Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 41 skóla íslands og tókum kennarapróf saman. Dúna tók því eins og sjálf- sögðum hlut, að ég væri daglegur gestur á heimili hennar. Þar gekk ég út og inn eins og einn af heimamönn- um, var alltaf jafnvelkomin. Aldrei fann ég, að Dúna væri þreytt á þessu eilífa rápi mínu, aldrei heyrði ég styggðaryrði, þvert á móti hló hún og skemmti sér við að spjalla við okkur Distu. Þau Júlíus áttu sumarbústað, sem gaman var að dvelja í, og ófá eru þau skipti, sem þau tóku mig með sér í sveitina. Þar ræktaði Júlíus kartöfl- ur, rófur og fleira grænmeti. Það var gaman, þegar Júlíus var í garðinum og tók upp rófur handa okkur Distu, sem við nöguðum af bestu lyst. Seinna, þegar foreldrar mínir keyptu sumarbústaðinn við hliðina á, var stutt á milli vina, stutt að hlaupa á milli í heimsókn. Seinna buðu þau Júlíus og Dúna mér í veiðiferð norð- ur í land. Þar áttum við Dista yndis- lega daga, og þessa daga man ég enn þá og er mjög þakklát fyrir að kynn- ast þeim enn betur sem unglingur. Þegar merkir atburðir urðu í fjöl- skyldu minni, ég var að ferma, gifta eða útskrifa börnin mín, voru þau Júlíus og Dúna alltaf með. Eins kom ég alla tíð í afmæli þeiira, seinna tók ég börnin mín með, svo að þau fengju að kynnast þeim. Þau hjón voru mjög bamgóð, og Dúna var alltaf að spyrja frétta af börnum mínum og fylgdist vel með því, sem þau voru að gera. Ég er fegin, að ég kom í 98 ára af- mælið hennar, sem Dista hélt af höfðingsskap. Ekki vissi ég þá, að þetta yrði seinasti aímælisdagurinn hennar. En nú er komið að leiðarlokum. Ég þakka henni samfylgdina í 65 ár og þakka henni fyrir að kalla mig alltaf eitt af börnum sínum. Astvinum hennar bið ég blessunar. Ebba. Hún Dúna eins og hún var alltaf kölluð er dáin, blessunin. Ég mundi titla Dúnu sem elstu vinkonu mína þó svo að hún hafi verið aðeins 66 árum eldri en ég. Þegar Dúna bjó á Fram- nesveginum, áður en hún fór á Grund, þá leigði ég hjá henni í nokkra mánuði. Þar urðum við allra bestu vinkonur. Þegar ég kom upp til hennar sleppti hún aldrei af mér hendinni, henni fannst svo gaman að spjalla um lífið og tilveruna. Samt var hún á þessum tíma orðin 92 ára og alveg í fullu fjöri, mjög skýr og greind kona. Mestar áhyggjur hafði hún þó af því hvort unnusti minn væri ekki gott mannsefni, og hvort að ég væri alveg örugg um að þetta væri sá eini sanni. Ég sagði henni að hafa ekki svona miklar áhyggjur af mér, ég mundi spjara mig. Þá kreisti hún alltaf á mér höndina og sagði að ung og falleg stúlka í blóma lífs síns ætti að vera alveg viss um lífsfórunaut sinn. Dúna var alveg bráðfalleg kona og ótrúlegt hvað hún leit alltaf vel út miðað við 98 ára aldur. Ég minnist þess einnig þegar ég kom til hennar á Grund þegar hún var nýkomin þang- að og ég gekk bara inn um fyrstu dyr sem ég sá því ég var ekki svo kunnug á Grund. Þar hitti ég hjúkrunarfræð- ing á ganginum og spurði hvar Dúna væri í herbergi. Og hún kannaðist náttúrlega ekkert við Dúnu og við leituðum á þónokkrum listum og spurðum fleiri fræðinga á göngunum, en enginn kannaðist við Dúnu. Þá spurði fræðingurinn mig að því hvort ég væri viss um að hún héti Dúna. Já, já, alveg viss. Og hvernig lítur hún út? Þá sagði ég: Hún er svona skol- hærð eða kannski pínu gráhærð, rosalega krúttleg og sæt kona. Þá hugsaði fræðingurinn sig um og sagði svo: „Já, já, þú átt við hana Guðrúnu Nikulásdóttur." Dúna hét bara Dúna, en ekki Guðrún, en í al- vöru hét hún Guðrún, en bara kölluð Dúna. Þetta eru sko alveg réttar lýs- ingar á Dúnu. Hún var mjög andlits- fríð og krúttleg. Ég vil fá að þakka fyrir að hafa fengið að kynnast jafn yndislegi'i manneskju og Dúnu, og ég veit að hún er komin á réttan stað til þess að hitta lífsfórunaut sinn, hann Júlí- us. Ég vil votta Distu, dóttur hennar, sem annaðist hana svo vel, og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Mín elsta vinkona, hvíl þú í friði. Linda K. Urbancic. JÓNÍNA VIGFÚSDÓTTIR + Jónína Vigfús- dóttir var fædd á Þverá í Skíðadal 10. mars 1911, dótt- ir Vigfúsar Björns- sonar, f. 23.12. 1872, d. 10.12. 1938, og Soffíu Jónsdótt- ur, f. 23.1. 1876, d. 5.1. 1965. Hún lést 9. mars síðastliðinn. Hún var þriðja elst sex systkina og eru þau öll látin. Jónína fluttist til Dalvíkur 1937 og byrjaði fljótt búskap með manni sínum Sæval li Jóhanni kirkju 20. Sigurðssyni, f. 22.2. 1912. Saman eign- uðust þau sex börn. Elstur er Sigmar, f. 19.9. 1937; Soffía Vigdís, f. 30.6. 1941, d. 15.10. 1944; Jó- hann Sigurður, f.18.3. 1946, d. 10.9. 1946; Soffía Vigdís Sigríður, f. 1.1. 1948; Karl, f. 2.6. 