Morgunblaðið - 21.03.1999, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
Hann fylgdist ávallt grannt með því
sem var að gerast í félaginu.
Starfsvettvangur hans var á
Akureyri þar sem hann mótaði
djúp spor í tónlistarlíf bæjarins.
Mér er minnisstætt þegar hann
var að berjast fyrir því að láta
byggja orgel í Akureyrarkirkju en
til margra ára höfðu menn notað
rafmagnsorgel þar. Hans barátta
helgaðist fyrst og fremst af því að
aðeins það besta væri nógu gott.
Eins og gjarnan gerist við slík
tækifæri heyrast alls konar úr-
töluraddir. Þær létu heldur ekki á
sér standa á þessum tíma og höfðu
menn sitthvað að athuga við þessa
fjárfestingu einkum þó stærð hljóð-
færisins. En Jakob var stórhuga og
gaf sig ekki þótt hann þyrfti að lesa
í blöðum athugasemdir eins og þær
hvort ekki væri miklu hagkvæmara
að losa sig við organistann og
kaupa bara lítið hljóðfæri!
Fyrir nokkrum árum var þetta
sama hljóðfæri endurbyggt og
tækifærið notað þá til að stækka
það, en nú er öldin önnur og fátt
heyrðist á opinberum vettvangi at-
hugasemda þar um.
Fyrir nokki-um árum var Jakob
kjörinn heiðursfélagi FÍO og veit
ég að honum þótti vænt um það.
Síðast hitti ég Jakob á tónleikum
í Hallgi'ímskh'kju og mátti þar vel
greina hughrif þau, sem hann hafði
orðið fyrir á þessum tónleikum.
Frumherjarnir hverfa af sjónar-
sviðinu hver af öðrum en listin lifir
og blessar minningu allra þeirra
sem vígt hafa líf sitt henni, þrátt
fyrir erfiðar ytri aðstæður. Blessuð
sé minningin um Jakob Tryggva-
son og aðstandendum hans öllum
votta ég dýpstu samúð okkar allra,
sem orgelakurinn yrkja.
Kjarlan Sigurjónsson.
Kveðja frá Lúðrasveit
Akureyrar
Þegar lúðrasveit var endurreist á
Akureyri, eftir sex ára hlé, árið
1942 var Jakob Tryggvason kirkju-
organisti fenginn til að taka að sér
stjórnina og stjórnaði hann lúðra-
sveitinni um 20 ára skeið. En hann
var ekki aðeins stjórnandi, því þó
hann hefði aldrei fengist sjálfur við
hornablástur þá var hann einnig
aðalkennari lúðrasveitaiinnar og
má segja að flestir sem störfuðu í
sveitinni, meðan hann var stjórn-
andi, höfðu numið hjá honum. Jak-
ob var mjog hæfur og vandvirkur
stjórnandi og kröfuharður var
hann, bæði við sjálfan sig og þá sem
með honum störfuðu, og hann spar-
aði aldrei krafta sína og spurði
aldrei um laun og þó Lúðrasveitin
reyndi að greiða honum smá-þókn-
un fyrir starf sitt, þá voru það smá-
munir á móti þeim tíma sem hann
lagði á sig til að gera veg Lúðra-
sveitarinnar sem bestan þrátt fyrir
erfið skilyrði.
Stundum voru félagai’ í Lúðra-
sveitinni 20-25, en kannski fáum
vikum síðar 10-12. Má nærri geta
hvernig hefur verið að ná góðum
árangri við slíkar kringumstæður,
en þrátt fyrir erfiðleikana tókst
Lúðrasveitinni, undir handleiðslu
Jakobs, að leysa ýmis vandasöm
verkefni.
Má því með sanni segja að Jakob
hafi unnið Lúðrasveitinni ómetan-
legt starf meðan hann var þar við
stjórn og það var mikið lán fyrir
sveitina að fá þegar í upphafi svo
traustan og vel færan stjórnanda.
