Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 15/3 - 21/3 ►VEITINGASTAÐIR geta verið opnir allan sólar- hringinn, samkvæmt nýrri reglugerð um smásölu og veitingar áfengis. Sam- kvæmt, reglugerðinni verð- ur einnig heimilt að hafa áfengisútsölur frá klukkan 8 á morgnana til 23 nema á helgidögum. ► SH HEFUR sagt Friðriki Pálssyni, forstjóra fyrir- tækisins, upp störfum. Akvörðunin var tekin á fundi stjórnarinnar á föstu- daginn og kemur hún í kjölfar formannsskipta í stjórninni og nýs meiri- hluta núverandi formanns. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver tekur við forstjórastarfinu en Ró- bert Guðfinnsson, stjórnar- formaður SH, gegnir störf- um forstjóra til að byija með. ► FISKIÐJU S AMLAG Húsavíkur hf. hefur ákveð- ið að loka rækjuverksmiðj- unni á Kópaskeri tíma- bundið á milli vertíða og draga úr rækjuvinnslu á Húsavík. Þá hefúr stjórn samlagsins ákveðið að leita eftir sölu frystitogarans Húsvíkingi ÞH-1. ► I ÁLYKTUN landsfundar Sjálfstæðisflokksins um sjávarútvegsmál er hvatt til þess að leitað verði opn- um huga að lausnum, sem auki sátt og stuðli að betri árangri. Ennfremur að skoðað verði hvort gera þurfi sérstakar ráðstafanir til að tryggja hagsmuni viðkvæmra byggða og hlut þjóðarinnar í afrakstri fískistofnanna. ÍS töpuðu 668 milljónum ÍSLENSKAR sjávarafurðir hf. töpuðu um 668 milljónum króna á síðasta ári og er tapið nánast að öllu leyti rakið til erf- iðleika í rekstri Icelandic Seafood Cor- poration í Bandaríkjunum. Heildarsala samstæðunnar á árinu 1998 nam 33 milljörðum króna en var 25 milljarðar árið áður. Finnbogi Jónsson, forstjóri IS, sagðist ekki telja að þetta tap kallaði á nánari skoðun á samvinnu eða sameiningu IS og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. Líður á seinnihluta hagvaxtarskeiðsins HORFUR eru á að uppgangurinn í ís- lenskum þjóðarbúskap haldi áfram á þessu ári, líkt og undanfarin þrjú ár, en þó eru ákveðin merki um að farið sé að síga á seinnihluta þessa mikla hagvaxt- arskeiðs, enda líklega komið nálægt ytri mörkum þess sem hagkerfíð annar við núverandi aðstæður. Þetta kemur fram í ritinu Þjóðarbúskapurinn, sem Þjóð- hagsstofnun hefur gefið út og fjallar um framvindu efnahagsmála og horfur á ár- inu 1999. Þjóðhagsstofnun spáir 2,5% verðbólgu á þessu ári, en hún hefur ver- ið 1,7% til 1,8% síðustu tvö ár. Þá spáir stofnunin 4,8% hagvexti á árinu 1999. 300-700 hjúkrunarfræðinga vantar Vantar yfír 400 hjúkrimarfræðinga ALLS vantar í um 300 stöðugildi hjúkr- unarfræðinga á heilbrigðisstofnunum miðað við fyrirliggjandi stöðuheimildir en raunveruleg þörf er fyrir að allt að 425 hjúkrunarfræðinga til viðbótar, eigi hjúkrunarstig hérlendis að vera sam- bærilegt við það sem gerist að meðaltali á Norðurlöndum. Þetta kemur fram í skýrslu, sem unnin hefur verið á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. í skýrslunni kemur fram að um 400 menntaðir hjúkrunarfræðingar starfa ekki við hjúkrun og vill félagið að gert verði átak til að fá um 200 þeirra til starfa að nýju. Stjórnkerfiskreppa Evrópusambandsins FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins (ESB) sagði af sér sem heild á örlagaríkum fundi