Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Grunnskólinn í Olafsvík snýr vörn í sókn Bjartur í Sumar- húsum á fjölunum Samið yið nemendur og ~ foreldra um ástundun f GRUNNSKÓLANUM í Ólafsvík hefur verið gerð sérstök sóknaráætl- un um árangursríkara skólastarf. Skólastjórnendur telja ástæðu til að bæta sjálfsmynd nemenda og kenn- ara, skólinn hefur komið illa út þegar litið er á niðurstöður samræmdra prófa 10. bekkjar og tíð kennara- skipti og hátt hlutfall leiðbeinenda við skólann hefur myndað vítahring, svo erfitt er um vik að fá menntaða kennara tO starfa. Sveinn Þór Eiinbergsson, aðstoð- arskólastjóri grunnskólans, segir að nýverið hafi verið mótuð stefna í málum skólans til næstu ára. „Við ætlum að byrja á brýnustu endur- bótum í skólastarfinu og samningur við foreldra og nemendur í 10. bekk er einn liður í því. Tilefni sóknará- ætlunarinnar er mat okkar og ann- arra á stöðu skólans. Við búum við sama vanda og margir skólar á landsbyggðinni, til dæmis eru kenn- araskipti tíð og skortur á kennurum með réttindi, án þess að við höfum neina algilda skýringu á lélegri út- komu í samræmdum prófum.“ Sveinn Þór segir að nú þurfi að taka á sjálfsmynd og sjálfsvitund nemenda, foreldra og skólans. „Við höfum lent í vítahring. Hér hafa leið- beinendui- verið 60% og réttinda- kennarar 40% og það þýðir að erfið- ara er að ná réttindakennurum." í samningnum, sem gerður hefur verið á milli skólans annars vegar og nemenda 10. bekkjar og foreldra hins vegar er meðal annars kveðið á um að bæta þurfi námsástundun. Skólinn lætur í té 2 vikustundir aukalega í stærðfræði og íslensku og samnings- aðilar lýsa sig samþykka því að nem- endur þurfi að gæta þess að sýna kennurum, starfsfólki og skólaregl- um virðingu, bæta umgengni um hús- næði skólans, sýna hverjir öðrum > fulla tillitssetmi og hvetja hverjir aðra til aukinna dáða og árangurs. Sveinn Þór segir að vinnubrögð nemenda hafi þegar batnað og áhugi þeirra aukist, auk þess sem samstarf BJARTUR í Sumarhúsum, ein rómaðasta skáldsagnapersóna aldariimar á Islandi, lifnar við á fjöluin Þjóðleikhússins í dag þegar Sjálfstætt fólk eftir Hall- dór Laxness verður frumsýnt. Um er að ræða leikgerð Kjart- ans Ragnarssonar og Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur og skipta þau verkinu í tvo hluta, tvær sjálfstæðar sýningar, Bjart - Landnámsmann íslands og Ástu Sóllilju - Lífsblómið. Verður sú fyrri frumsýnd á Stóra sviðinu kl. 15 en sú síðari kl. 20. Á myndinni, sem tekin var á æfingu á fyrri sýningunni, eru í forgrunni þeir Árnar Jónsson, í hlutverki Þórðar í Niðurkotinu, og Ingvar E. Sigurðsson, í hlut- verki Bjarts. Arnar leikur Bjart í síðari sýningunni. Með hlut- verk Rósu fer Margrét Vil- hjálmsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Ieikur Ástu Sóllilju. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. við heimilin sé meira. „Ég vil ekki fullyrða að þetta skipti sköpum fyrir árangurinn í samræmdu prófunum í apríl, enda er þetta ekki skammtíma- aðgerð og verulegur árangur næst aðeins eftir nokkurra ára vinnu.“ Grunnskólinn kostar mánaðarleg námskeið leiðbeinenda við skólann og hvetur þá til fjarnáms. Nú stunda tveir leiðbeinendur fjarnám við Kennaraháskólann og sá þriðji hefur slíkt nám næsta haust. Sveinn Þór Elinbergsson segir að varanlegur árangur í skólastarfinu náist ekki nema með samstillu átaki skólans, nemenda og foreldra, auk þess sem leitað hafi verið til félaga- samtaka og fyrirtækja í Olafsvík vegna Nýsköpunarsjóðs skólans. „Við höfum leitað eftir fjárstuðningi til að kaupa tölvubúnað og önnur tæki og þegar fengið jákvæð við- brögð. Við erum vigreif og ætlum að snúa vörn í sókn.“ Morgunblaðið/Kristinn Asgeir Daníelsson, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun Kvótakerfíð ekki megin- ástæða byggðaröskunar % Skipting afla helstu tegunda 40 -----Reykjanes eftir innlendri löndunarhöfn ÁSGEIR Daníelsson, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, segir að engar haldbærar vísbendingar séu um það að byggðaröskun af völdum sveiflna í sjávarútvegi hafi orðið meiri eftir að kvótakerfi var tekið upp heldur en fyrir daga þess. Hann segir að skýringar þess að minni byggðarlög hafi tapað hlutdeild í sjávarútvegin- um séu fremur tæknilegs eðlis, þau geti ekki staðið undir togurum, sem tryggi jafna hráefnisöflun, og hag- kvæmum rekstrareiningum í fisk- vinnslu. Einnig eigi þessir staðir oft í erfiðleikum með að tryggja sér starfsfólk. Þetta kom fram í ræðu Ásgeirs á málþingi um framtíð búsetu á ís- landi sem hófst í Háskóla íslands í gær. Ásgeir sagði að hlutur minnstu byggðarlaganna af afla til vinnslu hefði greinilega minnkað á síðustu árum. Árið 1982 var 15,2% af afla sem landað var landað í byggðum með undir fimm hundruð íbúum og 46,1% í byggðum með undir fimm- tán hundruð íbúum. Nú væru sam- svarandi hlutföll 10,8% og 38,8%. Bæjarfélög með íbúafjölda á bilinu 1.500-3.000 hafa á hinn bóginn aukið hlut sinn á sama tímabili. Vægi sjávarútvegs heldur áfram að minnka Ásgeir segir að sveiflur í gengi sjávarútvegsfyrirtækja, nú jafnt sem fyrir tíma kvótakerfisins, skýrist af sveiflum í fiskistofnum og afurðaverði, mistökum stjórnenda og fleiru. Hann segir að allt bendi til þess að vægi sjávarútvegs haldi áfram að minnka í efnahagslífinu og af því að hann sé mikilvægastur á lands- byggðinni muni atvinnutækifærum þar fækka. Þessari þróun sé ekki hægt að breyta. Námsstyrkir í Rússlandi 250 krón- ur í styrk á mánuði Menntamálaráðuneytið aug- lýsti nýlega tíu styrki sem rússnesk stjórnvöld bjóða fram til handa Islendingum sem vilja stunda háskólanám í Rússlandi á næsta námsári. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu hefur töluvert verið leitað eftir upp- lýsingum um styrkina og margir sótt umsóknareyðublöð í ráðuneytið, en upphæð styrkjanna hlýtur að teljast vísbending um efnahagsástand í landinu. Styrkir til grunn- náms samsvara 250 ísl. kr. á mánuði en 1.300 ísl. kr. á mán- uði fyrir framhaldsnám. Styrk- þegar greiða sjálfir allan ferðakostnað og greiða sömu leigu og rússneskir námsmenn fyrir herbergi sem þeim verð- ur útvegað á stúdentagarði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.