Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 29 „Aðalatriðið er að mínu mati það, að við byggjum á þeim ^runni sem við höfum byggt upp. Eg er sann- færður um að það er ekki rétt að víkja frá honum. Hins vegar er sjálfsagt og nauðsynlegt að breyta þessu kerfí ef við fínnum lausnir sem við teljum viðunandi. Við höf- um verið að gera það. Við höfum breytt ýmsu sem varðar smábátana. Við höfum sett upp kvótaþing, sem menn héldu að kæmi verulega til móts við ýmsa gagnrýni sem beind- ist að kerfinu, en ég held að það hafi ekki uppfyllt þær væntingar sem menn gerðu til þess. Við höfum ákveðið að veiðiheimildir séu ekki lengur afskrifanlegar þegar tekju- skattur er reiknaður. Við höfum sett upp ákveðnar takmarkanir á framsali. Pað sem er langerfiðast í kvóta- kerfinu eru tvö atriði. Það er fram- salið, sem hefur bæði kosti og galla og við þurfum að halda áfram að fjalla um þau vandamál og finna leiðir til úrbóta í því sambandi. Sér- staklega á þetta við þegar aðilar eru að fara út úr greininni og standa oft upp með mikinn hagnað. Síðan er það sú gjaldtaka sem hægt og réttlætanlegt er að taka af sjáv- arútveginum fyrir að nýta þessa sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Sjávarútvegurinn hefur smátt og smátt verið að taka meiri þátt í sameiginlegum kostnaði þjóðarinn- ar og við höfum horfið frá ákveðn- um forréttindum sem sjávarútveg- urinn hafði. Til þess að fjalla um þessi við- fangsefni var stofnuð auðlindanefnd og það var gert að tillögu stjórnar- andstöðunnar. Við framsóknarmenn fengum þar til starfa tvo prófessora við Háskólann, þá Ragnar Ái-nason og Eirík Tómasson, vegna þess að við vildum að þar væru aðilar fyrir okkar hönd sem hefðu engi-a hags- muna að gæta og horfðu á þetta mál út frá fræðilegu, lagalegu og efna- hagslegu sjónanniði með heildar- hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Við höfum miklar væntingar til þessa starfs og vonum að það leiði til farsællar niðurstöðu. Aðalatriðið er það að sjávarútvegurinn haldi áfram að vera sú mikla auðsupp- spretta sem hann er fyrir þjóðfélag- ið í heild og við rekum hagkvæman sjávarútveg sem tryggi góð lífskjör hér á landi. Eg er sannfærður um það að nið- urrif þessa kerfis og algjör umbylt- ing þess leiði til mikillar lífskjara- skerðingar. En ég er hins vegar þeirrar skoðunar að við þurfum að ná meiri sátt, en þá verða líka þeir sem gagnrýna kerfið mest án þess að hafa tillögur um það sem betur má fara, að leggja meira af mörk- um. Það eru allt of margir sem skil- greina sig í þessari umræðu, sem verandi á móti en ekki að þeir séu með því og vilji lagfæra það. Við framsóknarmenn skilgreinum okk- ur þannig að við styðjum þetta kerfi, en viljum jafnframt breyta því og ná meiri sátt um það.“ Breytingar í utanríkis- þjónustunni I utanríkisráðherratíð þinni hefur utanríkisþjónustan vaxið talsvert og sumir hafa talað um ofvöxt í því sambandi. Ný sendiráð hafa verið opnuð og fleiri verða opnuð á næst- unni. Er þörf á þessu? „Við verðum að gera okkur grein fyrir hver eru markmið okkar í ut- anríkismálum. Það er alveg ljóst að þessi málaflokkur er farinn að skipta miklu meira máli en áður var. Islensk fyrirtæki eru að sækja miklu meira út á við en verið hefur. Islensk utanríkisþjónusta þarf að vera í stakk búin til að þjóna at- vinnulífinu. Alþjóðamarkaðir skipta meira máli en nokki-u sinni fyrr og samningar í alþjóðastofnunum varða efnahagslíf okkar miklu. Atl- antshafsbandalagið er að breytast mjög mikið með tilheyrandi afleið- ingum fyrir okkur íslendinga eins og aðrar þjóðir. Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu skiptir miklu meira máli í þróuninni en áður var og þannig mætti lengi telja. Aukin umsvif utanríkis- ráðuneytisins Hvað er það sem við höfum gert til að mæta þessu? Við höfum aukið við starfslið okkar hjá Atlantshafs- bandalaginu eins og allar aðrar þjóðir og ákveðið að taka þátt í störfum hermálanefndarinnar. Við höfum ákveðið að taka þátt í starf- semi Nató í Bosníu og í Kosovo. Að því er varðar Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu höfum við ákveðið að opna skrifstofu í Vínar- borg vegna þess að við erum eina landið í Evrópu sem ekki er þar með fasta sendinefnd. Við höfum ákveðið að opna skrifstofu í Strass- borg þar sem við erum að taka að okkur forystu í Evrópuráðinu, sem við hefðum getað látið fara framhjá okkur, en það hefði þá verið allt öðruvísi staðið að málum en allar aðrar þjóðii’ í Evrópu hafa gert. Við höfum stofnað sendiráð í Finnlandi, sem var í raun búið að ákveða og lofa fyi-ir löngu. Enn- fi-emur höfum við ákveðið að opna skrifstofu í Winnipeg vegna landa- fundaafmælisins og samskipta við íslendinga í Vesturheimi og ýmissa annarra samskiptamála í Kanada. Hér heima höfum við stofnað við- skiptaþjónustu utanríkisráðuneytis- ins og reynt að efla hana nokkuð. Auk þess höfum við ákveðið að efla þróunarsamvinnu okkar og við höf- um tekið yfir í utanríkisráðuneytið samskiptin við Alþjóðabankann og aukið samstarf okkar við bankann á sviði þróunarmála. Það er margt fleira sem við þyrft- um að gera. Núna stöndum við frammi fyrir því hvort við eigum að taka að okkur forystu Norðurland- anna á vettvangi FAO, sem er eðli- legt að við gerum vegna stöðu ís- lands sem fiskveiðiþjóðar. Það kost- ar starfsmann þar. Við höfum ákveðið að sækjast eftir aðild að Öryggisráðinu, sem þýðir að við þurfum að styi’kja sendinefnd okkar hjá Sameinuðu þjóðunum. Allt þetta kallar líka á nokkra styrkingu ráðu- neytisins. Við höfum einnig ákveðið að stofna hér sérstaka auðlindaskrif- stofu til að styrkja hagsmunagæslu Islands á þessu sviði hvort sem það er á sviði fiskveiðimála, loftslags- mála eða ýmissa annarra mála sem snerta nýtingu auðlinda. Sannleik- urinn er sá að alþjóðlegt samstarf er að stóraukast og utanríkisráðu- neytið verður að vera í stakk búið til að þjóna hagsmunum Islands á þessu sviði og samræma starf ráðu- neytanna. Utanríkisráðuneytið starfar mjög náið með öðrum ráðu- neytum.“ Norræn sjónarmið veigameiri þáttur í starfí ráðuneytisins Þú ert líka samstarfsráðherra Norðurlandanna, en yfirleitt hafa aðrir ráðherrar en utanríkisráð- herrar sinnt því starfi. Er heppilegt að sami ráðherra fari með bæði þessi ráðuneyti? „Eg hef starfað afar lengi á vett- vangi Norðurlandanna. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að Norðurlandasamstarfið sé horn- steinn í utanríkismálum okkar. Ég held að það að ég tók þetta að mér hafi orðið til þess að norræn sjónar- mið hafi komið miklu meira inn í starfið í utanríkisþjónustunni og orðið til að auka vægi Norðurlanda- samvinnunar í allri utanríkisþjón- ustunni. Það var það sem ég ætlaði mér og ég sé ekki eftir því að hafa tekið þennan málaflokk að mér. Ég hef hins vegar ekki þurft að eyða mjög miklum tíma í hann vegna þess að ég tel mig þekkja hann mjög vel og síðan hef ég haft ágætis starfsfólk til að hjálpa mér í þessu.“ Það er stundum talað um að þú sért mikið í útlöndum og meira en fyi’irrennarar þínir. Skýi’ingin er kannski sú að þú ert einnig sam- starfsráðherra Norðurlandanna. Telur þú að ferðalög þín sem utan- ríkisráðhen-a komi niður á störfum þínum sem leiðtogi Framsóknar- flokksins og öðrum verkefnum hér heima? „Ferða- og vinnudagar minir er- lendis eru færri en margur heldur, 70-90 dagar á ári gæti ég trúað, sem þýðir að utanríkisráðherra er heima 270-290 daga á ári og á þeim tíma má koma mörgu í verk. Ég er vel skipulagður og sinni flokknum eins vel og ég get. Ég hef verið á um 60 fundum í mínu kjördæmi á kjör- tímabilinu auk funda í öðrum kjör- dæmum. Mér þykir lakast að ferða- lögin koma niður á samvistum við fjölskylduna. Hún vill því miður oft mæta afgangi.