Morgunblaðið - 21.03.1999, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 21.03.1999, Qupperneq 58
,58 SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Óskarsverðlaunin afhent í nótt Eins og harð- vítugar for- setakosningar AFHENDING Óskarsverðlaun- anna fer fram í nótt í Los Angeles og öfugt við afhendinguna í fyrra, þegar Titanic vann til ellefu verð- iauna og jafnaði met stórmyndar- innar Ben Húr, er mjög á reiki hvað -"S á eftir að koma upp úr umslögunum. „Maður getur ekki verið örugg- ur með neinar spár á þessu ári,“ segir Ric- hard Schickel, gagnrýn- andi Times Magazine. Keppnin er sannar- lega hörð í öllum helstu flokkum, allt frá bestu mynd niður í besta leik í aukahlutverki. Vissu- lega eru nokkrar mynd- ir sigurstranglegri en aðrar og verður þá að nefna Björgun óbreytts Ryans úr smiðju Spiel- bergs og Shakespeare ^ ástfanginn. ítalska myndin Lífið er fallegt þykir sigurstranglegust í flokki erlendra mynda en gæti allt eins verið valin besta myndin líka. Svo má ekki gleyma myndunum Elísabetu og stríðsmyndinni Hár- fínni línu frá Terrence Malick. Fjárfrek auglýsinga- herferð Miramax Films, sem dreifir Shakespeare ástfóngn- um og Lífið er fallegt, hefur aukið enn á óviss- una. Var henni ætlað að tryggja að báðar mynd- imar vektu athygli og varð hún til þess að framleiðendur Björgunar óbreytts Ryans lögðu einnig út í kostnaðarsama kynningarherferð. Báðir reyndu að höfða til 5.557 með- lima kvikmyndaakademíunnar og var öllum meðulum beitt svo minnti stundum á harðvítugar forsetakosn- ingar. Auglýsingabaráttan hefur faríð í taugarnar á sumum áhrifamönnum í Hollywood og framleiðendum myndanna sem keppa í sama flokki. „Eg hefði getað verið án þess [að horfa upp á þetta]“ segir framleið- andi annarrar þeirra í samtali við Reuters, en hann vildi halda nafni sínu leyndu. Og fyrir utan kapp- hlaupið um verðlaunin fyrir bestu myndina er barist á öllum vígstöðv- um Óskarsins. Tom Hanks, sem tvisvar hefur unnið til Óskarsverðlauna, etur kappi við ítalska spéfuglinn Roberto Benigni, sem þykir skemmtileg blanda af Chai’lie Chaplin og Woody Allen. Nick Nol- te hefur verið lítt áber- andi undanfarin ár en stígur nú fram í sviðs- ljósið í Affliction og helsti núlifandi sviðs- leikari Breta, Sir Ian McKellen, gæti orðið fyrsti opinberlega sam- kynhneigði leikarinn til að vinna Óskarinn fyrir að leika samkynhneigða persónu. Hann fer með hlutverk leikstjórans James Whale í mynd- inni Guðum og skrímsl- um en framleiðandi og leikstjóri myndarinnar eru einnig samkyn- hneigðir. Líklegt er að Óskar- inn fyrir bestan leik í aðalhlutverki komi í hlut banda- rísku leikkonunnar Gwyneth Pal- trow úr Shakespeare ástföngnum eða áströlsku leikkonunnar Cate Blanchett úr Elísabetu. Kvik- myndaakademían gæti þó einnig farið þá leið að heiðra brasilísku leikkonuna Fernöndu Montenegro fyrir frammistöðu hennar í Central Station og glatt hjörtu heillar þjóð- HÉR sést frátekið sæti fyrir Tom Hanks í hátiðar salnum. GWYNETH Pal- trow er tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki. FÓLK í FRÉTTUM HIN ástralska Cate Blanchett lék í Elizabeth og keppir við Gwyneth Paltrow um Óskarinn. ÍTALSKA kvikmyndin Lífið er fallegt þykir sigur- strangleg í flokki erlendra mynda. ar þar sem efnahagurinn er bágur og þjóðaríþróttin, knattspyrnan, hefur ekki staðið undir væntingum. Montenegro, sem er 69 ára, segist ekki búast við kraftaverki jafnvel þótt keppinautar hennar líti á Óskarinn sem nýja útgáfu af heims- meistarakeppninni. „Eg er ekki ung, ekki falleg, ekki spennandi," segir hún og bætir við: „Ég býst ekki við að vinna.