Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dæmi um makaskipti á kvóta til að bæta stöðu í bókhaldi NOKKUR dæmi eru um að sjávar- útvegsfyrirtæki hafi haft maka- skipti á kvóta í þeim eina tilgangi að sýna betri fjárhagsstöðu í bók- haldi. Tilgangur fyrirtækjanna er annars vegar að ná inn í bókhaldið verðmæti veiðiheimildanna til að sýna betri stöðu á efnahagsreikn- ingi og hins vegar að nýta skatta- legt tap. Samkvæmt íslenskum lög- um eru makaskipti af þessum toga heimil. Endurskoðendur sem Morgun- blaðið hefur rætt við vegna þessa máls eru sammála um að nokkuð hafi verið um þetta á síðustu árum. Sumir telja að dregið hafí úr þessu eftir að lög voru sett sem bönnuðu sjávarútvegsfyrirtækjum að af- skrifa kvóta, en aðrir segja að enn sé fyrir hendi sá möguleiki að það Friðland fyrir fugla í Arborg- SAMSTARF hefur tekist á milli sveitarfélagsins Arborgar og Fuglaverndarfélags Islands, með það fyrir augum að vernda stórt friðland fugla vestan við Eyrar- bakka, upp með Ölfusá. Þetta er 400 hektara svæði, en heimamenn ætla að einbeita sér að hluta þess svæðis til að byrja með. „Við viljum gera svæðið að úti- vistarsvæði fýrir almenning, sér- staklega áhugafólk um fuglalíf,“ segir Snorri Sigurfinnsson, um- hverfisstjóri Arborgar. „Við ætlum að leggja göngustíga um svæðið, koma þar upp upplýsingaskiltum og reisa sérstaka tuma, þar sem fólk getur falist og fylgst með fugl- unum.“ Von er á góðum gestum í vor, fulltrúum frá Konunglega breska fuglaskoðunarfélaginu, að sögn Snorra. „Innan vébanda félagsins er um ein milljón manns, ákafir fuglaskoðarar sem ferðast. gjarnan langar leiðir til að skoða fugla í náttúrulegu umhverfi sínu. Upp- bygging friðlandsins getur því skapað mikla möguleika í ferðamál- um fyrir sveitarfélagið." ■ Bíllaus/27 Fimm ára um- hverfisáætlun í Hvalfirði Umhverfísvemdarsamtökin Sól í Hvalfirði, Norðurál, Islenska járn- blendifélagið og sveitarfélögin við Hvalfjörð ganga á næstu dögum frá umhverfisáætlun til fimm ára. Sam- kvæmt áætluninni taka verksmiðj- urnar tvær, álver Norðuráls og járnblendiverksmiðjan, á sig ýmsar skuldbindingar utan starfsleyfis þeirra. Ólafur M. Magnússon, formaður Sólar í Hvalfirði, segir samvinnu af þessu tagi vera nýjung á íslandi og að miklar vonir séu bundnar við framhaldið. „Þetta sýnir að sam- vinna ólíkra aðila, með ólíkar áherslur, getur skilað árangri sem er sigur fyrir umhverfið," segir Ólafur. Helstu atriði umhverfisáætlunar- innar eru að svæðið í kringum álver Norðuráls og verksmiðju járn- blendifélagsins verður fegrað og snyrt og lögð verður áhersla á að verksmiðjumar tvær falli eins mik- ið inn í umhverfið og hægt er. Þá ætla umhverfissamtökin, sveitarfélögin og verksmiðjurnar að vinna saman að gerð korts af Hvalfírði, þar sem allar gönguleið- ir, söguminjar og söguslóðir verða merktar og fleiri verkefni em í bí- gerð. ■ Sambýli/26 geti verið hagkvæmt fyrir viss fyrir- tæki að gera þetta. Kvóti sem fyrirtæki fengu úthlut- að á sínum tíma án endurgjalds eða kvóti sem fyrirtæki hafa keypt og afskrifað á nokkrum árum er skráð- ur í bókhald fyrirtækja langt undir raunveralegu verðmæti. Fyrirtæki sem era með lítið eigið fé og þurfa að sýna sterkari efnahag hafa því velt fyrir sér hvort það sé hægt að gera einhverjar ráðstafanir til að koma þessari eign fyrir í bókhald- inu. Þessi fyrirtæki leita uppi önnur fyrirtæki og hafa við þau maka- skipti á kvóta. Fyrirtæki sem gerir þetta þarf að reikna söluhagnað af kvótanum og skrá hann í bókhaldið. Þai- með hækkar efnahagsreikning- urinn og eigið fé fyrirtækisins. A móti þarf að skrá söluhagnað í TEKNAR hafa verið upp mark- vissar svefnrannsóknir á bömum á bamadeild Sjúkrahúss Reyjkavík- ur, eftir að þangað var ráðinn sér- fræðingur á því sviði. I framhaldi af þvi er stefnt að því að setja upp göngudeild fyrir böm með astma og svefnvandamál. Af þeim 30 bömum sem tekin hafa verið til rannsókna voru með- al annars tvö nokkurra vikna göm- ul sem fengu öndunarstopp á heimilum sínum og blánuðu upp. Reyndust þau bæði vera með bak- flæðisjúkdóm í vélinda, fengu við- eigandi lyfjameðferð og hvorugt hefur fengið öndunarstopp síðan. Hákon Hákonarson, sérfræðing- ur í barnalækningum og lungna- sjúkdómum barna segir, að eflaust megi rekja einhver tilfelli vöggu- dauða til þessa sjúkdóms, en or- sakir vöggudauða séu margvísleg- ar. Hann segir að bakflæðisjúk- dómur hjá börnum sé vangreindur