“ Er það kannski of mikið að ætlast til þess að sami maður gegni emb- ætti utanríkisráðherra tvö kjör- tímabil í röð? „Það tel ég ekki. Menn læra og þjálfast og þurfa minni tíma eftir því sem reynslan eykst. Ég þekki orðið mál mjög vel sem hér er feng- ist við og þarf að eyða í þau minni tíma en áður var. Starfsfólk mitt þarf ekki að eyða jafnmiklum tíma og áður til að undirbúa mig fyrir fundi. Við erum núna í mjög erfið- um verkefnUm sem eiga eftir að mæða afar mikið á þessu ráðuneyti. Ég nefni þar sérstaklega for- mennskuna í Evrópuráðinu, sem á eftir að kosta utanríkisráðherra mikil ferðalög, og formennskuna í Norðurlandasamstarfinu, sem á jafnframt eftir að valda verulegu álagi. Ég hef um nokkurt skeið neitað öllum beiðnum um að koma á ráð- stefnur og fundi vegna Norður- landaformennskunnar. Það getur auðvitað ekki gengið endalaust." Skylda mín að reyna að sjá þróunina í Evrópu fyrir og benda á leiðir Á flokksþingi Framsóknarflokks- ins í haust slóst þú nýjan tón varð- andi nánara samstarf íslands og Evi’ópusambandsins þegar þú hvattir til þess að skoðað yrði hvort við gætum sótt um aðild að ESB og bentir jafnframt á hugsanlega leið til að við gætum staðið utan við sjávarútvegsstefnu þess, þ.e.a.s. að Norður-Atlantshafið yrði undir sér- stakri stjórn sem lyti ekki sameigin- legi’i fiskveiðistefnu ESB. Ályktun flokksþingsins í utanríkismálum endurspeglaði hins vegar ekki þessi viðhorf þín. Er Framsóknarflokkur- inn tilbúinn að fylgja þessari stefnu þinni? „Ályktun Framsóknarflokksins um sjávarútvegsmál á flokksþing- inu 1996 var ekki með sama hætti og ræða mín þá, en í henni nefndi ég möguleikana á því að sjávarútveg- urinn greiddi meira til sameigin- legra sjóða og hugsanlega yrðu ákveðnar veiðiheimildir seldar beint til útvegsmanna. Ég sagði þá að þetta gæti verið ein leið til að reyna að ná meiri sátt. Ég var þar að Ef þetta verða úrslitin teldi ég það nánast útilokað. Ég teldi Framsóknarflokkinn þá svo veikan að hann hefði litla burði til að starfa í ríkisstjórn. Ef þetta yrðu úrslitin væri það að sjálfsögðu dóm- ur sem við gætum ekki litið framhjá og við yrðum að axla þá ábyrgð. Framsóknarflokkurinn hefur verið að breytast og er að breytast. Hann á að breytast. Þjóðfélagið er að taka miklum breytingum og alþjóðasamfélagið er að taka miklum um- skiptum og það hlýtur að hafa áhrif á flokk- ana. Ef þeir taka ekki mið af þessum breyt- ingum og þeim við- fangsefnum sem við sjáum fyrir okkur á næstu árum þá lenda flokkarnir upp á sker, staðna og deyja. kasta fram hugmyndum til umræðu og ætlaðist ekki til þess að flokks- þingið tæki strax beina afstöðu til þeirra. Þessar hugmyndir mínar 1996 voni hins vegar til umfjöllunar á flokksþinginu sl. haust. Þegar ég var að ræða um Evr- ópusambandið á síðasta flokksþingi var ég að tala um þau mikilvægu verkefni sem bíða íslendinga í upp- hafi nýrrar aldar. Ég var einfald- lega að benda á að það yrði ekki komist hjá því að fjalla meira um samskipti íslands og ESB. Ég taldi það skyldu mína sem utanríkisráð- herra að setja fram mínar hugleið- ingar um það mál. Ég tel að það sé verkefni forystumanna flokka að setja fram hugmyndir og kasta þeim fram til umræðu innan flokk- anna og á vettvangi þjóðmálanna. Ég er ekki í neinum vafa um að það sem ég sagði á flokksþinginu á eftir að verða til umræðu bæði í Fram- sóknarflokknum og í öðrum flokk- uraá næstu árum. Ég fékk ágætar viðtökur 4 flokksþinginu, en ég geri mér grein fyrh’ því að í Framsóknarflokknum vilja menn fara fram af varkárni í þessum málum og ég er þeirrar skoðunar að þjóðin vilji það al- mennt. Það leysir mig og aðra hins vegar ekki undan þeirri ábyrgð að reyna að sjá fram í tímann og búa okkur undir það hvernig skuli brugðist við. Við ráðum því ekki hvað aðrar þjóðir gera. En það er alveg ljóst að afstaða þjóða eins og Noregs og Sviss og allra þeirra þjóða sem eru að ganga inn í Evr- ópusambandið hefur áhrif á stöðu okkar, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Það hlýtur að vera skylda þeirra manna, sem eru kosn- ir til forystu í þjóðfélaginu, að reyna að sjá þessa stöðu fyrir og leita leiða til að bregðast við henni.