Morgunblaðið - 25.04.1999, Side 28
28 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
A rannsóknardögum Sjúkrahúss Reykjavíkur var
fjöldi athyglisverðra rannsókna kynntur. Hildur
Friðriksdóttir forvitnaðist um tvær þeirra og ræddi
við læknana Hákon Hákonarson og Helgu Hannes-
dóttur. I ljós kom að kæfisvefn og bakflæði í vélinda
eru vangreindir sjúkdómar hjá börnum. Sé ekkert
að gert þróa þau með sér lungna- og hjartasjúk-
------------------------7---------------------------
dóma á fullorðinsárum. I rannsókn Helgu kemur
fram að átröskun sé ekki bara áhyggjuefni kvenna,
heldur telja tæp 20% 11-12 ára drengja og stúlkna
að þau séu of feit og hjá unglingum 15-18 ára var
ekki marktækur munur við sömu spurningu.
HÁKON Hákonarson barnalæknir ásamt tveimur ungum sjúklingum.
Morgunblaðið/Halldór
Kæfisvefn er van-
greindur meðal barna
HÁKON Hákonarson, sér-
fræðingur í barnalækn-
ingum og lungnasjúkdóm-
um barna með undirgrein
í svefnrannsóknum, hóf
störf á barnadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur í október síðastliðn-
um. Þaðan kom hann frá Banda-
ríkjunum, þar sem hann stundaði
framhaldsnám í Fíladelfíu og vann
undanfarin sjö ár að svefnrann-
sóknum við barnaháskólasjúkra-
húsið.
Samkvæmt reynslu sinni að utan
segir hann ljóst, að svefntruflanir
barna hafí verið vangreindar. „Börn
eiga við svefnvandamál að stríða
eins og fullorðnir. Þessi grein er
það ung, að í upphafi voru börnin
rannsökuð út frá sömu forsendum
og fullorðnir og því voru svefntrufl-
anirnir ekki alltaf rétt greindar.
Svefnrannsóknir barna fóru ekki að
þróast fyrr en barnalungnalæknar
sýndu þessu sviði áhuga.
Það er mjög ánægjulegt að sjá
hvað við íslendingar stöndum
framarlega á þessu sviði, en ný-
sköpunar- og þróunarfyrirtækið
Flaga í framleiðir eina albestu
svefnrannsóknarvélina, sem til er í
heiminum í dag.“
Hákon kveðst ekki síst af þeim
sökum hafa fengið áhuga á við
heimkomuna að koma af stað svefn-
rannsóknum hér. Þar fyrir utan
fylgja oft mikil umskipti á börnun-
um eftir greiningu og rétta með-
höndlun. „Við horfðum á börn snar-
breytast i allri hegðun og um-
gengni, fyrir utan að losna við veik-
indin sem höfðu hrjáð þau. Þetta
átti ekki síst við um bakflæðisjúk-
dóm í vélinda, sem oft fylgifiskur
kæfísvefns og getur valdið viðvar-
andi bólgueinkennum við öndunar-
veginn. Þannig verður barnið miklu
næmara fyrir astma, hósta og öðr-
um röskunum á lungnastarfsem-
inni.“
Börn með kæfísvefn
Börn geta greinst með kæfísvefn
allt frá nokkurra mánaða en ein-
kennin eru oft önnur en hjá full-
orðnum. Til dæmis er algengara að
barnið hægi á önduninni í stað þess
að fá algjört öndunarstopp og yfír-
leitt íylgja ekki eins miklar hrotur
og hjá fullorðnum. „Það loftmagn
sem er í lungum hjá börnum, þar
sem loftskipti fara fram, er hlut-
fallslega miklu minna en hjá full-
orðnum. Því getur smávægileg
þrenging í öndunarvegi orðið til
þess að þau hrapa mjög hratt í súr-
efnismettun. Við það verður súrefn-
isskortur í heila og þá léttist svefn-
inn, þannig að barnið nær aldrei
góðum djúpsvefni.
