Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 1
STOFNAÐ 1913 71. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Yfírhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins krefst þess að Milosevic gefí eftir HER SERBA EYTT SAM- ÞYKKIÞEIR EKKIFRIÐ Washington, Belgrad, London, Berlín, Sameinuðu þjóðunum. Reuters. FLUGVÉLAR og herskip Atlantshafsbandalagsins hófu aðra hrinu flugskeyta- og sprengjuárása á skotmörk í Júgóslavíu í gærkvöldi. Að sögn bandaríska varnarmálaráðuneytisins beindust árásirnar einkum að serbneskum hersveitum, sem beitt hefur verið gegn albönskum íbú- um Kosovo. Miklar sprengingar heyrðust í Pristina, höfuðstað héraðs- ins, og einnig í grennd við Belgrad. Wesley Clark, yfirhershöfðingi NATO, sagði að lokamarkmið bandalagsins væri að gereyða Júgó- slavíuher ef Serbar féllust ekki á samkomulag um frið í Kosovo. Reuters VERKAMENN í Novi Sad f Serbíu hreinsa rústir lögreglustöðvar sem eyðilagðist í árás Atiantshafsbanda- lagsins í fyrrakvöld. Önnur hrina Ioftárásanna liófst í gærkvöldi. Á meðal skotmarka NATO í gær voru stór herstöð í Urosevac í Kosovo, hergagnaverksmiðja í bæn- um Trstenik í miðhluta Serbíu, flug- völlur í suðurhluta landsins, auk fjarskipta- og loftvarnastöðva í Svartfjallalandi. BUl Clinton Bandaríkjaforseti sagði að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, yrði að „velja frið“, ella yrði loftárásum NATO haldið áfram. Meginmarkmið hernaðaríhlutunar- innar væri að afstýra miklum hörm- ungum meðal albanskra íbúa Kosovo vegna árása Serba og koma í veg fyrir að átökin breiddust út um Balkanskaga. Ljá máls á málamiðlun Vuk Draskovic, aðstoðarforsætis- ráðherra Júgóslavíu, sagði í viðtali við Sky-sjónvarpið í gærkvöldi að Serbar væru tilbúnir að láta af árás- unum í Kosovo ef NATO hætti fyrst loftárásunum. „Hættið sprengju- árásunum og við munum hætta öll- um aðgerðum gegn fólkinu, hryðju- verkamönnunum sem ollu því að árásir NATO hófust,“ sagði hann. „Ég hygg að við verðum að sættast á málamiðlun," svaraði Draskovic þeg- ar hann var spurður hvort tími væri kominn til að hefja viðræður um málamiðlun. Vojislav Seselj, aðstoðarforsætis- ráðherra Serbíu, hvatti hins vegar Serba úti um allan heim að ráðast „af öllum mætti“ á hermenn NATO- ríkjanna, hvar sem þeir væru stadd- ir, og „tortíma" þeim. Stjórnvöld í Júgóslaviu ákváðu einnig í gærkvöldi að slíta stjórn- málasambandinu við Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland og Bretland. Milo Djukanovic, forsætisráð- herra Svartfjallalands, sagði að mannfall hefði orðið í landinu vegna árása NATO og sakaði Milosevic um að hafa dregið landið inn í „heimsku- leg“ átök við Atlantshafsbandalagið. Stjórnvöld í landinu tóku þó skýrt fram að þótt Svartfellingar vildu ekki berjast með Serbum við NATO merkti það ekki að þeir hygðust segja sig úr júgóslavneska sam- bandsríkinu. Samstaðan að bresta? Fyrstu merkin um að samstaða NATO-ríkjanna kynni að bresta komu fram í gær þegar Massimo D’Alema, forsætisráðherra ftalíu, hvatti til þess að hafnar yrðu samn- ingaviðræður við Serba að nýju eftir fyrstu hrinu sprengjuárásanna sem lauk í fyrrinótt. Tony Blair, forsæt- isráðherra Bretlands, hafnaði þeirri hugmynd að gert yrði hlé á árásun- um til að greiða fyrir frekari viðræð- um við Serba og neitaði því að klofn- ingur væri kominn upp meðal NATO-ríkjanna. Bandarískir emb- ættismenn lögðu einnig áherslu á að „full samstaða" væri innan NATO. D’Alema fullyrti að hernaðan"hlut- unin hefði þegar orðið til þess að Serbar hefðu neyðst til að hætta árásum sínum í Kosovo. Ummæli hans voru þó ekki í samræmi við yf- irlýsingar embættismanna NATO, sem sögðu að serbneskar öryggis- sveitir hefðu haldið áfram árásum sínum á albönsk þorp í Kosovo í gær. Wesley Clark sagði að NATO myndi halda árásunum áfram með skipulegum