Morgunblaðið - 25.04.1999, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 25.04.1999, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 19 LISTIR Baltasar Kor- mákur setur upp Hamlet í Danmörku BALTASAR Kormákur leikstjóri hefur þegið boð Borgarleikhússins í Oðinsvéum í Danmörku um að setja upp Hamlet. Hann segist í samtali við Morgunblaðið halda utan með vorinu og byi-ja að æfa og svo verði þráðurinn aftur tekinn upp í ágúst. Frumsýning er áætluð í byrjun sept- ember nk. Þá hefur Baltasar og leikhópnum frá Óðinsvéum verið boðið að sýna Hamlet í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn í nóvember. „Ætli Hamlet fari ekki ágætlega þarna á heimavelli,“ segir hann. Með honum í for verða litháíski leikmynda- og búningahönnuðurinn Vytautas Nar- butas og Filippía Elísdóttir búninga- hönnuður, en þau sáu einnig um leik- mynd og búninga í umtalaðri upp- færslu Baltasars Kormáks á Hamlet í Þjóðleikhúsinu haustið 1997. Leikstjórinn kveðst hlakka til að takast á við verkefnið. „Svo geta menn haldið áfram að ergja sig yfir þessum efnistökum. Það verður ábyggilega uppistand í Danmörku líka - vonandi," segir hann. -------♦ ♦♦------ Níu íslenskir listamenn sýna í Gautaborg ÍSLENSKT bein í sænskum sokki er yfírskrift sýningai- níu íslenskra listamanna sem opnuð var í gær í Galleri 54 í Gautaborg í Svíþjóð. Listamennirnir eru Asmundur As- mundsson, Erling Þ.V. Klingenberg, Gabríela Friðriksdóttir, Magnús Sig- urðarson, Valka og Gjörningaklúbb- urinn, sem samanstendur af þeim Eirúnu Sigurðardóttur, Jónu Jóns- dóttur, Sigrúnu Hrólfsdóttur og Dóru Isleifsdóttur. Á opnuninni var Gjörningaklúbb- urinn Higher Being með uppákomu í samvinnu við Göta Helikopter Battalion. Ásmundur Ásmundsson opnaði kvikmyndahátíð sína og flutti fyrirlestur sem hann nefnir „Exot- ica/Cultura eða Special People in Movies“. Erling Þ.V. Klingenberg kynnti sænska, „hreinræktaða, talandi tilraunarottu og aðra nauð- synlega fylgihluti". Valka sýnir tví- víðar myndir unnar í vatnsleysanlegt efni. Verk Gabríelu Friðriksdóttur er Rapsódía sem fjallar um það að koma undan vetri. Sýningin var sérstaklega kynnt á Stockholm Art Fair sem fram fór dagana 11.-14. mars sl. og mun Magnús Sigurðsson vera með ljós- myndaverk í beinu framhaldi af þeirri uppákomu þar sem hann hefur beint linsunni að sjálfum sér, segir í fréttatilkynningu. Sýningin er ekki einungis bundin við Galleri 54, heldur verða verk unnin og sett upp víða innan borgar- markanna, m.a. á flestum kaffihús- um borgarinnar. Skipuleggjandi sýningarinnai- er Fröydi Lzslo sem er sjálfstætt starf- andi sýningarstjóri, nú búsett í Gautaborg. Halldór B. Runólfsson listfræðingur skrifar um íslenska listafólkið í sýningarskrá. Sýningin er samstarfsverkefni ís- lenskra og sænskra listamanna og er styrkt af Menningarmáladeild Gautaborgar. Framlag sænsku lista- mannanna verður sýnt í Nýlistasafn- inu í september undir heitinu Sænskt bein í íslenskum sokki. Paradís Karíbahafs Melia Juan Dolio Hvað segja farþegar? „Besta frí, sem við höfum fengið, frábært og ótrúlega ódýrt!“ LUXUSGISTING, alveg við pálmaströnd - ALLT INNIFALIÐ - úrvalsfæði og allir drykkir, skemmtanir - 3 barir, diskótek, pub og karaoke. GOLF - ódýrt, rómað 18 holu rétt við hótel. Sjávarsport. . VAR ODYRTIVRIR - ENN LÆKKAÐ VERÐ APRÍL-MAÍ Brottf. föst. til New York, gist 1 nótt, flug til Santo Domingo, samtals 9 dagar. NÚ AÐEINS KR. 107.700. stgr. - ÓDÝRARA EN VIKUDVÖL í LONDON þegar allt er reiknað með. - Gildir í brottf. til júní, SÉ PANTAÐ FYRIR 30. APRÍL. Lífsgœði í Thailandi allt árið Vorferð 9. maí á verði Spánarferða: Frábært flug með hvíld á leið- inni. Valin hótel í háum gæðaflokki með morgunverði og fararstjóra. 2 vikur frá kr. 89.900.- Lækkað verð. FERÐASKRIFSTOFAN PHIMAi' HEIMSKLUBBUR INGOLFS Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: hppt://www.heimsklubbur.is Laust starf Vegna siaukinna verkefna óskast valinn starfskraftur til farseðlaútgáfu o.fl. Einnig óskast valinn bókari í hlutastarf. Aðeins skriflegar umsóknir með greinargóðum upplýsingum og mynd berist skrifstofu okkar fyrir 25. apríi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.