Morgunblaðið - 25.04.1999, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
BRÝTUR NATO
ALÞJÓÐALÖG í KÓSÓVÓ?
ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ
hefur haft það að markmiði í 50 ára
sögu sinni að tryggja öiyggi aðildar-
ríkja sinna fyrir utanaðkomandi
árás. Bandalagið beitti ekki valdi
sínu fyrr en í Bosníu-Hersegóvínu
árið 1994, samkvæmt heimild örygg-
isráðs Sameinuðu þjóðanna (SÞ).
Enn sem fyrr er það yfirlýst höfuð-
stefna bandalagsins að tryggja ör-
yggi aðildarríkjanna. A fimmtíu ára
afmæli bandalagsins bregður hins
vegar svo við að herafli bandalags-
ríkjanna hefur árásir á sjálfstætt ríki
utan bandalagsins sem ekki hefur
beitt vopnavaldi eða hótað beitingu
þess gagnvart aðildarríkjum banda-
lagsins, án beinnar heimildar örygg-
isráðs SÞ. Það er því eðlilegt að
spumingar vakni um ástæður og lög-
mæti aðgerða þessara og ekki hvað
síst hér á íslandi, þar sem ísland
sem aðildarríki Atlantshafsbanda-
lagsins er samábyrgt fyrir árásun-
um.
Heimildir stofnskrár SÞ
til valdbeitingar
Samkvæmt 4. mgr. 2. gr. stofn-
skrár SÞ er aðildarríkjum samtak-
anna óheimilt að beita vopnavaldi
eða hótunum um beitingu þess gegn
landamærahelgi (e.: „territorial in-
tegrity") eða stjórnmálasjálfstæði
(e: „political independence") nokk-
urs ríkis, eða í bága við markmið
stofnskrárinnar að öðm leyti. Frá
þessu banni em tvær undanþágur
sem vert er að nefna. Önnur er sú að
51. gr. stofnskrárinnar kveður skýrt
á um að engin ákvæði hennar beri
að skýra á þann veg að þau hindri
aðildarríkin, ein eða í bandalagi með
öðmm, að neyta þess framréttar að
verjast vopnaðri árás, þar til örygg-
isráð SÞ hafi gripið til nauðsynlegra
aðgerða til að viðhalda friði og ör-
yggi. Hin undanþágan felst í heimild
öryggisráðsins, skv. VII kafla stofn-
skrárinnar, til að grípa til nauðsyn-
legra aðgerða, þar með talið beiting-
ar hervalds, ef öryggisráðið ákvarð-
ar að það ástand hafi skapast sem
ógni friði, brjóti frið, eða ef um er að
ræða vopnaða árás. Öryggisráðið
getur þá valið á hvern veg fara skuli
um beitingu vopnavalds, en almennt
hefur sú þróun orðið að öi-yggisráðið
veiti tilteknum hópi ríkja heimild til
að beita vopnavaldi til að skakka
leikinn. Ymist getur verið um að
ræða starfandi ríkjasamtök, s.s. eins
og þegar Atlantshafsbandalaginu
var falið að gera loftárásir til varnar
griðasvæðum í Bosníu-Hersegóvínu
og síðar, þegar því var
falið að hafa forgöngu
um að mynda friðar-
framkvæmdarherlið til
að halda friðinn í Bosn-
íu, eða að um er að
ræða ríkjahóp, sem
myndaður er í hverju
og einu tilviki, s.s. þeg-
ar heimild var veitt til
Persaflóastríðsins 1991.
Aðdragandi aðgerða
Atlantshafsbanda-
lagsins
Aður en lengra er
haldið, er rétt að rifja
stuttlega upp forsögu
þeirra hörmunga sem
nú hafa dunið yfir í Kósóvó. Þrátt
fyrir aldalanga togstreitu Serba og
albanskra íbúa Kósóvó hafa ekki
verið átök í héraðinu lengst af. Eftir
að sjálfstjórn Kósóvó var afnumin í
lok síðasta áratugar, jókst spenna í
héraðinu og albanski meirihlutinn í
Kósóvó stofnaði sjálfstætt neðan-
jarðarstjómkerfi, með þingi, helstu
stjórnarstofnunum, skólum o.s.frv.
