Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 MINNINGAR + i Elskuleg móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ÞORGERÐUR JÓNSDÓTTIR, Bergþórugötu 15, Reykjavík, sem lést mánudaginn 15. mars sl., verður jarösungin frá Lágafellskirkju þriöjudaginn 23. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast henn- ar, er bent á Minningarsjóð á Sólvangi. Steinar Þórðarson, Haukur Þórðarson, María Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTÍN GUÐLAUG KRISTÓFERSDÓTTIR frá Þvottáí Álftafirði, veröur jarösungin frá Laugarneskirkju þriöju- daginn 23. marz kl. 13.30. Pétur Jónsson, Vilborg Jónsdóttir, Ágúst Rafn Ingólfsson, Helga Jónsdóttir, Einar Friðrik Sigurðsson, Sólveig Jónsdóttir, Pálmi Jónsson, Oddný Rafnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elsku bróðir okkar, mágur og frændi, REYNIR ARINBJARNAR, Hátúni 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriöju- daginn 23. mars kl. 13.30. Soffía Arinbjarnar, Kristján Stefánsson, Vilborg Arinbjarnar, Hjörtur Hjartarson og fjölskyldur. + Elskuleg eiginkona min og dóttir okkar, HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hátúni 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju þriðju- daginn 23. mars. kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Sjálfsbjörg eða MS-félagið. Heiðar Þórðarson, Sigfríð Valdimarsdóttir, Guðmundur Einarsson. + Bróðir okkar, VILMAR MAGNÚSSON frá Bolungarvík, lést á Kóþavogshæli miðvikudaginn 17. mars. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 25. mars kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Laufey Magnúsdóttir, Guðmundur H. Kristjánsson. + TRYGGVI ÓLAFSSON fyrrv. forstjóri Lýsis hf., Grandavegi 47, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 23. mars kl. 13.30. Guðrún Magnúsdóttir, Erla Tryggvadóttir, Svana Tryggvadóttir og aðrir aðstandendur. GUÐRUN NIKULÁSDÓTTIR + Guðrún Niku- lásdóttir var fædd á Felli í Bisk- upstungum 1. des- ember 1900. Hún lést á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund 13. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríð- ur Erlendsdóttir, f. 1875, dóttir Guðríð- ar Sveinsdóttur og Erlends Þorvarðs- sonar, bónda á Syðri-Reykjum og síðar á Felli í Bisk- upstungum, og Nikulás Jakobs- son, f. 1878, sonur Guðrúnar Guðmundsdóttur og Jakobs Steingrímssonar, útvegsbónda í Litla-Seli í Reykjavík. Albróðir Guðrúnar var Nikulás Baldvin, f. 1905, og hálfsystkin Viktoría Sigurbjörg, f. 1909, Egill, f. 1910, Axel, f. 1914, og Þórður, f. 1916. Þau eru öll látin. Hinn 2. ágúst 1924 giftist Guðrún Júh'usi Guðmundssyni, kaupmanni, f. 10. júní 1895, d. 12. ágúst 1984. Foreldrar hans voru Kristbjörg Ólafsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, út- vegsbóndi í Ásbúð í Hafnar- fírði. Börn Guðrúnar og Júlíus- ar eru: 1) Guðmundur Sigurð- ur, f. 1924, d. 1979, stórkaup- maður. Hans kona er Hulda Þorsteinsdóttir, húsmóðir og pianókennari, f. 1923, og eign- uðust þau sex börn: a) Lára Kolbrún, f. 1950, framkvæmda- stjóri, b) Guðrún Edda, f. 1952, lyfja- fræðingur, c) Emil Gunnar, f. 1954, leikari og lands- lagsarkitekt, d) Þórunn Hulda, f. 1958, tónlistar- kennari, e) Hulda Birna, f. 1959, fjár- málastjóri, og f) Gunnhildur Halla, f. 1965, sellóleikari. 