Morgunblaðið - 25.04.1999, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 19
LISTIR
Baltasar Kor-
mákur setur
upp Hamlet í
Danmörku
BALTASAR Kormákur leikstjóri
hefur þegið boð Borgarleikhússins í
Oðinsvéum í Danmörku um að setja
upp Hamlet. Hann segist í samtali
við Morgunblaðið halda utan með
vorinu og byi-ja að æfa og svo verði
þráðurinn aftur tekinn upp í ágúst.
Frumsýning er áætluð í byrjun sept-
ember nk.
Þá hefur Baltasar og leikhópnum
frá Óðinsvéum verið boðið að sýna
Hamlet í Konunglega leikhúsinu í
Kaupmannahöfn í nóvember. „Ætli
Hamlet fari ekki ágætlega þarna á
heimavelli,“ segir hann. Með honum
í for verða litháíski leikmynda- og
búningahönnuðurinn Vytautas Nar-
butas og Filippía Elísdóttir búninga-
hönnuður, en þau sáu einnig um leik-
mynd og búninga í umtalaðri upp-
færslu Baltasars Kormáks á Hamlet
í Þjóðleikhúsinu haustið 1997.
Leikstjórinn kveðst hlakka til að
takast á við verkefnið. „Svo geta
menn haldið áfram að ergja sig yfir
þessum efnistökum. Það verður
ábyggilega uppistand í Danmörku
líka - vonandi," segir hann.
-------♦ ♦♦------
Níu íslenskir
listamenn sýna
í Gautaborg
ÍSLENSKT bein í sænskum sokki
er yfírskrift sýningai- níu íslenskra
listamanna sem opnuð var í gær í
Galleri 54 í Gautaborg í Svíþjóð.
Listamennirnir eru Asmundur As-
mundsson, Erling Þ.V. Klingenberg,
Gabríela Friðriksdóttir, Magnús Sig-
urðarson, Valka og Gjörningaklúbb-
urinn, sem samanstendur af þeim
Eirúnu Sigurðardóttur, Jónu Jóns-
dóttur, Sigrúnu Hrólfsdóttur og
Dóru Isleifsdóttur.
Á opnuninni var Gjörningaklúbb-
urinn Higher Being með uppákomu í
samvinnu við Göta Helikopter
Battalion. Ásmundur Ásmundsson
opnaði kvikmyndahátíð sína og flutti
fyrirlestur sem hann nefnir „Exot-
ica/Cultura eða Special People in
Movies“. Erling Þ.V. Klingenberg
kynnti sænska, „hreinræktaða,
talandi tilraunarottu og aðra nauð-
synlega fylgihluti". Valka sýnir tví-
víðar myndir unnar í vatnsleysanlegt
efni. Verk Gabríelu Friðriksdóttur
er Rapsódía sem fjallar um það að
koma undan vetri.
Sýningin var sérstaklega kynnt á
Stockholm Art Fair sem fram fór
dagana 11.-14. mars sl. og mun
Magnús Sigurðsson vera með ljós-
myndaverk í beinu framhaldi af
þeirri uppákomu þar sem hann hefur
beint linsunni að sjálfum sér, segir í
fréttatilkynningu.
Sýningin er ekki einungis bundin
við Galleri 54, heldur verða verk
unnin og sett upp víða innan borgar-
markanna, m.a. á flestum kaffihús-
um borgarinnar.
Skipuleggjandi sýningarinnai- er
Fröydi Lzslo sem er sjálfstætt starf-
andi sýningarstjóri, nú búsett í
Gautaborg. Halldór B. Runólfsson
listfræðingur skrifar um íslenska
listafólkið í sýningarskrá.
Sýningin er samstarfsverkefni ís-
lenskra og sænskra listamanna og er
styrkt af Menningarmáladeild
Gautaborgar. Framlag sænsku lista-
mannanna verður sýnt í Nýlistasafn-
inu í september undir heitinu
Sænskt bein í íslenskum sokki.
Paradís Karíbahafs
Melia Juan Dolio
Hvað segja
farþegar?
„Besta frí, sem við
höfum fengið, frábært
og ótrúlega ódýrt!“
LUXUSGISTING, alveg við pálmaströnd
- ALLT INNIFALIÐ - úrvalsfæði og allir drykkir,
skemmtanir - 3 barir, diskótek, pub og karaoke.
GOLF - ódýrt, rómað 18 holu rétt við hótel. Sjávarsport.
.
VAR ODYRTIVRIR - ENN LÆKKAÐ VERÐ APRÍL-MAÍ
Brottf. föst. til New York, gist 1 nótt, flug til Santo Domingo, samtals 9 dagar.
NÚ AÐEINS KR. 107.700. stgr. - ÓDÝRARA EN VIKUDVÖL
í LONDON þegar allt er reiknað með.
- Gildir í brottf. til júní, SÉ PANTAÐ FYRIR 30. APRÍL.
Lífsgœði í Thailandi
allt árið
Vorferð 9. maí
á verði Spánarferða:
Frábært flug með hvíld á leið-
inni. Valin hótel í háum
gæðaflokki með morgunverði
og fararstjóra.
2 vikur frá kr. 89.900.-
Lækkað verð.
FERÐASKRIFSTOFAN
PHIMAi'
HEIMSKLUBBUR INGOLFS
Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564,
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: hppt://www.heimsklubbur.is
Laust starf
Vegna siaukinna verkefna
óskast valinn starfskraftur
til farseðlaútgáfu o.fl.
Einnig óskast valinn bókari
í hlutastarf. Aðeins skriflegar
umsóknir með greinargóðum
upplýsingum og mynd berist
skrifstofu okkar fyrir 25. apríi.