Itrekaðar tilraunir erlendra sátta-
semjara til að fá stjómvöld í
Belgrað tfi að fallast á að veita al-
banska meirihlutanum einhverja
sjálfstjórn á ný bám engan árangur
og svo fór að stuðningur við frið-
sama stjórn lýðræðislega kjörins
leiðtoga Kósóvó-Albana, Ibrahims
Rúgóva, fór þverrandi, enda skilaði
sáttastefna hans íbúunum engum
árangri. Þegar fór lítillega að bera á
vopnaðri andstöðu við stjórn Serba í
héraðinu um áramótin 1997-1998
hófu Serbar að beita óhóflegu of-
beldi, undir því yfirskini að verið
væri að uppræta skæruliðasveitir
Albana.
Öryggisráð SÞ beitti VII kafla
stofnskrárinnar strax í mars 1998 og
hvatti aðila til að vinna að pólitískri
lausn á ástandinu og setti bann við
sölu vopna til beggja aðila, í ályktun
nr. 1.160. í ályktun nr. 1.199 í sept-
ember 1998 lýsti öryggisráðið því yf-
ir að hið versnandi ástand í Kósóvó
fæli í sér ógn við frið og öryggi á
svæðinu og krafðist þess að átök
yrðu stöðvuð. í báðum tilvikum lýsti
öryggisráðið því yfir að ef ástandið
versnaði frekar myndi ráðið íhuga
frekari aðgerðir til að koma á friði
og stöðugleika á svæðinu. I kjölfar
síðari ályktunarinnar hélt ástand
mála áfram að versna. Aðalfram-
kvæmdastjóri SÞ gaf út skýrslu, þar
sem varað var við yfirvofandi stór-
hörmungum í Kósóvó,
en jafnframt varð ljóst
að stjómvöld í Belgrað
fóru í engu að ályktun-
um öryggisráðsins.
Þrátt fyrir að öryggis-
ráðið hefði lýst ástand-
inu sem alvarlegri ógn-
un við frið og öryggi á
svæðinu og hótað frek-
ari aðgerðum, varð
ljóst að Rússar myndu
beita neitunarvaldi
gegn beitingu hervalds
til að skakka leikinn.
Þessi staða leiddi til
þess að aðildarríki Atl-
antshafsbandalagsins
töldu sig knúin til að
hóta beitingu hervalds, án þess að
bein heimild öryggisráðsins lægi
fyrir. Sú hótun var með skýrri tilvís-
un til þeirrar stöðu sem upp var
komin og til ályktana öryggisráðsins
og var bundin við að hervaldi yrði
beitt ef stjórnvöld í Belgrað færu
ekki að ályktunum öryggisráðsins.
Þá vísuðu einstök aðÚdaiTÍki Atl-
antshafsbandalagsins til þeirrar
réttlætingar að í áframhaldandi
hörmungum og óróa í Kósóvó fælist
óbein ógnun við öryggi aðildarríkj-
anna og því væri þeim heimilt að
grípa til aðgerða í ljósi meginreglu
51. gr. stofnskrár SÞ um heimild til
sjálfsvarnar.
I kjölfar þessarar hótunar og
samningatilrauna sendimanns
Bandaríkjastjórnar, féllust stjóm-
völd í Belgrað á vopnahlé og skrif-
uðu í kjölfarið undir samkomulag
sem fól í sér að þau myndu fara að
ályktunum öryggisráðsins, veita
heimild til Öiyggissamvinnustofn-
unar Evrópu (ÖSE) að setja á fót
eftirlitssveitir á jörðu niðri og til
Atlantshafsbandalagsins um eftirlit
úr lofti. I kjölfar þessara samninga
ályktaði öryggisráð SÞ enn og aftur
um Kósóvó og lýsti ánægju og
stuðningi við niðurstöðu samning-
anna og krafðist þess að stjórnvöld í
Belgrað stæðu við þá að fullu.
