Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 42
.42 SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Inga Guðrún Ámadóttir fæddist að Holts- múla í Landsveit 3. september 1923. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 12. mars síðastliðinn. Foreldrar Ingu Guð- rúnar voni hjónin Ingiríður Oddsdóttir húsmóðir, f. 13.5. 1887, d. 24.2. 1937 og Ámi Jónsson bóndi í Holtsmúla, f. 17.6. 1896, d. 16.9. 1995. Böm þeirra vom: Oddur yfirlæknir í Gauta- borg í Svíþjóð, f. 29.6. 1921, Jóna Gislunn húsmóðir í Reykjavík, f. 2.8. 1922, Inga Guðrún, sem hér er minnst, Guðmunda húsmóðir í Reykjavik, f. 29.8. 1924, Ingi- björg húsmóðir í Reykjavík, f. 26.8. 1925, Lilja húsmóðir á Sel- fossi, áður á Ljósafossi, f. 16.8. 1926, Ágúst, f. 13.8. 1927, d. í september 1930 og Ágúst skóg- arvörður í Hvammi í Skorradal, f. 3.8. 1930. Seinni kona Áma í Holtsmúla var Þorgerður Vil- ,< hjálmsdóttir, f. 27.2. 1918, d. 4.10. 1996. Sonur þeirra er Þor- steinn rafiðnfræðingur í Reykja- vík, áður á Hvolsvelli, f. 23.10. 1949. Dóttir Þorgerðar og fóst- urdóttir Áma er Helga Marteins- dóttir læknaritari Selljamamesi, f. 15.8.1945. Inga Guðrún giftist Einari Sig- ursteini Bergþórssyni skipasmið og síðar húsasmið í Reykjavík hinn 3.9. 1944. Einar var fæddur 4.3.1920, en hann lést 2.11.1988. Bjuggu þau allan sinn búskap í Þingholtsstræti 12 í Reykjavík. Foreldrar Einars Sigursteins vom hjónin Olafía Guðrún Ein- Saga móður minnar er einnig saga mín, hún er dæmigerð fyrir uppeldi í stórfjölskyldu. Eins og að framan greinir ólst Inga móðir mín upp í stór- um systkinahópi austur í Landsveit. Líkt og títt var þá til sveita fóru börn snemma að hjálpa til við búskapinn. Á þeim tíma var farskóli, þar sem kenn- arinn ferðaðist milli bæja og kenndi stuttan tíma á hverjum stað. Þess á milli urðu börnin að læra sjálf og var Utfararstofa Islands sér um: Útfararstióri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í llkhús. - Aðstoða við val á kistu og likkleeöum. - Undirbúa lík hins látna í kjstu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa fslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað I kirkjugarði. - Organísta, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Ukbrennsluheimiid. - Duftker ef likbrennsla á sór stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutnlng á kistu út á land eða utan af landi. - Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, Sverrir Olsen, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlfð 35 - 105 Reykjavík. Sfmi 581 3300 - ailan sólarhringinn. arsdóttir húsmóðir, f. 5.12. 1887, d.17.9. 1947 og Bergþór Vig- fússon húsasmiður í Reykjavík , f. 28.2. 1883, d. 17.5. 1985. Inga Guðrún og Einar Sigursteinn eignuðust fimm syni. Þeir eru: 1) Árni framhaldsskólakenn- ari, f. 28.12. 1944, áð- ur kvæntur Auði Elimarsdóttur hús- móður, f. 28.6. 1947. Þeirra börn eru: Bjarki húsasmiður, f. 25.10. 1966, Hákon verslunarmað- ur, f. 26.5. 1968 og Freyja hótel- starfsmaður, f. 13.9. 1969. Börn Hákonar og konu hans, Maríu Dungal, nema í iðnrekstrarfræði, f. 23.8. 1972 eru fsak Örn, f. 26.6. 1994 og Gabríela Auður, f. 22.4. 1998. Barn Freyju og Sigurðar Ulfars Sigurðssonar pípulagninga- manns, f. 22.2. 1962 er Henný Úlfarsdóttir, f. 18.8. 1988. 2) Berg- þór húsasmiður og þjónustufull- trúi, f. 27.3. 