Morgunblaðið - 21.03.1999, Side 33

Morgunblaðið - 21.03.1999, Side 33
32 SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR AÐ ER til marks um, hversu auðugt menningarlíf er á íslandi, að um sömu helgi er efnt til málþings í tilefni af því, að 50 ár eru liðin frá útgáfu bókarinnar Hitt kynið eftir Simone de Beauvoir, Sálu- messa Mozarts er flutt í Lang- holtskirkju og frumsýnd er viðamikil sýning á leikgerð eft- ir Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. Það er ekki hægt að kvarta undan áhugaleysi á þessari menningarstarfsemi. Þegar málþingið um Simone de Beauvoir stóð yfir í hátíðasal Háskólans í fyrradag var þar troðfullt hús. Þessi mikla að- sókn er til marks um, að gagn- stætt því, sem oft er haldið fram, hefur fólk áhuga á því, sem máli skiptir. I fjölmiðla- heimi nútímans er alltof ríkj- andi sú stefna, að ekki þýði að bjóða almenningi upp á alvöru- efni. Yfírborðsleg aíþreying og léttmeti sé það eina, sem nái til fólks. í Bandaríkjunum eru fréttatímar sjónvarpsstöðva þannig á góðri leið með að breytast í skemmtiþætti. Þetta er auðvitað rangt og fullkomið vanmat á áhugamálum hins al- menna borgara. En það er alltaf jafn ánægjulegt að fá staðfestingu á því, að þetta mat er rangt. Mikil aðsókn að mál- þinginu um hina merku frönsku skáldkonu og hugsuð er ein slík Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. staðfesting. Aðsóknin sýnir, að það er eftirspurn eftir umræð- um um alvarleg málefni og mættu fjölmiðlar gjarnan veita því eftirtekt. Sálumessa Mozarts, sem Söngsveitin Fílharmónía flutti í Langholtskirkju í gær og flytur aftur í dag er sögufrægt tón- verk og stórvirki, um það hefur mikið verið skrifað og margar kenningar verið settar fram um tilurð þess og hvernig því var lokið. Þetta er í fjórða sinn, sem Söngsveitin Fílharmonía flytur þetta verk, sem er til mikillar fyrirmyndar. Það er ómetanlegt fyrir íslendinga að eiga þess kost að hlýða á flutn- ing slíkra verka hér heima og til marks um þann kraft og þrótt, sem einkennir íslenzkt tónlistarlíf. Það þarf mikla dirfsku til að semja leikgerð upp úr Sjálf- stæðu fólki Halldórs Laxness, sem nú er talað um í útlöndum, sem eina mestu skáldsögu þessarar aldar ef ekki þá mestu. Höfundar leikgerðar- innar, Þjóðleikhúsið og allir þeir, sem að sýningunni eða öllu heldur sýningunum standa taka mikla áhættu. Það getur vafízt fyrir mörgum að sjá per- sónur þessarar sögu á sviði. En án þess að taka áhættu gerist fátt nýtt og ekki skal Þjóðleik- húsið gagnrýnt fyrir það. Síðar í dag kemur í ljós, hvernig til hefur tekizt. Ganga má út frá því sem vísu, að hver og einn hafí sína skoðun á því. A málþingi nokkurra for- ystumanna Evrópuríkja, sem haldið var fyrir skömmu og fjallað er um í Reykjavíkur- bréfí Morgunblaðsins í dag var því haldið fram, að auðugt og öflugt menningar- og menntalíf væri forsenda efnahagslegra framfara. Þetta er áreiðanlega rétt. Það er mikill misskilning- ur, sem stundum kemur fram, m.a. hjá ungu fólki eins og bryddi á fyrir viku á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins, að það sé eitthvað rangt við það að leggja fram fé til menning- armála úr almannasjóðum. Þvert á móti er frekar ástæða til að hvetja til aukinna fram- laga til mennta- og menningar- mála. Þau skila sér margfald- lega í margvíslegri atvinnu- starfsemi. Leikfélag