Öryggisráðið ítrekaði í þessari
ályktun, nr. 1203, að ástandið í Kó-
sóvó fæli í sér áframhaldandi ógnun
við frið og öryggi í Evrópu. Októ-
bersamningarnir voru ekki gamlir
þegar júgóslavnesk stjórnvöld tóku
að brjóta þá með skipulegum hætti.
Herliði var hægt og bítandi safnað
saman í Kósóvó, í blóra við ákvæði
þeirra. Ofbeldi jókst á ný stig af
stigi og er þar skemmst að minnast
fjöldamorða serbneskra hersveita í
Racak í janúar. Fundur sendiherra
aðildarríkja Atlantshafsbandalags-
ins 30. janúar veitti aðalfram-
kvæmdastjóra þess heimild til að
fyrirskipa loftárásir til að tryggja
að aðilar málsins færa að fyrrnefnd-
um ályktunum SÞ. Þess var krafist
að aðilar hefðu tafarlaust samninga
um pólitíska lausn, virtu vopnahléð
frá í október og að serbnesk stjórn-
völd stæðu við skuldbindingar sínar
samkvæmt þeim samningum um
heimkvaðningu herliðs frá svæðinu.
Atökin stigmögnuðust og tengsla-
hópur stórveldanna boðaði til frið-
arsamninga í Rambouillet í Frakk-
landi. A meðan á þeim samningavið-
ræðum stóð hélt áfram liðssafnaður
júgóslavneskra stjórnvalda og
skipulegum eyðingarherferðum var
fram haldið víða um héraðið. Þegar
serbnesk stjórnvöld höfnuðu Ram-
bouillet-samningnum lá því fyrir að
serbnesk stjómvöld höfðu marg-
brotið skuldbindingar sínar frá í
október og stóðu þá þegar í um-
fangsmiklum þjóðernishreinsunum.
Loftárásir Atlantshafsbandalagsins
voru því óhjákvæmilegar í kjölfar
þess að júgóslavnesk stjórnvöld
urðu ekki við kröfum bandalagsins
frá 30. janúar og höfnuðu að auki
Rambouillet-samkomulaginu.
Enn hefur ekki fundist
leið, segir Árni Páll
*
Arnason, til að semja
við þjóðarleiðtoga
sem ekki sýna samn-
ingsvilja á annan
veg en í orði.
Brotið gegn ákvæðum
þjóðaréttar?
Eins og rakið var hér í upphafi,
setur stofnskrá SÞ miklar skorður
við því að aðildarríki þess geti beitt
valdi gegn öðru ríki, svo samræmist
markmiðum stofnskrárinnar. Bann
stofnskrárinnar við beitingu her-
valds gegn sjálfstæðu ríki, sem ekki
hefur gerst sekt um árás á annað
ríki er býsna víðtækt og hefur um
áratugi verið túlkað svo að mann-
réttindabrot og hvers konar stjórn-
arfarslegt misrétti sé innanríkismál
þess ríkis sem í hlut á. Hugmynd
nítjándu aldarinnar um þjóðrikið,
sem fékk lagalegt form með grund-
vallarreglunni um sjálfsákvörðunar-
rétt þjóða í kjölfar fyrri heimsstyrj-
aldarinnar, á sér trausta birtingar-
mynd í stofnskrá SÞ. A eftirstríðs-
árunum hefur á hinn bóginn orðið
mikil breyting á ríkishugtakinu í
þjóðarétti, ásamt því sem ný viðhorf
hafa mtt sér til rúms um tengsl rík-
ishugtaksins og mannréttinda.