1946 kvæntur Mar- gréti Guðmundsdóttur sjúkraliða, f. 13.9. 1944. Þeirra börn eru: Berglind Guðrún BA í spænsku, f. 14.6. 1974, Einar Sigursteinn menntaskólanemi, f. 28.10. 1980 og Andri Fannar menntaskóla- nemi, f. 4.10. 1982. Barn Berglind- ar og Daða Þórs Veigarssonar markaðsfræðings, f. 26.1. 1973, er Sara Margrét f. 10.9. 1994. Dóttir Bergþórs af fyrra hjónabandi er Inga Elsa, grafískur hönnuður, f. 25.8. 1968. Hennar maki er Gísli Egill Hrafnsson ljósmyndari, f. 11.11. 1966. Móðir Ingu Elsu er Sigríður Björg Grímsdóttir hús- móðir frá Grímstungu í Vatnsdal, f. 23.6. 1949. 3) Ólafur Hafsteinn síðan hlýtt yfir lexíumar I næstu kennslustund. Farkennari var Guð- laugur Jóhannsson ættaður úr Borg- arfirði og gisti hann í Austurbænum, en kenndi í stofunni í Vesturbænum, en tvíbýlt var að Holtsmúla. Inga móðir mín vai'ð læs mjög ung, án þess að henni væri kennt það sérstaklega, því hún hafði fylgst vel með þegar verið var að kenna eldri bömum lest- ur. Hún var námsfús og best þótti henni að læra úti í fjósi, þar var friður og næði. Sátu þau systkinin þar oft á fjósaskammelum eða á nautgripa- hauskúpum og lásu, meðan bjai-t var úti. Ungum stúlkum á þessum tíma vom snemma kenndar hannyrðfr, ásamt því að sinna skepnunum og að- stoða við heyskapinn. En skjótt skipast veður í lofti því Ingiríður amma mín féll frá langt fýr- ir aldur fram árið 1937, þegar móðir mín var 13 ára, nýfermd. Hún hafði þá lokið fullnaðai’prófi sem hún stóðst með prýði. Þar sem Ámi afi minn var nú einn með stóran bamahóp urðu systkinin snemma að fara að bera björg í bú. Mamma fór í vist að bæ sem heitir Efra-Sel og gætti bama. Hún sagði mér einnig frá því að prest- urinn að Fellsmúla hefði leiðbeint sér við að læra svolítið í ensku og dönsku. Sextán ára fór hún til Reykjavíkur, ári á eftir Jónu systur sinni, og var einn vetur vinnukona hjá Sóleyju Einarsson húsasmíðameistari og húsnæðisfulltrúi, f. 10.11. 1948 kvæntur Sóhúnu Maggý Jóns- dóttur húsmóður, f. 12.6. 1952. Þeirra börn eru: Hugrún Ósk sölufulltrúi f. 24.6. 1975, Einar Hreinn, f. 5.6.1978 og Daníel Óli, f. 13.5. 1991. 4) Sigursteinn Sæv- ar kerfisfræðingur, f. 20.6. 1953 kvæntur Önnu Björgu Thor- steinson nema í KHI, f. 11.3. 1954. Þeirra böm era: Eysteinn Harry Thorsteinson vélsmiður, f. 23.3. 1975, Birgir Júlíus tölvu- fræðinemi, f. 9.7. 1980_ og Birgitta, f. 2.1.1990. Dóttir Önnu og fósturdóttir Sævars er Edda Sveinsdóttir hjúkrunarfræðing- ur, f. 7.7. 1971. Dóttir Eddu og eiginmanns hennar, Jóhanns Tómasar Egilssonar tæknifræð- ings, f. 7.3. 1971 er Jóhanna Björg, f. 24.2. 1993. Unnusta Ey- steins Harry er Sigríður Dögg Þórðardóttir nemi í KHÍ, f. 20.2. 1976. 5) Þórir Már rafmagns- verkfræðingur, f. 10.2. 1964. Kona hans er Sigríður K. Rögn- valdsdóttir bókmenntafræðing- ur, f. 4.1. 1964. Þeirra böm eru: Bergur, f. 9.11. 1993 og óskírður drengur f. 3.2. 