Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ____________________________________l'ÞRÓTTIR___________________________________ Aron Kristjánsson hefur slegið í gegn á fyrsta ári sínu með danska liðinu Skjern Morgunblaðið/Gísli Hjaltason ARON Kristjánsson er hér kominn inn á línuna og skorar gegn Ungverjum í heimsbikarkeppninni í Svíþjóð. Aðrir íslendingar á mynd- inni eru Valdimar Grímsson, Róbert Sighvatsson og Dagur Sigurðsson, sem allir leika f Þýskalandi. Viggó bervti á Handknattleiksmaðurinn Aron Kristjánsson úr Hafnarfírði lék með Haukum um árabil, en söðl- aði um sl. sumar og gerðist atvinnumaður hjá danska liðinu Skjern sem leikur nú í fyrsta sinn í efstu deild. Vel hefur gengið í vetur, Aron hefur fest sig í sessi sem einn af lykilmönnum liðsins og er fyrir vikið aftur kominn í íslenska landsliðið. Björn Ingi Hrafnsson ræddi við hann á heimsbik- armótinu í Svíþjóð í vikunni um atvinnumennsk- una og lífið í landi frænda vorra Dana. að er geysilega gaman að vera kominn aftur í landsliðið," seg- ir Aron og bætir því við að hver leikmaður hljóti ávallt að stefna að föstu sæti á meðal þeirra bestu. „Það hefur gengið ágætlega í vetur og fyrir vikið fæ ég kærkomið tækiæri. Nú er undir mér komið að nýta þetta og festa mig í sessi sem landsliðsmaður Islands í hand- knattleik. Það er ekkert auðvelt, enda fjölmargir góðir leikmenn að berjast um fáar stöður. En ég hef trá á mér og vona auðvitað það besta,“ bætir leikmaðurinn við, en hann var í landsliðshópi Þorbjöms Jenssonar í landsleikjunum gegn Frökkum og Ungverjum á heims- bikarmótinu, fékk að spreyta sig undir lokin í seinni leiknum og skorað m.a. eitt mark. I æfingaleik á fóstudag gegn Egyptum fékk hann einnig tækifæri og skoraði tvö mörk í góðum sigri „okkar manna“ - 29:27. Viggó benti á hann Aron segist ennþá vera mikill Haukamaður í sér, enda lék hann með liðinu í öllum yngri flokkum og hóf að leika með meistaraflokki félagsins í úrslitakeppni 1. deildar 1991. „Þetta var í fyrsta skiptið sem úrslitakeppnin var haldin og þama fékk ég fyrsta tækifærið. Eg lék svo með Haukaliðinu alla tíð eftir þetta og lauk tímabilinu 1997/8.“ Algengt er að ungir menn og konur, ekki síst í íþróttum, vilji hleypa heimdraganum og róa á önnur mið. Aron segist ekki hafa verið þar undantekning og komi hafi verið tími á tilbreytingu. „Ég held hins vegar ekki að ég hefði getað leikið með öðm liði á Islandi - til þess er ég of mikill Hauka- maður. En það blundaði í mér þrá að/komast erlendis og leika þar handknattleik - ég ætlaði að reyna fyrir mér.“ Fyrir ríflega einu ári var danska liðið Skjem ofarlega í 2. deild og frágengið að þjálfarinn Anders Dahl Nielsen tæki við þjálfun liðs- ins fyrir næstu leiktíð. Nielsen er Islendingum að góðu kunnur, hann þjálfaði m.a. KR hér á landi og danska landsliðið, og hann var ákveðinn í að styrkja liðið. I því augnamiði hafði hann samband við góðvin sinn og starfsbróður, Viggó Sigurðsson þjálfara Wuppertal í Þýskalandi, og bað hann að mæla með íslenskum leikmanni í stöðu miðjumanns og leikstjómanda. „Og Viggó benti á mig,“ segir Aron brosandi og bætir við að skilyrðið hafi einnig verið að viðkomandi leikmaður gæti leikið í vöm og skotið utan af velli. „Forráðamenn liðsins höfðu svo samband við mig og buðu mér út til Danmerkur til að kynna mér aðstæður. í þeirri ferð leist mér ágætlega á allan að- búnað hjá félaginu og ákvað því að slá til. Við sjáum alls ekki eftir því.