1949; og stúlka, f. 6.2. 1953, d. sama dag. Utför Jónínu fór fram í Dalvíkur- í Runni var kyrrð og ró. Litla herbergið inn af stofunni sem var fullt af bókum, ástarsögum, var löngum uppáhaldsstaðurinn minn þar. Amma tók alltaf á móti mér með gúmmilaði úr Kaupfélaginu og fréttum úr nágrenninu. Síðan var farið í sýnisferð um garðinn, þennan líka garð, þó lítill væri, með anímónum, krókusum, nellikum, hádegisblómum og svo rósum. Alltaf talaði hún við mig eins og ég væri fullorðin, en ekki aðeins táta. Og þess vegna kinkaði ég kolli á meðan hún sýndi mér stolt blómin sem hún hafði sáð til þó blómaheitin rynnu út í eitt hjá mér. Allt virtist blómstra og koma til hjá henni, hvort sem það var af ávaxtasteinum eða fræjum frá Garðyrkjufélaginu. Amma vildi allt fyrir barnabörnin gera, hvort sem var að gefa þeim bakarísbakkelsi, spila við þau lönguvitleysu klukku- tímum saman eða sjóða þegjandi og hljóðalaust allt sem fannst í fjöruferð úti á Sandi svo hægt væri að búa til listaverk úr afrakstrin- um. Kuðungar og bobbar, olnboga- skeljar og kúskeljar, allt á litaðan pappír sem fékkst hjá Jóa bók. Og þaralyktin úti um allt. Þó það nú væri. Amma mín listræna, sem prjónaði dúka og peysur, málaði á dúka og sængurver og hafði þetta auga fyrir litum sem sást í uppröð- un blóma út í garði, í prjónaskapn- um og málningunni. Crfisdrykkjur Vcitingohú/lð GAPi-mn Sími 555 4477 UTFARARSTOFA OSWALDS SÍ.Ml 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTRÆTI <B • 101 REYKJAVi'K I.ÍKKlSTÚVlNNUSTpFA EYVINDAR ÁRNASONAR Amma hafði ákveðnar skoðanir og erfitt var fyrir nokkurn mann að hnika þeim til. Ólafsfirðingar vora alltaf jafn óferjandi og óalandi þjóðflokkur og aðalberin uppi í fjalli og úti í Múla stóðust aldrei samanburð við berin frammi í Skíðadal. Þar sem hún var uppal- in. Nei! Hún kallaði nú ekki annað ber en aðalbláber, sagði hún og glotti út í annað og krækti höndum aftur fyrii' bak, þegar ég sagði frá svörtum þúfunum af ki'ækiberjum uppi í Botnum fyrir austan. Hún fylgdist með barnabörnun- um og gladdist yfir góðu gengi þehTa, góðum einkunnum og ekki síst ef kvenleggnum tókst að klambra saman einhverri peysu eða annarri handanna list. Allt var frábært hjá okkur þótt aðrir sæju að mynstrið passaði ekki eða lykkjað væri vitlaust saman. Já- kvæði hennar og hlýleiki umvafði hana og okkur í kringum hana. Eg kveð hana ömmu mína í dag vitandi það að góðir eiginleikar hennar birtast í okkur, afkomend- um hennar. Ilafdís. Blómastofa Friðjtnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. t Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTMUNDUR SÖRLASON, Gjögri, Strandasýslu, lést á heimili sínu Kjartansgötu 8, föstudaginn 19. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Addý Guðjónsdóttír, Ólafía Guðrún Kristmundsdóttir, Kristmundur Kristmundsson, Ólafur Sörli Kristmundsson. t GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Hamraborg 14, Kópavogi, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 19. mars. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtu- daginn 25. mars kl. 10.30. Jón Guðnason, Guðmundur Jónsson, Guðlaug M. Jónsdóttir, Tryggvi Rúnar Guðmundsson, Hjördís Hilmarsdóttir, Magðalena Ósk Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Jón Trausti Guðmundsson. t Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BÆRING ÞORBJÖRNSSON sjómaður, frá ísafirði, sem lést þriðjudaginn 16. mars á Hrafnistu í Hafnarfirði, verður jarðsettur frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði miðvikudaginn 24. mars ki. 13.30. Guðrún Bæringsdóttir, Margrét Bæringsdóttir, Kristinn Bæringsson, Bryndís Sigurðardóttir, Ásgeir Valhjálmsson, Sigurlína Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVEINBJARGAR ÞÓRU JÓHANNSDÓTTUR frá Skálholti, Fáskrúðsfirði. Guðni J. Ottósson, Jóhanna Ólafsdóttir, Björgvin Ottósson, Pétur Ottósson, Ólöf Haraldsdóttir, Sigurlaug Ottósdóttir, Einar J. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. é- t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar móður okkar, tengdamóður og ömmu, BÁRU MAGNÚSDÓTTUR. Frímann Frímannsson, Margrét Kristín Frímannsdóttir, Jón K. Friðgeirsson, Elísabet Frímannsdóttir, Valdimar Leó Friðriksson, Ingveldur Bára Frimannsdóttir, Ingvar Bjarnason og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HARÐAR SIGURJÓNSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dalbrautinni og einnig sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hulda Harðardóttir, Meyvant Meyvantsson, Erla Harðardóttir, Þórður Walters, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.