aðfaranótt þriðjudags. Voru tildrög þess birting skýrslu óháðrar nefndar sérfræðinga þar sem hörðum orðum var farið um stjórnarhætti framkvæmdastjórnar- innar undir forsæti Jacques Santers. Leiðtogar ESB-ríkja hafa lagt allt kapp á að finna lausn á því óvissuá- standi sem skapast hefur. Hafa með- limir framkvæmdastjórnarinnar lýst því yfir að þeir muni ekki taka fleiri pólitískar ákvarðanir og hvöttu þeir til þess að ný stjóm yrði mynduð án taf- ar. Ágreiningur hefur verið uppi um hver eigi að taka sæti Santers í nýrri stjórn. Hafa ýmis nöfn verið nefnd, þ.á m., Romanos Prodis, forsætisráð- herra Italíu, og Wims Koks, forsætis- ráðherra Hollands. Ófriðarblikur. á lofti í Kosovo FULLTRÚAR Kosovo-Albana undir- rituðu á fímmtudag bráðabirgðasam- komulag það sem tengslahópur NATO-ríkja og Rússlands hafði gert að forsendu fyrir friði í Kosovo. Ser- bar hafa hins vegar þráast við að und- irrita samkomulagið og er talið að þeim verði gefinn lokafrestur þar til um miðja næstu viku. Ágreiningur milli NATO-ríkjanna og Rússlands í málinu er talinn vera auðsær. Kostir NATO í stöðunni nú eru taldir þröng- ir. Á föstudagskvöld yfirgáfu eftirlits- aðilar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÓSE) Kosovo. Ái'ásir og liðs- safnaður Serba í Kosovo hefur haldið áfram og hafa þúsundir innfæddra Al- bana flúið heimili sín. erlent ► TVÖ morð á Norður-ír- landi í vikunni og óeirðir í bænum Portadown á mið- vikudagskvöld eru til marks um ógöngur friðar- umleitana í héraðinu. Ótt- ast menn að ódæðisverkum muni fjölga á næstunni nema lausn náist á deilum um afvopnun öfgahópa og myndun heimastjórnar á N- írlandi fyrir páska. ►LOFTBELGSFARARNIR, sem ætluðu sér að setja nýtt heimsmet í hnattflugi, voru á fóstudag á góðri siglingu yfir Atlantshafið á leið sinni til austurstrandar Afríku. Takmark Svisslend- ingsins Bertrands Piccards og Bretans Brians Jones markar merk tímamót í sögu flugferða. ►MIKIL ólga liefur verið á þingi Tyrklands og örygg- isviðbúnaður aukinn í kjöl- far hrinu sprengjutilræða í Istanbúl. Reyndi Bulent Ecevit á þriðjudag að veij- ast atlögu að stjórninni á þinginu og tryggja að efnt verði til kosninga í apríl. ► ÍRÖSK stjórnvöld huns- uðu á miðvikudag flugbann vesturveldanna þegar þau sendu flugvél fulla af múslímum áleiðis til Sádi- Arabíu. Söfnuðust um 18.000 Irakar saman við landamæri ríkjanna vegna synjunar SÞ við því að greiða fyrir ferðirnar með fé því sem Irökum hefur verið gert að greiða fyrir matvæli og lyf. FRÉTTIR Flúðasveppir gefa rotmassa til landgræðslu Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. RAGNAR Kristinsson, eigandi Flúðasveppa ehf., hefur ákveðið að gefa Landgi'æðslunni og Landsvirkjun um 3900 rúmmetra af rotmassa sem áburð og jarðvegsefni til uppgræðslu. Um þetta leiti eru 15 ár síðan Ragnar hóf að senda sveppi á markað frá ræktunarstöð sinni á Flúðum. Verður þessi lífræni áburður notaður til margvíslegra uppgræðsluverkefna við Búrfelsstöð, Sultartanga og Hrauneyjarfoss auk fleiri staða og nota á áburðinn til tilrauna við mismunandi aðstæður svo sem að binda jarðveg á örfoka landi, græða upp rofabörð og strand- línur lóna. Kannað verður hvernig rotmasinn