Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 43 MINNINGAR alann tO söluverðs buðu systurnar afslátt sem var verulegur ef stofnuð yrði sjálfseignarstofnun um spítal- ann og hann yrði ekki ríkisspítali næstu 20 ár. Á þetta var fallist í ársbyrjun 1977 í ráðherratíð Matthíasar Bjamasonar og forystumenn úr ís- lensku fjármála- og atvinnulífi fengnir til þess að vera stjómar- menn sjálfseignarstofnunarinnar. Þegar dr.Bjami varð yfirlæknir 1959 vora engar reglur um það hve lengi læknar mættu vinna við skurðaðgerðir á Landakoti. Hann sá fljótt að þetta var ekki hag- kvæmt kerfí. Eldri læknar fundu ekki allir sjálfír hvort þeim hafði hrakað og gátu ekki tekið ákvörðun um starfslok á eðlilegum tíma. Dr. Bjarni kom því til leiðar að Landakotslæknar ákváðu að starfs- lok þeirra yrðu eins og ríkisstarfs- manna við sjötugsaldur. Þegar dr. Bjarni varð sjálfur sjö- tugur tel ég víst að honum hafi fundist hann vera fullfær til læknis- starfa á spítalanum en hann hætti þar í árslok 1979. Það kom brátt í ljós að hann hafði verulegt vinnuþrek og næstu 12 ár vann hann hálft starf sem trygg- ingalæknir við Tryggingastofnun ríkisins. Það sýndi sig þar að hann var jafn fljótur og fær og yngri menn- irnir og mörgum læknum úti í bæ fannst vissara að senda vottorð sín beint til Bjarna til þess að fá þau af- greidd með hraði. Á árinu 1990 kom út bók dr. Bjarna - Á Landakoti -. Ég skrifaði um þessa bók í Morg- unblaðið fyrir jólin og bar á hana mikið lof. Þetta eru margar greinar um sögu Landakotsspítala og starf dr. Bjama þar í nær hálfa öld. Ef til vill era þessar greinar skrifaðar á mismunandi tíma en bókin er bæði fróðleg og skemmti- leg. Með þessum minningum vil eg þakka Bjarna meir en hálfrar aldar kynni og margi-a áratuga samvinnu. Bömum hans, Vilborgu og Jóni Erni, og dótturdóttui' Þóra sendum við Guðrún samúðarkveðjur. Páll Sigurðsson. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsam- legast sendið greinina inni í bréfínu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII ski-áa sem í daglegu tali era nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við-meðallínubil og hæfí- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blað- inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. BJARNI JÚLÍUSSON + Bjami Júlíusson fæddist í Reykjavík 30. apríl 1931. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 18. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landa- kotskirkju 26. febr- úar. Ég vil minnast vinar míns Bjarna Júlíus- sonar. Kynni mín af Bjarna eru í sambandi við spila- klúbb sem móðir mín og ég ásamt eiginkonu hans erum í. Það er ekki ýkja langt síðan við vorum á heimili Rítu og Bjarna í Dverg- holtunum þar sem klúbburinn var haldinn. Ég hef þó kosið að koma alltaf með saumadótið með mér sem er jólasokkur og hafði Bjarni einmitt orð á því við mig að hvað mér gengi vel með sokkinn. Hann sýndi honum mikinn áhuga og þegar hann sá að ég ætlaði mér eins og ég geri yfirleitt að sauma sokkinn þá varð hann mjög glaður eins og hann var oft. Þá sagði hann við mig að þetta væri mikill plús að fá einhvern til að spjalla við því Bjarni var með þá guðsgjöf að geta hlustað á aðra og haldið upp samræðum sem voru glaðleg- ar og gefandi. Þetta er ekki öllum gefið en mér hefur alltaf þótt ákaflega ljúft að ræða við Bjarna því hann var yndislegur í alla staði. Þegar ég og móðir mín komum inn í stofu til Bjama hafði ég