Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 29
Unglingar hnfn miklnr
áhyggjur af holdafari
VÍÐAST hvar í hinum vest-
ræna heimi er talið, að átrösk-
un af einhverju tagi verði æ
algengari og að fólk þjáist af meiri
offítuvandamálum en áður fyir. I
rannsókn Helgu Hannesdóttur
barna- og unglingageðlæknis koma
fram ákveðnar vísbendingar um að
átröskun sé algeng í íslensku þjóð-
félagi, bæði hjá unglingum og full-
orðnum.
Helga segir að lystarstol sé falið
vandamál hér á landi og það séu
ekki síst niðurstöðurnar frá ung-
lingunum sjálfum, sem gefi þetta til
kynna. Rannsóknin náði til 586
unglinga, sem valdir voru tilviljana-
kennt úr þjóðskrá. „Þegar kannað-
ar voru áhyggjur þeiira, hvort þau
borðuðu of mikið kom í ljós, að tæp
40% stúlknanna og tæp 30%
drengjanna á aldrinum 13-18 ára
töldu sig borða of mikið. Sömuleiðis
álitu 22% stúlknanna og 18%
drengjanna að þau væru of feit,“
segir Helga.
Einnig er athyglisvert að um
17% aldursflokksins 11-12 ára telja
sig vera of feit og 30% drengjanna
og 17% stúlknanna telja sig borða
of mikið.
títlitið hefur allt að segja!
Helga segir að greinilegt sé að
unglingarnir hafi áhyggjur af hvoru
tveggja, þótt stigsmunur sé þama
á. „Utlitið virðist skipta miklu máli
í íslensku þjóðfélagi. Það sést best
á því hve margir unglingar leggja
áherslu á að vera fallegir, hugsa vel
um líkamann, ganga í fallegum föt-
um og vera í líkamsrækt. Islend-
ingar mættu líta meira á innri
vellíðan og hvað það er sem stuðlar
að góðu heilsufari. Þegar gerðar
eni miklar kröí'ur til útlitsins er
lalið að það geti valdið kvíða og
hugsanlega þunglyndi til lengdar.
Því er gullni meðalvegurinn svo
mikilvægur.“
Það sem vekur einnig eftirtekt í
rannsókninni er að við 13-14 ára
aldur aukast mjög áhyggjur stúlkn-
anna af því að þær borði of mikið
eins og sést á meðfylgjandi töflu.
Til að fyrirbyggja þetta telur Helga
mikilvægt að skólahjúkrunin verði
tengd í víðtækari merkingu við
heilsugæsluna. „Einnig þarf að
koma fræðslu inn í skólana og efla
heilbrigðisfræðslu innan skólakerf-
isins. Fyrirbyggjandi fræðsla um
átröskun þarf að hefjast innan við
10 ára aldur eða að minnsta kosti
áður en stúlkur verða kynþroska,
því þá virðist veruleg breyting
verða á afstöðu þeirra til líkama
síns og útlits.“
Skortur á sérhæfðri
sjúkrahúsþjónustu
Þá telur Helga mikilvægt að
rannsaka betur áhyggjur ungling-
anna, því þær geti verið leiðbein-
andi fyrir uppbyggingu á þjónustu
fyrir einstaklinga með átröskun.
Hún gagnrýnir heilbrigðisyfirvöld
fyrir að hafa ekki byggt upp skipu-
lagða þjónustu fyrir fólk með
átröskun líkt og gert hefur verið á
hinum Norðurlöndunum og víðar í
Evrópu.
„Þar eru sérstakar átröskunar-
deUdir, bæði göngu-, dag- og inn-
lagningardeildir fyrir fólk á öllum
aldri, allt niður í 9 ára. Atröskun er
læknisfræðilegur sjúkdómur og því
er mjög mikilvægt að litið sé heild-
rænt á málið. Sjúkdómurinn getur
verið mjög alvarlegur eins og við
höfum séð hvað eftir annað til
dæmis í lystarstoli, en hann er sá
geðsjúkdómur sem veldur hæstri
dánartíðni allra geðsjúkdóma.
Lotugræðgi er líka mjög alvarlegur
sjúkdómur en er ekki eins hættu-
legur.“
Aðspurð segir Helga að fólk leiti
líklega alltof seint til læknis, enda
hafi sérhæfð læknisþjónusta nánast
hvergi verið í boði. „Sumir leita í
vandræðum sínum inn á Vog, sem
Morgunblaðið/Halldór
HELGA Hannesdóttir barna- og unglingageðlæknir segir mjög að-
kallandi að byggja upp sjúkrahúsþjónustu fyrir sjúklinga með
átröskunarvandamál.
er meðferðarstaður fyrir áfengis-
og fíkniefnaneytendur, en flestir
sem hafa átraskanir leita til líkams-
ræktarstöðvanna. Aðeins eru
nokkrir dagar síðan vinnuveitandi
hringdi til mín og spurði hvort
virkilega væri enginn staður þang-
að sem hann gæti vísað starfsmanni
sínum, en sá var haldinn lotu-
græðgi og kastaði upp eftir hverja
máltíð."