Akureyr- ar á á brattann að sækja í rekstri sínum en þetta sama leikfélag hefur skapað miklar tekjur fyrir flugfélög, hótel, veitingahús og önnur ferða- þjónustufyrirtæki vegna þess, að fólk hefur farið til Akureyr- ar til þess að sækja sýningar Leikfélagsins. Sýning Þjóðleikhússins á leikgerðinni úr Sjálfstæðu fólki mun hafa sömu áhrif hér á höf- uðborgarsvæðinu á þessum vetri og vori. Tónlistarhúsið, sem verður byggt í Reykjavík mun hafa sömu áhrif þegar þar að kemur og jafnframt ýta und- ir heimsóknir erlendra ferða- manna til Islands. Tónlistar- húsið, sem risið hefur í Kópa- vogi hefur þegar aukið veg þess bæjarfélags mjög og skapað tekjur hjá fyrirtækjum í bæjar- félaginu, sem ella hefðu ekki orðið til. Öflugt menningarlíf og blóm- legt viðskiptalíf fara saman. Hið fyrra ýtir undir hið síðara. En aðalatriðið er þó það, að auðugt menningarlíf á Islandi um þessar mundir veldur því, að Island er ekki bara verstöð norður í hafi og er með þeim orðum ekki gert lítið úr ver- stöðvum. AUÐUGT MENNIN G ARLÍF 9En hvert skyldi •þá höfundur vera að fara með Hrafnkels sögu? Hvert er ætlun- ’ arverk hans? Höfund- ar þurfa að vísu ekki að vera að fara eitt né neitt með sögum sínum. Þeir þurfa ekki endilega að hafa nein stór áform á prjónunum. Þeir vilja ein- ungis segja sögu og það dugar þeim. Halldór Laxness hefur ekki sízt lagt áherzlu á þennan mikilvæg- asta þátt allrar sagnagerðar. Og höfundar vilja þá ekki síður flétta sögur sínar inní eins listræna heild og þeim er unnt. Því má þá ekki gleyma að persónur og efni sagna lifir í stflnum, en deyja að öðrum kosti. Skiptir þá engu, hvort sagan fjallar um mikla atburði og óvenju- lega eða hversdagsleg smáatriði, sem hverjum manni eru kunn. En höfundur Hrafnkels sögu ætl- ar henni þó augsýnilega ákveðið hlutverk og hefur að minni hyggju samið hana í þeim tilgangi einum að sýna fram á hvemig óverk og ill- virki leiða af vondum átrúnaði. Hin- ir beztu menn einsog Hrafnkell goði fara ekki varhluta af því. Sagan er sem sagt ódulbúið áróðursrit og eins konar vamarorð gegn skurð- goðadýrkun; hún er ábending um að ánetjast ekki illum öflum. Og hún rís hæst í skilgreiningu höfundar á þeirri illsku og þeim glæpum sem ást á heiðnum goðum getur haft í fór með sér. Hrafnkels saga er eins kon- •ar átök milli listar og áróð- Urs. I þessu tilfelli nærist listin á áróðrinum. í honum rís hún hæst. Það er harla sjaldgæft í bókmennta- sögunni en því áhrifa- meira að sjá hvemig listin nær undirtökum í þessari glímu milli hennar og boðskapar- ins. Það er engin til- viljun að Hrafnkels saga er skrifuð á öld þegar listræn stói-virki rísa úr blóðugum átökum sem eiga meira skylt við heiðna arf- leifð en kristna siðfræði. Við höfum séð hvemig sovézkir höfundar hafa skrifað hvert snilldarverkið öðru rismeira uppúr gúlaginu, ef svo mætti segja - og höfðu þeir þó ekk- ert dálæti á því eða því trúarkerfi sem leiddi til þess. Ef lýsa á hugarfari krist- •inna sturlungaaldar-manna í fáum orðum væri lærdómsríkt að líta í aðra sögu Sturlunga-safnsins, Sturlu sögu Þórðarsonar eða sögu Hvamms-Sturlu, og rifja upp um- mæli Þorbjargar, konu Páls i Reyk- holti, en hún hljóp að Sturlu og hafði hníf í hendi og lagði til hans og stefndi í augað og mælti: „Hví skal eg eigi gera þig þeim líkastan, erþú vilt líkastur vera, - en það er Oð- inn?