1999. Inga ólst upp að Holtsmúla í Landsveit en flutti ung til Reykjavíkur þar sem hún gekk í hjónaband og bjó síðan alla tíð. Hún lærði saumaskap hjá Guð- steini Eyjófssyni klæðskera- meistara og starfaði mikið við sauma eftir það. Með húsmóður- störfúm og bamauppeldi vann hún að auki m.a. við verksmiðju- störf, í bakaríum og við heimilis- hjálp. Mörg síðustu árin starfaði hún við ræstingar í heildverslun Davíðs S. Jónssonar, eða þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Inga var félagslynd og tók m.a. þátt í starfi á vegum Húsmæðra- félags Reykjavíkur, Kvenfélags Fríkirkjusafnaðarins og Félags eldri borgara. Utför Ingu Guðrúnar fór fram fram í kyrrþey að hennar ósk. Njarðvík saumakonu. Að þeirri vist lokinni fór hún að læra herrafatasaum hjá Guðsteini Eyjólfssyni, klæðskera- meistara við Laugaveg, og vann þar nokkur ár. Þar stöifuðu einnig Jóna systir hennar og frænka þeirra Gísl- unn, en þær systur fengu einmitt inni hjá henni á Laugavegi 138. Þetta var á stríðsárunum og líf var að færast í Reykjavíkurbæ, og hlýtur það að hafa verið spennandi fyrir sveitastúlkur að kynnast bæjarlífinu á þessum tíma. Um tvítugt kynnast foreidi’ar mín- fr. Einar Sigursteinn faðir minn var þrem árum eldri og bjó í fóðurhúsum í Þingholtsstræti 12 ásamt systur sinni. Húsið er nú meira en hundrað og tutt- ugu ára og á sér langa sögu, en afi minn Bergþór Vigfússon keypti það um 1926. Hófu foreldrar mínfr búskap í einu herbergi á efri hæðinni. Á neðri hæðinni leigði systir afa míns, Jónína, rak þar matstofu og hafði kostgang- ara. Árið 1947 varð mikill bruni í Þingholtunum og háreist timburhús sem stóð neðan við okkar hús brann til kaldra kola. Vestaii endi Þingholts- strætis 12 skemmdist mikið og 2-3 önnur hús urðu eldinum að bráð. Þetta átti sér stað 1 desember og hafði þessi atburður mikil áhi-if á móður mína. Um það skiifaði hún sjálf: „í hræðilegustu desembemótt lífs míns, meðan eldtungumar sprengdu glerið í svefnherberginu, þreif ég tvo glókolia, vafði einhverju utan um þá, stakk þeim undfr sitt hvora hönd og gekk út í næturmyrkrið, með roki og kulda. Mér eldri kona birtist í myrkr- inu, lagði biíða hönd á herðar mér, opnaði hús sitt fyrir mér og veitti mér hlýju og veitingar. Gamia húsið henn- ar var það langt frá að okkur var borgið.“ Pabbi stundaði á þessum tíma nám í Iðnskólanum í Reykjavík og var að ijúka námi í skipasmíði hjá Slippfélag- inu í Reykjavík. Mamma annaðist heimiiið, sem var á neðri hæðinni eftir branann. Höfðu þau tvö herbergi og eldhús, því aukaherbergið, sem við kölluðum alla tíð norðurherbergið, var leigt út allt fram að því er elstu syn- irnir komust á unglingsaldur og lengi leigði það þýskur myndavélaviðgerða- maður að nafni Fedder. Þegar við elstu bræðumir vorum fjögurra og fimm ára samdi pabbi við Gunnar heitinn, kaupmann í Von, um að fá lóð undir sumarbústað í landi Gunnars- hólma, skammt neðan við Lögberg. Eigum við ennþá sumarbústaðinn, sem nefndur er Bakkasel. Þar var mamma með okkur þrjá elstu bræð- uma nokkur sumur og kom pabbi með vistir um helgai- með Lögbergs- vagninum. Lóðin var ógirt og gat bú- fénaður gengið heim að dyram hjá okkur en við voram oft sendir að sækja mjólk og egg í fjósið á Gunnars- hólma. Við eyddum miklum tíma í að fylgjast með og veiða smásilunga í ánni sunnan við bústaðinn og öllum nálægum pyttum. Þegar við stækkuð- um fóram við til silungsveiða í Sel- vatni sem er nokkuð langt frá, en þar fylgdi einnig veiðiréttm-. Seinna smíð- aði pabbi fallegan mahonýbát, sem við gátum notað við veiðar, einkum á uppistöðulóninu ofan við stífluna við Gunnarshólma. Mamma bar hitann og þungann af uppeldi okkar eldri drengjanna, því pabbi vann mörg ár