orð á því að ég væri nú með höfuðverk svo ég mundi sauma lítið þetta kvöldið en þá stóð Bjami upp og var fljótur til og sótti fyrir mig höfuðverkjalyf svo ég gæti saumað eins og ég hafði ætlað mér, því hann hafði mikinn áhuga á að sjá jólasokkinn fullsaumaðan. Það er mikill sjónarsviptir að sjá ekki Bjarna sitja inni í stofu því við áttum Ijúfar stundir við að ræða málin. Ég finn fyrir miklum sökn- uði yfir að hann skuli vera farinn frá okkur. En það er mín trú, von og vissa reyndar að við eigum efth’ að hitta Bjarna aftur seinna hjá al- góðum Guði. Ég bið algóðan Guð um að varð- veita Rítu og drengina þeirra. Við, ég og móðir mín, Guðborg Kristín Olgeirsdóttir, vottum öllum ástvin- um Bjarna dýpstu samúð. Það verður ævinlega gott að minnast hans. Jóhanna Selma Sigurðardóttir. INGVAR KRISTINN ÞÓRARINSSON + Ingvar Kristinn Þórarinsson fæddist á Húsavík 5. maí 1924. Hann Iést á Sjúkarahúsi Þingeyinga 7. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavíkurkirkju 17. apríl. Handtakið var þétt og hlýtt, augun athug- ul og orðin ekki mörg sem sögð vora. Þannig man ég Ingvar fyrst. Ingvar Þórarinsson var fínlegur maður með fallegt bros og fágaða framkomu. Eiginkonu Ingvars, Björgu Friðriksdóttur, hitti ég einnig þá og hafa þau allar götur síðan verið eitt í mínum huga. Það eru meira en þrír tugir ára síðan. Ferðir mínar í gegnum tíðina til Húsavíkur era orðnar margar tengdai’ þeim ágætu hjónum og nánast alltaf bundnar við tónleika- hald ýmiskonar, einn í fór eða með öðram og þá frekast söngvuram. Þeir era orðnir mai’gir sem hafa sungið á Húsavík fyrir áhuga Ingv- ars og framtakssemi. Ingvar hafði lifandi áhuga á list- um, ekki síst tónlist, og áttum við margar stundir saman, talandi um ánægjulegan framgang tónlistar- lífsins í landinu. Alltaf þegar komið var til Húsavíkur stóð fallegt menningar- heimih þeirra Bjargar og Ingvars opið, stór- veisla eftir tónleika og einnig fyrir. Þá vora sagðar sögur, hugur- inn á flug og oft mikið hlegið og innilega. Ogleymanlegar eru líka heimsóknir í bóka- búðina og leiðsögn Ingvars um Húsavík- urkirkju sem margir hafa upplifað. Ljóslif- andi er myndin í hug- anum af Ingvari, þessum fíngerða manni með lykilinn stóra í hendi á tröppunum við dyr Húsavíkur- kirkju í upphafi kynninga. Ingvar og Björg skipa alveg sér- stakan sess í stórum hópi tónlistar- vina um allt land, sem þrátt fyrir mikla fyrirhöfn og vinnu í þágu tónlistarinnar er í litlu getið en verulegur hluti listalífsins hvílir á og getur ekki án verið. Ingvar lést 7. apríl sl. eftir langa og stranga sjúkralegu. Með honum er genginn einn ötulasti boðberi tónlistar í landinu og skilur eftir skai’ð sem verður vandfyllt. Við hjónin sendum Björgu, ætt- ingjum og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Með virðingu og þakklæti. Jónas Ingimundarson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASClI-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinipa inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. LEGSTEINAR t Manuari Islensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blágrýti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 ÞÓRIR LEIFSSON + Þórir Leifsson fæddist á Akur- eyri 9. desember 1926. Hann lést á Landspítalanum 25. mars siðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrar- kirkju 9. apríl. Þegar ég lít til baka til æskuára okkar systkininna á Akureyri minnist ég helst ár- anna 