiðar og vélar gegn Lottóinu Ragnar segir að þörf Háskólans fyrir happdrættið hafi aldrei minnkað, þvert á móti. „Hins vegar var samkeppni á happdrættismark- aði lítil til að byrja með, en það breyttist þegar á leið. Þar reyndist okkur Lottóið, sem byrjaði 1986, þyngst í skauti. Það hafði áhrif á flokkahappdrætti HHÍ, en við mættum því með skafmiðum. Þeir skiluðu ágætum tekjum til að byrja með, en síðan hefur nokkuð dregið þar úr. Þetta sölumunstur er víða þekkt. Árið 1993 hófum við því að reka Gullnámuna, sem er vélahapp- drætti. Við tókum strax þá ákvörð- un að vélarnar, sem geta gefið háa vinninga, yrðu ekki aðgengilegar fyrir börn og unglinga og því er þær aðeins að finna á vínveitinga- stöðum og einstaka stað, þar sem er dyragæsla. Við veltum því fyrir okkur hvort siðferðilega væri ein- hver munur á slíkum vélum og happdrættismiðum og leituðum til Siðfræðistofnunar Háskólans, sem komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Við höfum því haldið okkur við þá stefnu að reka þessar vélar, en gæta þess að egna ekki fyrir óvita.“ Ragnar segir að sífellt þurfi að leita nýrra leiða í happdrættinu, því þrátt fyrir að fólk hafi haldið tryggð við flokkahappdrættið megi reikna með að nýjabrumið fari til- tölulega fljótt af nýjum happdrætt- isformum. Traust starfsfólk og flialdssamur yfírmaður Ragnai' Ingimarsson segir að Happdrætti Háskóla Islands hafi alltaf notið góðs starfsfólks. „Hérna starfa 10-12 manns við flokkahapp- drættið og svipaður fjöldi vegna annars rekstrar, eins og happdi’ætt- isvéla og skafmiða. Það er mjög lítil hreyfing á þessum hópi og algengt að fólk hætti ekki fyrr en það þarf að fara á eftirlaun. Hérna búum við því að mikilli og ómetanlegri reynslu starfsfólks. Yfmnaðurinn er líka íhaldssamur með afbrigðum og gengur frekar sjálfur í störfin með starfsfólki sínu til að leysa skamm- tímaverkefni af hendi en að ráða sí- fellt nýtt fólk. Þá er annar styrkur happdrættisins sá, að aldrei hefur komist kvittur á kreik um fjárhags- lega óráðsíu. Hérna er fyllsta örygg- is gætt, sem skiptir miklu máli fyrir starfsemi af þessu tagi.“ Alexander Jóhannesson sagði fyrir rúmum 65 árum að happ- drættið kæmi hreyfingu á huga manna. „Hér mun fara eins og ann- ars staðar, að margir munu vinna álitlegar fjárupphæðir, margir munu ganga slyppir frá og margir munu enga vinninga fá. En fimmti hver hlutur gefur þó vinning á hverju ári. Hagnaðarvonir munu vakna í brjóstum þeirra tuga þús- unda, sem taka þátt í happdrætt- inu, á hverjum mánuði áður en dregið verður. Þessi von er líf, hún hrærir huga Islendinga um landið gervallt og mun eiga sinn þátt í að örva fjölbreytni hins daglega lifs á landi voru.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.