Morgunblaðið - 26.03.1999, Page 1

Morgunblaðið - 26.03.1999, Page 1
STOFNAÐ 1913 71. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Yfírhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins krefst þess að Milosevic gefí eftir HER SERBA EYTT SAM- ÞYKKIÞEIR EKKIFRIÐ Washington, Belgrad, London, Berlín, Sameinuðu þjóðunum. Reuters. FLUGVÉLAR og herskip Atlantshafsbandalagsins hófu aðra hrinu flugskeyta- og sprengjuárása á skotmörk í Júgóslavíu í gærkvöldi. Að sögn bandaríska varnarmálaráðuneytisins beindust árásirnar einkum að serbneskum hersveitum, sem beitt hefur verið gegn albönskum íbú- um Kosovo. Miklar sprengingar heyrðust í Pristina, höfuðstað héraðs- ins, og einnig í grennd við Belgrad. Wesley Clark, yfirhershöfðingi NATO, sagði að lokamarkmið bandalagsins væri að gereyða Júgó- slavíuher ef Serbar féllust ekki á samkomulag um frið í Kosovo. Reuters VERKAMENN í Novi Sad f Serbíu hreinsa rústir lögreglustöðvar sem eyðilagðist í árás Atiantshafsbanda- lagsins í fyrrakvöld. Önnur hrina Ioftárásanna liófst í gærkvöldi. Á meðal skotmarka NATO í gær voru stór herstöð í Urosevac í Kosovo, hergagnaverksmiðja í bæn- um Trstenik í miðhluta Serbíu, flug- völlur í suðurhluta landsins, auk fjarskipta- og loftvarnastöðva í Svartfjallalandi. BUl Clinton Bandaríkjaforseti sagði að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, yrði að „velja frið“, ella yrði loftárásum NATO haldið áfram. Meginmarkmið hernaðaríhlutunar- innar væri að afstýra miklum hörm- ungum meðal albanskra íbúa Kosovo vegna árása Serba og koma í veg fyrir að átökin breiddust út um Balkanskaga. Ljá máls á málamiðlun Vuk Draskovic, aðstoðarforsætis- ráðherra Júgóslavíu, sagði í viðtali við Sky-sjónvarpið í gærkvöldi að Serbar væru tilbúnir að láta af árás- unum í Kosovo ef NATO hætti fyrst loftárásunum. „Hættið sprengju- árásunum og við munum hætta öll- um aðgerðum gegn fólkinu, hryðju- verkamönnunum sem ollu því að árásir NATO hófust,“ sagði hann. „Ég hygg að við verðum að sættast á málamiðlun," svaraði Draskovic þeg- ar hann var spurður hvort tími væri kominn til að hefja viðræður um málamiðlun. Vojislav Seselj, aðstoðarforsætis- ráðherra Serbíu, hvatti hins vegar Serba úti um allan heim að ráðast „af öllum mætti“ á hermenn NATO- ríkjanna, hvar sem þeir væru stadd- ir, og „tortíma" þeim. Stjórnvöld í Júgóslaviu ákváðu einnig í gærkvöldi að slíta stjórn- málasambandinu við Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland og Bretland. Milo Djukanovic, forsætisráð- herra Svartfjallalands, sagði að mannfall hefði orðið í landinu vegna árása NATO og sakaði Milosevic um að hafa dregið landið inn í „heimsku- leg“ átök við Atlantshafsbandalagið. Stjórnvöld í landinu tóku þó skýrt fram að þótt Svartfellingar vildu ekki berjast með Serbum við NATO merkti það ekki að þeir hygðust segja sig úr júgóslavneska sam- bandsríkinu. Samstaðan að bresta? Fyrstu merkin um að samstaða NATO-ríkjanna kynni að bresta komu fram í gær þegar Massimo D’Alema, forsætisráðherra ftalíu, hvatti til þess að hafnar yrðu samn- ingaviðræður við Serba að nýju eftir fyrstu hrinu sprengjuárásanna sem lauk í fyrrinótt. Tony Blair, forsæt- isráðherra Bretlands, hafnaði þeirri hugmynd að gert yrði hlé á árásun- um til að greiða fyrir frekari viðræð- um við Serba og neitaði því að klofn- ingur væri kominn upp meðal NATO-ríkjanna. Bandarískir emb- ættismenn lögðu einnig áherslu á að „full samstaða" væri innan NATO. D’Alema fullyrti að hernaðan"hlut- unin hefði þegar orðið til þess að Serbar hefðu neyðst til að hætta árásum sínum í Kosovo. Ummæli hans voru þó ekki í samræmi við yf- irlýsingar embættismanna NATO, sem sögðu að serbneskar öryggis- sveitir hefðu haldið áfram árásum sínum á albönsk þorp í Kosovo í gær. Wesley Clark sagði að NATO myndi halda árásunum áfram með