“ islenska handboltaparið í Skjern Unnusta Arons, Hulda Bjama- dóttir, er einnig kunnur handknatt- leiksmaður - lék með hinu sterka Haukaliði um árabil. Þau fluttust saman út og búa í snoturri íbúð í miðbænum. Og leika bæði með stolti bæjarbúa - handknatt- leiksliði Skjern. „Það er mikið lán að Huldu líkar einnig vel í Danmörku, hún vinnur á leikskóla og er einnig leikmaður Skjem í kvennadeildinni. Skjem er með nokkuð sterkt lið, leikur í 2. deild og hefur verið á mikilli upp- leið,“ útskýrir Aron. Hann hefur sjálfur tækifæri til að sinna fjar- námi meðfram spilamennskunni með Skjem, á tæp tvö ár eftir í kennaranámi frá Kennaraháskóla fslands. Sérsvið hans þar em landafræði og íslenska og Aron segir dýrmætt að geta stundað námið með. „Ég var alltaf ákveðinn í að nýta þetta tækifæri. Með að- stoð nútímatölvutækni er ekkert mál að vera í námi fjarri heimahög- um og fyrir vikið get ég aflað mér menntunar og leikið sem atvinnu- maður um leið. Því verða engin vandkvæði með starfsframa þegar heim verður haldið á ný. Þetta er eitthvað sem ég hef gaman af og hef alltaf verið ákveðinn í að gera,“ segir Aron. Hann bætir því einnig við að nú- tímatölvutækni geri þeim Huldu einnig kleift að fylgjast vel með fréttum að heiman. „Upphafssíðan á Netinu hjá okkur er Iþróttavefur Morgunblaðsins og þannig getum við fylgst vel með gangi mála í handboltanum heima.“ „Helvítis kallinn!“ Þjálfarinn Anders Dahl Nielsen nýtur mikillar virðingar í Dan- mörku að sögn Arons. „Hann er enda mjög skipulagður og skemmtilegur náungi sem náð hef- ur frábærum árangri í sínu starfi. Velgengni okkar í vetur er ekki sist honum að þakka og almenningur er sér meðvitandi um það.“ Skjern hefur staðið sig geysivel í dönsku 1. deildinni á þessari leik- tíð, endaði í 2. sæti deildarinnar og var nálægt þvi að tryggja sér bik- armeistaratitilinn - tapaði í úrslita- leik eftir framlengingu. „Þetta er þeim mun merkilegra þar sem liðið komst eiginlega fyrir slysni upp í 1. deild eftir að hafa lent í 3. sæti 2. deildar veturinn áður. Hefð er fyrir úrslitakeppni liðanna sem lenda í 3. og 4. sæti 2. deildar gegn þeim tveimur liðum sem næst eru fall- sætunum í efstu deild og sl. vor gerðist það að bæði liðin úr 2. deild komust áfram. Það var því skipt um fjögur lið í efstu deild á einu bretti,“ segir Aron og sýtir greini- lega ekki þá niðurstöðu sem von- legt er. „Þjálfarinn bregður oft á leik á æfingum og sýnir þá að hann kann ennþá nokkur orð í íslensku," segir Aron. „Hann segir mér á íslensku hvert ég eigi að fara og stendur svo svaka stoltur eftir. Hann rifjar oft upp veru sína hér á landi með bros á vör og segist aldrei gleyma því nafni sem leikmenn gáfu honum og nefndu hann einatt.“ Og hvaða nafn er það? - „Helvít- is kallinn,“ svarar Aron og hlær. „Nielsen segist ekki hafa heitið annað hér á landi.“ Ætlum alla leið Úrslitakeppni dönsku deildar- innar hefst nú á laugardag og Skjern mun þar etja kappi við ekki ómerkara lið en Esbjerg - liðið sem lék til úrslita um Danmerkur- meistaratitilinn sl. vor. „Það verð- ur eflaust geysilega erfitt, en við erum bjartsýnir á gott gengi og ætlum auðvitað alla leið. Við höfum nú þegar gert meira en nokkur bjartsýnasti stuðningsmaður þorði að vona og hvers vegna ættum við því ekki að geta haldið áfram á sig- urbraut?" Eitt ár er eftir af samningi Ai-ons við danska liðið og forráða- menn þess hafa