suður á Keflavík- urflugvelli, einnig var hann eitt sumar við vinnu á Langanesi. Á þessum ár- um lauk hann námi sem húsasmiður og starfaði óslitið eftir það við húsa- smíðar. Foreidrar okkai' ferðuðust heilmikið erlendis þegar við elstu drengirnir voram komnir á ferming- araldur en þá vai' ekki eins aigengt og nú að menn færu milli landa. Þau fóra sína fyrstu ferð með Esjunni til Kaup- mannahafnar þar sem þau gistu um borð í skipinu. Seinna fóra þau til Rússlands og komust alla leið austur að Svartahafi. Þar að auki ferðuðust þau víða um Evrópu. Pabbi tók ekki bílpróf fyrr en um fimmtugt og þá eignuðust þau hjónin fyrsta bílinn og ferðust vítt og breitt um Isiand. Móðir mín var mjög dugleg og elju- söm og þótt líf hennar væri ekki alltaf dans á rósum virðist hún hafa tileink- að sér það sem amma hennar kenndi henni ungri, að bíta á jaxlinn og æðr- ast ekki yfir því sem að höndum bar. Hún bjó í meira en hálfa öld í Þing- holtsstræti 12, með fimm sonum, eig- inmanni og tengdaföður og ef tii vill hefur það eflt kvenréttindahugsjón hennar. Hún hafði sterka réttlætis- kennd, fór einstaklega vel með það sem hún eignaðist, var hagsýn, spar- söm og mjög reglusöm. Frá miðjum aldri var hún oft þeilsutæp, en hún gafst aldrei upp. Ég kveð þig móðir mín með þessum orðum: Kom, huggari minn, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom.heilögfyrirmynd, kom.ljósoglýstumér, kom,erævinþver, kom, eillífð, bak við árin. (V. Briem) Bergþór Einarsson. Það er undarlegt að hugsa til þess að amma taki ekki oftar á móti manni í litla rauða húsinu sínu í Þingó. Amma tók alitaf á móti gestum opn- um öiTnum, og oftast lumaði hún á kökum og öðra góðgæti. Einhvem- tíma hafði hún þó að orði að henni þætti heimsóknum þessum hafa fækk- að. Hún sagðist þó ekki láta það á sig fá, því hún ætti svo margar fallegar minningar. Nú hefur amma kvatt og þetta hefui' snúist við. Nú er það ég sem vildi óska þess að samverastund- frnar og heimsóknirnar í Þingó hefðu orðið fleiri. Sagt er að maður komi í manns stað, en það á ekki við um þig. Enginn getur komið í staðinn fyiir þig. Blessuð sé minning þín. Berglind G. Bergþórsdóttir. Fyrir aldarfjórðungi kynntist ég Ingu Guðrúnu Árnadóttur, tengda- móðm' minni. Kveið ég mikið fyrir okkar fyrsta fundi. Hún grandskoðaði mig og bauð mér til stofu. Ég var hissa hversu ungleg hún var. Móðir fimm drengja. Oft dettur mér í huga að það hljóti oft að hafa verið líf og fjör heima hjá Ingu og Einari. Inga var dugleg, vann mikið bæði heima og að heiman. Mér er minnisstæður sá tími sem hún prjónaði lopapeysur og seldi, og á ég enn þá peysu sem hún gaf mér. Inga barðist hetjulega í veik- indum sínum, það var ekki í hennar anda að gefast fljótt upp. Kærai' INGA GUÐRUN ÁRNADÓTTIR þakkir fyiTi' börnin okkar og það sem þú gerðir fyrii' okkm'. Nú er þú komin til Einars og kveð ég þig með þessum orðum: Góður engiil Guðs oss leiðir gegn um jarðneskt böl og strið, léttir byrðar, angist eyðir, engillsáervoninbb'ð. (H.Hálfd.) Margrét Guðmundsdóttir. Þú starfaðir jafnan með umhyggju og ást, eiju og þreki er sjaldan brást, þér nýttist jafnvel nóttin. Þú vannst fyrir besta vininn þinn, þú vinnur nú með honum annað sinn, með efldan og yngdan þróttinn. Af alhug færam þér ástar þökk, á auða sætið þitt horfum klökk, heilsaðu