Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ munnlegan málflutning í „Saiga“-málinu. Nokkrir dómaranna, taldir frá vinstri: Alexander Yankov frá Búlgaríu, Hugo Caminos frá Argentínu, Riidiger Wolfrum frá Þýskalandi, varaforseti, Thomas A. Mensah frá Ghana, forseti dómsins, Lihai Zhao frá Kína og Vincente Marotta Rangel frá Brazilíu. DÓMARAR Hafréttardómstólsins eftir embættistöku í ráðhúsinu í Hamborg 18. okt. 1996. Hafréttardómstóll- inn helst hnndn DAGANA 27. og 28. október 1997 var olíuskipið M/V „Saiga“ að þjónusta fiskiskip sem voru að veiðum undan ströndum Afríku- ríkjanna Guineu og Guineu Bissau. M/V „Saiga“ sigldi undir fána Saint Vincent og Grenadine-eyja í Karí- bahafinu en hafði verið leigt hluta- félaginu Lemania Shipping Group, sem skráð var í Genf í Sviss. Árla morguns 27. október hafði M/V „Saiga“ komið inn í 200 mílna efna- hagslögsögu Guineu þar sem skipið afgreiddi olíu til þriggja fiskiskipa um 23 sjómílur frá eyjunni Alcatr- az. Það var komið út fyrir efna- hagslögsögu Guineu aðfaranótt 28. okt. og inn á hafsvæði Sierra Leo- ne, þegar strandgæsluskip tollyfir- valda Guineu náði því og færði til hafnar í Conakry, þar sem það var kyrrsett ásamt áhöfninni. Tveimur skipverjum, sem særðust í átökum, þegar skipið var tekið, var leyft að fara frá borði til að komast undir læknishendur en olíufarmurinn, sem var að verðmæti um 1 milljón Bandaríkjadala, var gerður upp- tækur og seldur. Þetta atvik þætti varla lengur í frásögur færandi ef ekki vildi svo til að það varð tilefni fyrsta mála- reksturs fyrir Alþjóðlega hafrétt- ardómstólnum, sem tók til starfa fyrir tveimur árum í Hamborg í Þýskalandi. Það mun því lifa sem sérstakur atburður í sögu hins al- þjóðlega hafréttar. Stjómvöld á Guineu slepptu ekki skipinu og þar sem ekki náðist samkomulag milli ríkjanna um hvar skyldi leita lausnar - þau gátu samið sín í milli um að vísa málinu til gerðardóms eða hvaða dómstóls sem var - höfð- aði stjóm Saint Vincent og Grena- dine-eyja mál íyrir Hafréttardóm- stólnum á gmndvelli 292. gr. Haf- réttarsamnings Sameinuðu þjóð- anna og krafðist þess að skipinu og áhöfn þess yrði sleppt án tafar gegn tryggingu svo sem þar er kveðið á um. Málið var höfðað 13. nóvember 1997, vitnaleiðslum og munnlegum málflutningi lauk 28. nóvember og dómur um að skipinu skyldi sleppt gegn tryggingu var kveðinn upp 4. desember eftir að- eins þrjár vikur. Þama reyndi þegar á ákvæði Ha- fréttarsamningsins um skjóta meðferð slíkra mála og verður ekki annað sagt en að þetta hafi gengið afar hratt fyrir sig, ekki síst þegar þess er gætt, að dómarar Hafréttardómstólsins em 21 tals- ins og búsettir víða um heim, það- an sem þeir þurftu að koma til Hamborgar og einnig að þá greindi á um niðurstöðuna, tólf dómarar mynduðu meirihlutann og þeir níu, sem vora í minnihlutanum, skiluðu fjómm sérálitum." Sá sem þetta segir er Guðmundur Eiríksson, þjóðréttarfræðingur, einn dómar- anna og sjálfur búsettur í Costa Rica í Mið-Ameríku. Það er síðla dags í marsmánuði, sem við sitjum að spjalli í skrifstofu hans í Haf- Hafréttardómstóllinn í Hamborg fékk sitt fyrsta mál til úrlausnar mun fyrr en búist hafði verið við. Margrét Heinreksdóttir rekur hér „Saiga“-málið svonefnda, ræðir við Guðmund Eiríksson, einn af dómurunum, og fleiri aðstandendur hans um starfsemi dómsins. HLÉ gert á málflutningi: Guðmundur Eiríksson lengst til hægri í dómararöðinni. réttardómstólnum í Hamborg, en