hætti td að „sundra, nið- urlægja og tortíma" her Júgóslavíu ef Milosevic yi-ði ekki við kröfum al- þjóðasamfélagsins. Rússar fordæma árásirnar Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, gagnrýndi árásir NATO og sagði að þrá Bandaríkjamanna eftir heimsyfirráðum hefði leitt til mesta hættuástands í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni. „Þetta er í fyrsta sinn frá seinna stríðinu sem ráðist er á fullvalda ríki í Evrópu,“ sagði utanríkist'áðhcrrann. Gennadí Seleznjov, forseti dúmunnar, neðri deildar þingsins, kvaðst telja að Rússar myndu veita Serbum hernaðarlega og tæknilega aðstoð vegna ái'ása NATO. Ráða- menn í Rússlandi hafa gagnrýnt hernaðaríhlutunina harkalega, en ekki gengið svo langt að bjóða Serb- um hernaðaraðstoð. ■ Árásir NATO/28-31 Arásir á þorp í Albaníu Kukes, Dobrune. Reuters. SERBNESKAR hersveitir í Kosovo gerðu í gær árásir á tvö þorp í norðausturhluta Albaníu eftir að Atlantshafsbandalagið hóf loft- árásir á skotmörk í Júgóslavíu. Kudusi Lama, herforingi í alb- anska landamærabænum Kukes, um 25 km norðaustur af Tirana, sagði að mikil spenna væri við landamærin. Serbar hefðu skotið á albanska hermenn og sært foringja þeirra. Lama sagði að albönsku her- mennirnir hefðu ekki svarað árásinni en bætti við að skotið yrði á serbnesku hersveitirnar ef þær reyndu að fara yfir landamærin. Talsmaður albanska innanríkis- ráðuneytisins sagði að Serbai- hefðu einnig skotið þrettán sprengikúlum á þorp í Albaníu. Sprengjurnar hefðu valdið skemmdum á húsum en engu mannfalli. Ráðamenn í Albaníu telja að Serbar vilji draga landið inn í átökin í Kosovo með árásum yfir landa- mærin. Flóttafólk frá Kosovo streymdi til Albaníu í gær vegna árása serbneskra öryggissveita. Ráðist að skrifstofu ÖSE í Skopje HUNDRUÐ serbneskra mót- mælenda réðust síðdegis í gær að hótelinu Aleksandar Palace í Skopje í Makedóníu þar sem eft- irlitsmenn OSE hafa komið upp höfuðstöðvum eftir að þeir fóru frá Kosovo um siðustu helgi. Voru bifreiðar eftirlitsmanna grýttar áður en óeirðaliigregla greip í taumana. Einnig var kveikt í bifreiðum og girðingar rifnar niður við sendiráð Banda- ríkjanna í borginni. Að sögn Reuters-fréttastofunn- ar heyrðu vitni skothvelli og sprengjuhvelli í miðborginni og lögregluþyrlur flugu yfir borg- ina. Ekki bárust nánari fregnir af sprengingum en talið var hugsanlegt að um gastanka eða bensíntanka bifreiða, er kveikt var í, hefði verið að ræða. Eftir að lögregla hafði dreift mann- fjöldanum með táragasi stóð hún vörð við byggingar þar sem vestræn ríki og stofnanir hafa starfsemi. Urður Gunnarsdóttir, sem starfar sem blaðafulltrúi hjá eft- irlitssveitum ÖSE, sagðist hafa verið að ganga niður tröppur í anddyri hótelsins er þetta gerð- ist. „Það er stór gluggi við and- dyrið er snýr að bílastæðinu og ég sá að mikill mannfjöldi hafði safnast saman í nokkur hundruð metra íjarlægð frá hótelinu, sem stendur á opnu svæði í út- jaðri Skopje. Allt í einu tekur mannfjöldinn á rás í átt að hót- elinu. Fréttamenn sem geymdu upptökubúnað fyrir utan hótelið Reuters SERBAR kveikja í fána Banda- ríkjanna við sendiráð landsins í Skopje til að mótmæla árás- um NATO á Júgóslavíu. þustu út til að bjarga tækjum sínum og öryggisverðir hlupu út á bílastæðið, þar sem um þrjátíu jeppar á vegum ÖSE stóðu,“ sagði Urður. Hún sagði óeirðalögreglu hafa náð að stöðva mótmælin áður en teljandi skemmdir voru unnar en nokkrar rúður voru brotnar í bifreiðum. „Það er greinilegt að mörgum er farið að hitna í liamsi hér í Makedóníu. Margir Makedóníu- menn hafa mikla samúð með málstað Serba og mátti sjá serbneska og makedóníska fána í mannþrönginni. Það er hins vegar ekki fyrr en nú eftir að sprengjuárásir hófust að við hjá ÖSE verðum vör við þessa reiði.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.