Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 25 ____LISTIR_ Söngfugl að vestan TONLIST Gcislaplötur JUDITH GANS 27 íslensk einsðngslög eftir Sigvalda Kaldalóns, Björgvin Guðmundsson, Sigfús Einarsson, Sigurð Þórðarson, Árna Björnsson, Jónas Ingimundar- son, Pál ísólfsson, Markús Kristjáns- son, Fjölni Stefánsson, Þórarin Guð- mundsson, Jón Laxdal, Jón Þórarins- son, Eyþór Stefánsson, Jón Asgeirs- son og Karl O. Runólfsson. Einsöng- ur: Judith Gans (söpran). Kór: Karla- kórinn Fóstbræður. Kórsljóri: Árni Harðarson. Píanóleikur: Jónas Ingi- mundarsson. Utgáfa: Judith Gans 1999. BANDARÍSKA sópransöngkon- an Judith Gans nefnir disk sinn - Draumalandið - Romantic Art Songs of Iceland“. Tilvilj- unin ein réð því að hún komst í samband við ís- lenska tónlist í gegnum hinn víðfræga veraldarvef og varð það til þess að hún fékk brennandi áhuga á því að kynnast landinu og tón- list þjóðarinnar. Fyrir henni varð Island á endan- um fyrirheitna landið - nokkurs konar drauma- land. Og hún hefur sannarlega átt erindi sem erfíði. Judith Gans er söngvari að at- vinnu og kemur reglulega fram á einsöngstónleikum og með hljóm- sveitum. Hún hefur haldið fyrir- lestra og meistaranámskeið í heima- landi sínu og komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Hún hefur á einsöngs- tónleikum sínum vestanhafs flutt ís- lensk sönglög og í fyrrasumar flutti hún hina íslensku söngdagskrá sína á ráðstefnu National Association of Teachers of Singing í Toronto í Kanada. Söngstíll Judith Gans er látlaus og túlkunin innileg - aldrei örlar á belgingi. Lögin fá að flæða áfram án þess að listamaðurinn sýni hina minnstu tilburði til að trana sér fram og skyggja á það eina sem skiptir máli - tónlistina. Rödd henn- ar hefur mikla fyllingu og nokkuð mikið víbrató sem sjaldnast er til lýta nema helst í Bí, bí og blaka sem að mínu mati er lag til þess að raula en ekki syngja á þennan hátt. Hraðaval laganna er yfirleitt í hæg- ari kantinum og gefur það diskinum afslappað yfirbrágð sem er þægilegt áheyi'nar en sjaldnast dauflegt. Eina undantekningin er Sólskríkja Jóns Laxdals sem silast áfram og kemst aldrei á loft. En flest laganna eru reglulega vel sungin: sérstak- lega eru undirrituðum minnisstæð Pei, þei og ró, ró Björgvins Guð- mundssonar sem er hljóðritað á tón- leikum með Karlakórnum Fóst- bræðrum. Hann er annars hvimleið- ur þessi ósiður tónleikagesta á söng- tónleikum að klappa þegar söngvar- inn hefur sungið síðasta tóninn og áður en meðleikarinn lýkur síðustu töktum lagsins. Þetta er sérstaklega áberandi í Þei, þei og ró, ró þar sem sérlega fallegt píanóspil Jónasar Ingimundarsonar drukknar í látun- um. Þetta er óþolandi virðingarleysi við alla hlutaðeigandi. Píanóleikar- inn, Jónas Ingimundarson, á tvö lög á diskinum, Vor og Vor í holtinu. Þetta eru lítil og látlaus lög sem venjast mjög vel, það fyrra er svolít- ið „franskt" - minnir á Erik Satie - og það seinna með óvenju skemmti- lega píanórödd (sem varla kemur á óvart). Islenskt vögguljóð á hörpu eftir Jón Þórarinsson er hreinasta perla og er hér sungið af fágætum innileik. Mamma ætlar að sofna eft- ir Sigvalda Kaldalóns er einn af hápunktum plöt- unnar og það ekki síst fyrir undurblíðan píanóleik Jónasar Ingimundarsonar. Síðast en ekki síst ber að nefna sannfærandi túlkun söngkonunnar á hinu magnaða lagi Árna Björnssonar Sól- roðin ský sem er með fegurstu sönglögum Islendinga. Textaframburður Judith Gans er hvorki betri né verri en gengur og gerist meðal söngkvenna. Reyndar hefur hin bandaríska söngkona greinilega náð nokkuð góðum tökum á íslenskum framburði sem er virð- ingarvert, en textinn er þó stundum ógreinilegur. Slíkt er maður satt að segja farinn að líta á sem lögmál þegar um söng er að ræða (sérstak- lega hjá konum í stéttinni). Það verður varla sagt að þáttur Fóstbræðra sé afgerandi í þeim þremur lögum sem þeir taka þátt í en söngur þeirra er þó smekklegur og fágaður og alls ekki til lýta. Það er að bera í bakkafullan lækinn að lofa píanóleik Jónasar Ingimundar- sonar en það skal þó gert enn einu sinni í þessari grein. Hann hefur náð fullkomnu valdi á þeirri vandasömu og vanmetnu listgrein sem meðleik- ur er. Þessi diskur er mikilvæg viðbót við hljóðritanir á íslenskum sönglög- um. Það er sérstaklega fróðlegt að heyra hvernig erlendur tónlistar- maður tekst á við þá tónlist sem liggur næst hjarta okkar - íslenska sönglagið. Glöggt er gests augað - eða eyrað. Valdemar Pálsson Judith Gans Nýjar bækur Fjórtánda ljóðabók Þorsteins frá Hamri • MEÐAN þú vaktír er fjórtánda Ijóðabók Þorsteins frá Hamri. Fyrir jólin kom út heildarritsafn skálds- ins sem gefið var út í tilefni sextugsafmælis þess á liðnu ári, en í því er að finna allar eldri ljóðabækur Þor- steins, skáldsögur. hans þrjár o.fl. I kynningu segir: „Nú á vordögum send- ir Þorsteinn frá Hamri frá sér fjórtándu ljóða- bók sína, gjöfull á það andríki, kraft og birtu sem einkenna allan hans skáldskap. Minningar og reynsla eru sífelld uppspretta nýrra spurninga um þann veg sem við göngum, og með djúpri skynjun, skap- andi lífssýn og á lit- ríku myndmáli, sem sífellt kemur á óvart, miðlar skáldið auðlegð sinni. I bókinni eru yf- ir fjörutíu Ijóð sem öll eru ort á nýliðnum ár- um, aðeins þrjú þeirra hafa áður birst á prenti.“ Útgefandi er Iðunn. Kápumynd er eftir Magnús Kjartansson. Bókin er 54 bls. og prentuð í Prísma/Prentbæ ehf. Verð: 2.980 kr. Þorsteinn frá Hamri „Frumsýningargestirnir tóku bgkstaflega BAKFÖLL AF HLATRI OG ÞVÍ ÓHÆTT AÐ LDFA VÆNTANLEGUM SÝNINGARGESTUM GDÐRI KVÖLDSTUND" H.F. DV SPl/N Næstu sýningar: Sun. 2 5/4 - ÖRFÁ sæti laus FIM. 29/4 - Aukasýning: Örfá sæti LAUS LAU. 1/5 UPPSE l_T FÖS. 7/5 Aukasýning: Örfá sæti LAUS Lau. B/5 UPPSE LT FIM. 1 3/5 - Aukasýning: UPPSELT FÖS. 1 4/5 - UPPSE l_T _ . I eitt N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.