fóður og frændum. Að sjá þig aftur í annað sinn enn komast aftur í faðminn þinn við eigum eftir í vændum. (G. Bjömsson.) Þetta fallega ljóð á vel við elskulega tengdamóður mína sem faiin er ferða- lagið sem við öll eigum eftir að fara. Inga var glæsileg kona og dugnaðar- forkm' mikill. Hún fæddist á bænum Holtsmúla í Landsveit, og ólst þar upp, þriðja elst sjö systkina. Þau systkin misstu móður sína ung svo kraftar þeirra nýttust við búskapinn eins fljótt og auðið var. Inga fluttist til Reykjavíkur til að vinna aðeins 16 ára gömul, dökk á hörand, einstaklega fríð yfirlitum og full af lífsorku. Þar kynntist hún seinna eiginmanni sínum Einari Sigursteini Bergþórssyni skipasmið, seinna húsasmið. Állan bú- skapinn bjuggu þau heiðurshjón í rauða húsinu á Þingholtsstræti 12 í Reykjavík. Þangað hefm- ávallt verið gott að koma og hefur öllum sem þangað koma mætt þar elskusemi og góðviiji. Sumt fólk er alitaf að rækta. Það ræktar fjölskyldu sína, vinina sína og garðinn sinn af sömu natni og alúð. Hún Inga var í þessum hópi, sem lætur mannrækt öðra fremur marka lífshlaup sitt. Hún lét sér annt um garðinn sinn í eiginlegri og óeigin- legri merkingu þess máltækis. Einai' og Inga vora gift í 48 ár eða allt til þess dags er Einar lést, 2. nóvember 1988. Þau eignuðust fimm syni, svo það hefrn' verið mikið líf og fjör í „Þingóinu“ eins og húsið þeirra var oftast kallað. Inga upplifði þá skelfi- legu lífsreynslu stuttu eftir að þau Einai- fluttu í Þingholtsstrætið að mörg hús í götunni urðu eldi að bráð á einni nóttu. Þeirra hús vai' ekki und- anskilið og minningin frá því að bijóta sér leið út úr húsinu frá eldtungunum með tvo iitia di'engi sína í fanginu kom oft fram í huga hennar á lífsleiðinni. Þau björguðust öll en stóðu uppi alls- iaus. Það var í eðli Ingu Amadóttm' að láta gott af sér leiða. Líf hennar einkenndist af orku, samviskusemi og heiðarleika. Með þessu er ekki verið að segja að líf hennar hafi verið dans á rósum, enda er enginn sem nýtur slíks. En hún leit á þá erfiðleika sem urðu á hennar vegi sem verkefni til að vinna og sigrast á. Þrátt fyrii' að heilsa hennar væri ekki alltaf eins og best varð á kosið lét hún aldrei bugast og ferðaðist hún með manni sínum til fjölmargra landa. Það var alls ekki eins algengt um miðjan áratuginn að ferðast til fjarlægra landa og það er nú. Ferðin til Rússlands var henni eftirminni- leg, en oft var rætt á skemmtilegan hátt um ferðalögin þegar heim var komið. Leiðir okkar Nunnu, eins og hún var oftast kölluð, lágu fyrst sam- an fyrir nær 30 árum þegar ég kynntist syni hennar Sigursteini Sævari sem er lífsförunautur minn. Hún reyndist okkur, eins og öðrum afkomendum sínum og vinum, yndis- legur og traustur vinur. Þegar Inga veiktist alvarlega fyrir rúmu ári mætti hún þeim örlögum sínum af miklum dugnaði og æðruleysi. Um leið og ég þakka þessari elskulegu konu fyrir trygga og trausta sam- fylgd liðinna ára vil ég færa nánum aðstandendum hennar mínar innileg- ustu kveðjur á þessari stund. Syni hennai' Þóri Má færum við hjónin sérstakai' þakkir fyrir aðhlynning- una sem hún naut frá honum í erfið- um veikindum sínum og annaðist hann hana af einstakri alúð og natni. Guð blessi ykkur öll. Anna Björg Thorsteinson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.