Morgunblaðið - 25.04.1999, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 25.04.1999, Qupperneq 58
58 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM / Urslit í Fresca-bikarnum Morgunblaðið/Sverrir 1001 SPUNI segist sjá í gegnum herbragð andstæðinganna. Á myndina vantar Lindu Ásgeirsdóttur. sögu. Við gætum t.d. skorað á hitt lið- ið í bestu ástarsögunni. Við erum fyr- irfram búin að ákveða hvemig leik við ætlum að nota, t.d. rím eða Shakespeare, þá notum við sem sagt tungutak hans. Síðan biðjum við áhorfendur um nafn á söguna og hvar hún á að gerast en meira fáum við ekki að vita og þar með hefst spuninn. Ámi Pétur: En það er ekki allt leyfi- legt í spunaleikhúsi. Það má ekki vera dónalegur. Það er svo auðvelt að fá hlátur út á neðanbeltisbrandara. Ef ég kem með grófan brandara þá fæ ég skammarkörfu. Bergur: Þá fær Ami ruslafótu á hausinn sem hann þarf að vera með í tvær mínútur. -Eruð þið með tilbúna hugmynd fyrirfram hvernig sagan á að vera? Halldóra: Nei, við megum það ekki! Stefán: Við búum til söguna jafnt og þétt í sameiningu með því að hlusta og gefa boltann. Spuninn byrjar á fjallstoppnum -Hvernig er spuni frábrugðinn hefðbundnu leikhúsi? Árni Pétur: Dóra, hvemig er aftur samlíkingin við skíðaferðina? Halldóra: Þegar maður er að æfa leikrit hefst ferðin á því að þú gengur upp fjallið. En í spuna byrjar maður á toppi fjallsins, setur á sig skíðin og rennir sér hratt af stað og ef þú hugsar of mikið um það hvernig þú ætlar að taka næstu beygju þá dett- urðu. Þannig er spuni. - Hafið þið lent í því að standa á sviðinu og vita ekkert hvað þið eigið að gera næst? Árni Pétur: I spuna átt þú að gera sjálfan þig að fífli. Helst að gera þrenn góð mistök á einu kvöldi. Halldóra: Við vomm ömurleg síðasta mánudag. Sá spuni var alveg sögu- lega lélegur. Árni Pétur: Við hlógum á okkur gat! Stefán: Þá voram við með leik sem við höfðum aldrei leikið áður. Við ákváðum að vera með látbragðs- spuna. Halldóra: Það kom enginn söguþráð- ur hjá okkur. Þetta var spuni um sleifaraumingjann, og ég tók sleifina af Bergi en hann fattaði það ekki og því vorum við komin með tvær sleif- ar! -Hafið þið kynnt ykkur andstæð- ingana? Bergur: Já, þetta eru auðvitað allt vinir okkar og kollegar og bróðir hans Árna Péturs [Kjartan] er í hinu liðinu. Árni Pétur: Við erum bara átta leik- arar að skemmta okkur þótt við séum í tveimur liðum. Það er nauðsynlegt að hafa það í huga. Um leið og þetta er orðin einhver keppni, þá fer allt í graut. Halldóra: Ef keppnisandinn verður of mikill þá væri best fyrir okkur að skipta á liðsmönnum til að róa okkur niður. Stefán: Þetta er eins og „wrestling" í Ameríku, ákveðinn sýndarveruleiki. - Þurfa leikarar að hafa spunagen til að getað spunnið? Bergur: Það getur hver sem er spunnið. I raun er leikhússport hið eiginlega alþýðuleikhús, því allir geta verið með og allir geta skemmt sér yfir þessu. Heldur meiri keppnisandi var í þeim Kjartani Guðjónssyni, Gunnari Hanssyni liðsstjóra og Sveini Þóri Geirssyni í 1001 spuna er blaðamaður hitti þá í Sjónvarpshúsinu. Linda Ás- geirsdóttir, fjórði liðsmaður, var fjar- verandi. Galdur í gangi Sveinn: Við eram ekki famir að velja áskoranir og leiki, við gerum það yf- irleitt daginn áður en ef sigurinn á að vera vís þá þurfum við að fara að ræða