“ Þessum orðum hyggst höfundur Hrafnkötlu koma til skila. Hann er að gera upp við eigin öld, grimmd hennar og ofbeldi, og notar til þess gamla arfsögu aftan úr heiðni ef að líkum lætur. Hermann Pálsson segir að •Hrafnkatla sé dæmisaga. Það má vel til sanns vegar færa, en það mætti einnig segja um flestar Islendinga sögur með nokkrum sanni. Grettla er þá dæmisaga um ógæfu, svo og Laxdæla og Gísla saga, en þær eru einnig dæmisögur um ást og afbrýði, ásamt Gunnlaugs sögu og Bjarnar sögu Hítdæla- kappa, svo að dæmi séu nefnd. En þessar sögur eru fyrst og síðast bókmenntaverk, saman settar um örlög fólks og átök; eðli mannsins og örlög. Með nokkrum rétti mætti einnig segja, að Njála og Egla væru fléttaðar saman úr mörgum smá- sögum og þá einnig allhastarlegum dæmisögum. En þær eru þó fyrst og síðast sögur úr lífinu sjálfu. Þær eru sjálft lífið. Þær eru jafn mikil- fenglegar og vatnsmikið fljót í tign- arlegri umgjörð mikilla gljúfra. Annaðhvort er Brandur •Jónsson höfundur Hrafn- kels sögu eða þá hún er lykilsaga einsog Hermann Pálsson telur og þá samin af einhverjum öðrum en virðulegasta fulltrúa Svínfellinga. Hvorttveggja kemur ekki heim og saman. En það mætti einnig hugsa sér, að sagan sé hvorki lykilróman né eftir Brand byskup. Væri þá all- ur málatilbúnaður Hennanns Páls- sonar fallinn. Ef Brandur Jónsson er ekki höf- undur Hrafnkötlu mætti velta því fyrir sér, hvort lykillinn að Svínfell- inga sögu gæti lokið upp leyndar- dómi Hrafnkels sögu. Ég hallast að því með Hermanni Pálssyni að Brandur hafi skrifað Hrafnkötlu og væri það þá ærið afrek af hendi Hermanns að hafa kallað höfund sögunnar fram í dagsljósið, svo merk sem hún er og sérstæð, en að öðru leyti sé ég ótal meinbugi á kenningum hans og samanburðar- fræðum. M. HELGI spjall SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 33 REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 20. marz UMRÆÐUR á málþingi á vegum COEUR (Council on European Responsibilities), ný- legra samtaka er láta sig málefni Evrópu varða, voru til umfjöll- unar í Reykjavíkurbréfi fyrir tveimur vik- um. Þar voru raktar umræður um þau miklu umskipti sem framundan eru með væntanlegri aðild ríkja frá Mið- og Austur- Evrópu að Evrópusambandinu og greint frá sjónarmiðum nokkurra fulltrúa ríkja úr austurhluta álfunnar, er fluttu framsögu á málþinginu. A síðari hluta málþingsins voru mál vest- urhluta álfunn'ar og álfunnar í heild til um- ræðu, ekki síst sú spuming hvert bindiefni Evrópusamstarfsins væri og hvort fram- kvæmanlegt væri að efla menningarlega samkennd meðal þjóða Evrópu. Var þeirri spurningu varpað fram hvað gera þyrfti til að Evrópa gæti orðið samstíga hinu lifandi menningar-, mennta- og vísindalífi Banda- ríkjanna er væri grunnur hins efnahags- lega þróttar Bandaríkjanna. Hvernig mætti hverfa frá þeim sögulegu og menn- ingarlegu forsendum er lægju til grund- vallar utanríkisstefnu einstakra ríkja þannig að í staðinn kæmi stefna er tæki mið af þörfum og skyldum Evrópu sem heildar? Mengun, hryðjuverk og innflytj- endamál væru dæmi um málaflokka er taka yrði á sameiginlega til að árangur myndi nást. Spurt var hvort hægt væri að víkka sjón- deildarhring Evrópubúa út fyrir landa- mæri heimalandsins og hvort grundvöllur væri fyrir fjölmiðlun er næði til Evrópu allrar. Evrópu væri sem stendur stjórnað af