“ Er ekki að benda á óraunsæja leið Þú sem formaður Framsóknai’- flokksins gengur lengra í þessu efni en forystumenn annarra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn ítrekaði á landsfundi andstöðu við aðild að ESB og forystumenn Samfylking- arinnar hafa heldur verið að draga í land hvað varðar aðild. „Ég tel að á margan hátt sé Framsóknarflokkurinn á undan öðrum í þessu efni enda hef ég betri aðstöðu en margur annar til að gera mér grein fyrir þeim straumum sem eiga sér stað í þessum málum. Það hefur auðvitað áhrif á það sem ég segi. Framsóknarflokkurinn hefur verið að breytast og er að breytast. Hann á að breytast. Þjóðfélagið er að taka miklum breytingum og al- þjóðasamfélagið er að taka miklum umskiptum og það hlýtur að hafa áhrif á flokkana. Ef þeir taka ekki mið af þessum breytingum og þeim viðfangsefnum sem við sjáum fyrir okkur á næstu árum þá lenda flokk- arnir upp á sker, staðna og deyja. Flokki eins og Alþýðubandalag- inu tókst aldrei að taka mið af breyttum aðstæðum í öryggis- og varnarmálum þrátt fyrir margar til- raunir. Hörðustu kommúnistaflokk- ar Austur-Evrópu voru langt á und- an alþýðubandalagsmönnum í þess- um efnum. Það er ekkert annað sem gerist með svona flokka en að þeir bara deyja drottni sínum og það þýðir ekkert fyrir menn að reyna að halda lífi í þeim. Ég er sannfærður um að það mun styrkja Framsóknarflokkinn til langframa að vera opinn fyrir nýj- um straumum og nýjum aðstæðum með það fyrir augum að styrkja stöðu íslensks samfélags og gera þannig sitt til að koma því í fremstu röð meðal þjóða. Við erum nú mæld sem fimmta mesta velferðarríki í heiminum og við höfum alla burði til að komast ofar á þann lista, en við gerum það ekki nema við séum til- búnin til að meta stöðu okkar og horfast í augu við ný viðfangsefni." Björn Bjarnason menntamálaráð- herra sagði í ræðu á fundi í Stykkis- hólmi í vetur að það bæri vott um óskhyggju þegar stjórnmálamenn teldu að ísland gæti fengið aðild að Evrópusambandinu án þess að gangast í einu og öllu undir fisk- veiðistefnu sambandsins. „Ég hef aldrei verið sérstaklega orðaður við draumhyggju á lífsleið- inni. Ég hef kannski fremur verið ásakaður fyrir það að ég væri of- mikill raunsæissinni og væri of jarð- bundinn. Það er alveg ljóst að sam- skipti okkar við Evi’ópusambandið í framtíðinni er úrlausnarefni sem skiptir ekki bara máli fyrir okkur heldur jafnframt Evrópusambandið sjálft. Éf Norðmenn og Sviss fara þarna inn og það á að reka EES- samninginn með sama hætti og gert er í dag með okkur og Lichtenstein innanborðs, þá er mér það fullkom- lega ljóst eins og öllum öðrum sem hugsa málið, að það er ekki hægt. Það verður að finna nýja leið. Fyrii’ nokkrum dögum ræddi ég um þetta mál við lögmann Færey- inga í síma vegna þess að við höfð- um rætt þetta áður og það voru blaðamenn að spyrja hann um mál- ið. Færeyingar eru afar áhugasamir um að vinna með Islendingum í þessum málum og telja að það geti styrkt stöðu Færeyja á sama tíma og þeir eru að óska eftir meira sjálf- stæði. Ég hef jafnframt rætt þetta mál við Dani og þeir era áhugasamir að vinna að þessum hugmyndum með okkur. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er ekki einfalt, en það þýðir ekkert að útiloka allt fyr- irfram og loka sig inni í skáp. Ég færi ekki af stað með þetta nema ég héldi að það kynnu að vera þarna möguleikar sem við ættum að skoða. Ég hef ekkert fullyrt um það hvern- ig það getur endað. Ég tel a.m.k. að þetta geti þó hjálpað okkur til að meta stöðu okkar af fullu raunsæi. Á því þurfum við að halda.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.