Morgunblaðið - 25.04.1999, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 25.04.1999, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 35 Kynningar í vikunni: Þctta frábœra krcm nota kcppcndurnir uw unjjfrú Is/and þcssa daqaua Hafréttarsamningurinn er talinn einn mikilvægasti árangurinn í skráningu og þróun alþjóða- réttar til þessa. Með honum voru ekki einasta skráðar og nákvæm- lega útfærðar fjölmargar áður viðurkenndar reglur hafréttarins heldur og nýjungar ýmiss konar, sem marka þáttaskil á mörgum sviðum. Okkur Islendingum var á sínum tíma hvað mikilvægust við- urkenningin á 200 mílna efna- hagslögsögunni. Þáttur íslend- inga í því máli vakti mikla athygli og var nafn Hans G. Andersens heitins, sendiherra, þá helsta þjóðréttarfræðings Islendinga, meðal hinna þekktari í hópi þeirra sérfræðinga sem fjölluðu um rétt- indi fiskveiðiþjóða. Hann mundi því vafalaust gleðjast, ef hann gæti, yfir því að sjá arftaka sinn í hópi dómara Hafréttardómstóls- ins. Guðmundur Eiríksson var ungur þjóðréttarfræðingur þegar Haf- réttarráðstefnan hófst, kom fyrst að henni í Caraeas í Venezúela árið 1974, fylgdist síðan með samninga- ferlinu allt til enda og er nú næstyngstur dómara Hafréttar- dómstólsins. ann nam upphaflega verkfræði en síðan lögfræði í Bretlandi og lauk LL.M-prófi í þjóðarétti við Columbia-háskóla í Bandaríkjun- um. Hann tók við hafréttarmálun- um í utanríkisráðuneytinu af Hans G. Andersen og er þaulkunnugur öllum sviðum hafréttarins.^ „Þar sem þetta málefni varðaði Island svo mjög var ekki hægt annað en að sækja um að komast í dómstól- inn“, sagði Guðmundur, aðspurður um aðdraganda þess að hann var kjörinn í dóminn. „Þegar dómar- arnir voru kosnir höfðu 102 ríki staðfest Hafréttarsamninginn og því þurfti ég að fá a.m.k. 67 ríki til að styðja mig. Af hálfu íslenskra stjórnvalda var mjög vel að þessu framboði staðið, m.a. fyrir milli- göngu sendiherrans í New York, Gunnars Pálssonar, sem vann sér- staklega vel að málinu. Ég hafði sjálfur nokkra reynslu af svona kosningabaráttu, því að ég hafði tvisvar verið kosinn til Alþjóða laganefndar Sameinuðu þjóð- annna (The International Law Commission). Dómarasætum Haf- réttardómstólsins er skipt eftir svæðum; Evrópuríkin fengu fjög- ur sæti, sem átta sérfræðingar sóttust eftir svo það var nokkur harka í þessu. Það fer ekki ein- göngu eftir hæfileikum hverjir veljast í dóminn; ýmis önnur sjón- armið koma til greina því að ein- hvernveginn verður að gera upp á milli manna.“ Sem fyrr segir býr Guðmundur Eiríksson í Costa Rica ásamt fjölskyldu sinni, sagðist hafa frétt að þar væri gott að búa og það hefði reynst rétt. Þar stundar hann ritstörf milli þess sem hann vinnur fyrir dómstólinn, auk þess að halda fyrirlestra við erlenda há- skóla, en hann verður að vera við því búinn að stökkva upp í flugvél- ina til Hamborgar þegar kallið kemur þaðan. Guðmundur varð að segja lausu starfi sínu í utanrílds- ráðuneytinu: „Dómararnir eiga að vera óháðir stjómvöldum og því samrýmast sum embætti ekki stai-fi þein-a. Við vorum ekki nema 3-4 í slíkri aðstöðu, flestir eru ann- aðhvort prófessorar við háskóla á fullum launum eða fyrrverandi prófessorar eða diplómatar á eftir- launum. Meirihluti þeirra, líklega a.m.k. 16 af 21, komu að hafréttar- ráðstefnunni með einum eða öðrum hætti, flestir allt frá byrjun, sumir síðar og einn dómaranna var mér samtíða í Alþjóða laganefndinni í tíu ár.