undirrituð átti þess kost að hitta þar nokkra dómaranna að máli og fylgjast með upphafi munnlegs málflutnings í öðm „Saiga“ máli sem rekið er vegna sama atburðar, en í þetta sinn er verið að fjalla um efnisatriði deilunnar milli ríkjanna tveggja og hugsanlega skaðabótaá- byrgð. Stjóm Guineu hafði krafist breytinga á formi tryggingarinnar, sem stjóm Saint Vineent og Grena- dine-eyja hafði sett 10. desember 1997 en þann sama dag hafði verið höfðað sakamál í Conakry gegn skipstjóranum á M/V „Saiga“ og hann dæmdur viku síðar til 15 milljón dollara sektar, sem ríkis- stjóm Saint Vincent og Grenadine- eyja skyldi ábyrgjast. Hinn 13. jan- úar 1998 fór stjóm Saint Vincent og Grenadine-eyja fram á, að dóm- stóllinn úrskurðaði um tilteknar bráðabirgðaaðgerðir meðan málið væri fyrir dómi. Seinna málið hófst sem gerðar- dómsmál," segir Guðmundur Eiríksson, en þannig er, að meðan verið er að mynda gerðar- dóm á gmndvelli Hafréttarsamn- ingsins, getur hvor málsaðila sem er komið til okkar og beðið um bráðabirgðaráðstafanir til að koma í veg fyrir frekara tjón, halda frið og raska ekki stöðu aðila meðan unnið er að lausn deilunnar. En rétt áður en við byrjuðum að funda urðu ríkin tvö ásátt um að víkja frá gerðardómsmeðferð og leggja mál- ið alfarið í hendur Hafréttardóm- stólsins svo að við dæmdum bráða- birgðaúrræðin á grandvelli okkar eigin dómsögu en ekki gerðar- dómsmeðferðar." Guðmundur seg- ir það sérstaka heppni, að dóm- stóllinn skyldi fá þetta mál til með- ferðar svona fljótt eftir að hann tók til starfa. „Við áttum alls ekki von á því þar sem aðrir alþjóðadómstólar hafa þurft að bíða ámm saman eft- ir sínum fyrstu málum. Og „Saiga“ málið er lögfræðilega afar áhuga- vert, því að þar reynir á ýmis at- riði, bæði formsatriði varðandi lög- sögu dómstólsins og aðild sækj- anda og efnisatriði ýmissa ákvæða Hafréttarsamningsins svo sem um frjálsar siglingar, um rétt strand- ríkis til óslitinnar eftirfarar, um viðbótarsvæði við 12 mílna land- helgi (contiguous zone - að 24 míl- um frá gmnnlínum), um rétt strandríkis til tollgæslu innan 200 mílna efnahagslögsögunnar, um það hvort afgreiðsla olíu til skipa sé almennt heimil á siglingaleiðum innan efnahagslögsögu strandríkis, hvort sú þjónusta sé þáttur í leyfð- um fiskveiðum eða hvort hún heyri undir strandríkið sem veitir veiði- heimilidir og ýmislegt fleira. Vænt- anlega má búast við dómi um miðj- an júní nk. og þá hefur málið tekið um hálft annað ár frá upphafi sem er mjög hröð málsmeðferð miðað við það sem gerist hjá Alþjóðadóm- stólnum í Haag þar sem meðaltími málareksturs er um 5 ár.“ Segja má að þetta sé árangur af því sem við höfum verið að gera frá því að dómstóllinn tók til starfa fyrir tveimur áram; við höf- um verið að setja okkur ýmiss kon- ar reglur um málsmeðferð, vinna og velja úr eldri hefðum og fyrir- myndum og þar sem við höfum vald samkvæmt Hafréttarsamn- ingnum til að gera ýmislegt sem aðrir alþjóðadómstólar hafa ekki getað gert höfum við stefnt að því að hafa starfsreglumar nýtísku- legri. Við höfum þurft að taka mið af því að þau deiluefni, sem hingað koma, geta orðið praktískari en hjá öðram dómstólum og hafa máls- meðferð því eins hraða og unnt er. Það hefur verið afar skemmtilegt að taka þátt í þessu mótunarstarfi en að sjálfsögðu á eftir að reyna á þessar reglur og koma í ljós hvem- ig þær gegna sínu hlutverki. Við byggjum á hefð, sem rekja má til Alþjóðadómstólsins í Haag og fyr- irrennara