“ Breska leikkonan Emily Watson er einnig tilnefnd fyrir að leika sellóleikarann Jacqueline du Pre í Hilary og Jackie og Meryl Streep fyrir að leika dauðvona móð- ur í One Sure Thing. En það verður ekki aðeins spenn- andi að fylgjast með verðlaunaveit- ingum fyrir frammistöðuna á liðnu ári; hvað á eftir að gerast þegar leikstjórinn umdeildi Elia Kazan stígur á svið til þess að taka við heiðursóskarnum fyrir æviframlag sitt til kvikmynda. Eiga áhorfendur eftir að sitja sem fastast í sætum sínum og sleppa því að klappa fyrir honum eða eiga þeir eftir að fyrir- gefa honum atburðina sem gerðust fyrir 47 árum þegar hann ljóstraði upp nöfnum félaga sinna frammi fyrir nefnd sem ætlað var að hafa uppi á kommúnistum og gera þá út- læga frá Hollywood. Eiga þeir eftir að líta framhjá þessu og hylla hann fyrir stóiwirki á borð við On the Waterfront, A Streetcar Named Desire og East of Eden? Allt ræðst þetta í nótt þegar Ósk- ar frændi kemur í heimsókn. Wayne og Hepburn leikarar aldarinnar Björgun óbreytts Ryans þykir sigurstranglegust BJÖRGUN óbreytts Ryans er lík- legust til að hreppa Óskarinn ef marka má skoðanakönnun sem gerð var fyrir Reuter og birt í vikunni. Flestir voru á því að Tom Hanks ynni óskarinn fyrir bestan leik í aðalhlut- verki og Meryl Streep yrði val- in besta leik- kona í aðalhlut- verki fyrir frammistöðu sína sem dauð- vona móðir í One True Thing. Einnig kom fram í könnuninni að Jolin Way- ne og Katherine Hepburn eru álitin mestu leikarar aldarinnar vestanhafs. Björgun óbreytts Ryans var valin líklegust til að hreppa Óskarinn af 36,7% aðspurðra og í kjölfarið fylgdi Shakespeare ást- fanginn með 10,2%. Gagnrýnend- ur hallast flestir að því að Björg- un óbreytts Ryans hreppi Óskar- inn en deildar meiningar eru um hvort Hanks eða Streep bæti nýrri styttu í safnið, en bæði hafa þau unnið tvisvar áður. 50,3% voru á því að Hanks fengi Óskarinn og á eftir honum fylgdi Nick Nol- te úr Affliction með 8,3%. Streep fékk 33,2% atkvæða og Gwyneth Paltrow varð í öðru sæti með 15,3%. John Wayne var í efsta sæti yf- ir bestu leikara aldarinnar. Hann var valinn af 10% aðspurðra. f öðru sæti varð James Stewart með 5,9% og Paul Newman hafn- aði í þriðja sæti með 4,5%. Á hæla þeirra fylgdu Tom Hanks og Harrison Ford með 4,4% hvor. Clark Gable og Mel Gibson voru í 6. og 7. sæti og Robert di Niro í því áttunda með 2,8%. Hepburn, sem lék í kvikmynd- um í hátt í sjö áratugi, var valin besta leikkona aldarinnar af 12,2% aðspurðra. Meryl Streep varð í öðru sæti með 9,4% og voru þessar tvær leikkonur í sér- flokki. Bette Davis var í þriðja með 3,6% og Elizabeth Taylor í því fjórða með 3,5%. Julia Ro- berts var í fimmta sæti með 3,1%, Meg Ryan í sjötta sæti með 2,7%, Demi Moore í sjöunda sæti með 2,3% og loks var Audrey Hepburn í áttunda sæti með 2,1%. John Wayne Fyrsta heildarútgáfan á verkum Jóhanns Sebastian Bach Nú stendur jyrír dyrum eitt mesta þrekvirki í sögu tónlistarútgáfu. Öll verkJóhannsSebastian Bach, rúmlega 7700, verða núgefin í fyrsta sinn út í heild sinni. Verkefnið er sameiginlegt átak þýska útgáfúfélagsins Hánsslerog alþjóðlegu Bach akademíunnar í Stuttgart. Alls verða gefnir út 769 diskar sem koma munu út reglulega til loka ársins 2000, sem einmitt markar dánarafmæli Bachs 0 685 -7750) Þeir sem gerast áskrifendur að heildarútgáfunni fyrir 3. apríl gœtu dottið í lukkupottinn. Þann dag eiga 12 Tónar eins árs afmœli og mun nafn eins áskrifenda dregið út í beinni útsendingu á Klassík fm 100,7. ^)(jassí& Hann hlýtur heildarútgáfuna sér að kostnaðarlausu. Hægt er að eignast heildarútgáfuna á ótrúlegu tilboðsverði. Hafið samband og fáið sendan ókeypis kynningardisk ásamt öllum nánari upplýsingum. 12 Tónar á horni Barónsstígs og Grettisgötu Sími511-5656 12tonar@islandia.is: ídag er feedingardagur Jóbannó Sebaótian Bœh, 21. maró. Fyrlr 5-12 og 13-171 ára. Ra3a3 i hópa eftlr aldtí, mest 5 i hóp. Námskeiðið er 1. klsl., einu sinni í viku í 8 vikur og fer fram í Félagsmiðslöðinni Tónabas. Fyrsta námskeiðið hefst 29. mars. Skráning í sima S65 4464 og 897 7922. Allir fara a skrá hjá okkur og munum við velja nemendut í vœntanleg verkefni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.