fyrir löngu byrjað að leggja drögin að nýjum samn- ingi. „Ég hef ekki viljað skrifa undir framlenginu enn, því við er- um ekki viss um hvað við viljum og engin ástæða er til að flýta sér í þessum efnum. Fyrst er að sjá hvernig liðinu gengur í úrslita- keppninni og eftir það er mikil- vægt að bestu mennirnir haldi áfram með liðinu - hverfi ekki allir á braut. Nú þegar er einmitt ljóst að landsliðsmaðurinn Claus Jac- obsen er á förum í atvinnu- mennsku og á móti mun koma markvörðurinn Sören Gotfredsen úr atvinnumennsku með liði á Kanaríeyjum, en hann var lengi markvörður Kolding. Það er því útlit fyrir einhverjar breytingar og ég vil sjá hvernig málin þró- ast.“ En væri ekki lag að styrkja liðið með íslenskum leikmönnum? - Jú, og það hefur komið til tals innan félagsins. Alls ekkert er úti- lokað í þeim efnum, en dönsk lið hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að hafa marga atvinnumenn á sín- um snærum. Hér er í gildu sú regla að allir leikmenn bera eitthvað úr býtum og hljóta þar að auki sinn skerf að bónusum þegar vel geng- ur. Vissulega fá betri leikmennirnir meira, en þetta er þó afar sann- gjamt fyrirkomulag," segir Aron. Mikið hefur verið rætt og ritað um launakjör íþróttamanna. Safn- ar Aron fúlgum fjár í landi Baun- anna? „Nei, svarar hann. En ég kvarta heldur alls ekki. Við höfum það mjög gott,“ og þar með er það út- rætt. Margir handknattleiksmanna þjóðarinnar hafa flust til Þýska- lands, þar sem virðist vera mest að gerast í handknattleik í dag. Meðal þeirra er stórskyttan Ólafur Stef- ánsson, en hann var einmitt her- mig bergisfélagi Arons á Hótel Winn í Gautaborg meðan á heimsbikar- mótinu stóð. „Vissulega væri mjög gaman að fá tækifæri til að leika í Þýskalandi," segir Aron og bætir við að strák- amir í landsliðinu hafi sagt sér af lífinu í Þýskalandi. „Því er ekkert að leyna að hugurinn stefnir þang- að - ég læt mig dreyma um að leika í Þýskalandi. Mér líður afar vel í Skjem og gengur flest í hag þessa dagana, er m.a. komið í landsliðið. En þá er einmitt mikil- vægt að halda áfram og vaxa þannig og dafna sem íþróttamað- ur.“ Verðum að komast á EM Aron er aftur kominn í landsliðið eftir nokkurt hlé og gengi þess var fremur misjafnt á heimsbikarmót- inu. Góður leikur en naumt tap gegn gestgjöfum Svía, þá stórskell- ur gegn frísku liði Frakka og loks frábær hefndarsigur á liði Ung- verja, sem stóð m.a. fyrir því að við náðum ekki að leika um verðlauna- peninga á HM í Kumamoto 1997 og verðum ekki á meðal keppnisþjóða á HM í Egyptalandi nú í sumar. „Það er gaman að taka þátt í bar- áttunni með landsliðinu og leikirnir á heimsbikarmótinu voru mikil- vægur þáttur í undirbúningnum fyrir átökin í vor,“ segir hann. Is- land mun þá etja kappi við landslið Sviss og Kýpur í forkeppni um sæti í úrslitakeppni EM sem haldin verður næsta sumar. „Það fer ekkert á milli mála að þessir landsleikir eru gríðarlega mikilvægir og hreinlega verða að vinnast. Mér finnst allir leikmenn gera sér grein fyrir þessu og við eigum að vinna Kýpur örugglega. Þá eru eftir tvær erfiðar viðureign- ir gegn Sviss, heima og heiman og mikilvægt er að eiga heimaleikinn fyrst. íslenska landsliðið er að mínu mati sterkara en Sviss og þess vegna vil ég leyfa mér að vera bjartsýnn fyrir þessar erfiðu og mikilvægu viðureignir. En þetta verður allt annað en auðvelt," bæt- ir Aron við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.