sameiginlegum reglum án þess að sam- eiginleg gildi og pólitísk menning lægju til grundvallar. Evrópu skortir sjálfs- traust ROMANO Prodi, fyrrum forsætisráð- herra Italíu, sagði mikilvægt að leysa þau vandamál sem væru til staðar án þess að það yrði til þess að hin félagslega uppbygging álfunnar rofnaði. Hann taldi heimaland sitt hafa haft mikinn hag af hinni evrópsku samvinnu. Er Italir gengu í Evrópusambandið hefðu þjóðartekjur á mann samsvarað 38% af þjóðartekjum Svisslendinga. Nú væru þjóðartekjur Itala hins vegar 77% af þjóðartekjum Svisslend- inga. „Þetta er Evrópu að þakka,“ sagði Prodi en tók fram að taka hefði þurft erfið- ar ákvarðanir til að ná þessum árangri. Hann gerði efnahagskreppuna í Asíu að umtalsefni og sagði að við þær aðstæður sem ríktu í Evrópu áður en hinn efnahags- legi og peningalegi samruni ESB-ríkjanna hófst hefðu afleiðingar af völdum Asíu- kreppunnar orðið mun alvarlegri. Hver einstakur gjaldmiðill Evrópuríkjanna hefði við fyrri kringumstæður orðið skotspónn peningamarkaða. Þá velti hann fyrir sér hinni evrópsku samkennd eða ímynd. Vissulega styddi hann hugmyndir um Evrópu fjölbreytileik- ans. Það mætti hins vegar spyrja hvort Evrópa ætti að einhverju leyti að búa við sameiginlegt fréttamat eða hvort taka ætti allt slíkt upp hrátt frá Bandaríkjunum. Eins og stæði kæmu flest gildi þaðan. „Okkur skortir einhvers konar sameigin- lega sjálfsmynd. Álfan hefur ekkert sjálfs- traust,“ sagði forsætisráðherrann fyi'i'ver- andi. EMU róttæk- asta breyt- ingin ALEXANDRE Lamfalussy, fyn'um yfírmaður Evrópsku peningamálastofnun- arinnar, EMI, for- vera Evrópska seðla- bankans, fjallaði mikið um hinn peninga- lega samruna og sagði sameiginlegan gjaldmiðil vera róttæka breytingu á Evr- ópusamstarfinu. Vissulega hefðu áður ver- ið gerðar breytingar en í þessu tilviki væri um heljarstökk að ræða. Með stofnun Evr- ópska seðlabankans hefði fyrstu sam- bandsstofnuninni verið komið á laggirnar, þar sem ákvarðanir væru teknar með ein- földum meirihluta. „Þetta er þar að auki að gerast á sviði peningamála sem til þessa hafa verið tákn fullveldis þjóðanna," sagði Lamfalussy. Með upptöku sameiginlegrar myntar gæti fólk treyst stöðugleikanum og nauð- syn baráttunnar gegn verðbólgu hefði ver- ið skráð í stofnsáttmála sambandsins. „Nær öll ríki Evrópu hafa háð baráttu við verðbólguna á undanfómum 75 árum. Ég held að við sjáum nú fram á endalok þess tímabils og ég tel það jákvæða þróun. Á hverju einasta verðbólguskeiði sögunnar eru það hinir minnimáttar sem hafa orðið að bera kostnaðinn. Hinir ríku og valda- miklu hafa getað varið hagsmuni sína og jafnvel hagnast á ástandinu." Lamfalussy sagði innri markaðinn nú vera fullmótaðan og með sameiginlegum gjaldmiðli hefði síðustu hindruninni verið rutt úr vegi. Verðmyndun yrði gegnsæ í Evrópusambandinu öllu. „Aukin sam- keppni tryggir ekki auðveldara líf en hún tryggir góða lokaniðurstöðu," sagði Lam- falussy og vitnaði í orð Josephs Schumpet- ers um uppbyggilega eyðileggingu. Þetta myndi leiða til andstöðu við sameiginlega gjaldmiðilinn og vekja upp spurningar sem Bandaríkjamenn könnuðust vel við. Spáði hann því meðal annars að evrópska banka- kerfíð tæki algjörum stakkaskiptum á næstu tveimur árum og að það yrðu not- endur bankaþjónustu sem myndu hagnast á því. Hann sagði eina helstu ástæðu þess að