sem og kæfisvefn. Börn geta greinst með kæfisvefn allt frá nokkurra mán- rekstrarreikningi, en það skiptir viðkomandi fyrirtæki ekki máli vegna þess að það á inni skattalegt tap sem jafnvel er að falla á tíma. Brot á alþjóðlegum reglum um reikningsskil „Þetta er leikur sem erfitt er að girða fyrir vegna þess að lögin leyfa þetta. Mér sýnist hins vegar að þessar bókhaldsæfingar, sem byggðar eru á ákvæðum skattalaga, stangist algerlega á við alþjóðlegar reglur sem eru settar um reiknings- skil. Reglumar segja að óheimilt sé að eiga makaskipti á sams konar eignum til þess að koma í veg fyrir að menn geti innleyst söluhagnað af þeim. í reynd er ekki verið að selja neitt. Það er bara verið að skipta á einum hlut fyrir annan sams konar. aða aldri en einkenni þeirra eru yf- irleitt önnur en hjá fullorðnum. „Menn eru að byrja að gera sér grein fyrir því að hjartabilun eða háþrýsting fullorðins ungs fólks MEÐ Morgunblaðinu í dag fylgir 8 síðna aug- lýsingablað frá Ecco „Reebok“. Það hafa því í rauninni engin við- skipti farið fram. Til að girða fyrir þetta hefur í alþjóðlegum reglum verið bannað að menn geti innleyst söluhagnað með þessum hætti. Hér á landi stendur hins vegar með skýrum hætti í lögum að makaskipti jafngildi sölu,“ sagði Stefán Svavarsson, dósent í endurskoðun við Háskóla íslands. Aðrir endurskoðendur sem rætt var við könnuðust vel við þessi makaskipti. Þeir töldu þó að dregið hefði úr bókhaldsæfingum af þess- um toga eftir að bannað var með lögum að afskrifa kvóta. Fyrir þessa lagabreytingu hefði verið augljóst skattalegt hagræði að því að eiga viðskipti með kvóta í þeim eina tilgangi að sýna betri afkomu í bókhaldi. megi hugsanlega rekja til þess að viðkomandi hefur þjáðst af kæfisvefni frá unga aldri.“ ■ Kæfisvefn/34 ST. DALFOUR frAfhakklandi IImW, • Snptm fcre I MEÐ blaðinu í dag fylgir auglýsingabæklingur frá Frón„St. Dafour“. A ► l-64 Á lífríkið eða atvinnulífið að njóta vafans? ► Framtíð Kisiliðjunnai' í Mý- vatnssveit er í brennidepli í kosn- ingabaráttunni í Norðurlandi eystra. /10 Dagur umhverfisins ► Hvatning til skólafólks og al- mennings að kynna sér betur samskipti manns og náttúru. /26 Kæfisvefn og átrask- anir ► Rætt við læknana Hákon Há- konarson og Helgu Hannesdóttur um rannsóknir þeirra. /28 Við erum af gamla skólanum ►Viðskiptaviðtalið er við Ólaf R. Jónsson hjá K. Þorsteinsson og Co. /30 ► l-24 Sextíu draumahögg ► íslenska golfgoðsögnin lifir enn góðu lífi á grasflötum golfvallarins sem kenndur er við heilagan Andrés í Skotlandi. /1&2-5 Ásýnd heimsins ► Hin árlega sýning á bestu blaða- og fréttaljósmyndum heimsins stendur nú yfir á göng- um Kringlunnar. /14 Er enn ákafur rokkaðdáandi ►Þorsteinn Eggertsson hefur komið víða við en er sennilega kunnastur fyrir texta sína við al- kunnar dægurflugur. /8 ^&FERÐALÖG ► l-4 Hornstrandir ► Er ásókn ferðamanna í hið óspillta eyðiland æskileg? var spurt á málþingi um Hornstrandir og aðliggjandi svæði. /2 íslendingar eftirsóttir á Spáni ► Spánn er annar vinsælasti áfangastaður í heimi. /4 f^BÍLAR ► l-4 Farsímanotkun ► Eykur líkurnar á slysum. /4 Reynsluakstur ► Lipur Pajero Sport með ýmsum þægindum. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-24 Samkeppni um við- skiptaáætlanir ► Þátttaka í „Nýsköpun ‘99“ fram úr björtustu vonum. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak ídag 50 Leiðari 32 Brids 50 Helgispjall 32 Stjörnuspá 50 Reykjavíkurbréf 32 Skák 50 Skoðun 36 Fólk í fréttum 54 Viðhorf 38 Utv/sjónv. 52,62 Minningar 40 Dagbók/veður 63 Myndasögur 48 Mannl.str. 24b Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 26b INNLENDAR FRÉTTIR: 24-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 Morgunblaðið/Arni Sæberg Mislæg gatnamót tilbúin í haust VINNA við gerð mislægra gatnamóta Miklu- brautar og Réttarholtsvegar/Skeiðarvogs geng- ur samkvæmt áætlun og ráðgert er að þau verði tilbúin í haust, að sögn Sigurðar Skarphéðinsson- ar gatnamálasljóra. Gerð verður brú yfír Miklubrautina en hún mun lialda sinni upprunalegu hæð. Sigurður seg- ir að heildarkostnaður sé áætlaður um 450 millj- ónir króna. Framkvæmdir hófust skömmu eftir áramót en stefnt er að því að umferð verði hleypt á brúna í september og endanleg verklok verða í nóvem- ber. Það er Völur hf. sem sér um framkvæmdirn- Ondunarstopp tveggja ung’barna rakið til bakflæðisjiíkdóms
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.