Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 35 Það er ekki hægt að skreppa út í IKEA og kaupa borð inn í stofu sem er annars full af 17. aldar hús- gögnum Ég vinn mikið með stál. Það er krefjandi og um leið spennandi að skera það og beygja og skapa eigin list pössuðu ekki við antík-borðið sem var komið í stað borðsins hennar. En hún hefur næmt auga fyrir hinu stílhreina. Það kemur vel fram í skartgripunum sem hún hannar, húsgögnunum og í stál-listaverkun- um. Thelma sýndi veggmyndir í fyrsta sinn á samsýningu í Graz árið 1993. Verkin hennar fengu bestu dóma sýningarinnar. „Það var mér svo mikil hvatning að ég hélt ótrauð áfram. Eg sýndi þá fimm myndir. I einum dómi sagði að hinir lista- mennirnir ættu að krjúpa við verkin mín af því að þau væru svo stíl- hrein,“ sagði Thelma og hló glað- lega við minninguna. Tvær einkasýningar á Spáni „Undanfarið hef ég haft vinnu- stofu heima hjá mér en nú er ég aft- ur búin að taka á leigu vinnuaðstöðu í gamalli myllu hérna í nágrenninu. Ég ætla að brjóta niður vegg í öðru vinnuherberginu svo að ég sjái nið- ur í hofið þar sem vatn knýr myllu- hjólið. í hinu heyri ég þegar eigend- inn malar komið sem bændurnir í nági'enninu koma með til hans.“ Thelma málar felldu álverkin sín með einum lit og máir málninguna síðan af. „Ég er með gamlar vélar niðri í kjallara þar sem ég get beygt stálið og tamið það eins og ég vil.“ Hún fer annars fáum orðum um vinnuaðferðirnar. „Ég vil ekki ljóstra upp öllum mínum lejmdar- málum. Ég hef þróað tæknina sjálf og vil ekki að aðrir fari að apa hana eftir.“ Sýningarstjóri gallerís á Spáni varð svo hrifinn af verkum hennar þegar hún sýndi honum myndir af þeim í París að hann bað um sýnis- horn og úr varð sýning á Spáni. Það var fyrsta einkasýningin hennar á veggmyndum. Hún var haldin í „La Fabrica" nútímalistasafninu í Pa- lencia fyrir tveimur árum og ári seinna var hún síðan með einkasýn- ingu í „Der Reiter Kunstsalon" í Valenzia. „Hér var sagt frá sýningunum á Spáni í öllum blöðum,“ sagði Thelma. „Það veitti mér mikið að halda þær. Það sýndi að mér hefur tekist að skapa mér mitt nafn í lista- heiminum. Fimm barna móðir Eiginmaður Thelmu á eina stærstu skóverslunarkeðju Evrópu. Thelmu finnst jafn mikill óþarfi að flíka því og að hafa orð á að hún er fyrrverandi fegurðardrottning. „Hvort tveggja skiptir engu máli,“ segir hún. „Það er ótrúlegt hvernig fegurðardrottningartitillinn loðir við mann til lífsloka. Keppnirnar tóku ekki nema tvö kvöld af æVinni ojg úrslitin höfðu lítil áhrif á mitt líf. Eg vai' búin að koma undir mig fót- unum sem fyrirsæta í Kaupmanna- höfn þegar ég kom dökkbrún heim úr ferðalagi um Afríku og vann feg- urðarsamkeppnina á Islandi 1963.“ Ári seinna var hún kjörin Fegurðar- drottning Norðurlanda. Hún þurfti aldrei að nota „Miss“ titlana til að komast áfram í tískuheiminum. Henni gekk vel í London og hún sló í gegn í París. „Ég var rétt komin þangað þegar Vogue birti 24 síður með myndum af mér. Eftir það þurfti ég ekki að hafa áhyggjur af verkefnum." Hún bjó í París í þrjú ár og fór í vinnuferðir vítt og breitt um heiminn. „Ég var tilbúin að hætta í tísku- bransanum þegar ég kynntist manninum mínum fyrir 30 árum. Þá var ég búin að vera ljósmynda- fyrirsæta í átta ár og búin að fá nóg. Ég vildi eignast börn. Þegar ég kvaddi starfsfólkið á sjúkrahús- inu þar sem ég