bandarískir fjárfestingarbankar hefðu yfir- burðastöðu á heimsmarkaði að innan Bandaríkjanna væri gífurlegt fjármagns- flæði á innanlandsmarkaði. Évrópskur markaður fyrir ríkisskuldabréf gæti breytt þessu Evrópu í hag. Varpaði Lamfalussy loks fram þeirri spurningu hvort hægt yrði að halda áft-am á núverandi braut án þess að til pólitísks samruna kæmi. Taldi hann það hægt til skamms tíma litið en ekki þegai- horft væri lengra fram í tímann. Peningalegur og pólitískur samruni hefðu ávallt verið sam- tvinnaðir í sögulegu samhengi. „Ég vil líta á þetta mál á raunsæjan hátt. Þetta er sögulega einstakt verkefni. Við förum ótroðnar slóðir. Vandinn er ekki hvort við þurfum pólitískan samruna heldur hversu mikinn, hvenær og hvernig." Pólitískur samruni væri Evrópusambandinu nauð- synlegur en sá samruni gæti tekið á sig ýmsar myndir. Lamfalussy var spurður hvort hann teldi ríki utan evrusvæðisins, t.d. í austurhluta Evrópu, geta tekið upp evruna sem gjald- miðil. Hann taldi það ekki útilokað, t.d. mætti koma á fyrirkomulagi á borð við myntráð. Ætlaði ríki hins vegar að gera slíka tilraun yi'ði það að vera vel í stakk bú- ið og t.d. með öflugt bankakerfi er gæti starfað í umhverfi þar sem verðbólga væri engin. Óvíst væri hvernig slíkt myndi ganga. BRESKI kvik- Baráttan við myndaframleiðand- inn David Puttnam Hollywood gerði menningarlega stöðu Evi'ópu að um- talsefni og þá ekki síst hverjar framtíðar- horfur álfunnar væru í ljósi gífurlegra yfir- burða bandarísku kýikmyndafyrii-tækj- anna í Hollywood á markaðnum. Puttnam er líklega þekktastur fyi'ir kvikmyndirnar Chariots of Fire, Killing Fields og The Mission en hann hefur einnig verið virkur í breskum stjórnmálum. Hann starfaði með miðjuflokknum SDP á síðasta áratug, sem var klofningsflokkur úr Verkamanna- flokknum en hefur á síðustu árum átt náið samstarf við forsætisráðherrann Tony Bla- ir, m.a. í menntamálum, og var á síðasta ári veitt sæti í lávarðadeildinni. Puttnam sagðist vera þeirrar skoðunar að Evrópa gæti byggt upp sína eigin menn- ingu með hjálp kvikmynda, sjónvarps og prentmiðla. Hann sagði bandarískar kvik- Morgunblaðið/Rax HORFT TIL KEILIS myndir gjarnan hafa verið gagnrýnar á bandarískt þjóðfélag en jafnframt hefðu þær átt þátt í að renna stoðum undir einn af grundvallarþáttum bandaríski-ar menn- ingar, nefnilega hamingjuleitina. Þeim rétti einstaklinga til að reyna að öðlast sem mesta lífshamingju og þeim boðskap að hver væri sinnar gæfu smiður hefði verið komið á framfæri í gegnum kvikmyndir. Hann tók dæmi af Woodrow Wilson, sem var forseti Bandai'íkjanna fyrr á öldinni og sagði hann hafa gert sér grein fyrir mögu- leikum kvikmyndaiðnaðarins og þeim tæki- færum er hann byði upp á og ákveðið að styðja við bakið á honum. Þetta hefði leitt til að bandarískum gildum var dreift um alla veröld í gegnum kvikmyndirnar. Jafn- framt hefði þetta hjálpað stórum hópum innflytjenda að laga sig að nýju samfélagi. Með kvikmyndum hefði þeim verið miðlað upplýsingum um eðli og lögmál þess sam- félags sem þeir byggju nú í. Flestar þær myndir er væru framleiddar í dag legðu hins vegar ekkert slíkt til gi'undvallar, þess í stað væru þær undir- seldar „harðstjórn hagnaðarins". Upplýsingabyltinguna taldi hann hafa ákveðnar hættur í för með sér. Myndir væru áhrifameiri en orð og með því að sýna fólki myndir