Morgunblaðið - 21.03.1999, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 25
Morgunblaðið/Golli
starfi læknisins, verið læknir og
læknað fólk, í öðru lagi að búa til
nýja þekkingu með því að stunda
rannsóknir og loks að koma þekking-
unni á framfæri með því að vera
kennari. Eg fékk tækifæri til að gera
þetta alltsaman. En auðvitað var það
ekki fyrirhafnarlaust, það var slagur
að koma sér upp rannsóknarstofu til
að geta stundað þessar rannsóknii-.
Eg var svo heppinn að vinna með
frábæru samstarfsfólki, ekki er þar
síst Helga Erlendsdóttir sem þá var
nýlega komin heim til Islands ásamt
eiginmanni sínum Sigurði Arnasyni,
sem hafði verið í framhaldsnámi í
krabbameinslækningum. Helga
hafði unnið við rannsóknir í Uppsöl-
um og ég hafði heyrt af starfi hennar
meðan ég enn var í Madison. Eftir að
hún kom heim tókst með okkur mik-
ið rannsóknarsamstarf sem staðið
hefur óslitið síðan.“
Hvers vegna landlæknir?
En af hverju skyldi Sigurður, sem
greinilega hafði lifað sig mikið inn í
starf sitt sem læknir, rannsóknar-
maður og kennari, hafa viljað verða
landlæknir? „í fyrsta lagi hafði ég
dregist nauðugm- viijugur inn í fjórðu
hlið læknisstarfsins, sem er stjómun-
arstörf og nefndarstörf ýmiskonar.
Ég var fljótt kominn í alls konar
nefndir fyrir hönd spítalanna og
tengdist Rannís og fann að þetta þótt
mér talsvert gaman. Einkum að hafa
þannig áhrif á ákvarðanir og það sem
verið var að gera. Fyrir einum fjórum
árum var farið að tala um það við mig
hvort ég vildi ekki sækja um starf
landlæknis þegar það losnaði. Ég tók
þetta lítið alvarlega fyrst en fór að
hugsa málið efth- að hafa leyst hér af
um tíma meðan hinn ágæti læknir og
frændi minn Ólafur Ólafsson var enn
landlæknir. Ég fann að margt í þessu
starfi væri mjög áhugavert og að það
byði upp á gífurlega möguleika, ekki
síst í rannsóknum. Landlæknisemb-
ættið hefur aðgang að heilsufai-supp-
lýsingum landsmanna, það safnar alls
kyns upplýsingum um heilsufar og
mikið og gott starf hefur verið unnið
við að koma þeim á framfæri. Ég sá
möguleika á að gera það í enn ríkara
mæli og standa hér, á grundvelli
þessa embættis, að rannsóknum í far-
aldsfræði sem ekki bai-a nýttust okk-
ur íslendingum heldm- gætu haft al-
þjóðlega skírskotun. Eitt af því sem
mig dreymdi um var að búa til ein-
hvers konar „lífheilsu-rannsóknai'-
stofnun“. Maður verður alltaf að eiga
sér drauma og markmið til að stefna
að. Fordæmi þessa kemur víða að
m.a. frá Bandaríkjunum og Finn-
landi. Ég hafði heimsótt slíka stofnun
í Finnlandi og hún var beinlínis eins
og „töluð út úr mínu hjarta". Þai' eru
gerðar rannsóknir af ýmsu tagi sem
eru mjög virtar og vitnað er til víða
um heim. Ég sá að við ættum kost á
að gera jafnvel enn betur hér á ís-
landi. Loks fannst mér spennandi að
eiga þess kost að skipta um starf þeg-
ar ég stæði á fimmtugu - mér fannst
það ákveðin ögrun - því ekki að slá
til?“
Það var þó ekki sársaukalaust fyr-
ir Sigurð að taka þessa ákvörðun,
hann kveðst sjá eftir ýmsu úr sínu
fyrra starfi. „Það er mjög gefandi að
vera starfandi læknir, bæði í sorgum
og þegar vel gengur,“ segir hann.
„Það situr vissulega lengi í manni
þegai- hræðilegir hluth' gerast, eins
og þegar ungt fólk deyr úr bakteríu-
heiiahimnubólgu, svo við tökum
skelfíleg dæmi. En á móti kemur að
það er óskaplega gaman þegai' vel
gengur og lækning tekst. Það er
ekki aðeins læknirinn sem gefur,
sjúklingarnir gefa líka. Læknirinn
þroskast og lærh' af sjúklingum sín-
um. Fólk sem maður hefur sinnt
mjög lengi verður vinir manns. I
stai’fi mínu sem smitsjúkdómalæknir
sinnti ég HlV-smituðum sjúklingum,
fylgdi þeim eftir árum saman, sá
suma þeirra deyja og aðra „taka
sæng sína og ganga“. Það var erfitt
að fara frá þessum hóp manna. Mér
þótti líka gaman að kenna og ég
reyni að halda því áfram. Ég fer enn
upp á spítala til að kenna, það er fátt
skemmtilegra en vinna með ungum
stúdentum og áköfum og fróðleiks-
fúsum ungum læknum. Rannsókn-
irnar ætla ég líka að reyna að halda
áfram að vinna við.“
Afstaða Sigurðár
í gagnagrunnsmálinu
Landlæknir hefrn' löngum þurft að
taka afstöðu í mörgum erfiðum mál-
um, en sjaldan hefur framboð slíki'a
mála verið slíkt sem nú og hafa sum
þeirra ekkert fordæmi. Má þar nefna
gagnagrunnsmálið sem svo miklar og
margvíslega umræður hafa snúist um
og gera enn. Hvaða afstöðu ætli Sig-
urður Guðmundsson hafi til þess
máls? „Ég hef jákvæða afstöðu til
hugmyndarinnar. Það kemur líklega
til af mínum rannsóknaráhuga. Ég sé
þessa hugmynd sem rannsóknartæki
sem getur gagnast okkur íslending-
um verulega, ekki bara á sviði erfða-
sjúkdóma heldur líka í fai-aldsfræði
og fleiru. Sú hugmynd er ekki ný að
tölvuvæða heilbrigðiskerfið og nota
þær upplýsingar til að stunda rann-
sóknir. Ég tók fyrst þátt í umræðum
um þetta á Egilsstöðum fyrir tuttugu
ái'um þegar ég var héraðslæknir þai'.
