Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Erfítt að spá um útkomu fínnsku þingkosninganna í dag Skattalækkun og kjara- mál helstu kosningamálin , Reuters HOPUR finnskra bænda stóðu fyrir aðgerðum fyrir utan stjórnarskrifstofur í Helsinki í febrúar sl., þar sem þeir mótmæltu tillögum Evrópusambandsins (ESB) um niðurskurð á bótum til bænda. Kveiktu þeir í heybögg- um til að undirstrika kröfur sínar um að fallið verði frá tillögum ESB. Á skiltinu stendur „Munið loforð ykkar“. Skattalækkanir og öryggi einstaklinga á vinnumarkaðinum virð- ast helstu deilumálin þegar lokaspretturinn hefst í kosningabarátt- unni í Finnlandi, skrifar Lars Lundsten, frétta- rítarí Morgunblaðsins í Helsinki. Finnar kjósa nýtt þjóðþing í dag. skoðanakönnun sem birtist á miðvikudaginn er gert ráð fyrir því að enginn flokkur muni Sigra í finnsku þingkosningunum í dag. Prír helstu flokkarnir eru með álíka mikið fylgi og munu saman fá um tvo þriðju af þingsæt- unum. Kosningabaráttan hefur verið heldur daufleg og leiðtogar allra flokkanna vita sem er, að þeir muni þurfa að starfa með einhverj- um hinna að kosningum loknum. Núverandi samsteypustjórn er skipuð hægrimönnum, jafnaðar- mönnum, vinstrisósíalistum, græn- ingjum og fulltrúum sænska minnihlutans. Pegar lokaspretturinn hófst í þessari viku skýrðust línurnar kannski dálítið því að þrátt fyrir hugmyndafræðilegan mun á Jafn- aðarmannaflokknum og Hægri- flokknum, virðast þeir jafnaðar- maðurinn Paavo Lipponen forsæt- isráðherra: og hægrimaðurinn Sauli NiinistÖ fjármálaráðherra vera ánægðir með samstarfíð. Núverandi stjórnarflokkar virð- ast ákveðnir í að kveða niður til- lögu Miðflokksins um nýskipan í vinnumarkaðsmálum og vinstri- flokkarnir gagnrýna Miðflokkinn fyrir að ráðast á stéttarfélögin. Hægrimenn segja einfaldlega að tillagan sé óskýr og ruglingsleg. Það sem skiptir sköpum í þessu sambandi er að helstu launþega- samtökin hafa tekið mjög harða af- stöðu gegn tillögu miðflokksmanna en í henni er meðal annars gert ráð fyrir samningum á hverjum vinnustað fyrir sig. Esko Aho, formaður Miðflokks- ins, átti í mörgum deilum við laun- þegasamtökin í stjórnartíð sinni á árunum 1991-1995 en jafnaðar- menn hafa hins vegar alltaf átt hauk í horni þar sem stéttarfélögin eru. Lækkun skatta kemur til greina Nærri því allir flokkar vilja lækka skattana en á hinn bóginn hefur verið deilt um hvernig fara eigi að því. Einnig hefur það vafist fyrir mönnum að segja fyrir um af- leiðingar hugsanlegrar skatta- lækkunar. Á þessum áratug hafa atvinnuleysi og hækkandi meðal- aldur valdið því að hlutfall vinn- andi manna af heildaríbúatölu hef- ur minnkað verulega. Nú er aðeins tæpur helmingur landsmanna úti á vinnumarkaði en til að tryggja fé- lagslegt öryggi aldraðra og barna þyrfti því í raun að auka tekjur ríkisins. Hins vegar er skatthlut- fall í Finnlandi nú þegar hærra en í flestum öðrum ríkjum. Pað eru helst Svíar og Hollendingar, sem borga hærri skatta en Finnar. Vinstrimenn vilja hækka skatta á fjármagnstekjum en núverandi skattur er 28 prósent. Vilja þeir hækka hann upp í 30% en hægri- menn benda hins vegar á að hóf- legur skattur á fjármagnstekjur hefur valdið því að fyrirtæki kjósa að fjárfesta í Finnlandi fremur en til dæmis í Svíþjóð. Undanfarin ár hafa þó nokkur sænsk og finnsk stórfyrirtæki runnið saman og. í öllum tilvikum hefur lögheimili hins nýja fyrirtækis orðið í Finn- landi. Um launaskattinn er einnig deilt og virðast flestir flokkar styðja einhverja hugmynd um lækkun hans. Hins vegar eru menn ósam- mála um þáð hverjir eigi að njóta hennar. Vinstrimenn vilja aðeins lækka launaskatt láglaunafólksins en hægrimenn telja rétt að lækka skatta allra launþega. Þá eru menn ekki á einu máli um áhrif lækkun- arinnar. Á hægra kantinum er talið, að hún muni efla tekjustofna ríkisins og aðrir segja, að lægi'i skattar geti örvað atvinnulífið og minnkað atvinnuleysið. Jafn sterkir flokkar, jafn sterkir formenn Kosningarnar í dag snúast helst um það hver flokksformannanna þriggja verði næsti forsætisráð- herra. Sauli Niinistö fjármálaráð- herra er vinsælastur sem næsti forsætisráðherra. Paavo Lipponen. núverandi forsætisráðherra, er formaður Jafnaðarmannaflokksins en flokkurinn tapar líklega fylgi um fimm prósentustigum frá síð- ustu