“ Guðmundur er söngmaður mik- ill, hefur m.a. árum saman sungið í kór íslensku óperunn- ar heima og þetta áhugamál sitt hefur hann virkjað í Costa Rica, setti þar á laggirnar sönghóp, sem ber nafnið Coco Chorale eftir fiskiþorpinu Playas del Coco þar sem þau búa. Hann kveðst mjög svo sáttur við þá tilhögun dóm- arastarfsins að geta verið þar hjá fjölskyldunni milli þess sem Ham- borg kallar. „Ég tel að það hafi verið góð millileið að hafa dóm- stólinn með þessum hætti, bæði frá sjónarmiði skipulags og kostn- aðar. Framtíðin fer að sjálfsögðu bæði eftir málafjölda og fjárveit- ingum til dómstólsins, við verðum bara að sjá til hvað verður. Ann- ars er kannski ekki mest um vert að málum fjölgi svo mjög, segir Guðmundur að lokum, heldur að menn fari að haga sér í samræmi við hafréttarsamninginn vitandi, að geri þeir það ekki verði þeir að mæta fyrir dómstólnum. Best er að ríkin leysi sjálf þau vandamál sem upp koma hverju sinni og að við verðum einungis til reiðu, þeg- ar allt um þrýtur; þannig væri markmiðum Hafréttarsamnings- ins best náð.“ HORNSTEINN lagður. (Guðmundur Eiríksson annar frá vinstri í aftari röð.) SúrefnisvörurN Karin Heizog ...ferskir vindar í umhirðu húðar Miðvikudagur 28. apríl kl. 14—18: Rima Apótek, Grafarvogi, Laugarnes Apótek, Kirkjuteigi, Fimmtudagur 29. apríl kl. 14—18: Garðs Apótek, Sogavegi, Apótekið Suðurströnd, Seltjarnarnesi. Föstudagur 30. apríl kl. 14—18: Háaleitis Apótek, Apótekið Smáratorgi. Kynningarafsláttur Dreiflng: Solvin, s. 899 2947. TÖLVUMYND af nýja dómshúsinu fullbúnu. hjá Sameinuðu þjóðunum og hefur árlegur fundur þeirra síðasta orð- ið um fjárhagsáætlun dómsins og framkvæmdastefnuna. Dómritar- inn og 30 manna starfslið skrif- stofunnar eru í fullu starfi en dómararnir ekki. Þeir fá fasta greiðslu sem nemur um þriðjungi af dómaralaunum og síðan sér- staklega greitt fyrir vinnu að mál- um, auk ferðakostnaðar til og frá Hamborg og dvalarkostnaðar þar. Aðeins forseti dómsins er búsettur í Hamborg, hinir víða um heim og verða að vera viðbúnir að koma hvenær sem þess er þörf.“ Varaforseti Hairéttardómstólsins er Rúdiger Wolfrum, forstöðu- maður Max Planck þjóðréttar- stofnunarinnar í Þýskalandi. Hann skýrði frá aðdragandanum að stofnun dómstólsins, hugmyndum sem uppi voru um skipan hans og niðurstöðuna, sem er býsna marg- þætt. Skal hér aðeins drepið á nokkur atriði. Samkvæmt 279. gr. Hafréttarsamningsins ber aðildar- ríkjum hans að leysa deilumál sín um hafréttarmál með friðsamlegum hætti. Þau eiga hinsvegar margra kosta völ. Þau geta vísað deilum sínum til Hafréttardómstólsins, til Alþjóðadómstólsins í Haag og til gerðardómsmeðferða ýmiss konar, sem gert er ráð fyrir í viðbótarköfl- um, sem fylgja samningnum (Við- aukum nr. VII og VIII). Hafréttar- dómstóllinn sjálfur getur starfað bæði í heild og í deildum (Cham- bers). Er þar fyrst að geta Hafs- botnsdeildarinnar (The Sea Bed Disputes Chamber) sem er eins- konar dómstóll innan dómstólsins og mun fjalla um öll ágreiningsmál tengd vinnslu á hafsbotni. Til setu þar velja dómararnir ellefu manns úr sínum hópi til þriggja ára í senn og hafa þá til hliðsjónar regluna um að þeir komi frá mismunandi land- svæðum og lagakerfum. Þessi deild getur svo aftur skipst í þriggja manna undirdeildir ef þarf. Þá get- ur dómstóllinn skipað sérdeildir (Special Chambers) þriggja eða fleiri dómara