Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Glerlist og myndlist í Norska húsinu Stykkishólmi. Morgunblaðið. SYNING tveggja listakvenna var opnuð í Norska húsinu í Stykkis- hólmi sumardaginn fyrsta og stendur félagsskapurinn Emblur fyrir sýningunni. Þar sýna þær Sigríður Ásgeirsdóttir og Þor- gerður Sigurðardóttir. Sigríður sýnir 10 glerlistaverk og eru nokkur þeirra nýleg. Sig- ríður lærði á Islandi og Skotlandi og hefur unnið Ijölda steindra glugga fyrir einkaaðila bæði hér heima og erlendis. Á sýningu Þorgerðar eru verk sem lieita Bænir og brauð. Þar er um að ræða tréristur byggðar á þeirri hefð sem tíðkaðist í gerð brauðmóta og þeim stíl sem sjá má á mótum á íslenskum byggða- söfnum. Þá vinnur Þorgerður með texta úr Maríulykli sr. Jóns Pálssonar, Maríuskálds á Grenj- aðarstað, og hin íyrirmyndin er Maríulíkneski frá miðöldum. Einnig eru á sýningunni íkona- myndir unnar í fyrra, eftir helgilistarhefð rétttrúnaðar- kirknanna og koptísku kirkjunn- ar. Hinir gömlu veggir Norska hússins skapa fallega umgjörð um þessi listaverk þar sem fyrir- myndirnar eru sóttar til fyrri alda. Sýningunni í Norska húsinu lýkur í dag, sunnudag. Morgunblaðið/Gunnlaugur ÞORGERÐUR Sigurðardóttir, listakona frá Grenjaðarstað í Aðaldal, við eitt af nýjustu verkum sínum. SIGRÍÐUR Ásgeirsdóttir glerlistakona við stórt og mikið glerlista- verk sem er á sýningunni í Norska húsinu. ★ ★ Kynningarfundur um rannsóknaáætlun ESB | um orku og sjálfbæra þróun Vistvæn og endurnýtanleg orka Hagkvæm vinnsla og nýting orku Quill og kett- irnir Jum Jum og Kókó ERLENDAR REKIJR Spcnnusaga KÖTTURINN SEM SÖNG FYRIR FUGLANA „THE CAT WHO SANG FOR THE BIRDS“ eftir Lilian Jackson Braun. Jove Mistery 1999. 251 síða. „Ég skrifa það sem kallaðar eru klassískar sakamálasögur," segir bandaríski spennusagnahöfundur- inn Lilian Jaekson Braun. Og það eru orð að sönnu ef klassískar sakamálasögur gerast í smábæ þar sem allir þekkja alla og spæjarinn er áhugamaður sem veit sínu viti og er mikils metinn í bæjarfélaginu og glæpimir eru leystir án teljandi vandræða svo hið slétta og fellda yfirborð smábæjarins krumpast aldrei. Jackson Braun skrifar mjög í Agöthu Christie-hefðinni, fágaðar og hæfilega spennandi sakamála- sögur af amerísku landsbyggðinni og maður getur vel ímyndað sér að hún skrifi fyrir alveg sérstakan les- endahóp sem eru rosknar konur með áhuga fyrir gæludýrum, kött- um einkanlega. Tvær aðalpersónur bóka Jackson Braun eru síams- kettirinir Jum Jum og Kókó og virðist sem sá síðamefndi a.m.k. sé gæddur yfirnáttúrulegum hæfileik- um því hegðun hans vísar oft spæj- aranum leið. Dularfullur eldsvoði Spæjari Jackson Braun- bókanna er í raun alls enginn spæjari. Hann heitir Jim Qwiller- an, oftast kallaður Quill eða bara Q, og lifir á því að skrifa fastan dálk í bæjarblaðið auk þess sem hann situr á milljónum dollara sem erfingi Klingenschoenauðæfanna en þau notar hann eingöngu til góðgerðarmála. Síamskettirnir Jum Jum og Kókó eru hans bestu vinir og hann umgengst þá ná- kvæmlega eins og jafningja; les fyi'ir þá og hvað eina. Quill er ekki fyrir það að troða sér fram og hann reynir að vera eins lítið áber- andi og hann getur þrátt fyrir að vera frægasti íbúi smábæjarins Piekax. Hann er meira fyrir það að vinna á