Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 11 ið fyrrgreint ákvæði laganna um vemdun Laxár og Mývatns. Samkvæmt námaleyfínu frá 1985 skyldu takmarkanir þær sem settar voru við vinnslu kísilgúrs úr botni vatnsins í svonefndum Ytriflóa falla niður árið 1991. Þær takmarkanir voru þó framlengdar fyrst um eitt ár, svo um annað ár og loks varan- lega eftir að ráðist hafði verið í rann- sóknir á vatninu og áhrifum kísilgúr- námsins á það og þær voru kynntar á þessu árabili. Annars vegar var þai- einkum um að ræða niðurstöður sérfræðinganefndar, sem skilaði áliti árið 1991 og hins vegar rannsóknir Helga Jóhannessonar, verkfræðings, á setflutningum í vatninu. Námavinnsla í nýju vatni Það var m.a. á grundvelli þeirra sem námaleyfið frá 1993 og ákvörð- un um að takmarka námavinnsluna við Ytriflóa var tekin og jafnframt að ákvörðun um námavinnslu í Syðri- flóa skyldi talin jafngild ákvörðun um að hefja námavinnslu í nýju vatni þar sem í raun væri um að ræða að- skilin vatnasvæði, með tilliti tii set- flutninga. Langvarandi vinnsla á svæðinu, sem kallað er Bolir í Syðri- flóa, en það er það svæði, sem nú er horft til, hefði að mati nefndarinnar í fór með sér verulegar breytingar á lífsskilyrðum í Mývatni. Burtséð frá áhrifum ldsilgúmáms- ins hafa margar grundvallarrann- sóknir verið gerðar á lífríki Mývatns, sem talið er einstakt frá náttúru- verndarsjónarmiði og standa undir stærri fuglastofnum en nokkurt ann- að vatn í norðlægum löndum. Auk þess sem sérstök lög, sem sett voru eftir deilur um Laxárvirkjun á sjö- unda áratugnum, eru í gildi, hefur Mývatn verið tilneftit sem alþjóðlegt vemdarsvæði samkvæmt Ramsar- samningnum alþjóðlega frá 1975 um vemdun votlendis. Þar kemur fram að svæðið er talið í hópi 40 mikilvægustu votlendis- svæða jarðar enda sé hvergi að finna fjölbreyttara vatnafuglalíf og við- koma anda, sé hvergi meiri en í þessu frjósamasta vatni á svo norð- lægri breiddargráðu. Stór hluti andategunda, sem á vetrarsetu í Bretlandi og Evrópu verpir á Mý- vatni, svo og straumönd og húsönd, sem em amerískar tegundir og fínn- ast hvergi annars staðar í Evrópu. Þetta kemur fram í grein Gísla Más Gíslasonar, prófessors í vatnalíf- fræði, og stjómarformanns Náttúm- rannsóknastöðvarinnar við Mývatn, í Morgunblaðinu hinn 31. janúar sl., þar sem hann fjallar m.a. um Mý- vatnssvæðið og Ramsar-samninginn. Ramsar-samningurinn Þar segir Gísli: „Um það leyti sem Island gerðist aðili að Ramsar- samningnum varð mönnum ijóst að kísilgúrgröftur af botni Mývatns gat ekki fallið undir skynsamlega nýt- ingu og athyglin beindist að því hvort gi-öfturinn breytti vistfræði- legum eiginleikum vatnsins. Settar vom af stað rannsóknir sem leiddu í ljós að þegar hafði átt sér stað mikil röskun í Ytriflóa Mývatns og ef haf- inn yrði námagröftur í Syðriflóa mundi það hafa alvarlegar afleiðing- ar fyrir vistfræði vatnsins." Hann rekur síðan fyrrgreint samkomulag ráðuneyta og Náttúmvemdarráðs frá 1993 um takmarkaða vinnslu í Ytriflóa til 2010. „Með því var gengið alvarlega á náttúmverðmæti Mývatns, en