Morgunblaðið - 25.04.1999, Page 14
14 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Formannaumræður á sænska þinginu
Veik stjórn jafnt sem
veik stjórnarandstaða
Bildt sætir gagnrýni flokksmanna
Reuters
GÖRAN Persson, formaður Jafnaðarmannaflokksins.
KRÖFUR um afsögn stjórnarinnar
en um leið skortur á samstöðu
stjómarandstöðunnar komu upp í
umræðum flokksfoi-mannanna á
sænska þinginu í vikunni. Carl
Bildt, formaður Hægriflokksins,
bar fram kröfur um afsögn þar sem
stefna stjórnarinnar væri óljós í
kjölfar afsagnar Erik Ásbrink fjár-
málaráðherra, en Göran Persson
forsætisráðherra benti stjómarand-
stöðunni á að framkvæma hótun
sína og bera fram vantraust. Pers-
son sætir harðri gagnrýni fyrir
skort á leiðtogahæfileikum, en um
leið hefur upphlaupið í kringum af-
sögn Ásbrink dregið athyglina frá
því að Hægriflokkurinn hefur skolf-
ið af innanflokksátökum undanfarið.
Osamtaka kröfur um
afsögn stjórnarinnar
„Pað er undarlegt að bera fram
kröfur um kosningar, þegar stjórn-
in fylgir stefnu sinni eftir sem áð-
ur,“ sagði Persson í umræðunum.
Hægriflokkurinn, Pjóðarflokkurinn
og Kristilegi demókrataflokkurinn
hafa krafíst kosninga, en Lennart
Dahléus, formaður Miðflokksins,
sem sat í stjórn með áðurnefndum
þremur borgaraflokkum 1991-1994,
tekur ekki undir þessa skoðun, en
hefur bent á að eðiilegt sé að Alf
Svensson, formaður krist-
demókrata og ókrýndur sigurveg-
ari kosninganna, myndi stjóm.
Persson getur því skákað í því
skjóli að borgaraflokkamir nái ekki
saman um kröfur sínar.
I Hægriflokknum hafa margir
enn ekki komist yfir að flokkurinn
fékk aðeins 22,9 prósent atkvæða í
kosningunum í september, 0,5 pró-
sentustigum yfir úrslitin 1994, en
flokkurinn hafði farið upp í um 35
prósent í skoðanakönnunum fyrr á
kjörtímabilinu. Eftir kosningamar
Veik stjórn og veik
stjórnarandstaða komu
í ljós í þingumræðum í
sænska þinginu í vik-
unni, segir Sigrún
Davíðsdóttir er kynnti
sér stöðu mála í sænsk-
um stjórnmálum.
voru uppi raddir um að kryfja yrði
úrslitin til mergjar, en margir eru
óánægðir hvernig það var gert.
Undanfarið hafa nokkrir hægri-
menn í bæjarstjórnum látið á sér
skilja að kominn væri tími til að
flokkurinn fengi nýjan formann.
Gagnrýnin gegn Bildt beinist eink-
um að því að hann sé of upptekinn
af utanríkismálum eftir að hann var
sáttasemjari Evrópusambandsins í
Bosníudeilunni, skorti sannfæringu
í velferðarmálum, en einbeiti sér
um of að efnahagsmálum. Niður-
stöður kosninganna séu óyggjandi
vitnisburður um að kjósendur hafi
ekki skilið tal flokksforystunnar um
breytta tíma.
I opnu bréfi í Svenska Dagbladet
1. apríl tóku 28 bæjarstjórnarmenn
Hægriflokksins upp hanskann fyrir
Bildt og segja gagnrýnina gegn
honum rakalausa. Þeir benda á að
varla tali nokkur annar sænskur
stjórnmálamaður af jafn mikilli
sannfæringu um nauðsyn á betri
skólum og bættum forsendum fyr-
irtækja og hann sé einstaklega
duglegur að heimsækja lands-
byggðina. Hvern mánudag heim-
sækir Bildt einhverja staði í Sví-
þjóð og þá vinnustaði og skóla þar
til að kynna sér aðstæður þar og
spjalla við fólk. Einnig er minnt á
að flokkurinn hafi sterk tök í bæj-
arstjórnarmálum.