2) Sigríður, f. 1930, húsmóðir, gift Kristmundi E. Jónssyni, f. 1929, kaupmanni, og eiga þau fjói'ar dætur: a) Sigríður Dúna f. 1952, dósent við Háskóla íslands, b) Krist- björg Elín, f. 1957, garðyrkju- bóndi og jógakennari, c) Guð- rún Björk, f. 1962, fram- kvæmdasljóri, og d) Júlia Hrafnhildur, f. 1967, myndlist- arkona. 3) Guðrún Kristbjörg, f. 1933, húsmæðra- og teikni- kennari. Barnabarnabörn Guð- rúnar og Júlíusar eru átján. Guðrún stundaði verslunar- störf frá unglingsárum og rak síðan ásamt manni sínum Verzl- unina Baldur, Framnesvegi 29 í Reykjavík, um áratuga skeið. Guðrún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni á morgun, mánudaginn 22. mars, og hefst athöfnin klukkan 10.30. Hún var Reykjavíkurkona. Hún ólst upp á erfðafestulandi fóður síns vestast í Vesturbænum, þar reisti hún sér ásamt manni sínum hús þeg- ar fram liðu stundir, þar ól hún upp börnin sín og þar rak hún ásamt manni sínum verslun um áratuga skeið. Saga Reykjavíkur á þessari öld og saga hennar eru samofnar. Líf hennar spannaði öldina alla og sögu Reykjavíkur frá smábæ á jaðri bændasamfélagsins til höfuðborgar alþjóðavædds nútímasamfélags. Hún sá borgarljósin kvikna eitt af öðru, húsin rísa, götumar lagðar og at- vinnulífíð blómgast. Hún mundi tím- ana tvenna, jafnvel þrenna. Sigríður Erlendsdóttir, móðir hennar, frá Syðri-Reykjum í Bisk- upstungum, hleypti heimdraganum skömmu fyrir aldamótin síðustu og hélt til Reykjavíkur til að læra það sem kallað var „skreðarasaumur". Þar kynntist hún rauðhærðum sjó- manni frá Litla-Seli, vestast í Vestur- bænum núverandi. Hann hét Nikulás Jakobsson og felldu þau hugi saman. Guðrún, amma mín, var fyrsta barn þeirra, fædd 1. desember aldamóta- árið. Sigríður og Nikulás eignuðust son sumarið 1905, en síðar þetta sama sumar drukknaði Nikulás ásamt skipsfélögum sínum norður í Skagafirði. Giftingarhringurinn var Sigríði sendur suður með vorinu. Það kom sér vel fyrir ekkjuna ungu i Reykjavík með börnin tvö að kunna að sauma og sá hún sér og börnum sínum farborða með kunnáttu sinni næstu árin. Hún kom sér líka upp kálgarði og stakkstæði á jarðarparti Nikulásar úr Litla-Seli og drýgði þannig tekjurnar og aðföngin. Kál- garðurinn og stakkstæðið eru nú löngu komin undir steinsteypu á mót- um Framnesvegar og Holtsgötu. Dúna, eins og Guðrún var ævin- lega kölluð, saknaði föður síns mikið, en hún átti góða að og dvaldi gjarnan hjá Snæbirni, fóðurbróður sínum í Hafnarfirði, sem gekk henni í föður- stað. Hún gekk í Barnaskóla Reykja- víkur, sem þá var nýrisinn við Tjörn- ina í Reykjavík, og síðan til prests og fermdist frá Dómkirkjunni í Reykja- vík vorið 1915. Dómkirkjan var sókn- arkirkja hennar í nærri hundrað ár. Móðir hennar saumaði handa henni peysufót fyrir ferminguna og það var stór stund þegar hún gekk niður í bæ á peysufötunum í fyrsta sinn, ný- fermd, og var ávörpuð „ungfrú Guð- rún“ og þéruð að auki. Peysufötin voru merki þess að hún var komin í fullorðinna manna tölu og í þessum litla bæ þekktust menn