Morgunblaðið - 25.04.1999, Side 8

Morgunblaðið - 25.04.1999, Side 8
8 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Biskup sýndi gremju ÍGMUMO- ÞAÐ var ósköp ókristilegl að gera Dabba Iitla að Iandráðamanni Matthías minn. Fjármála- og viðskiptaráðherra Verðbólga ekki úr böndunum BÆÐI fjármála- og viðskiptaráð- heiTa segja að ekki sé ástæða til þess að hafa áhyggjux- af því að verðbólga sé að fara úr böndunum, þó Seðlabankinn spái nú 2,8% verð- bólgu frá upphafí til loka ársins og 2,4% verðbólgu milli ára. Meginor- sök hækkandi verðbólguspár bank- ans er hækkun húsnæðisliðar vísi- tölu neysluverðs. Geir Haarde, fjármálaráðherra, segir að þarna sé ekki vísbending um að nein hætta sé á ferðinni. „Skýringin á þessu er nú sú að hús- næðisliðurinn hefur hækkað miklu meira en allt annað að undanfói’nu. Ef húsnæðisliðnum er sleppt er lítil sem engin verðbólga síðustu 12 mánuði eða 1%,“ sagði Geir. Geir benti ennfremur á að ný byggingarvísitala hefði verið til- kynnt í gær og samkvæmt henni væri hækkunin síðustu þrjá mánuð- ina 0,7% á ársgrundvelli. Þar væri ekki að sjá vísbendingar um neinar óvenjulegar hækkanir. Það sem hins vegar gæti ef til vill verið háð nokkurri óvissu væri innflutnings- verðlagið. Olíuverð hefði hækkað að undanfömu og ekki væri vitað með þróun verðlags annarra hráefna. Finnur Ingólfsson, viðskiptaráð- herra, sagði að engin ástæða væri til að halda að verðbólga væri að fara úr böndunum. Einstaka þættir í þessum mælingum gætu valdið sveiflum og í þessu tilviki væru það breytingar á verði húsnæðis sem vægju þungt. Þvottahæfni „A“ Þeytivinduafköst „B“ Ljósabretti: Sýnir hvarvélin er stödd í þvottakerfinu Vindingarhraði: 1400/1000/800/600/400 sn/mín afgangsraki 50% Mjög hljóðlát: Ytra byrði hljóðeinangrað Klukka: Sýnir hvað þvottakerfin teka langan tíma. Hægt að stilla gangsetningu vélar allt að19tíma framitímann Öli hugsnaleg þvottakerfi BRÆÐURNIR =)] ORMSSON HF Lágmúla 8 • Sími 5332800 Umboðsmenn um a 111 land! Heimsending innifalin í verði. íni fullkomnu Lavamat 74620 Starfsemi Snorrastofu í Reykholti Áhugi á Snorrastofu mikill SNORRASTOFA í Reykholti hóf form- lega starfsemi sína árið 1996 en forstöðumaður var ráðinn að stofnuninni tveimur árum síðar. Snorrastofa í Reykholti hefur það hlutverk að sinna rannsóknum í mið- aldafræðum auk miðlun- ar á sögu Reykholts og Borgarfjarðar sérsták- lega. Nýlega var birt skýrsla nefndar mennta- málaráðherra Bjöms Bjarnasonar um þessa starfsemi og hefur ráð- herrann ákveðið að unnið verði í Snorrastofu í sam- ræmi við niðurstöður skýrslunnar., Bei'gur Þorgeirsson er forstöðu- maður Snorrastofu, hann vai- spurður hvemig starfsemin í vetur hefði farið ft-am? „Nú þegar hafa fjölmai-gir fundir, mannamót af ýmsu tagi og málþing verið haldin í Reyk- holti að tilhlutan Snox-rastofu. Þar á meðal hafa verið í gangi svokallaðir fyrirlesti'ar í héraði, en hingað í Reykholt hafa fræði- menn komið og haldið fyrir- lestra. Hápunktur vetrarins var vegleg dagskrá um Guðmund G. Hagalín, sem haldin var á Hótel Reykholti í janúar sl.