til að fjalia um einstök málefni. Einnig geta aðilar ágrein- ingsmála, sem vísað er til dómsins, óskað eftir myndun sérdeilda til að fjalla um tiltekin deiluefni. „Sem stendur höfum við sérdeildir um fiskveiðimál og umhverfismál," sagði Rúdiger Wolfrum og enn- fremur sérdeild fimm dómara til að taka skyndiákvarðanir um bráða- birgðaúrræði, þegar dómstóllinn situr ekki (Chamber of Summary Procedure). Hvers konar mál vænta menn svo að muni koma til dómsins til úr- lausnar? Bæði Wolfrum, vara- forseti, og forseti dómsins, Thomas A. Mensah frá Ghana, virtust sann- færðir um að málum mundi fjölga fljótlega og þess yrði ekki langt að bíða að dómstóllinn sæti allt árið, e.t.v. ekki nema 4-5 ár. í fyrsta lagi búast þeir við málum á borð við fyrsta „Saiga“ málið, þ.e. „prompt release" málum, þar sem þess er krafist að skipum, sem strandríki hafa tekið og fært til hafnar, verði sleppt en slík atvik koma upp að minnsta kosti tíu sinnum á ári, að sögn Wolfrums, yfirleitt vegna fiskveiðideilna og er hvergi völ hraðari meðferðar slíkra mála en hjá Hafréttardómstólnum. Mensah, dómforseti, kvaðst gera ráð fyrir málum varðandi alla þætti DÓMRITARI, Gritakumar E. Chitty frá Sri Lanka. Ert þú með smá appelsínuhúð eða kannski bara MIKLA? Skiptir ekki máli SILHOUETTE ER ALLTAF LAUSNIN! FULLBÚIÐ um næstu áramót? hafréttarsamningsins, svo sem frá ríkjum sem ættu í erfiðleikum með að ákveða markalínur milli lög- sögusvæða sinna eða greindi á um hver réttindi þeirra væru á þessum svæðum, hvort heldur væri í land- helgi, á landgrunninu eða í efna- hagslögsögunni, varðandi fiskveið- ar, mengunai’vamir, vinnslu á hafsbotni og þess háttar; ennfrem- ur um rétt tO siglinga, hvort heldur væri innan lögsögu strandríkja eða á úthöfunum. „Við eigum von á málum til Hafsbotnsdeildar dóm- stólsins þegar vinnsla hafsbotnsins eykst og þróast, þar má búast við ágreiningsmálum milli Alþjóða hafsbótnsstjómarmnar (The International Seabed Authority) og ríkja og fyrirtækja um réttindi þeirra og samninga, en dómstóllinn er ekki bundinn við að aðildarríkin ein leggi fyrir mál heldur getur hann einnig tekið við málum frá einkaaðOum svo sem fyrirtækjum og jafnvel einstaklingum. Við eig- um líka von á að Alþjóða hafs- botnsstjómin leiti eftir lögfræði- legum álitum dómstólsins (advis- ory opinions) þegar kemur að vandasömum ákvörðunum er varða valdsvið hennar. Við gemm okkur einnig vonir um að í framtíðinni verði gert ráð fyrir því í alþjóðleg- um samningum, tengdum hafrétt- armálum, að deilum verði vísað til dómstólsins; þess gætir nú þegar. Sýnt er að dómstóllinn mun taka við ýmsum málum sem áður hafa farið tO Alþjóðadómstólsins en ríki munu geta valið mOli þess- ara tveggja dómstóla. Framtíð Haf- réttardómstólsins er að sjálfsögðu undir því komin að aðildaiTÍkin leiti til hans með deilur sínai- og virði niðurstöður hans. Ég vænti þess að þau geri það, sagði dómforseti, ef þau gangast undir ákvæði samn- ingsins. Nú hafa 129 riki og Efna- hagsbandalag Evrópu staðfest Haf- réttarsamninginn sjálfan og þrett- án samþykkt að lúta lögsögu dóm- stólsins; það er gert sérstaklega, en þess ber að gæta, að enda þótt ríki hafi ekki samþykkt lögsöguna, geta þau vísað tilteknum málum til dóm- stólsins, með eða mót vilja mótaðila deilunnar, svo framarlega sem bæði ríkin eru aðOar að Hafréttar- samningnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.