kosningum. Esko Aho, for- maður Miðflokksins, er samkvæmt skoðanakönnunum einnig talinn líklegur til að geta staðið sig vel í embættinu en hans vandamál er að samsteypa krata og hægrimanna virðist standa á mjög traustum grunni. Hægi'iflokkurinn hefur nú setið samfellt í stjóm síðan 1987 og hefur fylgi hans aukist stöðugt þrátt fyrir kreppu og niðurskurð í ríkisfjármál- um. Miðflokkurinn og Jafnaðar- mannaflokkurinn hafa ýmist verið með forsætisráðherra eða lent í stjórnarandstöðu á þessum tólf ár- um. I tveim síðustu kosningunum hefur stjórnarandstöðuflokknum tekist að vinna stórsigur. Árið 1991 sigraði Miðflokkurinn með yfirburð- um. Fyrir fjórum árum sigruðu jafnaðai-menn og fengu rúmlega 28 prósenta fylgi. Það þykir þess vegna eftirtektarvert, að stuðningur við Miðflokkinn skuli ekki hafa vax- ið mikið á þeim fjórum árum sem hann hefur verið í stjórnarandstöðu. Finnska flokka- kerfíð skiptist í þrennt Ilclsinki. Morgunblaðið. Flokkakerfi Finna er nokkuð frábragðið því sem menn þekkja frá öðram Norðurlönd- um. Helsti munurinn er sá, að enginn einn flokkur hefur haft yfirburðastöðu eins og Sjálf- stæðisflokkurinn á íslandi eða jafnaðarmannaflokkar á hin- um Norðurlöndunum. Stóru flokkarnir með 20-30% fylgi Það má skipta flokkakerfi Finna í þrjá riðla. Stóra flokk- arnir fá yfirleitt milli 20 og 30 prósent af atkvæðum. Meðal- stói'u flokkarnir geta fengið um 10 prósent en smáflokk- amir aðeins nokkur prósent. Dæmigert fyrir smáflokkana er að þeir eru sjaldan langlífir. Stóru flokkamir eru þrír, þ.e. Jafnaðarmannaflokkur- inn, Miðflokkurinn og Hægi’i- flokkurinn. Á meðan Sovétríkin voru og hétu töldust einnig kommún- istar til þessa hóps. Nú efii arftakar kommúnista kallaðir Vinstrabandalagið. Þeir njóta u.þ.b. 10 prósenta stuðnings enda flökkast þéir í miðriðil- inn. Græningjar hafa fengið að- eins lakari tölur en vinstri- menn en vandamál þeirra hef- ur verið að stuðningsmenn þeirra hafa oft sleppt því að kjósa. Oft mælist stuðningur græningia hátt í tíu prósent í skoðanakönnunum en þegar til kastanna kemur tekst þeim illa að fá sitt fólk á kjörstað. Smáflokkar koma og fara '•aj'": Tála smáflokkanna er sífellt að breytast. Þeii- klofna úr stærri flokkum eða komast á þing vegna óánægju ákveðins þjóðfélagshóps. Nú telst arf- taki Landsbyggðarflokksins, þ.e. flokkur Sannra Finna (Perassuomalaiset), til smá- flokka. Fyrir þrjátíu áram var Landsbyggðarflokkurinn mik- ilvægur mótmælaflokkur og líktu menn gjarnan Veikko Vennamo, formanni flokksins, við Mogens Glistrap. Flokkur með sérstöðu Sænski þjóðarflokkurinn er að mörgu leyti flokkur út af fyrir sig. Hann hefur stöðugt 5-6 prósenta fylgi enda er markmið hans að tryggja kjör sænskumælandi Finna. FerðahandbéBfín 1999 os 9000 Finnar kjósa um menn en ekki flokka Lykill að góðu ferðalagi, sem nýtist þér vel og kynnir þér ný frábær ferðatækifæri á góðu verði, t.d. allt utn siglingar. Mundu 28» mars - heimsent til þín með MORGUNBLAÐINU* FERÐASKRIFSTOFAN PlWVtl HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Austurstrati 17, 4. hæð 101 Reykjawík. sími 56 20 400, lax 562 6564 Helsinki. Morgunblaðiö. í FINNLANDI kjósa menn ekki flokkslista. Kjósandinn greiðir einum ákveðnum frambjóðanda atkvæði sitt og sá, sem fær flest atkvæði á si'num flokks- lista, lendir svo efst á listanum. Kosningakerfíð flnnska hefur valdið því, að allir flokkar keppast um að hafa sem flestar stjörnur á sinum snærum. Flokkurinn reiknar með því að fegurðardísir, tónlistarfólk og leikarar höfði til þeirra sem hafa takinarkaðan áhuga á pólitík. Það er heildaratkvæðafjöldi hvers lista sem ræður úrslituin varðandi tölu þingmanna. Því verða flokkarnir að vera dug- legir við smölunina og stjörn- unum er ætlað að ná til lausa- fylgisins. Alvöru stjórnmála- mennirnir reikna með því að komast í efstu sætin á sínum lista en geta samt hagnast á vinsældum stjarnanna, sem tekst raunar stundum að kom- ast á þing þótt þær viti varla sjálfar hvaða erindi þær eigi þangað. í kosningunum í dag reynir Miðflokkurinn að nema land í höfuðborginni með því að bjóða fram Esko Aho, formann flokksins. Vonast miðflokks- menn til að fá tvö þingsæti í mikilvægasta kjördæminu en þar hafa þeir aldrei fengið nema einn mann kjörinn. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.