Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 43, + Dr. Gústa Ingí- björg Sigurðar- dóttir prófessor, fæddist í Reykjavík 10. janúar 1934. Hún lést á sjúkra- húsi í Montpellier 19. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Hall- fríður Þorkelsdóttir kennari, f. á Bfldu- dal 9. nóv. 1908, d. 19. jan. 1993, og Sigurður Runólfs- son kennari, f. í Böðvarsdal í Vopna- firði 1. ágúst 1908, d. 7. aprfl 1997. Gústa var elst þriggja systkina en þau eru auk hennar: 1) Þórólfur Sverrir arkitekt, f. 5. febrúar 1939, starfsmaður hjá menntamáladeild Alþjóðabank- ans í Washington, maki Veron- ica Li, liagfræðingur, f. 1951; fyrri eiginkona Þórólfs var Monica Maria Hagg, viðskipta- fræðingur, f. 1940, og eiga þau tvö börn; 2) Kristján Hrafn, f. 30. ágúst 1945, maki Hulda Snorradóttir, f. 26. sept. 1944, og eiga þau ijögur börn. Gústa tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1953 og varð BA í ensku og frönsku frá Háskóla íslands 1955. Hún varði fyrri doktors- ritgerð sína í frönskudeild Há- skólans í Montpellier í júní 1964 og nefndist hún „Umljöllun um franskt læknamál 1478-1555“. Seinni doktorsritgerð sína, „Kristilegur orðaforði í forn- norrænu máli“, varði hún svo Mig langar að minnast Gústu, frænku minnar, sem búið hefur í Frakklandi á fimmta áratug og hvílir nú í franskri mold. Utför hennar fór fram í Montpellier mánudaginn 22. febrúar. Gústa var fædd og uppalin í Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Hallfríður Þorkelsdóttir, f. 9.11.1908, d. 19.1. 1993 og Sigurð- ur Runólfssson, f. 1.8. 1908, d. 7.4. 1997. Gústa var elst þriggja systk- ina en bræður hennar eru Þórólf- ur Sverrir, búsettur í Washington, og Kristján Hrafn, búsettur í Reykjavík. Barnsskónum sleit mín prúða frænka í Tjarnargötunni innan um sæg drengja því auk bræðra hennar áttu þar heima fjórir frændur hennar, allir yngri en hún. Það var því líf og fjör í því húsi, en ekkert held ég að hafi haggað rósemi Gústu. Ég kynntist henni fyrst er fjölskylda mín flutt- ist til Reykjavíkur haustið 1947 og þó ekki náið fyrr en á mennta- skólaárum okkar 1949-53 en þar vorum við bekkjarsystur. Gústa var mikil námsmann- eskja, samviskusöm og iðin. Engu tækifæri var sleppt til að innbyrða hvern þann fróðleik sem í boði var. Skólann yfirgaf hún heldur ekki bara með hvítu húfuna og prófskírteinið, heldur líka fangið fullt af verðlaunum. Einkar létt var Gústu að læra tungumál og síðsumars árið 1955 hélt hún til framhaldsnáms í Frakklandi. Leið hennar lá fyrst til Montpellier og ekki bara fyrst heldur líka síðast því að þar festi hún rætur sem entust til æviloka. Hún hóf fram- haldsnám við L’Université d’Montpellier og eins og oft vill verða með afburða nemendur þá sáu foiráðamenn háskólans fljótt að þessum nemanda vildu þeir halda til starfa innan skólans. Gústa var því brátt ekki aðeins nemandi heldur einnig kennari þar. Sína fyrri doktorsritgerð varði hún árið 1964 og þá síðari árið 1975. Stöðu prófessors við skólann fékk hún árið 1977. Eins og vonlegt var fækkaði fljótt ferðum hennar hingað heim og að lokum kom hún vart nema með margra ára millibili. Sumar- við germönskudeild Háskólans í París í nóvember 1975. Gústa Ingibjörg dvaldist í Frakk- Iandi frá því 1955. Hún kenndi erlend- um stúdentum frönsku við frönsku- deild fyrir útlend- inga í Háskólanum í Montpellier 1960-1973. Hún var lektor í þýzku við Háskólann í Mont- pellier frá 1963, for- stöðumaður og skipuleggjandi þýzkudeildar- innar þar 1971-1985 og aftur frá 1988 til dauðadags. Hún hafði yfirumsjón með kennslu skólann 1978-1983. Gústa var skipuð prófessor árið 1977 og var kjörin varaforseti Háskól- ans skólaárið 1981-1982. Gústa tók virkan þátt í störfúm fjöl- margra nefnda á sviði málvís- inda og háskólafræðslu við Há- skólann í Montpellier og víðar í Frakklandi, hélt fyrirlestra bæði þarlendis og erlendis og skrifaði greinar