væri verið að blanda sér í líf fólks. Eftir því sem upplýsingaflæðið yrði meira yrði áhuginn á þeim jafnfi'amt minni. Því væri gripið til þess ráðs að sýna ein- ungis þær myndir er væni líklegastar til að ögra. Fjölmiðlar hefðu mestan áhuga á æsifréttamennsku þar sem „ótti seldi blöð“. Slíkt gæti að mati Puttnams ekki verið hollt fyrir lýðræðið og afleiðingin hlyti að vera sú að fólk yrði stöðugt minna upplýst. Hætta væri á eins konar for- heimskun samfélagsins á upplýsingaöld. Þó væri tækifæri til að snúa þessu við og flestir væru vart farnir að gera sér grein fyrir þeim ótrúlegu möguleikum er tæknin byði upp á til að koma upplýsingum og lær- dómi á framfæri. Tæknin ætti eftir að gjör- bylta menntakerfinu. f upplýsingatækninni fælust ekki einungis viðskiptatækifæri heldur ætti hún eftir að gjörbylta samfé- laginu öllu. „Við verðum að nýta þau tæki- færi sem tæknin býður upp á. Ef sama þró- un á sér stað varðandi menntun og hefur átt sér stað varðandi kvikmyndir, hvað verður þá eftir af hinni menningarlegu sjálfsmynd okkar?“ Puttnam sagði að hægt væri að fram- leiða „drasl, ómerkilegheit og æsing“ með ótrúlega litlum tilkostnaði. Gæði væru tímafrekari og dýrari. „Ég trúi á lögmálið um orsök og afleiðingu," sagði Puttnam og bætti við að það væri okkar að ákveða hvers konar samfélag við létum af hendi til næstu kynslóða. Óhjákvæmi- legir yfir- burðir ensk- unnar ián, sem er forstjóri SPÁNVERJINN Juan Luis Cebrián gerði framtíðarum- hverfi fjölmiðlunar og framtíð evrópskr- ar menningar einnig að umtalsefni. Cebr- Prisa-samsteypunnar, er meðal annars gefur út blaðið E1 Pais, og var áður ritstjóri þess blaðs, sagði að á næstu árum myndi samsetning íbúa Evrópu taka verulegum stakkaskiptum og væri það eitt alvarlegasta vandamálið er álfan stæði frammi fyrir. Milljónir og aftur milljónir inníý+jenda myndu streyma til Evrópu fi-á Afríku, ekki síst norðurhluta álfunnar. Afleiðingin yrði sú að evrópskum og kristn- um Evrópubúum myndi fækka verulega. Evrópu stafaði mun meiii hætta, menning- ai'lega séð, af norður-afrískum innflytjend- um en innflytjendum frá Austur-Evrópu. Það væri jafnfi-amt erfitt að finna fjöl- miðil í Evrópu er reyndi að vera „evrópsk- ur“, raunar vissi hann einungis um eitt dagblað er hefði það að markmiði og það væri bandaríska blaðið International Her- ald Tribune. Að sama skapi væri í Evrópu einungis að finna eina evrópska sjónvarps- stöð, í þeim skilningi að hægt væri að ná útsendingum hennar um álfuna alla, og það væri bandaríska sjónvarpsstöðin CNN. „Tungan, vopn og fjármagn eru þau tæki er best hafa reynst til að samhæfa þjóðir í gegnum söguna,“ sagði Cebrián og spáði því að yfirburðir enskunnar í hinu rafræna samfélagi framtíðarinnar yrðu algjörir. Enskukunnátta yrði öllum þeim nauðsyn- leg er hygðust nota Netið í eigin þágu. Út- þensla enskunnai' sem hins algilda heims- máls, lingua franca, væri óumflýjanleg. „Niðurstaðan hlýtur því að vera sú að flest- ir Evrópubúar verði að ráða við tvö til þrjú tungumál ef við hyggjumst byggja upp evrópska samkennd," sagði Cebrián. „Við verðum að nýta þau tækifæri sem tæknin býður upp á. Ef sama þróun á sér stað varðandi menntun og hefur átt sér stað varðandi kvikmyndir, hvað verður þá eftir af hinni menningar- legu sjálfsmynd okkar?“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.