“ -Er áhugi manna fyrír Snorrastofu mikill? „Já, ég hef orðið var við geysi- lega mikinn áhuga á uppbygg- ingu Snorrastofu, bæði hér á Is- landi og erlendis. Þá ber að geta þess að héraðsmenn hafa sýnt þessari starfsemi mikla athygli og verið duglegir að sækja sam- komur á vegum stofnunarinnar." -A Snorrastofa sér hliðstæðu erlendis? „Snorrastofa á sér margar hliðstæður erlendis, ekki síst á Norðurlöndunum, þar sem mikið er af stofnunum sem jöfnum höndum sinna miðlun hins forna menningararfs og rannsóknum á afmörkuðum sviðum." - Hvernig er háttað húsnæðis- málum Snorrastofu? „Nú í vetur höfum við haft að- stöðu til bráðabirgða í húsnæði gamla skólans í Reykholti. Verið er að innrétta nýtt húsnæði stofnunarinnar sem er við hlið hinnar nýju kirkju hér á staðn- um. I byrjun maí mun okkur berast í hendur höfðingleg gjöf frá vesturfylkjum Noregs, sem mun gera okkur kleift að ljúka öllum frágangi byggingarinnar, en stefnt verður að því að Snorrastofa geti hafíð starfsemi sína í nýju húsnæði um mitt næsta sumar - árið 2000. -Hver er framtíð- arsýn í starfsemi Snorrastofu? „I lok febrúar sl. var lögð fram skýrsla nefndar sem mennta- málaráðherra skipaði í júlí 1998 til þess að gera tillögu að rannsóknarstarfsemi í ís- lenskum og erlendum miðalda- fræðum í Reykholti. Mennta- málaráðherra, Bjöi-n Bjarnason, kynnti niðurstöðumar fyrir heimamönnum er hann sótti Reykholt heim. Nefndin komst að samhljóða niðurstöðu, þeirri að stefnt skuli að eflingu Snorra- stofu, að hún verði sérstök rann- sóknarstofnun er vinni í náinni samvinnu við innlenda og er- ►Bergur Þorgeirsson er fædd- ur 17.8. 1958 í Hafnarfírði. Hann lauk stúdentsprófi frá Flensborg 1977 og BA-prófi í bókmenntafræði með íslensku sem aukagrein 1992. Meistara- prófi í íslenskum bókmenntum lauk Bergur 1994. Hann er að skrifa doktorsritgerð við há- skólann í Gautaborg í fornís- lenskum bókmenntum. Bergur starfaði við margs konar störf fram til ársins 1988, þá varð hann forstöðumaður Orva, sem er starfsþjálfunarstaður fyrir fatlaða í Kópavogi. Frá árinu 1991 var hann við háskólanám. Ái'ið 1997 fékk hann fræði- mannsstöðu við háskólann í Gautaborg. 1 þeirri stöðu er hann enn um tíma jafnhliða því að veita Snorrastofu í Reykholti forstöðu. Bergur er kvæntur Sigríði Kristinsdóttur myndlist- arkonu og eiga þau tvær dætur. lenda háskóla og tengdar stofn- anir. Nefndin benti á sem hugs- anleg verkefni stofnunai'innar námskeið og málstofur í ýmsum greinum miðaldafræða, þing og ráðstefnur með þátttöku inn- lendra og erlendra fræðimanna, rannsóknarverkefni á ýmsum sviðum miðaldafræða og fleira. Ég er mjög ánægður með niður- stöður þessarar nefndar, þessi mikla uppbyggingai-vinna, að byggja upp rannsóknarstofnun í miðaldafræðum, hefur kostað mikinn undirbúning og hafa margir einstaklingar unnið markvisst að málinu, bæði hér í héraði og í stjórnkerfínu. I raun höfum við í Snorrastofu í allan vetur unnið í samræmi við þau markmið og leiðir sem lýst er í skýrslunni og framundan er gríðar- leg vinna í kringum minjarannsóknir hér í Reykholti, sem Þjóð- minjasafnið hefur veg og vanda að. í tengsl- um við þær verður haldinn alþjóðlegur vinnufundur þar sem freistað verður að skapa fjölfag- lega vitneskju um Snorra Sturlu- son, ævi hans og störf. Gildi þessa verkefnis er beiting nýrrar aðferðafræði sem felst í því að tefla saman rannsóknum á sviði fornleifafræði, sagnfræði, bók- menntafræði, handritafræði og náttúi-uvísinda með það í huga að þessi mismunandi svið geti í sameiningu vai-pað nýju ljósi á sögu byggðar á staðnum og í víð- ara samhengi.“ Framundan gríðarleg vinna í kring- um minja- rannsóknir í Reykholti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.