átti Anton, elsta son minn, sagðist ég koma fljótt aftur. Það stóðst. Ég eignaðist Alexander ári seinna!" Anton er nú 29 ára og að Ijúka listnámi í listaháskólanum í Vín. Alexander er 28 ára við- skiptafræðingur og starfar í fyrir- tæki föður síns. Valentin er 22ja ára lærður kaupmaður og vinnur einnig hjá pabba sínum. Tína sem er 19 er í háskólanámi og Victoria, 17 ára, er að Ijúka menntaskóla. „Alexander reyndi fyrir sér sem fyrirsæta en líkaði það ekki. Hon- um fannst asnalegt að vera alltaf að sýna sjálfan sig og hann átti litla samleið með hinum módelunum. Þetta er auðvitað allt öðru vísi hér en í stórborgunum. En hann hefði getað orðið góður. Það er mikið af góðum austurrískum karlmódel- um.“ Thelmu datt gamalt Marie Claire tímarit í hug þegar hún talaði um fyrirsætustörfin. „Ég rakst á þetta fyrrir nokkrum vikum úti í glugga í fomblaðasölu í París. Ég stóðst ekki mátið og fór inn og bað um það. „Þetta er nefnilega ég,“ sagði ég við sölumanninn og hann rak upp stór augu. Hugsaðu þér, eldgömul kerling kemur inn og segist vera stelpan á forsíðunni." Bekkjarpartí Thelma hefur sterkar taugar til Islands. „Ég á fáa en góða vini þar,“ sagði hún. Móðir hennar, Lydia Björnsson, býr enn á heimili fjöl- skyldunnar í Reykjavík en faðir hennar, Ingvar Björnsson, fv. véla- maður á Gullfossi, er látinn. Thelma fer „heim“ svona annað hvert ár. Hún fagnaði mér svo innilega þegar ég hafði fyrst samband við hana að ég hélt að hún væri að taka feil og héldi að hún þekkti mig. „Nei, nei. Það er bara af því að þú ert íslend- ingur, „ sagði hún. „Ég þekki ekki sálu á götu á Islandi. Krakkarnir hlæja að mér og benda á eldri menn og segja: „Rýndu vel í þennan, hann var kannski með þér í bekk!“„ Hún saknar þess að hafa misst samband við bekkjarsystldni sín úr Miðbæj- arskóla. ,,Það var svo skemmtilegur bekkur. Ég veit ekkert hvað varð af þessum krökkum. Mér þætti mjög gaman að hitta þá aftur - það ætti að halda bekkjarpartí og láta mig vita. Ég mundi mæta.“ Hún býr í glæsilegu húsi sem þau hjónin byggðu og hún innréttaði fyrir fjölskylduna í útjaðri Graz. Sambandið við bömin er mjög gott. Hún lifir fyrir þau og listina. Thelma hefur vingjarnlegt en ákveðið viðmót og lífsorkan leynir sér ekki. „Ég vinn mikið með stál. Það er krefjandi og um leið spenn- andi að skera það og beygja og skapa eigin list. En ég er opin fyrir öðru. Ég er tilbúin að fara nýjar leiðir og prófa önnur efni svo að ég geti tjáð mig sem best.“ 200w (2 x 50w RMS) magnari Stafrænt FM/MW/LW útvarp meö RDS og 30 minnum Þriggja diska geislaspilari með 30 minnum Handahófsspilun á geislaspilara fyrir 3 diska Tónjafnari með fimm forstillingum Dínamískur súper bassi Tímastilling og vekjari Tvöfalt DOLBY segulband með síspilun (Auto Reverse) Innstunga fyrir heyrnartól og hljóðnema Fullkomin fjarstýring RDS PRIGðlA ÐISKA GEISLASPILARI HEYRNARTÓL AÐ VERÐMÆTI 450w (2 x lOOw RMS) magnari Stafrænt FM/MW/LW útvarp með RDS og 30 minnum Þriggja diska geislaspilari með 30 minnum Handahófsspilun á geislaspilara fyrir 3 diska Tónjafnari meb popp, rokk, jass, bgm, klassík og flat Dínamískur súper bassi Tímastilling og vekjari Tvöfalt DOLBY segulband með síspilun (Auto Reverse) Innstunga fyrir heyrnartól og hljóbnema Fullkomin fjarstýring Umboðsmenn um land allt: o<f qód kaup! --
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.