A eftirstríðsáranum hefur orðið
til ný grein þjóðaréttar, sem snýr að
mannréttindum. Á alþjóðavettvangi
hefur orðið byltingarkennd þróun á
þessu sviði og nægir þar að nefna
þá lykilsamninga sem gerðir hafa
verið á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna og Mannréttindasáttmála
Evrópuráðsins og afleidda samn-
inga. Samhliða þessari þróun hefur
hugmyndin um algildi mannréttinda
náð aukinni fótfestu, en hún felur í
sér að mannréttindi séu grundvall-
arréttindi hvers einasta manns, en
ekki háð aðstæðum hverju sinni.
Nú er svo komið að menn fyrtast
við ef því er gefið undir fótinn að
mannréttindi geti verið afstæð, -
háð einum mælikvarða í einu ríki en
öðrum í öðru. Af sama toga er sú
krafa sem nú rís hátt á Vesturlönd-
um um að sækja beri Augusto Pin-
oehet, fyrram einræðisherra Chile,
til saka vegna glæpa sem framdir
voru í stjórnartíð hans í Chile. í því
máli hefur farið fram athyglisverð
umræða um það hvort Pinochet
skuli njóta úrlendisréttar, sem fyra-
verandi þjóðhöfðingi, eða hvort
mannréttindabrot á borð við pynt-
ingar og pólitísk morð séu þess eðlis
að unnt eigi að vera að draga hann
til ábyrgðar, óháð landamærum og
án tillits til stöðu hans sem fyrrver-
andi þjóðhöfðingja. Ljóst er að á
Vesturlöndum er aukin tilhneiging í
þá átt að líta svo á að mannréttinda-
brot eigi að túlka svo vítt að ekki
eigi að líta svo á að fyrrum þjóð-
höfðingi, sem gerst hefur sekur um
slíkt athæfi, skuli njóta griða í öðr-
um ríkjum. Það er einnig almennt
viðurkennt að önnur lögmál gildi
um mannréttindabrot en önnur
brot, s.s. að því er varðar fyrningu
þeirra og hvar höfða megi mál
vegna brota á mannréttindum. í
kjölfar starfs stríðsglæpadómstól-
anna um fyrrum Júgóslavíu og dóm-
stólsins um Rúanda, hefur verið
unnið að stofnun alþjóðlegs stríðs-
glæpadómstóls, svo unnt verði að
bregðast skipulegar við slíkum
brotum í framtíðinni. Islensk
stjórnvöld hafa farið framarlega í
flokki þeirra ríkja sem á alþjóða-
vettvangi hafa lagt á það áherslu að
mannréttindi séu algild og að ekki
sé unnt að líta á mannréttindabrot
framin í ákveðnu ríki sem innanrík-
isvandamál þess ríkis. ísland hefur
ennfremur ítrekað á vettvangi SÞ
bent á að ekki sé unnt að afsaka
mannréttindabrot með því að vísa
til venja, hefða eða trúarbragða i
viðkomandi ríkjum.
Öll hefur þessi þróun valdið því
að viðmið breytast, enda væri illa
komið fyrir þjóðaréttinum ef þjóð-
réttarreglur og túlkun þeirra tækju
ekki mið af breyttri réttarvitund.