Þetta tvennt hefur Bildt sjálfur
einnig bent á, en hefur annars lítið
látið hafa eftir sér um gagmýnina
annað en að hún sé ekki réttmæt,
meðal annars vegna ferðalaga hans
um landið. Það breytir því þó ekki
að örvænting ríkir í flokknum um
að flokkurinn nái ekki frekari ítök-
um en orðið er og að stjórn hans
1991-1994 virðist hafa verið undan-
tekning frekar en markvisst skref í
áttina að því að vera hluti af þunga-
miðju valdsins í Svíþjóð.
Vandi flokksins ekki einstakur
Þótt Bildt eigi sér marga for-
mælendur verður þó ekki framhjá
því litið að nú þegar hann hefur
verið flokksfoimaður síðan 1986 þá
er enginn augljós eftirmaður í aug-
sýn. Þetta vekur ugg margra
flokksmanna, enda stöðugt látið
liggja að því að Bildt kembi ekki
hærurnar í stjórnmálum heima fyr-
ir, heldur stefni á störf á alþjóða-
vettvangi. Og þótt hann neiti því
stöðugt, dylst engum áhugi hans á
alþjóðastjómmálum. Síðast hefur
verið rætt um að hann hefði áhuga
á að verða útnefndur talsmaður
ESB í utanríkismálum þegar slíkri
stöðu verður komið á í sumar.
En í raun á sænski Hægriflokk-
urinn við svipaða uppdráttarsýki að
etja og margir aðrir hægriflokkar.
Málstaðurinn hefur ekki endurnýj-
ast síðan á síðasta áratug. Enn er
sami frjálshyggjubragurinn á Bildt
og flokksforystunni, en sænski
Jafnaðarmannaflokkurinn hefur
enn hugmyndafræðilega einokun á
velferðarmálum, en hefur ekki tek-
ið til sín markaðshyggju á sama
hátt og aðrir evrópskir jafnaðar-
mannaflokkai'.
CARL Bildt, formaður Hægri-
flokksins, ásamt eiginkonu
sinni Onnu Mariu Corazza.
í jafnréttislandinu Svíþjóð þykir
einnig mikill karlabragur á forystu
Hægriflokksins, meðan konur eru
ekki hluti af ásýnd flokksins í lands-
málunum, þótt margar hægrikonur
séu í bæjar- og sveitarstjórnum.
Eina undantekningin er Chris
Heister, en þótt hún hafi verið
hægri hönd Bildts og sé vinsæl virð-
ast fáir trúa að hún verði arftaki
hans, ef hann hyrfi til annarra starfa
næstu misserin. Umræðumar nú
sýna að þrátt fyrir persónulegar vin-
sældir Bildts álíta margir kjósenda
þörf á ferskum vindum. Miðað við
hvemig flokksforystan tekur gagn-
lýninni bendir ekkert til að flokkur-
inn endurnýist án nýrra Ieiðtoga.
Lognmolla eða lognið
á undan storminum?
Eftir sviptingarnar í kríngum af-
sögn Ásbrinks hefur sú spurning
einnig gerst áleitin hversu trygg
tök Persson hafi á flokknum. Bildt
spáði því eftir síðustu kosningar að
stjórnin sæti varla út allt kjörtíma-
bilið. Eftir Ásbrink-uppákomuna
velta ýmsir fyi-ir sér hvort þetta
gangi eftir. Stjórn sem aðeins situr
með stuðningi Vinstriflokksins og
Umhverfisflokksins virðist ekki
ýkja traust.
En meðan Persson heldur um
stjórnartaumana er gagnrýnin á
hann vart annað en smá krytur.