skipulegum hætti td að „sundra, nið- urlægja og tortíma" her Júgóslavíu ef Milosevic yi-ði ekki við kröfum al- þjóðasamfélagsins. Rússar fordæma árásirnar Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, gagnrýndi árásir NATO og sagði að þrá Bandaríkjamanna eftir heimsyfirráðum hefði leitt til mesta hættuástands í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni. „Þetta er í fyrsta sinn frá seinna stríðinu sem ráðist er á fullvalda ríki í Evrópu,“ sagði utanríkist'áðhcrrann. Gennadí Seleznjov, forseti dúmunnar, neðri deildar þingsins, kvaðst telja að Rússar myndu veita Serbum hernaðarlega og tæknilega aðstoð vegna ái'ása NATO. Ráða- menn í Rússlandi hafa gagnrýnt hernaðaríhlutunina harkalega, en ekki gengið svo langt að bjóða Serb- um hernaðaraðstoð. ■ Árásir NATO/28-31 Arásir á þorp í Albaníu Kukes, Dobrune. Reuters. SERBNESKAR hersveitir í Kosovo gerðu í gær árásir á tvö þorp í norðausturhluta Albaníu eftir að Atlantshafsbandalagið hóf loft- árásir á skotmörk í Júgóslavíu. Kudusi Lama, herforingi í alb- anska landamærabænum Kukes, um 25 km norðaustur af Tirana, sagði að mikil spenna væri við landamærin. Serbar hefðu skotið á albanska hermenn og sært foringja þeirra. Lama sagði að albönsku her- mennirnir hefðu ekki svarað árásinni en bætti við að skotið yrði á serbnesku hersveitirnar ef þær reyndu að fara yfir landamærin. Talsmaður albanska innanríkis- ráðuneytisins sagði að Serbai- hefðu einnig skotið þrettán sprengikúlum á þorp í Albaníu. Sprengjurnar hefðu valdið skemmdum á húsum en engu mannfalli. Ráðamenn í Albaníu telja að Serbar vilji draga landið inn í átökin í Kosovo með árásum yfir landa- mærin. Flóttafólk frá Kosovo streymdi til Albaníu í gær vegna árása serbneskra öryggissveita. Ráðist að skrifstofu ÖSE í Skopje HUNDRUÐ serbneskra mót- mælenda réðust síðdegis í gær að hótelinu Aleksandar Palace í Skopje í Makedóníu þar sem eft- irlitsmenn OSE hafa komið upp höfuðstöðvum eftir að þeir fóru frá Kosovo um siðustu helgi. Voru bifreiðar eftirlitsmanna grýttar áður en óeirðaliigregla greip í taumana. Einnig var kveikt í bifreiðum og girðingar rifnar niður við sendiráð Banda- ríkjanna í borginni. Að sögn Reuters-fréttastofunn- ar heyrðu vitni skothvelli og sprengjuhvelli í miðborginni og lögregluþyrlur flugu yfir borg- ina. Ekki bárust nánari fregnir af sprengingum en talið var hugsanlegt að um gastanka eða bensíntanka bifreiða, er kveikt var í, hefði verið að ræða. Eftir að lögregla hafði dreift mann- fjöldanum með táragasi stóð hún vörð við byggingar þar sem vestræn ríki og stofnanir hafa starfsemi. Urður Gunnarsdóttir, sem starfar sem blaðafulltrúi hjá eft- irlitssveitum ÖSE, sagðist hafa verið að ganga niður tröppur í anddyri hótelsins er þetta gerð- ist. „Það er stór gluggi við and- dyrið er snýr að bílastæðinu og ég sá að mikill mannfjöldi hafði safnast saman í nokkur hundruð metra íjarlægð frá hótelinu, sem stendur á opnu svæði í út- jaðri Skopje. Allt í einu tekur mannfjöldinn á rás í átt að hót- elinu. Fréttamenn sem geymdu upptökubúnað fyrir utan hótelið Reuters SERBAR kveikja í fána Banda- ríkjanna við sendiráð landsins í Skopje til að mótmæla árás- um NATO á Júgóslavíu. þustu út til að bjarga tækjum sínum og öryggisverðir hlupu út á bílastæðið, þar sem um þrjátíu jeppar á vegum ÖSE stóðu,“ sagði Urður. Hún sagði óeirðalögreglu hafa náð að stöðva mótmælin áður en teljandi skemmdir voru unnar en nokkrar rúður voru brotnar í bifreiðum. „Það er greinilegt að mörgum er farið að hitna í liamsi hér í Makedóníu. Margir Makedóníu- menn hafa mikla samúð með málstað Serba og mátti sjá serbneska og makedóníska fána í mannþrönginni. Það er hins vegar ekki fyrr en nú eftir að sprengjuárásir hófust að við hjá ÖSE verðum vör við þessa reiði.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.