Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ semja um aðgang heilbrigðisstarfs- manna að grunninum og við vonum að enginn muni semja af sér. Þetta er þó eitt af mörgum atriðum sem ekki er búið að vinna úr enn. Þar kemur til kasta hinnar nýstofnuðu starírækslu- nefndai-, sem er þriggja manna nefnd sem á að sjá um gerð rekstarleyfisins. Það er heldur ekki búið að ákveða hvaða upplýsingar fara inn í þennan grunn. Um þetta þarf að semja og það er hlutverk starfrækslunefndar. Mér finnst mjög líklegt að þar verði fyrst og fremst um að ræða upplýs- ingar sem hægt er að setja í tölulegt form en ekki texti úr sjúkraskrám." Hvað með gagnrýni virtra vísinda- manna víða um heim á gagnagrunns- hugmyndinni eins og hún hefur verið kynnt? „Mér finnst mjög eðlilegt að þessi gagnrýni komi fram, þetta er alveg nýtt og ég er ekki að segja að þessi lög, eins og þau liggja nú fyrir frá þinginu, svari öllum þeim vandamál- um sem óhjákvæmilega hijóta að koma upp í hugum manna þegar þetta er skoðað. Stóru vandamálin eru per- sónuvemdin sem menn hafa tekist á um, menn hafa gagnrýnt að þetta skuli ekki vera gert með upplýstu og óþvinguðu samþykki almennings, menn hafa gagnrýnt einkaleyfið og loks að þetta trufli frjálsan aðgang að rannsóknargögnum. Þingið hefur slegið vamagla hvað snertir framkvæmd einkaleyfisins og gefið þar möguleika á samningum en ýmislegt er óljóst hvað snertir per- sónuvemdina, sem er stórmál sem mikið hefur þegar verið tekist á um. Mitt viðhorf er það að lög em lög en það breytir ekki því að ágreiningur er uppi. Ljóst er að hægt er að brjóta alla kóða, jafnvel þótt þessar upplýs- ingar séu dulkóðaðar þá er að sjálf- sögðu hægt að brjóta þær. Með vísun í samþykktir Evrópuráðsins þá er sú skilgreining notuð ennþá að svona upplýsingar skuli ekki teljast per- sónugreinanlegar ef „óvenjulega mik- inn mannafla eða tíma“ þarf til að brjóta kóðann. Hinu er ekki að leyna að innan Evrópuráðsins era uppi raddir um að þetta sé kannski ekki nóg. Þessu kann því að verða breytt og þá þyrftu gagnagrunnslögin á ís- landi að taka mið af þeim breyting- um. En eins og málið stendur núna þá samiýmist þessi skilgreining kröfum Siðanefndar Evrópui-áðsins. Hver gæti verið tilgangurinn með því að brjóta þessa kóða - skyldi rekstar: leyfishafinn hafa hagsmuni af því? I hjarta mínu er svarið nei. Löggjafinn setti alls kyns „girðingar" þama - ef lögin eru brotin getur rekstarleyfis- hafinn misst rekstrarleyfið, einnig eru inni refsiákvæði og jafnvel ákvæði um fangelsisvist. En hvemig geymum við þessar upplýsingar núna? Jú, við geymum þær í læstum skápum á fullum kennitölum og sum- ar þeirra eru á fulium kennitölum í tölvukerfi spítalanna. Ef ég ætlaði að fá upplýsingar um einhvem tiltekinn einstakling sem ég ætti ekki rétt á þá myndi ég fremur brjótast inn í t.d. sjúkraskrárkerfi Landspítalans held- ur en inn í umræddan gagnagrunn. Það væri ábyggilega einfaldara. Avinningurinn sem fólkið í landinu hefur af miðlægum gagnagrunni er sá sami og við höfum öll af vísindarann- sóknum í heilbrigðisvísindum. Mið- lægur gagnagrannur sem slíkur er þó ekki tæld til rannsókna á erfðaorsök- um sjúkdóma. Til þess gagnast hann ekki betur en aðrir gagnagrunnar. Ekki má gleyma að við höfum þegar stóra gagnagrunna inni á spítölunum, hjá Krabbameinsfélaginu og í Hjarta- vemd, svo dæmi séu tekin. Með þeitra hjálp má fá nýja þekkingu og skilning á eðli sjúkdóma og hvemig hugsanlegt væri að lækna þá. Notkun gagnagrunna getur þó ekki gefið nema vísbendingar um mögulega ættarfylgni einhvers. Til