Morgunblaðið - 25.04.1999, Page 26

Morgunblaðið - 25.04.1999, Page 26
26 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ DAGUR UMHVERFISINS Dagur umhverfisins DAGUR umhverfísins er í dag, 25. apríl. Þegar ríkisstjórnin kynnti í janúar ákvörðun sína um Dag umhverfísins kom fram að hann er hugsað- ur sem hvatning til skólafólks og almennings að kynna sér betur samskipti manns og náttúru og tækifæri fyrir stjórnvöld, félagasamtök og fjöl- miðla til að efla opinbera umræðu um umhverf- ismál. Víða um land ætla einstaklingar, félagasam- tök og stofnanir að leggja sitt af mörkum í dag, hvort sem það er að efna til myndlistarsam- keppni meðal grunnskólabarna, skipuleggja gönguferðir, hvetja fólk til að skilja bílinn eftir heima, skokka, veiða, horfa á náttúrulífskvik- myndir eða funda um hálendið. Fimm ára umhverfisáætiun í Hvalfirði Sambýli stóriðju, manns og náttúru UMHVERFISSAMTOKI N Sól í Hvalfirði eru að leggja lokahönd á drög að fimm ára umhverfisá- ætlun, í samvinnu við Norðurál, Is- lenska jámblendifélagið á Grund- artanga og sveitarfélögin umhverf- is Hvalfjörð. „Við höfum sett okkur ákveðin markmið í umhverfismál- um. Samvinna af þessu tagi er nýj- ung á Islandi og við bindum miklar vonir við framhaldið," segir Olafur M. Magnússon, formaður Sólar í Hvalfirði. Sól í Hvalfirði var ekki sátt við þá ákvörðun að byggð yrði álverk- smiðja í Hvalfirði, við hlið verk- smiðju Islenska jámblendifélags- ins á Grundartanga. Fyrir um ári gengu samtökin hins vegar til liðs við forsvarsmenn verksmiðjanna og sveitarfélögin um umhverfis- áætlun, sem kynnt verður á næst- unni. „Þetta er afrakstur af því samstarfi sem við réðumst í og sýnir að samvinna ólíkra aðila, með ólíkar áherslur, getur skilað ár- angri sem er sigur fyrir umhverf- ið,“ segir Ólafur. Verksmiðjurnar falli inn í umhverfið Helstu atriði umhverfisáætlunar- innar eru að svæðið í kringum álver Norðuráls og verksmiðju Jám- blendifélagsins verður fegrað og snyrt og lögð verður áhersla á að verksmiðjumar tvær falli eins mikið inn í umhverfið og hægt er. „Við ætlum að gera þetta þannig að það verði öðrum til fyrirmyndar. Að auki ætla umhverfissamtökin, sveitarfé- Morgunblaðið/Þorkell SVÆÐIÐ í kringum álver Norðuráls, sem hér sést, og verksmiðju Járnblendiféiagsins verður fegrað og snyrt og lögð verður áhersla á að verksmiðjurnar tvær falli eins mikið inn í umhverfið og hægt er. lögin og verksmiðjumar að vinna saman að gerð koi'ts af Hvalfirði, þar sem allar gönguleiðir, söguminj- ar og söguslóðir verða merktar. Þetta verður því útivistar- og göngukort af svæðinu. Auk þessa eru ýmis fleiri umhverfis- og nátt- úruvemdarverkefni í farvatninu." Ólafur segir að verksmiðjumar tvær hafi, samkvæmt þeim drögum að umhverfisáætlun sem nú liggja íyrir, samþykkt að beita sér fyrh’ ýmsum úrbótum, sem þær séu ekki skyldugar til að gera samkvæmt starfsleyfi þeirra og eftirlitsskylda stjómvalda nái ekki til. „Verksmiðj- umar em tilbúnar til að ganga lengra en þeim er skylt. Okkar markmið er að menn geti litið til Hvalfjarðar og séð hvemig eigi að standa að rekstri stóriðju og sam- býli manns og náttúru í svo mikilli nálægð við slíka starfsemi, eins og frekast er kostur. Við erum ekki þar með að segja að við viljum endi- lega að hér rísi stóriðjuver í hverj- um firði, en við verðum að vinna úr þeim aðstæðum sem við búum við. Alþingi samþykkti á lýðræðislegan hátt að hér mætti reisa þessar verk- smiðjur, fyrst verksmiðju Jám- blendifélagsins og síðar álver Norð- uráls. Við ætlum ekki að berja höfð- inu við steininn, heldur virða þessar lýðræðislegu niðurstöður." Drögin að umhverfisáætluninni eru nú til meðferðar hjá Sól, sveit- arfélögum og verksmiðjunum tveimur. Aðeins er eftir að reka smiðshöggið á verldð og má því bú- ast við að áætlunin verði kynnt á næstu dögum. Umhverfi á upplýsingaöld Gagnvirkur ís- lenskur vefur um umhverfismál UMHVERFISVEFURIN N er öllum opinn á Net- inu, enda er honum ætlað að vera upplýsingamið- stöð um umhverfismál. Vefurinn var formlega opnaður í febrúar og telst vera fyrsti efnisflokkaði og gagn- virki