í frönsk og er- lend fræðirit um vísindastörf sín, þ. á m. um íslenskt lækna- mál á miðöldum og stöðu kvenna í germönskum og nor- rænum bókmenntum á miðöld- um, svo fátt eitt sé nefnt. Gústa hlaut frönsku menningarverð- launin „Midi Libre“ í nóvember 1964. Útför Gústu Ingibjargar fór fram í Montpellier hinn 22. febr- úar. leyfin fóru í að halda fyrirlestra hér og hvar og afla meiri fróðleiks að miðla til annarra. Kennsla og fræðistörf hvers konar urðu henni eitt og allt. Þeim vettvangi helgaði hún alla sína krafta. Ekki gegndi hún bara stöðu prófessors við Paul Valery-háskólann heldur var hún fyrsta konan sem skipuð var í stöðu varaforseta við franskan há- skóla, en þeirri stöðu gegndi hún 1981-1982. Hlutverk eiginkonu og móður var hvergi skráð í hennar lífsbók en hún eignaðist brátt trausta og góða vini þarna suður- frá, „sem voru hennar fjölskylda", eins og hún orðaði það. Traustir vinir reyndust þau líka til hinstu stundar. Samskipti okkar frænkna urðu ærið slitrótt eftir að hún hóf nám sitt í Montpellier, en haustið 1997 varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að dvelja á heimili hennar um stund ásamt yngri bróður hennar, mágkonu og dóttur. Aufúsugestir vorum við öll svo ekki varð um villst og vikurnar tvær fljótar að líða við ástúð og umhyggju. Nú sit ég hér og skoða myndir frá þess- um sólskinsdögum. Húsið hennar í litla, vinalega þorpinu St. Clément la Riviere, skammt utan við Mont- pellier, vínekrurnar þar sem verkafólkið var að klippa síðustu bláu klasana af vínviðnum, bleika pelikana við sjóinn á leið okkar til strandar, heitan, sólbakaðan sand- inn og ylvolgt Miðjarðarhafið. Allt bar í sér sól og yl svo engin furða getur talist þótt frænka mín sett- ist að á þessum slóðum. Sjálf bar hún engu síður í sér sól og yl. Dökkhærð og brúneyg virtist hún líka falla einkar vel inn í þetta um- hverfi. Ugglaust aldrei virkað framandi. Þótt mér væri vel kunnugt um að heilsa Gústu væri ekki sem best þá hvarflaði ekki að mér að þarna væri um okkar síðustu sam- verustundir að ræða er við sátum saman og dustuðum rykið af gömlum minningum. En enginn má sköpum renna. Gústa var flutt alvarlega veik í sjúkrahús 24. jan- úar. Um tíma virtist hún ætla að komast yfir þau veikindi en svo hrakaði henni aftur og þá ljóst að hverju dró. Bræður hennar og mágkonur héldu þá eins fljótt og þau gátu til Montpellier. Að kvöldi föstudagsins 19. febrúar hringdi Kristján til mín að láta mig vita að systir sín hefði fengið hvíldina þá um morguninn. Aldrei verðum við sem eftir lifum full- komlega sátt við það er vinir okk- ar og ættingjar eru burt kvaddir. Mér fannst Gústa mín eiga að geta notið þess að grúska í sínum fræðum laus við amstur og eril kennslu og annarra skólastarfa nú þegar hún var loks komin á eftir- laun, en slíkt var henni víst ekki ætlað. Blessuð sé minning hennar. Bræðrum hennar og fjölskyldum þeirra svo og öðrum ættingjum og vinum sendi ég mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Kristbjörg. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASClI-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. GUSTA INGIBJORG SIGURÐARDÓTTIR HANNES J. MAGNZJSSON + Við þessi alda- skil eru vænting- ar margar um glæsta framtíð æskunnar fremur bundnar lyklaborðum tölv- unnar en störfum stritandi handa. Það leiðir stundum hug- ann til þeirra sem með elju og festu lögðu sitt af mörkum til að kenna og leiða það unga samferða- fólk, sem þeim var trúað fyrir og eru í dag eldri hluti þjóð- arinnar. Þessir brautryðjendur aukinnar menntunar og skóla- göngu voru ekki svo forvitrir að þeh- sæju framundan komandi tölvuöld, en þeir áttu þekkingar- þorstann og metnaðinn fyiir hönd æskunnar og studdu hana með ráð og dáð til aukinnar fræðslu og víðsýni. Einn þessara manna var Hann- es J. Magnússon f.v. skólastjóri og rithöfundur á Akureyri, f. 22. mars 1899, d. 18. febrúar 