Þó að hér hafi aðeins verið getið
starfa Jakobs í þágu Lúðrasveitar
Akureyrar þá er síður en svo að
þau séu það eina sem hann lagði af
mörkum til tónlistarlífs bæjarins
okkar. Organistastarfið við kirkj-
una, skólastjórn Tónlistarskóla
Akureyrar, kórstjórn, kennsla og
uppbygging fyrstu barna- og ung-
lingalúðrasveitanna í bænum, öll
þessi störf vann hann af alúð og
vandvirkni, en smekkvísi og vand-
virkni voru ætíð hans aðalsmerki. A
25 ára afmæli sínu sæmdi Lúðra-
sveit Akureyrar hann gullmerki
sínu og gerði hann að heiðursfé-
laga.
Með þessum fátæklegu orðum
MINNINGAR
viijum við félagarnir í Lúðrasveit
Akureyrar minnast okkar gamla
stjórnanda og þakka hans góðu
störf í þágu sveitarinnar.
Lárus Zophaníasson.
„Það er tvennt, sem talar dýpsta
máli í þessum heimi: Þögul náttúra
og orðlausir tónar,“ sagði Þórarinn
Björnsson, skólameistari, í þakk-
arávarpi til Sinfóníuhljómsveitar
íslands og stjórnanda hennar Páls
Isólfssonar, eftir fyrstu tónleika
hljómsveitarinnar í Akureyri árið
1956. Þegar ég kveð gamlan vin,
fyrrum skólastjóra og kennara og
forvera minn í starfi skólastjóra
Tónlistarskólans á Akureyri finnst
mér upphafstilvitnun í hið dýpsta
mál, þögn náttúrunnar og orðlausa
tóna, við hæfi. Svarfaðardalurinn,
prýði allra dala, ómótstæðilegur og
tignarlegur, náttúran eins og hún
hrífur mest, var átthagi Jakobs,
sem líklegast hefur fylgt honum í
vöku og draumi alla tíð, enda þótt
starfsævi sína byggi hann lengst af
á Akureyri. Dýpt hinna orðlausu
tóna kunni hann að meta og tónarn-
ir mótuðu þann veg sem varð hans
ævistarf og köllun.
Okkur tónfræðinemendum Jak-
obs í Tónlistarskólanum á Akureyri
þótti hann ærið strangur og oft lítt
sveigjanlegur í dómum sínum.
Seinna komst ég að því að þetta
stranga og oft alvöruþrungna lát-
bragð Jakobs stafaði að hluta til af
meðfæddri feimni og fáa þekki ég
sem áttu eins fallegt bros þegar al-
vörusvipurinn breyttist í glaðværð.
Seinna tók ég reynslulaus við skóla-
stjórastarfinu úr hendi Jakobs.
Hann hélt áfram kennslu á orgel
við skólann í allmörg ár, en var
aldrei afskiptasamur um stjórnun
mína, þó í ýmsu hafi þar verið
ábótavant, en aldrei skorti þó vilj-
ann til að veita holl ráð, væri eftir
þeim leitað. Svo mikil og fjölbreytt
voru tónlistarstörf Jakobs að undr-
um má sæta að einn og sami mað-
urinn hafi gegnt þeim öllum.
Organisti Akureyrarkirkju í 45 ár
og á þeim árum var ráðist í það
stórvirki, mest að hans frumkvæði,
að kaupa Steinmeyer-pípuorgel frá
Þýskalandi, sem var vígt árið 1962
og var um árabil stærsta hljóðfæri
sinnar tegundar í landinu. Skóla-
stjóri Tónlistarskólans á Akureyri
var hann í 24 ár, og á starfstíma
hans fjölgaði nemendum úr 50 í
250. Skólinn flutti í eigið húsnæði í
Hafnarstrætinu, auk þess vann
Jakob árum saman að því að skól-
inn eignast vandaðan Steinwa-
yflygil, sem hafðist með þrautseigj-
unni. Lúðrasveit Akureyi’ar naut
krafta Jakobs sem stjórnanda um
árabil. Hér langar mig aftur til að
vitna í Þórarin heitinn Björnsson,
skólameistara, er hann lýsir
ástandi tónlistarmála á Akureyri í
ræðu sinni við fyrstu skólasetningu
Tónlistarskólans á Akureyri, 20.