Þetta getur komið fram í dag-
þreytu, syfju, pirringi og valdið ein-
beitingarörðugleikum og hegðunar-
vandamálum í skóla, ef barnið er á
þeim aldri.“
Hákon leggur áherslu á, að mikil-
vægt sé að greina kæfisvefn hjá
bömum með svefntruflanir. Einnig
þarf að fylgjast vel með börnum
með aðra sjúkdóma eins og vöðva-
slensjúkdóma og langvarandi
lungnasjúkdóma. „Það er mikil
áreynsla fyrir líkamann þegar barn
hefur þróað með sér kæfisvefn. Þótt
hvert öndunarstopp eða tímabil með
minnkaðri öndun standi aðeins yfír í
hálfa til eina eða tvær mínútur þá
getur það gerst 100-200 sinnum yfír
nóttina. Barnið hvílist því ekki og er
síþreytt.
Ef þetta gerist í 365 nætur á ári
og í mörg ár þróar barnið með sér
ákveðnar varanlegar breytingar í
lungna- og hjartastarfsemi. Afleið-
ingin verður sú, að börnin fá
hjarta- eða lungnasjúkdóma þegar
þau eldast. Menn eru að byrja að
gera sér grein fyrir því, að hjarta-
bilun eða háþrýsting fullorðins
ungs fólks megi hugsanlega rekja
til þess, að viðkomandi hefur verið
með kæfisvefn frá unga aldri.“
Kirtlavandamál algeng
A barnadeildinni eru gerðar
svefnrannsóknir á börnum allt frá
nokkurra vikna gömlum til 16 ára
aldurs. Að sögn Hákonar er kostur-
inn við mælingarnar sá, að hægt er
að beita markvissum úrræðum í
samræmi við vandamálið.
Frá því um áramót hafa yfír 30
börn komið á barnadeildina til rann-
sókna vegna svefntruflana. Tólf
þeirra voru greind með kæfisvefn
og þar af fímm vegna of stórra
kirtla, sem ástæða þótti til að fjar-
lægja. Bömin voru öll á aldrinum
2Vz til 6 ára. „Þau voru samt ekki
með áberandi stóra kirtla, en höfðu
vægan hrotusvefn. Foreldrar töluðu
um, að þau svæfu mjög óvært og
væru þreytt og úrill á daginn. Hins
vegar geta börn verið með stóra
kirtla án þess að það trufli líkams-
starfsemina."
Hákon segir að eftir að kæfísvefn
hafí verið staðfestur og orsökin
reynist ekki of stórir kirtlar eða
aðrar þrengingar á öndunarvegi,
sem hægt er að laga með skurðað-
gerð eða lyfjum, sé beitt svokallaðri
„vélameðferð". „Gríma er sett yfir
öndunarfæri barnsins og lofti er
blásið í gegnum þau til þess að
halda öndunarveginum opnum,“ út-
skýrir hann.
Ennþá hafa ekki mörg böm fengið
slíka meðferð hér á landi, en Hákon
býst við að aukning verði þar á.
Hann tekur fram, að þau böm sem
komið hafi til rannsóknar á deildina
fram til þessa hafi sum hver verið
fremur illa haldin. Því verði hlutfall
þeirra sem þurfi á meðferð að halda
væntanlega ekki jafn hátt þegar
fram líði stundir. „Á barnaháskóla-
sjúki-ahúsinu í FDadelfíu vora nokk-
ur hundrað börn í slíkri meðferð,
sem gekk mjög vel. Sumum bömum
dugar meðferð í sex mánuði, önnur
þurfa meðferð áram saman,“ segir
hann.
Hákon mun hafa náið samstarf við
Þórarin Gíslason á Vífílsstöðum
varðandi vélameðferðina, en Þórar-
inn hefur unnið brautryðjendastarf í
vélameðferð hjá fullorðnum hér á
landi.