1972. Hann var ættaður frá Torfmýri í Skagafirði, en fór tvítugur í nám að Eiðum. Síðan lá leiðin í kenn- ai-anám og þaðan til Askov og Gautaborgai'. Framhaldsnám kennara var á þeim árum fátítt, en Hannes átti þá hugsjón að eignast færni til að geta alið upp betra fólk til bættra lífskjara. Leiðir okkar Hannesar lágu sam- an haustið 1956 þegar ég hóf störf við Barnaskóla Akureyrar. Hann hafði þá verið þar skólastjóri frá 1947. I skólanum voru að jafnaði milli sjö og átta hundrað nemend- ur og í mörg horn að líta. Sum þeirra fann Hannes á leið sinni um gangana og ótalin vora þau tár sem hann þurrkaði og þeh' kollar, sem hann klappaði á, með hvatningar- og sættai'orðum. Flestar frímínútur birtist hann á kennarastofunni sem gleðigjafi með léttar sögur og frásagnir. Það var kærkomin hvatning og hvíldi hugann í dagsins önn. Þeg- ar hringt var inn og börnin flykkt- ust í raðir, stóð hann á tröppum skólans alvarlegur, ábúðarfullur og leit yfir hópinn án orða. Hann var það bakland, sem nemendur höfðu til ögunar og vissu af reynslu að hjá honum var ekki síður að finna góðvild, gleði og huggunarorð þegar þess var þörf. Þó minnist ég Hannesar best sem óbilandi hugsjónamanns fyi- ir bindindi og traustu uppeldi. Þáttur í því var að semja baraa- sögur og leikrit þar sem rauði þráðurinn var hið góða, sem býr í eðlisþáttum hvers og eins. Margar styttri sögumar og leikritin birtust í bamablað- inu Vorinu, sem hann stofnaði 1932. Einnig skrifaði hann og þýddi fjölmargar bamabækur. Mörg þessara ritverka era enn í fullu gildi því að þau byggja á eðli og tilfinningum einstak- lingsins sem ekki breytist í tímanna rás þó svo að ytri umgjörð og áreiti sé annað. Arið 1942 stofnaði Hannes upp- eldisritið Heimili og skóli og var ritstjóri þess í áratugi. Það er enn í dag tengiliður skóla og heimila. Þetta er þó óveralegt brot af rit- verkunum. Nánast alla daga, sumar sem vetur, ef frístund gafst, sat hann við ritvélina ýmist að semja erindi um uppeldismál eða þýða. Mörg erindanna flutti hann í útvarpinu. Það leiðir að lík- um, að sá sem skrifar svo mikið fer hugsanlega að endumta sjálf- an sig. Þessi hætta var Hannesi ljós. Eitt sinn heyrði ég hann segja: „Stundum, þegar ég sit við vélina og finn að ekkert nýtt kem- ur í hugann, hætti ég skriftunum og fæ mér góða bók með nýju efni og nýjum stíl. Þar er uppsprettan að nýrri hugsun.“ I staifinu þurfti hann af og til að ræða við fólk sem ekki var í til- finningalegu jafnvægi, en hann kunni vel þá stjómunarlist að lækka röddina meir og meir eftir því sem viðmælandinn varð há- værari og breytti þannig viðræð- unum í venjulegt samtalsform. Kona hans, Sólveig Einarsdótt- ir, var honum einstaklega traust- m- félagi og gaf honum gott svig- rúm til skriftanna með því að taka að stóram hluta á sínar herðar umönnun fjögurra bama þeirra, sem upp komust. Við aldamót horfum við hvert og eitt fram á veginn og væntum mikils af æskunni, sem brátt verður að burðarbitum samfé- lagsins, en ættum við ekki af og til að víkja huganum til baka svo að ekki falli alveg í gleymsku af- rek ýmissa mætra manna og kvenna, sem lögðu svo mikið af mörkum til þess að fræða og þroska samferðafólkið. Af rótum fortíðar vex laufið og Hannes J. Magnússon var einn þeirra sem í áratugi reyndu að hafa áhrif til mannbóta sem allra víðast og hans er vert að minnast. Indriði Úlfsson. S- EIÖNAMIÐL0MN# Sími 5«» 9090 • l'a\ 588 9095 • Síðumiila 21 Borgartún 30 skrifstofurými til leigu ( þessari nýju glæsilegu skrifstofubyggingu eru til leigu tvö rými: 2. hæð um ..............60 fm 3. hæð um ..............340 fm Þessi rými verða leigð frá 1. mars nk. og afhendast tiibúin undir tréverk svo leigjendur geta innréttað eftir eigin þörfum. í húsinu eru tvær lyftur og bílastæði eru fjölmörg. Allar nánari upplýsingar veita Óskar, Stefán Hrafn og Sverrir. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.