Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ © Yogastöðin Heilsubót Síðumúla 15, sími 588 5711 6 vikna námskeið í HATHA-YOGA frá 3. maí til 16. júní. Áhersla er lögð á fimm þætti: • RÉTT SLÖKUN losar um spennu í vöövum, róar og kyrrir hugann. • LÍKAMLEG ÁREYNSLA (ÆFINGUM. Þá styrkjum við vöðva, liðbönd, liðamót, mýkjum hrygginn og örvum blóðrás. • RÉTT ÖNDUN þýðir að anda djúpt og vel. • RÉTT FÆÐI sem stjórnast af hófsemi og fjölbreytni. • JÁKVÆTT HUGARFAR. Að beina huganum jákvætt að verkefnum dagsins strax að morgni. Byrjendatímar og fyrir vana yogaiðkendur. Sér tímar fyrir barnshafandi konur. yr MORGUNVERÐARFUNDUR r um nýsköpunarstyrki Nýsköpunar- og smáfyrirtækjaáætlunar Evrópusambandsins Fimmtudaginn 29.apríl, Borgartúni 6, kl. 8:15-10:00 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til nýsköpunarverkefna. Frestur ertil 15. júní 1999. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu framkvæmdastjórnarinnar: http://www.cordis.lu/fp5/ Framkvæmdastjórnin hefur þegarstyrkt nýsköpunar- verkefni íslenskra fyrirtækja með verulegum fjármunum. Þetta hefur leitt til ávinnings fyrir fyrirtækin auk þess að bæta starfsskilyrði þeirra á alþjóðavettvangi. Að því tilefni verður haldinn kynningarfundur um ný- sköpunar- og smáfyrirtækjaáætlunina og umrædda styrki. DAGSKRÁ Nýsköpun er nauðsyn Gísli Benediktsson Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Fimmta rammaáætlun ESB, kynningarstyrkir og samstarfsverkefni ICRAFT) Hörður Jónsson forstöðumaður tæknisviðs RANNÍS Nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins Þorvaldur Finnbjörnsson hagfræðingur RANNÍS Umsókn um styrki til nýsköpunar og tækniyfirfærslu Orri Hlöðversson, framkvæmdastjóri Hrings hf - Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar Aðstoð við gerð umsókna og þátttöku í fimmtu rammaáætlun ESB Grímur Kjartansson, deildarsérfræðingur hjá RANNÍS Fyrirspurnir og umræður ? Fundarlok 1 3 O <5 Fundarstjóri er Gísli Benediktsson, Nýsköpunarsjóði s atvinnulífsins Þátttaka er öllum opin en farið er fram á að þátttakendur skrái sig fyrirfram með tölvupósti: rannis@rannis.is eða í síma 5621320 fyrir 28. apríl n.k. ESB KYNNINGARMIÐSTÖÐ EVRÓPURANNSÓKNA INNOVATION RANNSÓKNAÞJÓNUSTA HÁSKÓLA (SLANDS 11 IÐNTÆKNISTOFNUN ISLANDS RANNSÓKNARRÁÐ ISLANDS LISTIR Morgunblaðið/Sverrir Pétur Hrafn Árnason FYRIR tuttugn árum stofnuðu sagnfræðinemar við Háskóla Is- lands timarit sem þeir kölluðu Sagnir. Með Sögnum vildu námsmennirnir gefa út mynd- skreyttan miðil um sagnfræði- leg efni, sem á þessum tíma var ekki til, leggja jafna áherslu á texta og myndir, birta aðgengi- legar greinar og flytja umræð- una sem fram fer innan háskóia til almennings. Árið 1984 var útliti blaðsins breytt og fyrir- myndir að þvi fengnar að nokkru leyti frá túnaritamark- aðnum. Sagnir koma út einu sinni á ári og nýlega kom út Sagnir ‘98 sem tileinkað er áttatíu ára afmæli íslenska full- veldisins. „Við ákváðum að tileinka þetta hefti fullveldinu þegar f ljós kom að aðsendar greinar fjölluðu flestar um tuttugustu öldina. Þá lá nærri að setja þær undir einn hatt. Þótt þær fjalli ekki beint um fullveldistökuna þá segja þær frá þeim vanda- málum sem nýtt samfélag þarf að glíma við,“ segir Pétur Hrafn Árnason, ritstjóri Sagna ‘98, þegar hann er spurður út í tileinkunina. Hann heldur áfram: „Það má segja að við notum afmæli fullveldisins sem rétt- lætingu fyrir því hvað tímabilið sem blaðið fjallar um að þessu sinni er takmarkað. En það merkilega var að þegar slag- síða þess var ákveðin, tuttug- Sagnir ‘98 asta öldin, var auðveldara fyrir okkur að fá styrki og auglýs- ingar, fyrir nú utan hvað auð- veldara var að finna myndefni, ljósmyndir og fleira. Áhugi al- mennings virðist vera meiri á efni sem er nær í tíma en fjær. I sagnfræðilegri vinnu getur maður verið að ræða við sjálfan sig t.d. um efni sem er jafn óspennandi og kolareikningar frá sautjándu öld. Því gefur það vissa fullnægju að verða var við áhuga annarra á því sem maður er að fást við. Og sá var upp- haflegur tilgangur Sagna, að miðla og fræða. Stundum virð- ist sem áhugi fólks á sagnfræði minnki því lengra sem farið er aftur í tímann. Það er líka hægt að sjá bein- ar samsvaranir milli efnisvals sagnfræðinga og málefna nú- tímans. I Sögnum ‘98 er til dæmis grein um sjálfstæðisbar- áttuna um síðustu aldamót og umræðu þess tíma má auðveld- lega bera saman við umræðuna í dag um Efnahagsbandalagið. Onnur grein fjallar um