janúar 1946: „Þá hefur Lúðrasveit-
in ekki verið vel sett. En fyrir ár-
vakra ástundun Jakobs Tryggva-
sonar, sem þó hafði enga sérþekk-
ingu á blásturshljóðfærum, hefur
Lúðrasveitinni skilað furðanlega
vel áfram...“ Arvekni og ástundun
fylgdu Jakobi og einkenndu öll
hans störf, ásamt einstakri kost-
gæfni og útsjónarsemi. Hann var
afkastamikill kórstjóri, því auk
kirkjukóra stofnaði hann og stjórn-
aði Söngfélaginu Gígjur, oftast kall-
aðar Gígjurnar, alla þeirra stai’fstíð
og það verður á engan hallað að
telja söng þeirra einhvern þann
besta sem hér heyrðist í þann tíma.
Um árabil var Jakob stjórnandi, út-
setjari og píanóleikari Smárakvar-
tettsins á Akureyri, sem hefur trú-
lega náð ásamt MA-kvartettinum
hvað mestum vinsældum söngkvar-
tetta í landinu.
Eg vil að lokum segja, að sú
þakkarskuld, sem áhugafólk um hið
dýpsta mál tónanna á Jakobi
Tryggvasyni að gjalda, verður best
goldin með árvakri ástundun tón-
anna og þeim lífsauði sem í þeim
býr. „Alt, sem er og verður, er
bundið af því, sem undan er gengið,
svo að viðburðirnir eru eins og
hlekkir í óslítandi keðju,“ segir í
Skriftamálum einsetumannsins eft-
ir Sigurjón Friðjónsson:
Kallaðu ljós á grund
svo landsins hljómur skýrist,
fjöllin syngi,
fjörðurinn ljómi,
birti um Súlm’.
Heiðin hlýni
hækki rödd Drottins
í blómi.
(Þorgeir Sveinbjarnarson)
Blessuð sé minning Jakobs og
nýir vegir.
Með þökk fyrir allt og allt.
Jón Hlöðver Askelsson.
• Fleiri minningargreinar um
Jakob Tryggvason bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
+
Eiginmaður minn,
GUNNAR SIGMAR SIGURJÓNSSON,
Víðilundi 24,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðju-
daginn 23. mars kl. 13.30.
Kristrún Anna Finnsdóttir.
+
Útför föður míns, tengdaföður og afa,
SIGURMUNDAR GUÐNASONAR,
síðast til heimilis
á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
fer fram frá Neskirkju mánudaginn 22. mars
kl. 13.30.
Guðni Sigurmundsson, Edda Sveinbjörnsdóttir
og barnabörn.
SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 39
!■■■■—■ ■■■■■■■■■■■.■■■.■■■■■■.. II /
SVAVA KRISTIN
SIG URÐARDÓTTIR
+ Svava Kristín
Sigurðardóttir
fæddist í Sandgerði
16. febrúar 1919.
Hún lést á Landspít-
alanum 6. mars síð-
astliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Safnaðarheimilinu í
Sandgerði 13. mars.
Elsku amma mín,
mig langar að kveðja
þig með nokkrum orð-
um. Þegar þú hættir að
vinna 70 ára gömul
passaðir þú mig áður
en ég byrjaði í leikskóla. A síðasta
ári passaði ég þig þegar þú varst
lasin og gast ekki farið með afa í fé-
lagsstarfið hjá eldri borgurum. Ég
sakna þín mikið.
Þín
Hrafnhildur.
Ef væri ég söngvari, syngi ég ljóð
um sólina, vorið og land mitt og þjóð.
En mömmu ég gæfi mín ljúfustu ljóð
Hún leiðir mig verndar og er mér svo góð.
Ef gæti ég farið sem fískur um haf,
ég fengi mér dýrustu perlur og raf.
Og rafið ég geymdi og gæfi ekki braut
en gerði henni mömmu úr perlunum skraut.
Ef kynni ég að sauma, ég keypti mér lín
og klæði ég gerði mér snotur og fín.
En mömmu úr silki ég saumaði margt
með silfri og gulli hið dýrasta skart.