hans svo og fyrirmynd- um frá öðram dómstólum en höfum jafnframt frelsi til að móta þennan nýja dómstól að kröfum tímans. Hafréttardómstóllinn var stofnað- ur á grandvelli Hafréttarsamn- ings Sameinuðu þjóðanna, sem samþykktur var 30. apríl 1982, eft- ir níu ára samningaviðræður, - en þá var ennþá óleystur ágreiningur um XI. kafla hans, sem fjallar um alþjóðlega hafsbotnssvæðið og stjórnun á vinnslu þess. Það var ekki fyrr en árið 1994, að samning- ar tókust þar um. Dómararnir vora kosnir 1. ágúst 1996 en embættis- takan fór fram 18. október við há- tíðlega athöfn í ráðhúsinu í Ham- borg. Sama dag var lagður horn- steinn að framtíðarhúsnæði dóm- stólsins. Samkvæmt skipulagsregl- um dómstólsins voru dómaramir MÁLFLUTNINGSLIÐ Gíneu. MALFLUTNINGSLIÐ Saint Vincent og Grenadine-eyja. valdir með það fýrir augum, að þeir væra fulltrúar bæði mismunandi landsvæða og helstu lagakerfa heims. Þeir vora kosnir úr hópi frambjóðenda, sem aðildarríkin til- nefndu. jóðverjar fóra með sigur af hólmi í harðri samkeppni nokk- urra landa um að fá að hýsa Ha- fréttardómstólinn. Þeir buðust til að byggja yfir hann hús í Hamborg og innrétta eftir þörfum og er gert ráð fyrir að það verði fullbúið um næstu áramót. Þangað til er dóm- stóllinn í ágætu bráðabirgðahús- næði í hjarta Hamborgar. Af teikn- ingum má ráða að nýja húsið verð- ur glæsilegt innan sem utan; það er í einu fallegasta úthverfi borgar- innar, skammt frá ánni Elbu, reist í 200 ára gömlum trjágarði og tengt 120-130 ára íbúðarhúsi, sem ber nafnið „Villa Schröder". Það er verið að endumýja innan sem utan í upphaflegum stíl til að nota sem mötuneyti og samkomustað fyrir dóminn. Rétt þar hjá er fallegt gistihús sem væntanlega verður til hagræðis fyrir dómarana og aðra sem erindi eiga til dómsins og kjósa að búa í rólegu og fallegu umhverfi. Allt svæðið tekur yfir 36 þúsund fermetra, en gólfflötur bygginga verður rúmir 20 þúsund fermetrar. Kostnaður er áætlaður 123,2 millj. þýskra marka. Ritari Hafréttardómstólsins, Gritakumar E. Chitty frá Sri Lanka, sagði að Þjóðverjar legðu mikinn metnað í að gera aðstæður dómsins sem bestar, m.a. vegna þess, að hann væri fyrsta meiri- háttar stofnun Sameinuðu þjóð- anna í Þýskalandi. „Þeir hafa að vísu nokkrar litlar skrifstofur, úti- bú stofnana SÞ en enga heila stofn- un sem slíka. Það var haldin al- þjóðleg samkeppni um hönnun hússins og urðu arktitektar frá Múnchen nlutskarpastir.“ Að- spurður um starfsemina sagði hann m.a.: Alþjóðadómstóllinn í Haag er að vissu leyti fyrirmynd þessa dómstóls, en hann hefur til þessa fjailað um ágreiningsefni á sviði hafréttar. Ein af ástæðum þess að stofnaður var nýr dómstóll á grundvelli Hafréttarsamningsins var sú að talið var nauðsynlegt að taka mið af þeim breytingum sem orðið hafa á sviði alþjóðamála og samsetningu Sameinuðu þjóðanna þar sem svo mörg ríki Afríku og Asíu hafa fengið sjálfstæði eftir stofnun þeirra og Alþjóðadómstóll- ins í Haag. afréttardómstóllinn er rekinn eins og aðrir dómstólar," held- ur hann áfram, „dómararnir bera ábyrgð á öllum lögfræðileg- um atriðum og móta stefnu dóms- ins, en skrifstofan undir stjórn dómritara sér um öll fram- kvæmdaatriði, þjónustar dóminn og dómarana, skipuleggur ferðir þeirra og annað sem þeir þarfnast og annast öll tengsl við aðildarríki Hafréttarsamningsins. Þau leggja dómstólnum til fjármagn sam- kvæmt sömu reglum og tíðkast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.