vefurinn á íslensku, að sögn Huga Ólafssonar, deildarstjóra í umhverfisráðuneytinu. Hugi á sæti í umhverfisfræðsluráði, sem setti vefinn á laggimar. Slóðin á vefinn er www.umvefur.is. Umhverfisfræðsluráð var stofnað í samræmi við ákvæði í fram- kvæmdaáætlun um sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi, sem samþykkt var í ríkisstjóm og á sérstöku um- hverfisþingi sem haldið var í nóv- ember 1996. Atta aðilar tilnefna fulltrúa í ráðið, umhverfisráðuneyt- ið, menntamálaráðuneytið, Sam- band íslenskra sveitarfélaga, Náms- gagnastofnun, ASÍ, VSÞVMSÍ, Neytendasamtökin og umhverfis- vemdarsamtök. „Umhverfisvefurinn er fyrsta verkefni umhverfisfræðsluráðs og við erum ánægð með hvemig til hef- ur tekist," segir Hugi Olafsson. „Vefurinn var opnaður formlega í húsnæði Fjölbrautaskólans í Ár- múla, sem var táknrænt af því að hann er gott tæki til fræðslu. Núna em 116 tengingar í 32 flokkum á vefnum.“ Þar sem vefurinn er gagnvirkur geta allir þeir, sem vilja skrá vefsíð- ur inn á vefinn, gert það. í upphafi voru 85 tengingar á vefnum, en 31 hefur bæst við. „Við höfum fengið góðar ábendingar um efni, en að sjálfsögðu er þess gætt að upplýs- ingarnar séu áreiðanlegar. Við vilj- um að Umhverfisvefurinn gefi rétta mynd af umræðunni um umhverfis- mál,“ segir Hugi Ólafsson. Hugi segir að það hafi komið sér á óvart hve mikið efni er til á ís- lensku á Netinu um umhverfismál. „Þetta er mjög fjölbreyttur mála- flokkur og því full þörf á slíkum vegvísi, sem Umhverfisvefurinn er. Við höfum lagt sérstaka áherslu á að kynna vefinn í skólum, enda get- ur hann nýst vel til kennslu og rit- gerðasmíða. Vefurinn nýtist þó ekki eingöngu skólafólki, því allt áhuga- fólk um umhverfismál ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Frá alþjóðasamningum tll umhverfishagfræði Á Umhverfísvefnum er hægt að leita eftir efnisflokkum eða nota leitarmöguleika til að finna ákveðið efni. Hægt er að senda inn eigið efni, koma á framfæri tillögum að breytingum, kalla nýjasta efnið á vefnum upp á skjáinn eða fá yfirlit yfir vinsælasta efnið á hverjum tíma, þ.e. það efni sem flestir fletta upp á. Ef smellt er á hnappinn „óvænt efni“ sér vefurinn um að velja úr safni þeirra tengla, sem í boði eru. Efnisflokkarnir á Umhverfisvefn- um eru 32 talsins og af fjölbreyti- legasta tagi. Þarna er að finna um- fjöllun um alþjóðasamninga, and- rúmsloftið, dýravernd, endur- vinnslu og sorp, ferðaþjónustu, fisk- veiðar, gróðurhúsaáhrif, land- græðslu, mengun hafsins, náttúru- fræði, náttúruvernd, skógrækt, um- hverfisverndarsamtök og umhverf- ishagfræði, svo fátt eitt sé nefnt. Sem dæmi um notkun vefjarins má nefna, að ef valinn er efnisflokk- urinn „Andrúmsloftið" koma upp fjórir tenglar. Sá íyrsti vísar til Veðurstofu íslands, annar til upp- lýsinga frá Hollustuvemd um vökt- un loftgæða og niðurstöður meng- unarmælinga, sá þriðji geymir nokkrar vefsíður, m.a. um álverið á Grundartanga og almennar upplýs- ingar um loftmengun og orkunotk- un og sá fjórði vísar til upplýsinga frá Hollustuvernd um ósónlagið og vemdun þess. Flestir tenglar em að baki efnis- flokkunum Atvinnulíf og umhverfis- mál og Náttúmvernd, eða 9 að baki hvomm, en á hæla þeirra koma efn- isflokkarnir landgræðsla, mengun hafsins, náttúrufræði og umhverfis- fræðsla, þar sem 6 tenglar liggja að baki hverjum flokki. Sorpa og selveiðar Þegar farið var inn á Umhverf- isvefinn fösfudaginn 23. apríl og kallað eftir vinsælasta efninu, þ.e. því sem mest var skoðað, birtist fjölbreyttur listi. Fyrst skal nefna heimasíðu Sorpu, þá heimasíðu Keiko-samtakanna á Islandi og síðu High North Alliance, sem eru regn- hlífarsamtök sem stunda áróður og kynningarstarf fyrir aðildarfélög sín, sem eru hagsmunahópar hval- veiði-, selveiði- og fiskimanna í Færeyjum, Grænlandi, Islandi, Kanda og Noregi, að því er fram kemur á vefnum. Vefútgáfa af hálendisbæklingi ríkisstjómarinnar er einnig mikið lesin, sem og framkvæmdaáætlun Islands til að koma á sjálfbærri þró- un og loks má svo nefna umhverfis- stefnu Reykjavíkurborgar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.