þess að finna möguleg meingen þarf að taka blóðsýni og það er gert í mörgum rannsóknum. Allir þeir sem hafa und- frgengist svona rannsókn sl. eitt og hálft ár hafa undirritað skjal þar sem kemur fram, auk rannsóknarleyfis, hvort eigi að geyma blóðsýnið, og ef nota ætti blóðsýni þeirra til annarra rannsókna þurfi að spyrja þá aftur leyfis. Þetta gildir einnig um títt- nefhdan miðlægan gagnagrann. Fólk hefur rétt til að hætta þátttöku í hvaða rannsókn sem er án þess að gefa á því neina skýringu. Þá er sýn- um úr fólki eytt ef óskað er. Eg er þeirrar skoðunar að þetta eigi líka að gilda um miðlægan gagnagrann. Það þarf að finna aðferðir til þess að eyða gögnum úr þessum grunni ef fólk vill og um það verður rætt á næstunni hvernig eigi að finna leiðir til þess. Sumir spyrja hvort einstaklingar græði eitthvað á að taka þátt í vís- indarannsóknum. Því er til að svara að einstaklingar hafa sjaldnast neinn beinan hag af að taka þátt í vísinda- rannsóknum, a.m.k. ekki strax.“ Verið er að vinna að bæklingi um gagnagrunnsmálið sem landlæknis- embættið gefur út. „Hann svarar ýmsum spurningum en mörgum \æt- ur hann ósvarað", segir Sigurður. „Á fundi í Strassborg með fulltrúum Evrópuráðs kom fram sú spuming hvort gagnagrunnurinn sem fyrir- hugaður er hér gæti orðið fordæmi fyrh’ önnur lönd. Ég er ekki viss um það. Margt er hér öðravisi en gerist meðal stórþjóða. Hér treystir fólk hvað öðru og ég vona að svo verði framvegis. Ég veit ekki önnur dæmi síðustu áratugina um misnotkun sjúkraskrár en hvað snertir mál Esra Péturssonar. Ymsar aðrar þjóðir hafa brennt sig í þessum efnum, svo sem Þjóðveijar. Bretar era líka miklu tor- tryggnari en fólk hér.“ Bráður læknaskortur á landsbyggðinni Um það hefur verið rætt upp á síðkastið að hætta sé á læknaskorti á Islandi, hvað segir Sigurður Guð- mundsson um það mál? „Lækna- skortur á Islandi er fyrirsjáanlegt stórvandamál og reyndai’ líka skortm- á hjúkrunarfræðingum. A næstu tíu til fimmtán árum stefnir, samkvæmt athugunum, sem sagt í læknaskort á öllu landinu en ekki bara á lands- byggðinni eins og verið hefur að und- anfömu. Læknaskortur úti á landi er mjög bráður. Þarna verður að fara að hugsa til langtímalausna, ekld bara þeirra skammtímalausna sem við höf- um reynt að fleyta okkur á hingað til og hafa oft gengið þokkalega - þó þannig að enginn er ánægður. Við höfum verið að velta fyrir okkur nokkram lausnum, engin ein dugar. Við jiurfum að mennta fleiri lækna og það stendur til að víkka út numerus clausus, sem við nefndum áðan. I öðra lagi þm-fum við að gera ungum læknum grein fyrir kostum þess að vera starfandi úti á landi - að þetta sé spennandi starf, eitthvað nýtt og skemmtilegt og verðugt verkefni fyr- ir ungan lækni. Þetta sé afskaplega fjölþætt starf og sjálfstætt. Menn era þama ekki undir járnhæl einhvers sem sífellt er að „anda niður öxlina“ á þeim. Gagnið sem menn gera í þessu starfi er ótvfrætt. Það þarf að kynna þetta starf miklu fyrr en nú er gert í læknadeild. Það þarf líka að koma því svo fyrir að ungir læknar vinni við heilsugæslu á kandidatsári. Núna era gerðar kröfum um að ungir læknar starfi á lyflæknadeildum og hand- lækningadeildum spítalanna en annað er gefið frjálst á kandidatsári. Við viljum að heilsugæslu sé bætt þama inn sem skyldu, ekki þó endilega úti á landi. I fjórða lagi þarf að bæta vinnuaðstöðu lækna sem vinna á landsbyggðinni. Menn sætta sig ekki við að vera sífellt einir á vakt og komst hvorki lönd né strönd. Það þarf að stækka vaktsvæðin sem menn vinna á og sameina svæðin sem heilsugæslan tekur yfir. Leiðarljós í þeim efnum er t.d. Heilbrigðisstofnun Austurlands. Hún hefur verið sett undir eina stjórn sem gefur mögu- leika á að fólk geti gengið hvað inn í annars störf, hægt sé að skipta fólki á milli svæða og skipuleggja þetta sem eina heild. Ef þetta tekst vel er ljóst „Ég er ekki að segja að þessi lög, eins og þau liggja nú fyrir frá þinginu, svari öllum þeim vandamálum sem óhjákvæmilega hljóta að koma upp í hugum manna þegar þetta er skoðað.