bak við tjöldin og virðist hafa teljandi áhrif á flest það sem fram fer í bæjarfélaginu og ná- grenni með hugmyndum sínum og framkvæmdum. Allar Jackson Braun-sögurnar um Quill heita nöfnum sem byrja á orðinu köttur, t.d. Kötturinn sem talaði við drauga eða Kötturinn sem kveikti og slökkti eða Köttur- inn sem gat lesið afturábak. Nýjasta bókin, sem gefin hefur verið út í vasabroti hjá Jove-útgáf- unni, heitir Kötturinn sem söng fyrir fuglana og segir af því þegar firnagömul bóndakona og vinkona Quills, ferst í eldsvoða á bæ sínum. Eitthvað hafði henni verið gert ónæði áður en kviknaði í bænum hennar án þess þó að Quill tengi það sérstaklega eldsvoðanum fyn* en í ljós kemur að hún átti gífur- lega verðmætt land og seldi það skömmu áður en hún lést einum af bæjarráðsmönnunum í Pickax á hlægilega lágu verði. Kattavinir Frekari rannsókn leiðir í ljós ýmislegt gruggugt úr fortíð bæjar- ráðsmannsins og inn í það flækist ung stúlka sem er myndlistarkona og fleirl úr bæjarfélaginu og sveit- inni í kring. En Quill er ekkert að flýta sér að leysa málið. Það er margt annað að gera í smábænum en fjargviðrast út af mögulegu morði og spillingu á æðstu stöðum. Til dæmis er það algerlega undir honum komið hvort stafsetningar- keppnin í bænum slær í gegn eða ekki. Þannig má segja að sjálf spennu- frásögnin lúsist áfram og detti eins og tilviljunarkennt inn í sögu um lífið í smábænum Pickax, íbúa hans, félagslíf og áhugamál og ekki síst matsölustaði bæði þar og í bæjunum í kring; Quill er sérstak- ur matgæðingur. Jackson Braun skrifai' mjög hæglátar sögur í gam- ansömum stíl um menn og gæludýr og morð og hefur miklu meira gaman af því að skoða t.d. karakt- era katta en búa til spennu því hún er lítil sem engin. Kattavini svíkur hún enga. Það eitt er víst. Arnaldur Indriðason Miðvikudaginn 28. apríl, kl. 08:15-10:00, Borgartúni 6 DAGSKRÁ 08:15-09:15 Sóknarfæri íslendinga í orkuáætlun ESB - kynning á orkuhluta 5. rammaáætlunarinnar Ólafur G. Flóvenz og Sveinbjörn Björnsson, Orkustofnun 09:15-10:00 Upplýsingaöflun, umsóknir og aðstoð við umsækjendur Sigurður T. Björgvinsson, Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna Fundarstjóri: María J. Gunnarsdóttir OPET Næstu umsóknarfrestir eru 75. júní og 4. október n.k. Æskilegt er að menn hafi kynnt sér áætlunina að einhverju leyti fyrirfram. Hægt er að nálgast upplýsingar um áætlunina á vefsíðu CORDIS á slóðinni: http://www.cordis.lu/eesd/home.htmleða með því að hafa samband við skrifstofu RANNfS í síma 5621320 (Hjördís eða Grímur). Kynningarfundurinn er ókeypis og öllum opinn en þátttakendur eru beðnir um að tilkynna þátttöku sína fyrirfram með tölvupósti: rannis@rannis.is eða í síma 5621320. KYNNINGARMIÐSTÖÐ EVRÓPURANNSÓKNA ESB TheQPET Netwnrk OPET RANNSÓKNAÞJÓNUSTA HÁSKÓLA Islands IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS rannsóknarrAð ISLANDS STYRKUR TIL TÓNLISTARNÁMS Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk til Jramhaldsnáms erlendis á nœsta skólaári 1999-2000. Veittur er styrkur að uppnæð kr. 500.000. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform sendist fyrir 31. maí nk. til formanns sjóðsins: Arnar Jóhannssonar, pósthólf 3565, 123 Reykjavík. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.