það var talið nauðsynlegt til að búa íbú- ana undir lokun Kísiliðjunnar. Eftir það yrði enginn kísilgúrgröftur leyfður. Um þetta leyti hafði Mývatn og Laxá verið sett á skrá, sem Ramsar-skrifstofan heldur, yfir svæði þar sem hætta er á að náttúm- vemdargildi muni rýrna,“ segir Gísli Már. í greininni kemur ennfremur fram að umhverfisráðherra hafí lagt fram stjómarfmmvai'p um friðun Mývatnsbotns árið 1993 en það hafi ekki fengist samþykkt. Yfirlýsing gefin erlendis um afnám vinnslu „Umhverfisráðherra fyrirskipaði íslensku sendinefndinni á 5. ráð- stefnu aðildaiTÍkja Ramsar-samn- Morgunblaðið/Rúnar Þór UM FIMMTÍU manns vinna við Kísiliðjuna í Mývatnssveit og um 20 manns á Húsavík hafa atvinnu af sölu og útflutningi afurðanna. ingsins í Kushiro árið 1993 að gefa út yfirlýsingu um að kísilgúrnámi yrði hætt fyrii- árið 2010, sem leiddi til þess að Mývatn og Laxá vom fjar- lægð af hættuskránni," segir Gísli Már. „Kísilgúrgröftur úr Syðriflóa Mývatns yrði því riftun á samkomu- lagi Náttúrverndarráðs, umhverfis- ráðuneytis og iðnaðarráðuneytis frá 1993 og andstætt Ramsar-samn- ingnum." Umræður um námavinnslu í Mý- vatnssveit lifnuðu við um síðustu helgi þegar Halldór Blöndal sam- gönguráðheira, lýsti því yfir á sjón- varpsfundi frambjóðenda vegna al- þingiskosninga að það væri sjálfgefið að hefja eigi vinnslu í Syðriflóa. Þessi ummæli áréttaði Halldór í samtali við Morgunblaðið. Hann var spurður hvort fyrst þyrfti ekki að breyta lögum um vemdun Laxár og Mývatns áður en leyfi til náma- vinnslu yrði gefið. íþeim lögum er, eins og fyrr var rakið, áskilið að leyfi Náttúmvemdar ríkisins komi til áð- ur en leyfi verði veitt til mannvirkja- gerðar eða jarðrasks á svæðinu? „Ég hef ekld athugað það sérstak- lega en auðvitað er það ekki nauð- synlegt ef menn em sammála um það að rétt sé að veita frekara náma- leyfi,“ sagði Halldór. „í mínum huga er málið tvíþætt. Annars vegar blas- ir það við á allra næstu árum að kísil- vinnsla leggst niður í Mývatnssveit nema frekara námaleyfi verði gefið, sem þýðir það að fjöldi fólks missir atvinnu sína, lífsbjörgina, og þai-f að hrökklast í burtu. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður vilji það. Ég tel þess vegna að það sé lág- mark að veita svigrúm, að minnsta kosti þangað til annar atvinnurekst- ur kemur í stað kísilgúrverksmiðj- unnar. En hreinskilnislega er ég Ljóst frá 1993 að starfsemi Kísiliðjunnar lyki þegar nú- verandi námusvæði væri uppurið þeirrar skoðunar að það eigi að halda áfram námavinnslu áfram í Mývatni vegna þess að þetta er sjálf- bær námuvinnsla, vatnið heldur áfram að vinna nýjan kísilgúr í stað- inn fyrir þann kísilgúr sem hverfur. Við skulum heldur ekki gleyma því að eins og horfir mun Mývatn breyt- ast í mýrarfláka innan 100 ára, eins og þróunin er. Fyrirfram gefnar niðurstöður vísindamanna, segir ráðherra - Nú hafa vísindamenn og Nátt- úruvemd ríkisins lagst gegn því að vinnsla verði aukin og telja að vinnsl- an sé skaðleg Ufríki vatnsins og fá- gætu fuglaiífi. „Varðandi fuglalíf breytist það um leið og botn vatnsins