Fyrir útlendinga er erfitt að gera
sér grein fyrir hve sterk tök flokk-
urinn hefur og þá um leið hve sterk
tök formaðurinn hveiju sinni hefur.
Það hefur ekki tíðkast að formenn
hafi verið gagnrýndir opinberlega
og heldur ekki að hugsanlegir gall-
ar séu reifaðir hástöfum. Og auðvit-
að segja formenn ekki af sér. En
jafnvel í sænska Jafnaðarmanna-
flokknum gætu hugsanlega blásið
nýir vindar, svo Persson getur ekki
vitað sig fullkomlega ömggan. En
spurningin um það hvort höfuðand-
stæðingarnir Bildt og Persson
muni hugsanlega hverfa frá með
skömmu millibili heldur áfram að
velkjast manna á meðal.
Skýrsla þingnefndar um brotlendingu flutningavélar E1 Al-flugfélagsins
ísraelska í íbúðarhverfí Amsterdam-borgar í oktéber 1992
Viðbrögð sijórnvalda og E1 A1
sögð hafa verið óviðunandi
Amsterdam. Reuters.
HOLLENSK stjórnvöld og ísraelska
flugfélagið E1 A1 em harðlega gagn-
rýnd í nýrri skýrslu um brotlendingu
flutningavélar EI AI í íbúðarhverfi í
útjaðri Amsterdam í október 1992,
og eftirmál slyssins. Segir í skýrsl-
unni að viðbrögð stjómvalda og E1
A1 í kjölfar slyssins hafi einkennst af
óviðunandi seinagangi en fjörutíu og
fjórir létust í slysinu, flestir þeirra
íbúar byggingarinnar sem varð fyrir
flugvélinni. Nokkur þrýstingur er nú
á ríkisstjóm Wims Koks vegna
skýrslunnar en Kok segist staðráð-
inn í að sýna fram á að gagnrýnin
eigi ekki við rök að styðjast.
Nefnd á vegum hollenska þings-
ins, sem hóf störf fyrir sex mánuð-
um, skilaði af sér fjögur hundruð
blaðsíðna skýrslu á fimmtudag um
málið. I skýrslunni er komist að
þeirri niðurstöðu að yfirvöld, bæði á
efri og neðri stigum stjórnkerfisins,
hafi ítrekað gert lítið úr kvörtunum
hjálparstarfsfólks og íbúa hverfisins,
sem voru á slysstaðnum, um heilsu-
leysi sem rekja mátti til þess að fólk-
ið andaði að sér ýmsum eiturgufum
frá brennandi flugvélaflakinu og
íbúðarhúsinu.
Jafnframt segir nefndin að óskflj-
anlegt sé með öllu að E1 A1 skyldi
ekki þegar afhenda upplýsingai- um
farm flugvélarinnar, en hollensk yf-
irvöld fóru ítrekað fram á
skjöl þar að lútandi. Að
sögn The New York Times
tók það E1 A1 næstum sex
ár að svara með fullnægj-
andi hætti spumingum er
vörðuðu farm vélarinnar og
það var einungis á þessu
ári, meðan á rannsókn
nefndarinnar stóð, sem
flugfélagið afhenti loks
farmskýrslur.
Fjölbreyttar
samsæris-kenningar
Yfirheyrslur vegna rann-
sóknar hollenska þingsins
fóru að hluta til fram fyrir
opnum tjöldum og hol-
lenskir fjölmiðlar fylgdust
með málinu af miklum
áhuga. Seinagangur E1 A1
og sú staðreynd að hljóð-
upptaka með samtölum
flugmanna fannst hvergi á
slysstað olli því að ótrúleg-
ustu samsæriskenningar
komust á kreik, auk þess
sem ásakanir um yfirhylm-
ingar yfirvalda urðu hávær-
ar. Til að mynda var því
haldið fram í fréttaflutningi
nokkurra rannsóknarblaða-
manna að það hefðu verið
Reuters
AÐSTÆÐUR á slysstað voru hrikalegar
eftir að flutningavél E1 Al-flugfélagsins
fsraelska brotlenti í íbúðarhverfi í út-
jaðri Amsterdam.