með nafni. Hún fór snemma að vinna fyrir sér sem búðardama og þótti afar lipur í því starfí. I búðarstörfunum lærði hún dönsku vel, enda Reykjavík hálf- danskur verslunarbær á þessum ár- um. Mál hennar var ævinlega dönskubryddað; hún sendi sín bréf í „konfuluktum", hafði „gardínur" fyr- ir sínum gluggum og „mublur“ í sín- um stofum. Árið 1918 var hún innan- búðar hjá dönskum bakara á Lauga- veginum. Á átján ára afmælisdaginn 1. desember var hún á leið heim úr bakaríinu, þegar hún gekk fram á nokkurn mannfjölda við Stjórnar- ráðshúsið. Þar voru Islendingar að fagna fullveldi sínu. Henni hvarf ekki úr minni þessi stund í hráslaga og nokkrum dapurleik, því spænska veikin geisaði í bænum. Þarna bærð- ist eitthvað með ungu stúlkunni, sem tengdi afmælið sitt síðan ævinlega þessum merkisatburði. Ekki veit ég hvar eða hvenær hún kynntist manninum í lífi sínu. Hann hét Júlíus Guðmundsson, ættaður úr Ásbúð í Hafnarfirði, hvatlegur tog- arasjómaður með hrokkið, svart hár og skakkt nef. Hann hafði nefnilega hlaupið á staur þegar hann var strák- ur og brotið á sér nefið, en fannst svo mikil skömm að því að hann sagði engum frá. Kannski vegna þess að staurar í nefhæð voru fáséðir í þá daga og því auðvelt að forðast þá. Sr. Bjarni Jónsson, dómkirkjuprestur, gaf þau saman í stofunni heima hjá sér 2. ágúst 1924 og frú Áslaug lék á stofuorgelið. Júlíus hafði siglt stríðs- árin með fisk til Bretlands og hafði notað þessar ferðir til að hefja inn- flutning og sölu á því sem hann kall- aði tuskur, en aðrir kjólefni og klúta. Verslunarstörf áttu vel við þau hjón bæði, og þó að Júlíus stundaði sjóinn fram yfir Halaveðrið 1925, þá var það kaupmennskan sem átti hug þeirra beggja. Arið 1929 reistu þau Guðrún og Júlíus tvílyft steinhús á erfðafestu- landi Guðrúnar við Framnesveg og hófu þar verslunarrekstur. Nokkrum árum síðar reistu þau stærra stein- hús ofar í lóðinni og opnuðu þar kjöt- búð og nýlenduvöruverslun, Verzlun- ina Baldur, sem þá var með þeim stærstu og best búnu í bænum. Þessa verslun ráku þau með glæsibrag í áratugi; hann var kaupmaðurinn og hún var frúin sem hafði starfsfólkið í mat og kaffi á heimili sínu fyrir ofan búðina. Þau voru ákaflega samhent í ævistarfi sínu og samband þeirra alla tíð innilegt. Heimili þeirra var at- hafnaheimili, verslunarreksturinn var hluti af heimilinu og þegar Júlíus réðst í blokkarbyggingar við Holts- götuna, voru iðnaðarmennirnir þar líka í mat og kaffi. Ættingjar þeirra og vinir, og síðan vinir bamanna og barnabörnin þegar fram liðu stundir voru tíðir gestir á heimilinu og veisl- ur kunnu þau að halda góðar. Mér er í barnsminni þessi sérstaki hátíðar- blær sem ríkti í stofunum þegar búið var að „dekka“ borð og taka fram veisluföng, og sérstaklega er mér minnisstætt að amma Dúna gekk um stofumar rétt áður en gestir komur og púaði Bagatello-vindil til að „setja góða lykt í húsið“. Þau nutu menningarlífsins í hinum uppvaxandi höfuðstað, vom meðlimir i Tónlistarfélaginu og áskrifendur að miðum í Þjóðleikhúsinu þegar það kom til sögunnar. Júlíus hafði ákveðnar stjórnmálaskoðanir og íylgdi Sjálfstæðisflokknum að mál- um. Oft hvessti