hækkar og það verður að mýrlendi. En ég er þeirrar skoðunar að vísindamennimir hafi gefið sér niðurstöður fyrirft-am. Þeir hafa sýnt það í sínum samþykktum að þeir eru að hluta pólitískir í sinni afstöðu, sem er ekki þeirra hlutverk, og þeir voru ekki til þess ráðnir. Ég tel sjálfsagt að rannsóknar- stöðin við Mývatn verði flutt norður vegna þess að staðbundnar rann- sóknir í nútímaþjóðfélagi eiga að annast stofnanir, sem era sem næst vettvangi, enda annað of kostnaðar- samt. I einkageiranum er sjálfsagt að menn flytjist milli staða. Hið sama á við um náttúrurannsóknir og í þessu tilviki eru rannsóknimar og mikilvægi Mývatns mikilvægari en einstaklingurinn enda er ekkert því til fyrirstöðu að vísindamennimir geti flust norður með stofnuninni. Háskólinn á Akureyri stefnir að því að láta umhverfismál og náttúru- rannsóknir til sín taka og ég sé fyrir mér að hann eigi miklu hlutverki að gegna á því sviði.“ -Nú hefur komið fram hjá vís- indamönnum að vatnavæði Mývatns sé eitthvert mest rannsakaða vatna- svæði sem þekkist og að þeir hafa lýst efasemdum um að nokkuð nýtt geti komið fram sem breytt geti þeirra niðurstöðum. „Ég held að vísindamennimir búi ekki yfir neinum samanburðarrann- sóknum, frá því áður en námagröft- urinn hófst, á því svæði þar sem námagröfturinn er. Þó svo að vatnið sé mikið rannsakað felur það ekki í sér að við megum ekki nýta vatnið, lifa af náttúranni. Þetta er ekki rányrkja, efnin koma til baka, sem unnin era. Um rannsóknir við Mý- vatn á það við, að við eram bæði að tala um hagræn vísindi og fræðileg vísindi. Við megum ekki aðskilja þetta við verðum að lifa af landinu og með landinu. Mannlifíð í Mývatnssveit - En er það ekki mikil áhætta að taka og er það ekki mikil ábyrgð sem við berum gagnvart þessu votlendis- svæði, sem talið er eitt hið merkasta íheiminum? „Mér er ekki kunnugt um að þeir hafi sýnt fram á að lífríkið skaðist. Lífríkið mun breytast. Hvarvetna þar sem maðurinn er breytist lífrik- ið. Ég horfi núna niður á bakka Eyjafjarðarár. Auðvitað hafa þessir bakkar tekið breytingum, vegurinn yfir leirurnar breytti náttúranni á þessum slóðum. Engar slíkar breyt- ingar er verið að tala um í Mývatns- sveit þannig að ég tel að þetta sé of- sögum sagt. Og ég vil minna á að mannlífið í Mývatnssveit er hluti af því lífi sem þar dafnar og ekki ómerkilegasti hlutinn. Sigbjörn Gunnarsson, sveitar- stjóri í Skútustaðahreppi, er einnig þeirrar skoðunar að hefja eigi náma- vinnslu í Syðriflóa. Hann segist ekki viija ætla Náttúravemd ríkisins fyr- irfram að koma í veg fyrir náma- vinnsluna þrátt fyrir eldri yfirlýsing- ar enda kunni forsendur að breytast „Það hefur farið fram undanfarið vinna við umhverfismat fyrir Kísiliðj una. Það kann að koma eitthvað nýtt fram í því. Það á að liggja fyrir á næstu vikum, eftir því sem fram kom á aðalfundi Kísiliðjunnar, sem hald- inn var á mánudag í síðustu viku. Valdið liggur hjá ráðherra, í raun er Náttúravemd ríkisins ekki nema umsagnaraðili. En ég tel að það eigi að breyta lögunum um vemdun Lax- ár og Mývatns. Þau vora sett við þær sérstöku aðstæður, sem ríktu vegna deilna um stækkun virkjunar í Laxá á öndverðum sjöunda áratugn- um. Síðan hefur verið sett heildstæð löggjöf um náttúravemd og ég tel að hún eigi að duga.