“ að þetta verður leiðarljós við frekari breytingar. I fimmta lagi kemur svo til kennsla í landsbyggðariækningum eða hjúkran, sem er að verða sjálf- stæð grein víða ytra. Við viljum koma upp kennslu og þjálfun í þessu fyrir norðan og austan. Háskólinn á Akur- eyri getur bætt við sig verkefnum, þetta væri kjörið fyrir hann.“ En hvers vegna stefnir í svona mik- inn læknaskort? „Þetta stafar að mestu af því að ekki era útskrifaðir nægilega margir læknai’. íslenskir læknar núlifandi era um 1400, af þeim era níu hundruð við störf hér en fimm hundruð era erlendis við nám eða starf. Kannski koma einhverjir þeirra sem era í námi ytra aftur hing- að en það er bjartsýni að halda að það verði nema lítill hluti sem snýr aftur. Við eram sem sagt að útskrifa lækna hér fyrir aðrar þjóðir, okkur hefur hins vegar ekki gengið vel að fá hing- að til starfa erlenda lækna. Við höfum líka gert nokkuð strangar kröfur til kunnáttu þeirra sem vilja starfa hér og það hefur reynst ýmsum erfiður hjalli. Stundum hefur verið nefnt að ástæða væri til að taka hér upp end- urmenntunarpróf fyrir alla lækna. Eina þjóðin sem þetta hefur gert er Bandaríkjamenn en aðrar þjóðir hafa ekki enn treyst sér til að fara út í slíkt. Kannski kemur síðar að slíkum endurmenntunarprófum, en eins og er höfum við lagt áherslu á virka sí- menntun og endurmenntun lækna án prófa. Okkur hefur hins vegar vantað fjármagn til þess að standa straum af þessu. Sumum hefur dottið í hug að mennta menn til ákveðinna starfa í læknisfræði, þetta hefur verið gert erlendis, í Bandaríkjunum era t.d. þjálfaðir upp aðstoðarmenn lækna sem geta teldð hluta af þeirra störf- um á sínar herðar. Hér hefur þetta ekki verið talin heppileg leið. Miklu frekar er horft til hjúkranarfræðinga sem er öflug stétt, þótt þar stefni líka í fækkun. Ég myndi heldur vilja eíla hjúkrunarfræðinga í sínum störfum, það held ég að væri affarasælli leið en búa til enn eina heilbrigðisstéttina.“ Hvað með forvarnir og viðbrögð til dæmis í sambandi við reykingar, nú er fyrirsjáanlegt að ekki mun ganga upp að ísland verði reyklaust árið 2000 eins og var þó að stefnt. „Ég stakk upp á því í blaðagrein fyrir nokkra að niðurgreiða beri nikotín- vörui’ til þess að aðstoða þá sem era að reyna að hætta reykingum. Það er erfitt að hætta að reykja og ái’angm’ af langtímabindindi er því miður enn fremur lítill. Allar rannsóknir benda þó til að nikótínvörur geri gagn. Tó- baksvandamálið er svo alvarlegt að það tekur fíkniefnavandanum langt fram og er hann þó mjög alvarlegur. Miklu fleiri búa við heilbrigðisvanda vegna reykinga en vegna vímuefna og er áfengi þá þar með talið. Okkar ágæti forseti Olafur Ragnar Gríms- son sagði á fundi hjá Tannlæknafé- laginu að dauðsföll af völdum reyk- inga hér á landijafngiltu því að tvær þotur fullar af Islendingum færust á hverju ári. Slíkur er vandinn. For- vamir hafa skilað þeim árangri að tó- baksneysla minnkaði mikið um tíma en þessa sér ekki stað í sama mæli í yngstu aldurshópunum. Nikotínlyfin skila árangri og því er rétt að niður- greiða þau