1930-1940, ára sem voru afar sólrík og yndisleg. Við systkinin fórum oft í sundlaugina með félögum okkar og margar vora hjólreiðaferðir okkar fjölskyldunnar út í sveit með nesti. Ljúfar minningar ylja þegar litið er til þess tíma. Þórir varð mjög ungm’ flugsynd- ur og eignaðist hann marga góða vini í lauginni, allir löðuðust að þessum litla og skemmtilega polla, sem átti erfítt með að segja þ og r. Hann hafði gaman af sporti, spilaði golf og stundaði skíðaíþróttir. Hann var sjö vetur í Bamaskóla Akureyr- ar, síðan fór hann í Laugaskóla í Suður-Þingeyjarsýslu. Starfsferil sinn hóf hann á Akur- eyri, fyrst í kjötverslunum, og flutn- ingafyrirtæki, en megnið af starfsævinni vann Þórir hjá Aðal- verktökum við lagerstörf og síðar sem vaktmaður. Ungur að árum fór Þórir að spila bridge. Hann var af- burðaspilamaður. Komu sér vel hið góða minni og reikningshæfíleiki hans við spilaborðið. Fjöldinn allur af bikuram, skjöldum og viðurkenn- ingum prýddi heimili hans, vitnis- burður um frábæra frammistöðu, flest viðurkenningar fyrir bridge. Við starfslok var heilsu hans farið að hraka. Settist hann þá að í Gull- smára 11 í Kópavogi og bjó þar þessi siðustu ár. Eftir að hann hætti að vinna gaf hann sig meira að spilamennsk- unni, var eftirsóttur á spilamótin og síðasta ferðin var farin í Borg- arfjörð nú í mars sl. Þá var hann orðinn helsjúkur. En svona var Þórir; keppnis- maður mikill og vílaði ekki fyrir sér að ferð- ast á milli til að taka þátt í spilamennsk- unni. Hann leið út af á Landspítalanum eftir ellefu daga dvöl þar. Við Þorsteinn þökk- um Þóri af alhug fyrir hjálpsemina sem hann auðsýndi okkur við bú- skapinn, þegar hann heimsótti okkur að Brúarreykjum. Gekk hann að öllum störfum af vandvirkni og dugnaði, heyskap, byggingarvinnu, allt var unnið af alúð. Dætur okkar Þor- steins og þeirra fjölskyldur senda hjartans kveðju og þökk fyrir allt og biðja Þóri blessunar. Bræðrabörnin eiga hlýjar minn- ingai’ um Þóri frænda, þau senda kveðju og þakklæti fyrir allar sam- verastundirnar, þegar hann kom norður til Akureyrar, spilamennsk- una, þolinmæðina við þau og gjaf- mildina við þau og börnin þeirra. Ég læt hér fylgja vísur eftir mág- konu okkar, Hrafnhildi Baldvins- dóttur, sem hún samdi í tilefni 70 ára afmælis Þóris 1996. Ekkert fær þeim þönkum breytt, er þinn feril skoðnm. Þú hefur þinni ævi eytt, eftir hjartans boðum. Að gleðja aðra var gleði þín með gjöfum eða á annan máta. Það verður svo uns ævin dvín, af eðli má ei láta. Bræðra þinna og systra börn og bömin þeirra, óska af hjarta. Að ljúfur Faðir leiði þig, og leiðina þína geri bjarta. Góður Guð geymi þig, elsku bróð- h. Þín systir Kristjana. t Við þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför GUÐRÚNAR SIGMUNDSDÓTTUR, Hlévangi, áður til heimilis á Brekkubraut 9, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlévangs fyrir einstaka umönnun. Guðmundur Gfslason, Brynhildur Guðmundsdóttir, Guðmundur Garðarsson, Gísli Guðmundsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Sigmundur Guðmundsson, Ágústa Björgvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur sam- úð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS GUÐMUNDAR GUÐGEIRSSONAR bókbindara, Stangarholti 6. Jónina Einarsdóttir, Guðgeir Einarsson, Sjöfn Stefánsdóttir, Sólrún Einarsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Hallur Kristvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.