Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Biskup sýndi gremju ÍGMUMO- ÞAÐ var ósköp ókristilegl að gera Dabba Iitla að Iandráðamanni Matthías minn. Fjármála- og viðskiptaráðherra Verðbólga ekki úr böndunum BÆÐI fjármála- og viðskiptaráð- heiTa segja að ekki sé ástæða til þess að hafa áhyggjux- af því að verðbólga sé að fara úr böndunum, þó Seðlabankinn spái nú 2,8% verð- bólgu frá upphafí til loka ársins og 2,4% verðbólgu milli ára. Meginor- sök hækkandi verðbólguspár bank- ans er hækkun húsnæðisliðar vísi- tölu neysluverðs. Geir Haarde, fjármálaráðherra, segir að þarna sé ekki vísbending um að nein hætta sé á ferðinni. „Skýringin á þessu er nú sú að hús- næðisliðurinn hefur hækkað miklu meira en allt annað að undanfói’nu. Ef húsnæðisliðnum er sleppt er lítil sem engin verðbólga síðustu 12 mánuði eða 1%,“ sagði Geir. Geir benti ennfremur á að ný byggingarvísitala hefði verið til- kynnt í gær og samkvæmt henni væri hækkunin síðustu þrjá mánuð- ina 0,7% á ársgrundvelli. Þar væri ekki að sjá vísbendingar um neinar óvenjulegar hækkanir. Það sem hins vegar gæti ef til vill verið háð nokkurri óvissu væri innflutnings- verðlagið. Olíuverð hefði hækkað að undanfömu og ekki væri vitað með þróun verðlags annarra hráefna. Finnur Ingólfsson, viðskiptaráð- herra, sagði að engin ástæða væri til að halda að verðbólga væri að fara úr böndunum. Einstaka þættir í þessum mælingum gætu valdið sveiflum og í þessu tilviki væru það breytingar á verði húsnæðis sem vægju þungt. Þvottahæfni „A“ Þeytivinduafköst „B“ Ljósabretti: Sýnir hvarvélin er stödd í þvottakerfinu Vindingarhraði: 1400/1000/800/600/400 sn/mín afgangsraki 50% Mjög hljóðlát: Ytra byrði hljóðeinangrað Klukka: Sýnir hvað þvottakerfin teka langan tíma. Hægt að stilla gangsetningu vélar allt að19tíma framitímann Öli hugsnaleg þvottakerfi BRÆÐURNIR =)] ORMSSON HF Lágmúla 8 • Sími 5332800 Umboðsmenn um a 111 land! Heimsending innifalin í verði. íni fullkomnu Lavamat 74620 Starfsemi Snorrastofu í Reykholti Áhugi á Snorrastofu mikill SNORRASTOFA í Reykholti hóf form- lega starfsemi sína árið 1996 en forstöðumaður var ráðinn að stofnuninni tveimur árum síðar. Snorrastofa í Reykholti hefur það hlutverk að sinna rannsóknum í mið- aldafræðum auk miðlun- ar á sögu Reykholts og Borgarfjarðar sérsták- lega. Nýlega var birt skýrsla nefndar mennta- málaráðherra Bjöms Bjarnasonar um þessa starfsemi og hefur ráð- herrann ákveðið að unnið verði í Snorrastofu í sam- ræmi við niðurstöður skýrslunnar., Bei'gur Þorgeirsson er forstöðu- maður Snorrastofu, hann vai- spurður hvemig starfsemin í vetur hefði farið ft-am? „Nú þegar hafa fjölmai-gir fundir, mannamót af ýmsu tagi og málþing verið haldin í Reyk- holti að tilhlutan Snox-rastofu. Þar á meðal hafa verið í gangi svokallaðir fyrirlesti'ar í héraði, en hingað í Reykholt hafa fræði- menn komið og haldið fyrir- lestra. Hápunktur vetrarins var vegleg dagskrá um Guðmund G. Hagalín, sem haldin var á Hótel Reykholti í janúar sl.