Það vai’ Guðmundur Sigurðsson sem
hreyfði fyi’stur þessu máli hér á landi,
hann er réttnefndur faðir tölvuvæð-
ingar íslenska heilbrigðiskerfisins.
Hann byi'jaði á svokallaðri Egils-
staðarannsókn, sem var sett inn í
tölvu árið 1976. Tilgangurinn var að
gera vinnuna auðveldari og geta jafn-
framt nýtt upplýsingar með því að
búa til nýja þekkingu. Það sem er
nýtt við gagnagrunnsmálið eins og
það kemur nú upp er greiðslumátinn
- hvemig á að fjármagna fram-
kvæmdina.“ En hvemig kann Sigurð-
ur við einkaleyfishugmynd gagna-
gnmnslaganna? „Hún hefur einna
helst staðið í mér og reyndar mörgum
öðrum,“ svai'ai' hann. „Við verðum þó
í þessu samhengi að muna að þótt
rekstarleyfishafinn, hver sem það
verður, hafi einkaleyfi í tólf ár, þá er
samt sem áður mögulegt að nálgast
þessar upplýsingai' í sjúki-agögnum á
spítölum, heilsugæslustöðum o.s.frv.
Gagnagrannur er í raun afrit af þeim
upplýsingum sem þai' koma fram,
frumgögnin verða áft-ain til á sínum
stað og þar aðgengilegar fyrir þá sem
þurfa að nota þær í rannsóknarskyni.
Samkvæmt gagnagrunnslögum
hafa heilbrigðisyfirvöld fullan aðgang
að gagnagrunninum þrátt fyrii' einka-
leyfið og það hafa starfsmenn heil-
brigðiskerfisins hka, aðilai' munu
Pallbílaeigendur
Þeir sem hafa áhuga á að
panta pallbíla fyrir sumarið
hafið samband við okkur hið
fyrsta: Höfum enn fjölbreyttara
úrval og nýjar gerðir að bjóða.
Pallhús sf., Ármúla 34,
símar 553 7730 og 561 0450
nýtt PRJÓNABLAÐ
Prjónablaðið Ýr kem
tinna
simi 565 4610
léösteffnci ubíi vinmimcirkcjisméi
I Hvert stefnir í vinnumarkaðsmólum ó nýrri öld? |
Fimmtudaginn 25. mars verður haldin róðstefna um vinnumarkaðsmál á Hótel Sögu, þingsal A, 2. hæð kl. 13.00-17.00. Sex sérfræðing-
ar á sviði vinnumarkaðsmála munu þar flytja erindi. Að þeim loknum verða pallborðsumræður. Meðal annars verður leitað svara við
eftirfarandi spurningum:
• Hvert er vinnuviðhorf Islendinga?
• Hvernig verða kjarasamningar á næstu öld?
• Er menntun fjárfesting?
Framsögumenn verða:
• Er sveigjanleiki á íslenskum vinnumarkaði?
• Hvaða áhrif hafa tilskipanir Evrópusambandsins á íslenska vinnumarkaðinn?
• Hvert verður hlutverk samtaka vinnumarkaðarins á nýrri öld?
Fundarstjóri verður Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor
Viðskiptaháskólans í Reykjavík
■ Vinnuviðhorf íslendinga á nýrri öld
María J. Ammendrup, félagsfræðingur og
sérfræðingur við Félagsvísindastofnun HÍ.
9 Kjarasamningar framtíðarinnar
Gunnar Páll Pálsson,
hagfræðingur VR.
81 Störf við sjávarsíðu og til sveita -
Vinnumarkaður utan höfuðborgarsvæðisins
Ingi Rúnar Eðvarðsson, vinnufélagsfræðingur
og dósent við Háskólann á Akureyri.
Ml Áhrif vinnutímatilskipunar ES á
íslenskan vinnumarkað
Lárus Blöndal, vinnumarkaðsfræðingur
og sérfræðingur hjá Hagstofu íslands.
■ Sveigjanleiki íslensks vinnumarkaðar -
|p9H| staðreynd eða tilbúningur
mfér'jMt Arelía Eydís Guðmundsdóttir, vinnumarkaðsfræðingur
og lektor við Viðskiptaháskólann í Reykjavík.
ii Menntun er f járfesting
Ingi Bogi Bogason, cand. mag.,
menntafulltrúi Samtaka iðnaðarins.
Þátttakendur í pallborðsumræðum verða: Stefán Ólafsson, prófessor við HÍ, Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur ASÍ,
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, Davíð Stefánsson, stjórnsýslufræðingur og starfsmaður VSI.
Ráðstefnan er öllum opin, en þátttökugjald er kr. 1.500 fyrir félagsmenn neðangreindra félaga, en kr. 2.000
fyrir aðra. vfeLAc
FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA
iW
Félagsfræðinga Félag Sslands
m
OG HAGFRÆÐINGA