“ - Þú talar um að forsendur kunni að vera breyttar en það hefur enginn sérfræðingur komið fram sem treystir sér til að mæla með náma- vinnslu. Prófessorinn í vatnalíffræði og rannsóknastofan við Mývatn leggjast t.d. gegn þessu. „Jú, þar era menn sem hafa haft ákveðnar skoðanir á þessu.“ - Dregur þú í efa að þeirra tillög- ur og niðurstöður séu byggðar á vís- indalegum grunni? „Stundum finnst mér að það séu ekki neitt sérstök vísindi og ekki traustvekjandi. Ég er auðvitað leik- maður en ég hef ekki séð neitt um að það megi rekja það til áhrifa Kísiliðj- unnar að lífríkið í Mývatni verði fyrir skaða.“ -Þúertað segja að þeir hafí ekki sýnt fram á beint orsakasamhengi milli starfsemi Kísiliðjunnai• og skaða í lífríkinu. „Já, ég er að tala um það. Það er þekkt aftur í aldir að það hafi orðið brestir í Mývatni.“ Sigbjöm sagði að samkvæmt for- sendum námaleyfisins frá 1993 væri Mývatn talið tvö stöðuvötn, Ytriflói og Syðriflói. „Þeir segja að það jafn- gildi vinnslu úr nýju vatni að hefja námavinnslu í Syðriflóa. En það hef- ur bara verið unnið í Ytriflóa og á 7-8% af yfirborði vatnsins. Hvernig getur Kísiliðjan þá borið ábyrgð á sveiflum í Syðriflóa fyrst vötnin era tvö og samgangurinn á milli þeirra lítill? Bændur fullyrða og tölur sýna að það hafi orðin aukning á veiði í Ytriflóa, sem hefur verið dýpkaður. Það er líka skrítið að 1993-1994 hrandi flórgoðastofninn og menn sögðu að flórgoðinn væri í hættu og gáfu í skyn að það væri vegna töku klísilgúrs. Nú er flórgoðastofninn í gífurlegri uppsveiflu og hann er allur við Ytriflóann en það er ekki talað um það.“ - Þetta svæði er talið eitt af 40 dý rmætustu votlendissvæðum jarðar- innar. Er ekki rétt að láta náttúr- una njóta vafans? Er ekki var- legt að fara að ráðum visindamann- anan? „Auðvitað, ef það er sýnt fram á að það sé verið að skaða lífríkið, skal ég fyrstur manna mæla með því að þessari starfsemi verði hætt. Það er fallega sagt að við ættum að láta náttúrana njóta vafans en þetta fyr- irtæki hefur starfað í 30 ár og er mikilvægt fyrir byggðarlagið. Er- lendir náttúravemdarsinnar, margir hverjir, segja að við eigum að hætta fiskveiðum, við eigum að láta náttúr- una njóta vafans. En hvemig væri komið fyrir okkur sem þjóð ef við færam að þeirra ráðum?“ Ekki sambærilegt við fiskveiðistjóm -Hvað segir þú þegar menn segja sem svo að krafan um að halda áfram að stækka námavinnslusvæði í Mývatni i trássi við vísindamenn sé sambæríleg við þá ki-öfu að fískveiði- stjóm við íslandsstrendur eigi ekki að byggjast á ráðleggingum vísinda- manna heldur sjómanna? „Ég held að það séu ekki sam- bærileg vísindi sem liggja að baki. Það hefur verið sýnt fram á það að mínu viti að ofveiði á þorskinum hafi valdið þehri stöðu sem uppi var á sínum tíma í stofhinum.“ -Nú vill enginn vísindamaður^-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.