Karlar hafa einnig áhyggjur
Atraskanir fullorðinna voru
einnig kannaðar í þremur árgöng-
um, 24 ára, 44 ára og 56 ára og
hafa Jón G. Stefánsson og Eiríkur
Líndal annast þær rannsóknir.
„Þrátt fyrir að karlar í 24 ára og
56 ára aldurshópnum hafi minni
áhyggjur af holdafari sínu en kon-
urnar þá gefa niðurstöðurnar til
kynna að það sé samt sem áður
meira áhyggjuefni en menn hafa
talið hingað til.“
Islenska rannsóknin, sem staðið
hefur yfir í þrjú ár, er hluti af sam-
vinnuverkefni 20 Evrópuþjóða inn-
an COST-B-6:áætlunar Evrópu-
sambandsins. Aætlað er að henni
ljúki árið 2001.
Helga segir að það hafi hamlað
11-18 ára ungmenni sem svöruðu
eftirfarandi fullyrðingum játandi:
Ég er of feit(ur)
25%...................................
20
15
10
Ég borða of mikið
40% ■
35
■■■■■
1 Átröskun er
læknisfræðileg-
ur sjúkdómur og
mikilvægt að lit-
ið sé heildrænt
ú mólið.
rannsókninni veru-
lega, að RANNÍS hafi
ekki séð sér fært að
styrkja hana fram til
þessa. „Umsókn okk-
ar hefur þrívegis ver-
ið hafnað. Island er
eina landið af þessum
20 löndum, sem hefur
ekki fengið opinbera
styrkveitingu. Til
þess að geta gert
rannsóknir þarf veru-
legt fjármagn, en það
hefur ekki fengist fyr-
ir utan nýlegan styrk
frá Vísindaráði
Sjúkrahúss Reykja-
víkur.
Það hefur einnig
háð rannsakendunum,
að engin skipulögð
þjónusta er hér á
landi fyrir einsták-
linga með átröskun.
Að vísu hefur verið
vísir að þjónustu á
stóru sjúkrahúsunum,
einkum fyrir þá sem
þjást af lotugræðgi og
lystarstoli á mjög al-
varlegu stigi. Heilsu-
stofnun NLFÍ í
Hveragerði hefur
veitt fólki með offitu-
vandamál aðstoð og
einnig hefur verið vís-
ir að meðferð á
Reykjalundi, en á
hvorugum staðnum er rannsóknar-
aðstaða."
I lokin ítrekar Helga að mjög
miklu máli skipti að upplýsa fólk og
veita því rétta fræðslu og leiðbein-
ingar. „Einnig skiptir miklu máli að
gefa rétt ráð, sem geta stuðlað að
fyrirbyggjandi aðgerðum og komið
í veg fyrir samsjúkdóma. Mest að-
kallandi er þó að byggja upp
sjúkrahúsþjónustu fyrir þessa sjúk-
linga sem allra fyrst til fjárhagslegs
sparnaðar í heilbrigðiskerfinu til
framtíðar.“
SIEMENS
EXPP
HHH "W ■
ööli
filf§9 •t*
HHH >IV 1
5*es 0f]B8$0ÍÍí
** K fli
m Su,..., m' ilV
m.! .. m-
ite *■ %
>» fw **
*m1 "'PB *«i .
Wm '. r- . -
■ ■f® t0,;:
Nýjustu ISDN-símstöðvarnar frá Siemens hafa svo sannarlega hitt í mark hérlendis.
Þvi bera frábærar viðtökur viðskiptavina okkar órækt vitni.
Fjölbreyttir möguleikar kerfanna, s.s. tölvutengingar, talhólf, sjálfvirk svörun, beint innval,
þráðlausar lausnir og margtfleira, nýtast breiðum hópi notenda alltfrá einstaklingum upp
í stærstu fyrirtæki og stofnanir landsins.
Við bjóðum afbragðsbúnað, fyrsta flokks þjónustu og hagstætt verð.
Láttu í þér heyra. Fáðu verðtilboð. Það margborgar sig.
*... það gerðu þau:
• Gula línan • Sjúkrahús Reykjavíkur • Ríkisútvarp-Sjónvarp • Félagsþjónustan í Reykjavík
• Skeljungur • ÍSAL • íslenskir aðalverktakar • Flugmálastjórn • Ræsir hf • Domus Medica
• Mjólkursamsalan • Hallgrímskirkja • Grímsneshreppur • Magnús Kjaran • Hótel Keflavík
• Rafiðnaðarskólinn • Sameinaði lífeyrissjóðurinn • SL Jósepsspítali • Tölvu- og verkfræðiþjónustan
• Taugagreining • Dagvist barna • Rauði kross íslands • Plastprent • Ölgerð Egils Skallagríms
•íslenskmiðlun,.. o.fl. o.fl.
SMITH &
NORLAND
ÉSl
Nóatúni 4
105 Reykjavík
Sími 520 3000
www.sminor.is
HHNHHHHHHNHMHHH
nnSíSsí&SS S&liiÍmMH*