virkar á náttúrulegann gróður og uppgi'æðslu við mismunandi aðstæður á svæðinu. Á næsta ári mun verða gerð ýtar- leg úttekt á árangri rotmassans á gróður í samstarfi við RALA og Flúðasveppi. Rotmassi verður þannig til að bygghálmi og kjúklingaskít, sem fellur til í landbúnaði á Suðurlandi, er blandað saman, við það verður til blanda af lífrænu hráefni. Er blandan látinn gerjast í nokkrar vikur þar til hún er sett í ræktunarklefana og upp vaxa sveppir sem þykja lostæti. Eftir hverja uppskeru er rotmassinn tekinn úr klefunum, þá sem frjór áburður, fremur laus salli og eftir nokkra mánuði er þetta farið að líkjast svartri mold. Flúðasveppir nota t.d. árlega um 4000 rúllur af bygg- Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson YFIRMENN svepparæktunarstöðvarinnar Ragnar Kristinn Kristjánsson eigandi, Eiríkur Ágústsson framleiðslu og ræktunarstjóri og Skúli Guðmunds- son sem sér um rotmassagerðina. hálmi sem fellur til við kornræktina hér sunnanlands. Ragnar segir að rækta og græða upp sé mikið áhuga- mál hjá sér og þetta felli vel að þeirri grænu umhverfis- stefnu sem við þurfum að hafa að leiðarljósi. Þessi áburður hefur allnokkuð verið notaður á Flúðum við trjárækt í garðrækt. Ragnar hóf svepparækt fyrir 15 árum, sem áður getur, þá í smáum stíl, voru framleidd um 500 kg. á viku og fáir í vinnu hjá honum. Nú eru framleidd 7 til 8 tonn á viku og 25 manns er á launaskrá, fleiri á sumrin. Áður komu sveppir óreglulega inn á markaðinn enda ekki búið að ná fullkomnu öryggi við framleiðsluna en þetta er afar vandasöm ræktun. Nú eru tíndir ferskir svepir flesta daga ársins og framleiðslan er orðin jöfn og segist Ragnar hafa að leið- arljósi að framleiða fallega og góða vöru. Berglind Stefánsdóttir skólastjóri Vesturhlíðarskóla Vísar gagnrýni á nám heyrnarlausra á bug BERGLIND Stefánsdóttir, skóla- stjóri Vesturhlíðarskóla, er mjög ósátt við ummæli Gylfa Baldursson- ar, deildarstjóra Heyrnar- og tal- meinastöðvar Islands, í Morgun- blaðinu í gær, þar sem m.a. kemur fram gagnrýni á skólann. Berglind segir Gylfa greinilega ekkert fylgj- ast með því starfi sem fram fari inn- an veggja skólans. Gylfi segir m.a. að eftir að sveit- arfélögin tóku við rekstri grunn- skólanna hafi ráðgjafarþjónusta í Vesturhlíðarskóla lagst af, en Berg- lind segir svo ekki vera. „Börn á aldrinum 0-6 ára eru ekki á okkar ábyrgð, heldur á Heyrnar- og tal- meinastöð að veita þeim börnum og foreldrum þeirra ráðgjöf. Ráðgjaf- arþjónustan hér í Vesturhlíðarskóla á að hugsa um heyrnarskerta nem- endur úti í grunnskólunum. Hún hefur ekki verið lögð niður, en reyndar höfum við átt í vandræðum í vetur vegna þess að sá sem sá um þessa þjónustu áður fyrr þurfti að fara í almenna kennslu þar sem okkur vantaði kennara." Gylfi sagði það skjóta skökku við að skóli, „sem í rauninni byggir til- veru sína á því að nemendur skól- ans era vanhæfir til þess að temja sér tal og mál vegna skerðingar ákveðins skynfæris skuli ekki leng- ur, eins og verið hefur í vetur, vera með neina beina talkennslu". Berg- lind svarar þessu ákveðið: „Þetta er bara bull. Það er skortur á talkenn- urum, eins og allir vita sem koma nálægt þessum málum, en það hefur verið talkennari hér hjá okkur síðan í janúar. Gylfi fylgist ekkert með því starfi sem fram fer í skólanum og veit því ekkert um það hvað við er- um að gera hér. Hér eru tveir bekk- ir fyrir heymarskert börn og þar er eingöngu notað tal inni í tímum; það er auðvitað hluti af talkennslu. Svo er líka notað tal hér frammi á göng- um. Hann er því að tala um eitthvað sem hann veit ekkert um.