(PállJ.Árdal)
Elsku mamma. Þegar við gátum
ekki lengur talast við sat ég við
rúinið þitt og söng meðal annars
þetta fyrir þig og þú brostir og
þrýstir höndina á mér. Ég hugsa til
baka þegar þú sagðir mér fallega
sögu um það að þú og pabbi hefðuð
labbað svo rnontin með barnavagn
upp á Uppsalaveg til að sækja
vikugamla stúlku sem Ninna og
Bogi höfðu eignast og þið fenguð að
ættleiða. Þá sagði ég að það gerði
ekkert til því að þau ættu svo marg-
ar stelpur.
Ég vil þakka pabba fyrir hvað
hann stóð sig vel að keyra þig í blóð-
skilun þrisvar í viku í eitt og hálft ár.
Hans missir er mikill.
Þegar fram líða stundir
munu fallegar minning-
ar koma í stað sárs-
aukans.
Þín dóttir,
Sólrún María.
Elsku amma, þau
voru ófá tárin sem féllu
þegar ég heyrði að þú
værir farin, en ég
hugga mig við að ég
veit að þú ert einhvers '■
staðar í góðum höndum
og líður án efa vel. Þú
varst búin að standa þig eins og
hetja í gegnum veikindi þín og nú er
þeim lokið. Það er erfitt að sætta sig
við að ég eigi aldrei eftir að heyra
hláturinn þinn eða sjá brosið þitt
aftur. Þú varst svo glaðlynd og það
var alveg sama hvernig á stóð, það
var alltaf stutt í brosið og hláturinn.
Þú varst svo góð við alla og vildir
alltaf að öllum liði vel, þar með talin
dýrin. Ég man þegar þú baðst okkur
systkinin stundum að hlaupa út í
móann á bakvið húsið þitt með
brauð handa fuglunum, fisk handa
köttunum eða jafnvel kjötbein
handa hundunum. Ég man líka þeg-
ar ég kom í heimsókn til að fá
pönnukökur hjá þér. Það var fátt
betra en að koma til ykkar afa og fá
sér heitar pönnukökur með sykri og
spjalla.
Einu sinni sagðir þú mér sögu af
því þegar þú varst lítil og ykkur
systurnar langaði svo til að fá
spékoppa og pétursspor og voruð
alltaf með teskeiðar til að ýta í kinn-
arnar og hökuna í von um að fá
spékoppa!
Já, þær eru margar og góðar
minningarnar sem ég á um þig,
amma, og ég er mjög þakklát fyrir
þau 17 ár sem ég fékk að hafa þig
hjá mér, þótt ég gjarnan hefði viljað
hafa þau fleiri, en ég veit að þú verð-
ur alltaf með okkur og fylgist með
þaðan sem þú ert núna. Og minning-
in um þig hverfur aldrei. Takk fyrir
allt, elsku amma. Guð geymi þig þar
til við hittumst á ný.
Þín dótturdóttir,
Svava Kristín.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR,
Þingholtsstræti 12,
Reykjavík,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 12.
mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Innilegar þakkir til starfsfólks á deild A-6 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur,
Grensásdeild og dvalarheimilinu Grund fyrir góða umönnun og auð-
sýndan hlýhug.
Árni Einarsson,
Bergþór Einarsson, Margrét Guðmundsdóttir,
Ólafur Hafsteinn Einarsson, Sóirún Maggý Jónsdóttir,
Sigursteinn Sævar Einarsson, Anna Björg Thorsteinson,
Þórir Már Einarsson, Sigríður K. Rögnvaidsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og
afa,
SIGURÐAR BRAGA STEFÁNSSONAR
húsasmíðameistara,
Þinghólsbraut 77,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 7-B á Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Sigurveig Jónsdóttir,
Jón Sigurðsson, Sólrún Ástþórsdóttir,
Hallsteinn Sigurðsson, Erla María Vilhjálmsdóttir,
Þorgerður Sigurðardóttir, Árni Ólafsson,
Stefán B. Sigurðsson,
Guðrún H. Sigurðardóttir, Reynir Ámundason
og barnabörn.