“ -Er áhugi manna fyrír Snorrastofu mikill? „Já, ég hef orðið var við geysi- lega mikinn áhuga á uppbygg- ingu Snorrastofu, bæði hér á Is- landi og erlendis. Þá ber að geta þess að héraðsmenn hafa sýnt þessari starfsemi mikla athygli og verið duglegir að sækja sam- komur á vegum stofnunarinnar." -A Snorrastofa sér hliðstæðu erlendis? „Snorrastofa á sér margar hliðstæður erlendis, ekki síst á Norðurlöndunum, þar sem mikið er af stofnunum sem jöfnum höndum sinna miðlun hins forna menningararfs og rannsóknum á afmörkuðum sviðum." - Hvernig er háttað húsnæðis- málum Snorrastofu? „Nú í vetur höfum við haft að- stöðu til bráðabirgða í húsnæði gamla skólans í Reykholti. Verið er að innrétta nýtt húsnæði stofnunarinnar sem er við hlið hinnar nýju kirkju hér á staðn- um. I byrjun maí mun okkur berast í hendur höfðingleg gjöf frá vesturfylkjum Noregs, sem mun gera okkur kleift að ljúka öllum frágangi byggingarinnar, en stefnt verður að því að Snorrastofa geti hafíð starfsemi sína í nýju húsnæði um mitt næsta sumar - árið 2000. -Hver er framtíð- arsýn í starfsemi Snorrastofu? „I lok febrúar sl. var lögð fram skýrsla nefndar sem mennta- málaráðherra skipaði í júlí 1998 til þess að gera tillögu að rannsóknarstarfsemi í ís- lenskum og erlendum miðalda- fræðum í Reykholti. Mennta- málaráðherra, Bjöi-n Bjarnason, kynnti niðurstöðumar fyrir heimamönnum er hann sótti Reykholt heim. Nefndin komst að samhljóða niðurstöðu, þeirri að stefnt skuli að eflingu Snorra- stofu, að hún verði sérstök rann- sóknarstofnun er vinni í náinni samvinnu við innlenda og er- ►Bergur Þorgeirsson er fædd- ur 17.8. 1958 í Hafnarfírði. Hann lauk stúdentsprófi frá Flensborg 1977 og BA-prófi í bókmenntafræði með íslensku sem aukagrein 1992. Meistara- prófi í íslenskum bókmenntum lauk Bergur 1994. Hann er að skrifa doktorsritgerð við há- skólann í Gautaborg í fornís- lenskum bókmenntum. Bergur starfaði við margs konar störf fram til ársins 1988, þá varð hann forstöðumaður Orva, sem er starfsþjálfunarstaður fyrir fatlaða í Kópavogi. Frá árinu 1991 var hann við háskólanám. Ái'ið 1997 fékk hann fræði- mannsstöðu við háskólann í Gautaborg. 1 þeirri stöðu er hann enn um tíma jafnhliða því að veita Snorrastofu í Reykholti forstöðu. Bergur er kvæntur Sigríði Kristinsdóttur myndlist- arkonu og eiga þau tvær dætur. lenda háskóla og tengdar stofn- anir. Nefndin benti á sem hugs- anleg verkefni stofnunai'innar námskeið og málstofur í ýmsum greinum miðaldafræða, þing og ráðstefnur með þátttöku inn- lendra og erlendra fræðimanna, rannsóknarverkefni á ýmsum sviðum miðaldafræða og fleira. Ég er mjög ánægður með niður- stöður þessarar nefndar, þessi mikla uppbyggingai-vinna, að byggja upp rannsóknarstofnun í miðaldafræðum, hefur kostað mikinn undirbúning og hafa margir einstaklingar unnið markvisst að málinu, bæði hér í héraði og í stjórnkerfínu. I raun höfum við í Snorrastofu í allan vetur unnið í samræmi við þau markmið og leiðir sem lýst er í skýrslunni og framundan er gríðar- leg vinna í kringum minjarannsóknir hér í Reykholti, sem Þjóð- minjasafnið hefur veg og vanda að. í tengsl- um við þær verður haldinn alþjóðlegur vinnufundur þar sem freistað verður að skapa fjölfag- lega vitneskju um Snorra Sturlu- son, ævi hans og störf. Gildi þessa verkefnis er beiting nýrrar aðferðafræði sem felst í því að tefla saman rannsóknum á sviði fornleifafræði, sagnfræði, bók- menntafræði, handritafræði og náttúi-uvísinda með það í huga að þessi mismunandi svið geti í sameiningu vai-pað nýju ljósi á sögu byggðar á staðnum og í víð- ara samhengi.“ Framundan gríðarleg vinna í kring- um minja- rannsóknir í Reykholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.