“ Vel staðið að málum af hálfu Fræðslumiðstöðvar Berglind telur virkilega vel að málum staðið af hálfu Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur varðandi Vest- urhlíðarskóla. „Þar er mjög mark- visst starf unnið í tengslum við okk- ar málefni. Þeir hafa sýnt málefnum heyrnarlausra og heyrnarskertra mikinn áhuga og því er ekki hægt að segja að allt hafi farið forgörðum við flutninginn. Þá erum við að tala um 6-16 ára nemendur, ekki þá yngri, en auðvitað vantar starfs- mann í ráðgjafarþjónustuna, það er ekki ráðgjöf fyrir heyrnarskerta nemendur úti í almennum skóla og við erum auðvitað að reyna að leysa þau mál eins vel og við getum.“ Berglind segir markmið Vestur- hlíðarskóla að mennta heyrnarlausa nemendur; það sé auðvitað mark- mið hans eins og annarra grunn- skóla að mennta nemendur sína. „Við erum að búa þá undir lífið. Heyrnar- og talmeinastöð hefur hins vegar forðast að taka þá abyi'gð sem hvílir á henni, sem er að þjónusta börn 0-6 ára. Þessi stofn- un er í raun orðin úrelt, þeir fylgj- ast ekki með tímanum." Hún segir ekki einungis greiningu nauðsynlega fyrir heyrnarskerta eða heymarlausa: „Það er svo miklu, miklu meira sem þarf að fylgja á eft- ir; þjálfun, upplýsingar um bestu leiðir í samskiptum og heilmiklai' aðrar upplýsingar til að bam geti þroskast eðlilega. Heyi'nar- og tal- meinastöð hefur einungis upplýsing- ar um hve margir eru heyrnarlausir og heymarskertir á landinu og það uppfyllir engan veginn skyldur stofnunarinnai',“ segir Berglind. Til skoðunar að tengja skólann venjulegu grunnskólanámi Arthúr Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkurborgar, segir Gylfa einnig fara með rangt mál. „Við er- um með tilraunaverkefni á Sólborg [sem er leikskóli fyi'ir heyrnarlaus og heyrnarskert börn] í fullum gangi í samvinnu við fræðsluyfir- völd í Reykjavík í því skyni að styrkja hugmyndir um blöndun tals og táknmáls." Arthúr segir það hafa gefist vel og verið sé að skoða breytingar á Vesturhlíðarskóla og að hann teng- ist venjulegum grunnskóla. „Við höfum átt í viðræðum vegna þess og því er talsvert verið að vinna í þess- um málum.“ Hann vildi taka fram að Heyrnar- og talmeinastöð ís- lands hefði ekkert samband haft vegna þess máls og vert væri að geta þess að faglegur ágreiningur væri einmitt um það, hvert hlutverk hennar ætti að vera.“ Atlas oq alfræði í sonn heims atlas „Heimsatlasinn er einstaklega skýr, fræðandi og þægilegur í notkun. Kortin í bókinni eru unnin eftir gervihnattamyndum með stafrænum aðferðum sem gerir þau einstaklega lifandi. Samanbrotin kort sýna stærri landsvæði. Hér er komin landabréfabók 21. aldarinnar. “ Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur jianÞA Mál og menning Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.