virkjun- arframkvæmdir fyrr á öldinni og umræðurnar sem þá fóru fram eru alls ekki ólíkar um- ræðum dagsins í dag um stór- iðju. Leiðslustef sagnfræðinnar er að tengja hið gamla við hið nýja. Nota gamla atburði til að auðvelda okkur skilning, út- skýra eða lækna fordóma, á því sem er að gerast í samtímanum. Það eru helstu óskir sagnfræð- innar. Þess vegna velja sagnfræð- ingar sér gjarnan þá atburði úr fortíðinni sem skyldastir eru at- burðum líðandi stundar. Og þess vegna er það sem mönnum þykir merkilegt hveiju sinni alltaf að breytast. Og breyting- arnar endurspegla aðeins hina líðandi stund. Að gefa út tímarit sem þetta er alveg ómetanleg reynsla. Þótt það hafi verið mikið puð að koma þvi á koppinn þá sé ég ekki eftir einni einustu minútu því hver þeirra var skóli út af fyrir sig. Höfundar greinanna hafa breytt ritgerðum sínum í greinar, og eru með því bæði að koma vinnu sinni í verð og gera hana aðlaðandi. Ekki bara fyrir prófessorana heldur líka fyrir gangandi. Og það hlýtur að vera gott markmið að koma hugsunum sínum og því sem maður hefur lært áleiðis til þeirra sem fóru ekki sömu leið.“ Tímaritið Sagnir ‘98 er selt í áskrift og fæst m.a. í Bóksölu stúdenta og verslun Sögufélags- ins við Fischersund. Sungið af þokka TðlMLIST S a I ii r i n n KÓRSÖNGUR Reykjalundarkórinn, undir stjórn Lárusar Sveinssonar, flutti íslensk og erlend sönglög. Undirleikari: Hjördís Elín Lárusdóttir. Einsöngvarar: Ás- dís Andrésdóttir og Páll Sturluson. Þriðjudagurinn 21. apríl, 1999. TÓNLISTARHÓPAR áhuga- manna eru oft sá vettvangur, þar sem einstaklingar fínna hjá sér þörf til að leita sér menntunar á sviði tónlistar, fyrir utan þá menntun og ögun sem menn öðl- ast í góðum kór. Það er með ólík- indum hversu margir kórar starfa hér á landi og skiptir hópur söng- fólks í kórum á íslandi tugum þúsunda, allt frá barnakórum til kóra eldri borgara. Kórinn að Reykjalundi er einn þeirra starfs- mannakóra, sem hefur oft haldið tónleika og nú síðast voru vor- verkin unnin í Salnum í Kópavogi sl. þriðjudag. Á efnisskránni voru bæði íslensk og erlend lög en eftir að hafa opnað tónleikana með Lokakórnum úr Þrymskviðu, söng kórinn Havet ligger, þar sem ung söngkona, Ásdís Andrés- dóttir, söng „solfeggio-rödd“. Ás- dís hefur fallega rödd en að von- um nokkuð óþjálfaða, sem naut sín betur í Vorinu, eftir Grieg, en þetta fagra lag er upphaflega samið sem einsöngslag þótt Grieg hafí síðar umritað það t.d. fyrir strengjahljómsveit. Ekki er þess getið í efnisskrá, hver umritaði lagið en það sama á reyndar við mörg önnur lög á efnisskránni. Heyr himnasmiður, eftir Þorkel Sigurbjömsson, og í dag er glatt, eftir Mozart, voru fallega sungin og sama má segja um svolítið nú- tímalega Ave Maríu, eftir Javier Busto. Der Friihling, eftir Wilhelm Friedeman Bach, var sungið í Swingel Singers-stíl, sem gerði sig þokkalega. María, úr West Side Story, eftir Bemstein, var sungin af þokka en þar átti Páll Sturluson ágætlega sungna smástrófu. Af léttu lögunum, síðast á efnis- skránni, vom negrasálmamir Let us break bread together, Somebodýs knocking og Jesus walked this lonesome Valley, best sungin en í síðastnefnda laginu lék stjómandinn, Lárus Sveinsson, einleik á trompet og gaf það laginu fallegan hljóm. Bestu lög kórsins voru hin eiginlegu kórlög, þ.e. lögin sem eru sérstaklega samin eða út- sett fyrir kór en era ekki umritan- ir, því þar var hljómur kórsins oft í góðu jafnvægi. Tónstaðan var því miður stundum nokkuð tæp, sér- staklega í dægurlögunum, þar sem hljómskipanin var á köflum krómatísk og einnig í lokalaginu Tiritomba, er var heldur göslulega flutt. Tvö aukalög, íslenska þjóð- lagið Sofðu unga ástin mín og finnska lagið Fjær er hann ennþá, vora fallega sungin. Undirleikari með kómum var Hjördís Elín Lár- usdóttir, er sýndi helst tilþrif í Somebody’s knocking. Kórinn er raddlega nokkuð góð- ur, sérstaklega sópraninn og þótt karlamir væru fáir, í allt aðeins átta, héldu þeir oft vel í við konurn- ar, svo að í heild var nokkuð gott jafnvægi á milli raddanna, sérstak- lega í þeim lögum þar sem raddleg líðandi var ríkjandi. Það er nokkur vandi að velja efnisskrá fyrir svona leikmannahóp, sem kalla mætti grasrót íslenskrar tónmenntar. því lengi var kórsöngur nær eini vett- vangurinn sem Islendingar áttu aðgang að til iðkunar tónlistar og þótt nú hafi orðið á mikil breyting, er „kórinn“ enn sú grasrót, sem vert er að hlúa að. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.