að hluta. Ekki hefur verið reiknað alveg út hvað þetta myndi kosta en slegið hefur verið á að það gæti verið um 200 milljónir á ári. Þetta er stór biti en það bera horfa á þetta í því Ijósi að í tóbaksvamir fer aðeins 1% af því sem ríkið græðir á tóbakseinkasölu sinni. Aðrar þjóðir hafa gert ýmislegt til þess að stemma stigu við reykingum. Bandaríkja- menn hafa stefnt tóbaksfyrirtækjum til skaðabóta, bæði einstaklingar og ríki. Hér er þetta flóknara, ríkið yrði að stefna sjálfu sér. Þetta er því ekki Ijós lausn hér. Önnur leið væri að banna algerlega reykingar á öllum veitingahúsum og öðram opinberam stöðum þar sem fólk kemur saman. Slíkt hefur þegar verið gert í Banda- rílqunum og ég tel rétt að stíga það skref sem fyrst hér. Alþingi getur sett lög um að bannað verði að reykja innanhúss á almannafæri. Hvað með velferðarkerfið? En hver er afstaða Sigurðar til nið- urskurðar á velferðarkerfínu. „Þetta er fyrst og fremst pólitískt mál sem ég sé ekki fyrst og fremst sem vanda- mál stjómmálamanna, heldur sem vandamál okkar sem þjóðar. Hvað viljum við sem þjóð leggja mikið í þetta svokallaða velferðarkerfi okk- ar? Það er alveg Ijóst að við munum aldrei þola mikla mismunun í þessum efnum. Þjóðin er að vísu spurð um þessi efni í kosningum en að öðra leyti finnst mér hún alls ekki láta nægilega mikið í ljósi skoðanir sínar á heilbrigðismálum. Mér finnst við vera fremur „passíf* í þessum efhum. Al- menningur gæti haft miklu meiri áhrif á stefnumótun í þessum málum en hann reynir. Ég er ekki að taka ábyrgðina frá stjómmálamönnum, við kjósum þá yfir okkur til þess m,a. að móta stefnu í heilbrigðis- og velferð- armálum. En þótt við geram það þá megum við ekki skjóta okkur undan þeiiri ábyrgð að reyna að hafa frekaii áhrif á stefnumótun í þessum málum. Mörgum finnst að peningar séu settir í ýmsa þætti sem koma almenningi verr en ef þeim væri varið til eflingar heilbrigðisþjónustu. Stóra spítalamfr í Reykjavíkur hafa verið í mikilli úlfa- kreppu t.d. Þetta era þó flaggskip heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Þrátt fyrir að framlög til heilbrigðis- mála hafi ekki breyst mikið frá 1987 þá hefur þjónusta þeirra breyst vera- lega, gerðar era meiri kröfur í takt við ýmsar framfarir sem orðið hafa í heilbrigðismálum. Almenningur gerir kröfur um góða þjónustu og vill ekki sætta sig við neitt hálfkák. Þessu er reynt að mæta en það er erfitt vegna þess að fjárframlögin hafa ekki breyst í takt við breytingar sem stafa af umræddum framfóram - ný tæki, aðferðir og lyf hafa komið fram sem dýrt er að komast yfir. Við getum ekki haldið svona endalaust áfram. Eitt af hlutverkum landlæknisemb- ættisins er að reyna að hafa áhrif á hvemig fjármunum er varið í heil- brigðisþjónustunni. Þetta er hins veg- ar mjög pólitískt mál.“ En hverra erinda gengur land- læknir samkvæmt skoðun Sigurðar Guðmundssonar? „Landlæknir á að ganga erinda fólksins í landinu, það er alveg ljóst,“ svai-ar hann strax. „I mínum augum er hann umboðsmað- ur sjúklinga. Hann getur aldrei gert öllum til hæfis en það er engin spurning að þetta starf á að vera, hefur verið og verður áfram málsvari fólksins, sjúklinganna í landinu. Það á ekki að vera framlenging á stjóm- sýsluvaldi stjórnvalda heldur veita stjómvöldum ráðgjöf í heilbrigðis- málum.“ G u I I s m í ð i Hársnyrting Hönnunarbraut M á I a r a i ð n Málmtæknibraut Meistaranám M ú r s m í ð i --- R a f i ð n i r T r é i ð n i r Tæknibraut Tækniteiknun Tölvufræðibraut (§) Samiön
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.