það... Gunnar: Strákar, ég vil breyta form- inu á þessu hjá okkur þannig að það sé ekki einn liðsstjóri. Kjartan: Nei, ég held að það gefist ekki vel... Gunnar biður blaðamann vinsam- lega að slökkva á upptökutækinu á meðan herbrögð era rædd við smink- borðið. Kjartan: Hitt var svo auðvelt fyrir okkur, þá var mesta stressið hjá þér! Gunnar: Eg vil einmitt jafna stressið á okkur öll. Kjartan: Ég hélt að þér þætti gaman að vera liðsstjóri! Já, ef þú vilt breyta núna loksins þegar við eram komin í úrslitin! Sveinn: Þú hefur ekki velt fyrir þér af hverju við eram í úrslitum? Það er af því að við erum með einhvern galdur í gangi! (hækkar röddina.) Þá ber Stefán Jónsson úr hinu lið- inu að garði. Kjartan: Ert þú ekki stoltur núna, Stefán? Stefán: Nú, hvað? Kjartan: Hvernig þú ert búinn að vera að tala um okkar lið úti í bæ! Sveinn: Þú ert mjög fjölhæfur leik- ari, Stefán minn, en sakleysis-“lúkk- ið“, það virkar engan veginn. Blóðbragð í munninum -Spunagenið viidi meina að þetta væri allt leikur... Gunnar: Við ætlum að ná forystu mjög snemma í keppninni og pakka svo í vörn. Sveinn: Auðvitað er soldið meira blóðbragð í munninum á manni núna heldur en hefur verið áður í keppn- inni. Kjartan: Hitt liðið þykist auðvitað al- saklaust. Þau ætla að tapa. Stefán: Það er ávísun á vonda skemmtun ef keppnisskapið ber okk- ur yfirliði... ég meina ofurliði... Sveinn: Já, ofurliði sem veldur yfir- liði. Kjartan: Hitt liðið ætlar að láta mig, Svein og Stefán vera í keppnisskap- inu, eins og við séum vondu karlarn- ir! (Hristir höfuðið.) Gunnar: Þetta er herbragð hjá þeim til að fá okkur lina til keppni en í staðinn koma þau hörð. Þykjast vera góð en era svo bara vond. En eitt er víst að bræður munu berjast! Kjartan: Það er enn ekki of seint fyr- ir hann Árna Pétur bróður minn að hætta við. Gunnar: En ef mamma ykkar kemur, hvorum heldur hún með? Kjartan: Hún heldur með mér auð- vitað. í AUSTRI Sýning Morgunblaðsins á myndum Einars Fals Ingólfssonar og Þorkels Þorkelssonar frá ferð þeirra til Indlands og Rússlands á 2. hæð í Kringlunni stendur til 3. maí. Skoðaðu fjarlæga menningarheima eins og þeir komu tveimur af bestu Ijósmyndurum landsins fyrir sjónir. flforcgMnirifafrffe Morgunblaðið/Jón Svavarsson SPUNAGENIÐ segir leikhússportið fyrst og fremst leik. 1001 spuni og Spuna- genið munu eigast við í lokaúrslitum um Fresca-bikarinn í leik- hússporti Iðnó annað kvöld. Sunna Osk Logadóttir tók púlsinn á liðsmönnum. SPUNAÆÐI hefur gengið yfir landið á undanfömum mán- uðum en í spuna getur allt gerst og leikaramir vita ekki frekar en áhorfendur hvernig sagan sem spunninn er kemur til með að enda. Átta lið hófu keppnina um Fresca-bikarinn sem er útsláttar- keppni og standa nú tvö lið eftir. Annað þeirra er Spunagenið, skipað þeim Halldóra Geirharðsdóttur liðs- stjóra, Árna Pétri Guðjónssyni, Bergi Þór Ingólfssyni og Stefáni Jónssyni. Þau sátu við elhúsborðið heima hjá liðsstjóranum þegar blaða- mann bar að garði. Ekki allt leyfilegt Halldóra: Við eram núna að velja leiki og áskoranir. Stefán: Það era ákveðnar reglur og lögmál í spuna. Það verður að vera einhver byrjun á sögunni, eitthvert vandamál og svo einhver lausn. Liðin skora á hvort annað með ákveðinni I spuna á að gera sig að fífli!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.