útsendarar ísraelsku öryggisþjón-
ustunnar sem fjarlægðu hljóðupp-
tökurnar af slysstað. Þær staðhæf-
ingar fengust hins vegar aldrei sann-
aðar.
Rannsóknin nú hefur leitt í Ijós að
ýmsar samsæriskenninganna áttu
ekki við rök að styðjast, t.d. sú kenn-
ing að hættuleg sprengiefni og heilt
vopnabúr hefðu verið um borð í vél-
inni, sem var af gerðinni Boeing 747,
er hún hóf sig á loft frá Schiphol-
flugvelli í Amsterdam á leið sinni til
Tel Aviv í Israel, en flugvélin var
upphaflega að koma frá New York í
Bandaríkjunum.
Skýrslan getur í engu farms vélar-
innar, sem brann til ösku í slysinu. I
skýrslunni er hins vegar tekið fram
að farmbréf séu nú komin fram í
dagsljósið og að engar vísbendingar
væru um að brögð hefðu verið þar í
tafli.
E1 A1 sagði á sínum tíma að farm-
ur vélarinnar hefði verið lyktefni,
rafmagnstæki og vélarhlutar. í fyrra
neyddist flugfélagið hins vegar til að
viðurkenna að í farmi vélarinnar
hefði einnig verið að finna ýmis efni
sem notuð eru við gerð sarin-
taugagass.
Langt er síðan sýnt var fram á að
orsök slyssins var málmþreyta í
hreyfli, sem olli því að tveir hreyflar
einfaldlega rifnuðu frá vélinni og hún
steyptist til jarðar. I rannsókn þing-
nefndarinnar komu hins vegar upp á
yfirborðið ýmsar upplýsingar sem
þykja benda til að ýmsu öðru hafi
verið ábótavant í vélinni. Starfsfólk
Schiphol greindi t.a.m. frá því að
þótt öryggisgæsla E1 Al-flugfélags-
ins væri með ágætum þá jaðraði við
að eftirlit með ásigkomulagi flugvéja
flugfélagsins teldist vítavert gáleysi.
Bein tengsl milli slyssins og
kvartana um vanlíðan
Jafnframt var sýnt fram á að við-
brögð starfsmanna ríkisins voru
gölluð. Segir í skýrslunni að opinber-
ir starfsmenn hafi látið hjá líða að
koma mikilvægum upplýsingum
varðandi slysið til ráðherra í ríkis-
stjórn landsins, eins og þeim að
krabbameinsvaldandi úraníumleifar
voru í ballest vélarinnar.
Nokkrir ráðherrar greindu þjóð-
þinginu síðan ekki rétt frá stað-
reyndum málsins og gerðu ekki
nægilega mikið til að sefa áhyggjur
almennings. Els Borst, heilbrigðis-
ráðherra frá 1994, var sérstaklega
gagnrýndur fyrir að bregðast seint
við kvörtunum íbúa um vanheilsu en
í skýrslunni segir að þrátt fyrir stað-
hæfingar stjórnvalda um hið gagn-
stæða sé fullvíst að bein tengsl séu á
milli slyssins og versnandi heilsu
ýmissa sem voru á slysstað þennan
örlagaríka dag í október 1992.
Meira en eitt þúsund manns hafa
kvartað yfir vanlíðan og svefnleysi í
kjölfar slyssins en þrátt fyrh- það sáu
stjórnvöld aldrei ástæðu til að rann-
saka málið til hlítar. Er því haldið
fram í skýrslunni að þetta heilsuleysi
skýrist af því að fólk hafi andað að
sér eiturgufum sem leystar voru úr
læðingi, og út í andrúmsloftið, við
bruna flugvélarinnar.