Spurður um viðbrögð barnanna
við því að sofa með grímu segir Há-
kon, að því fylgi yfírleitt ekki nein
vandkvæði, því bömin fínni strax
mikla breytingu til batnaðar. „Með
því að nota grímuna sefur bamið
vært alla nóttina og verður þar af
leiðandi úthvflt. Það fínnur strax
hvað því líður betur og samþykkir
þar af leiðandi grímuna."
Nokkurra vikna gömul börn
með bakflæðisjúkdóma
Tíu þeirra barna sem komið hafa
til rannsókna voru greind með bak-
flæðisjúkdóm í vélinda. Að sögn Há-
konar var þeim vísað í rannsókn
vegna svefntruflana, næturhósta
eða grans um næturastma. Þau
voru öll sett í lyfjameðferð og hafa
lagast eða líðan þeirra verulega
breyst til batnaðar við meðferðina.
Hann segir að bakflæðisjúkdóm-
ur í vélinda sé vangreint vandamál
hér á landi og hafí ekki verið mikið
rannsakað. „Greining á bakflæði
sem grundvallarorsök á svefntrafl-
unum og öðrum öndunarfæraein-
kennum er því líka ný starfsemi hér
á landi. Sjúkdómurinn getur valdið
svefntraflunum allt frá nokkurra
vikna aldri. Ástæðan er sú að maga-
innihaldið kemur upp í vélindað á
nóttunni og ertir taugarnar, sem
valda því að viðkomandi framleiðir
slím og hóstar oft í svefni. Þessu
ástandi má breyta verulega með
lyfjameðferð."
Sá möguleiki er fyrir hendi, að
bamið vaxi frá vandamálinu á nokkr-
um áram eða styttri tíma sé ekkert
að gert. „Það gerist þó gjaman að
bamið hefur þróað með sér breyt-
ingar á lungnastarfsemi, sem ekki er
hægt að snúa við. Þetta getur lýst
sér í því að það verður næmara fyrir
endurteknum öndunarfærasýking-
um eða endurtekinni lungnabólgu,
astma og slíkum einkennum. Það er
því mjög mikilvægt að horfa ekki
framhjá þessum einkennum."
Þá segir Hákon frá tveimur nokk-
urra vikna gömlum bömum, sem
höfðu fengið öndunarstopp heima
og blánað upp. Reyndust þau bæði
hafa bakflæðisjúkdóm sem orsakaði
öndunarstoppið og fengu viðeigandi
lyfjameðferð. „Eg hef fylgt þeim
eftir og hjá hvorugu hefur þetta
endurtekið sig,“ segir hann og er að
vonum ánægður með árangurinn.
Spurður hvort vöggudauða megi
hugsanlega rekja til bakflæðisjúk-
dóms segir hann að vöggudauði sé
illa skýrt fyrirbæri. „Það er líklegt
að bakflæðivandamál hafí getað
stuðlað að vöggudauða hjá einhverj-
um bömum. Astæðm' vöggudauða
era þó sennilega af margvíslegum
toga.“
Ný göngudeild í haust
Hákon bendir á að tiltölulega ný-
lega hafí verið komið á fót göngu-
deildarstarfsemi fyrir óvær böm við
bamadeild spítalans. „Vandamálin
þar eru af margvíslegum toga og
vissulega getur óværð stafað af
lærðri hegðun milli foreldris og
bams, þannig að hegðunin er komin
í vítahring. Það er líka ljóst, að stór
hópur barna er óvær af öðrum or-
sökum. Við stefnum að því í fram-
tíðinni, að þessi börn fari einnig í
svefnrannsóknir hjá okkur.“
Hann segir ennfremur að stefnt
sé að því að setja upp göngudeild
fyrir börn með kæfisvefn og önnur
svefnvandamál og astmaveik börn.
„Vonandi kemst það á seinnipart
sumars, þannig að þá verði aðgengi
foreldra að þessari þjónustu auð-
veldara," segir hann.
enn eru nð byrjn að gera sér
grein fyrir því, að hjartabilun eða
háþrýsting fuilorðins ungs fólks
megi hugsanlega rekja til þess,
að það hefur verið með kæfisvefn
frá unga aldri.