í þegar hann ræddi landsmálin við vini sína, sem sumir voru eldheitir framsóknarmenn. Hann var svo ákveðinn í þessum efn- um að frekar varð hann bensínlaus en kaupa bensín af Esso og ekki steig hann fæti inn í kaupfélag. Hann hafði ákveðnar skoðanir á fleiru, til dæmis stöðumælum, sem hann borgaðj aldrei í og komst upp með það. í þessu og þvíumlíku var Guðrún hon- um samferða eins og ekkert væri sjálfsagðara. Eitt er enn ónefnt sem sameinaði þau hjón og var mikilvægur þáttur í lífi þeirra. Þau höfðu bæði yndi af náttúrunni og hvers konar garð- yrkju. Þar sem líf þeirra í Reykjavík var borgarlíf, leituðu þau út fyrir bæ- inn til að sinna þessu hugðarefni. Fyrst reistu þau sér sumarbústað við Selvatn í nágrenrii Reykjavíkur, en færðu sig síðan um set og keyptu lítið dalverpi nálægt Geithálsi, ofan Hólmsár. Þar hófust þau handa við að breyta urð og móum í þá grænu sumarparadís, sem við barnabörnin fengum að njóta með þeim sólrík sumur bernskunnar. Þar voru okkur kennd handtökin við að gróðursetja, bera á, reyta arfa og sá. Grænmetis- rækt stunduðu þau af kappi, kartöfl- ur og rófur spruttu í víðáttumiklum beðum og í barnsminninu er rabar- baragarðurinn á við meðal frumskóg. Dalinn sinn kölluðu þau Fagradal og unnu honum meir en öðrum stöðum á jarðríki. Amma Dúna, sem aldrei fór út úr húsi í Reykjavík nema með hatt, eyrnalokka, hanska og veski, um- breyttist í bóhem þegar hún var komin í dalinn sinn. Eg sé hana fyrir mér með græna skuplu á höfðinu, á blárri treyju og munstruðu pilsi með stórrósótta svuntu yfir, útitekna og önnum kafna. Ut úr bakarofninum á Rafha-eldavélinni sé ég hana taka brauðhleif og bera á borð fyrir litlar stúlkur ásamt nýlagaðri rabarbara- sultu. Ég sé geisla síðdegissólarinnar dansa inn dalinn, leika sér á ljósum kollum litlu stúlknanna og gera sér dælt við útsaumað veggteppið fyrir ofan borðið. í dalnum kenndi hún mér að sjá fegurðina í glitri daggar- innar, í snilld kóngulóarvefsins og blómhnapp sóleyjarinnar. Hún kenndi mér að óttast ekki hagamús- ina, að hlusta eftir ferðum fuglanna og raska ekki hreiðurró þeirra. Hún kenndi mér að hver er sinnar gæfu smiður. Nú skilja leiðir. Síðustu árin henn- ar voru erfið, enda aldurinn hár og lífsförunauturinn farinn á undan henni. Þegar lausnin kom sólbjartan Reykjavíkurmorgun var hún gjöf frá guði. Þú ert kært kvödd, amma mín. Far þú í friði. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Dúna föðursystir mín er látin. Hún veiktist af flensu, og upp úr henni fékk hún lungnabólgu, og það var meira en líkaminn þoldi, enda árin orðin 98. Þó er það þannig, að maður er aldrei undir það búin að skiljast við ástvini sína. Ég hef þekkt Dúnu frá því að ég man eftir mér. Við Dista dóttir henn- ar erum jafnöldrur og vinkonur og höfum alla tíð verið saman. Fyrst vorum við sem ungböm látnar liggja saman á teppi á gólfinu, við uxum upp saman, enda bjuggum við hlið við hlið í 15-20 ár. Við fórum hvor í sinn skólann, við eignuðumst hvor sinn vinahóp, en þá vorum við bara saman eftir skólatíma. Seinna fórum við saman í Hússtjómarkennara-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.