Grandvallarregla stofnskrár SÞ um
bann við beitingu hervalds, nema í
sjálfsvörn, á rætur að rekja til þess
tíma þegar landvinningastríð voru
ríkjandi um heim allan og hlýtur að
þurfa að skoðast í því Ijósi. Nú á
tímum er æ algengara að vopnuð
átök feli í sér kúgun þjóðernis-
minnihluta, eða að um sé. að ræða
borgarastyi-jaldir. Það er fráleitt og
beinlínis í andstöðu við réttarþróun
á vettvangi þjóðaréttar að túlka
ákvæði 2. gr. stofnskrár SÞ á þann
hátt að í henni felist opin heimild til
stjórnvalda í sjálfstæðu ríki til að
stunda stórfelld mannréttindabrot í
landi sínu, svo lengi sem ekki næst
samhljóða samþykki við beitingu
hervalds til að skakka leikinn innan
öryggisráðs SÞ. Sérstaklega ber
hér að hafa í huga að meginregla
stofnskrárinnar um bann við beit-
ingu hervalds, eða við hótun um
beitingu þess, er samkvæmt orð-
anna hljóðan bundin við að beiting
hervalds, eða hótun um beitinguna,
beinist að landamærahelgi, eða
stjórnmálasjálfstæði þess ríkis sem
fyrir verður. Það er því engan veg-
inn sjálfgefið að túlka beri greinina
sem bann við árásum sem ekki bein-
ast að landamærum eða stjórnar-
farslegu sjálfstæði ríkja, heldur er
einungis beint að því að reyna að
aflétta tilteknu ólögmætu ástandi, á
borð við stórfelld mannréttindabrot.
Það er fráleitt að halda því fram að
Atlantshafsbandalagið beiti nú her-
valdi til landvinninga eða til að
hnekkja stjórnarfarslegum yfirráð-
um stjómvalda í Belgrað. Þvert á
móti hafa allar aðgerðir Atlants-
hafsbandalagsins haft það að mark-
miði að tryggja að aðilar máls fari
að ályktunum öryggisráðs SÞ.
Rétt er að minnast hér einnig
stuttlega á ábyrgð Rússa. í þrígang
hafa þeir staðið að ályktunum í ör-
yggisráði SÞ um málefni Kósóvó á
grundvelli VII kafla stofnskrár SÞ
og jafnoft hótað frekari aðgerðum,
fari aðilar ekki að ályktununum. I
tveimur þessara ályktana hefur
ástandinu í Kósóvó verið lýst sem
ógnun við frið og öryggi á
Balkanskaga. í síðustu ályktuninni
tóku þeir meira að segja undir lof
og prís um friðarsamningana í októ-
ber, sem einungis náðust fyrir
þvinganir og hótanir Atlantshafs-
bandalagsríkjanna. Þrátt fyrir þetta
hafa Rússar staðið í vegi tillagna
um frekari aðgerðir, til að knýja
júgóslavnesk stjórnvöld til að fara
að ályktununum. Ljóst er að þjóð-
réttarleg smásmygli ræður ekki af-
stöðu Rússa, enda hafa þeir ítrekað
lýst þeirri skoðun sinni að þeir þurfi
ekki heimild eins né neins til að
hlutast til um innanríkismál fyrram
Sovétlýðvelda. Allt hlýtur að vekja
efasemdir um heilindi rússneskra
stjórnvalda í þessum máli og grun-
semdir um að önnur og ómerkilegri
sjónarmið ráði afstöðu þeirra en
umhyggja fyrir velferð íbúa í Kó-
sóvó.
Löglaust eða löglegt - eu sið-
ferðilega réttlætanlegt?
Þar er enginn vafi á því að þróun
mála í Kósóvó á undanförnum mán-
uðum og árum hefur farið á versta
veg. Að verulegu leyti er þar um að
kenna þeirri pólitísku staðreynd að
ríki heims hafa ekki talið sig geta
fallist á sjálfstæði til handa Kósóvó
í ljósi þeirrar meginreglu Helsinki-
yfirlýsingarinnar frá 1975 að ekki
skuli hróflað við gildandi landa-
mærum í Evrópu. Þetta er einkan-
lega viðkvæmt mál á Balkanskaga,
þar sem landamæri liggja þvers og
kruss á markalínur eftir þjóðerni
og trúarbrögðum. Á hinn bóginn
hafa svo stjórnvöld í Belgrað
þverskallast við að tryggja Kósóvó
lágmarks sjálfsstjórn um langt ára-
bil og farið fram með óþarfa frunta-